Tíminn - 14.08.1983, Blaðsíða 23

Tíminn - 14.08.1983, Blaðsíða 23
SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1983 ■ Hópur lögreglumanna gerir áhlaup á hús í þorpi í grennd við Napólí, þar sem gert er ráð fyrir að Camorra-félagið hafðist við. ■ Systir Aldína, - hún flutti skilaboð frá glæpamönnunum milli síðanna á Nýja-testamentinu sínu. Mussolínis, - njósnararnir eru úti um allt...“ Nemandi: „Hér kemur það fyrir að feður fá tólf ára syni sínum byssu í hönd og segja: „Taktu þetta, - þegar þú crt orðinn eldri verður þú að geta varið mig.“ Cirillo-málið Verkamaður: „Ég fer héðan ekki vegna þess aö ég trúi því að þetta eigi eftir að breytast, en það mun taka langan tíma og þangað til verður lífið enginn leikur. Andspyrnuhreyfingin var öfundsverð að því leyti á stríðsárunum að hún vissi þó hverjir andstæðingarnir voru.“ Sú mynd sem nú blasir við í Napólí er „algjör upplausn.": Giuseppi Marazzo, sem þekkir Camorra mjög vel, segir: „Camorra hefur tekið sér hlutverk ríkis- valdsins í hendur í öllum greinum. Camorra útvegar mönnum náðun, áður en þeirra tími er upp runninn, og virðu- legum borgurum starf hjá bankanum.... Réttarríkið er ekki lengur til.“ Sérstaklega slæmt dæmi um samvinnu stjórnmálamanna og undirheimanna var hið svonefnda „Cirillo-mál.“ í apríl 1981 námu „Rauðu herdeildirnar" á brott héraðsstjórann í Kampaníu, kristilega demókratann Ciro Cirillo. Jafngildi 80 milljóna ísl. króna var krafist sem lausn- argjalds. Kristilegir demókratar veigr- uðu sér við að ganga til samninga við hryðjuverkamennina, líkt og gerst hafði þegar Aldo Moro var rænt, en hann var myrtur. Þeir reyndu nú að ná sambandi við mannræningjana og var Camorra foringjanum Cutolo fengið það verkefni í hendur að kom sambandi á, cn hann sat þá í fangelsi. Dómsmálaráðherra Italíu gcrði út nefnd, sem ræða skyldi málið við Cutolo. í nefndinni voru leyniþjónustumaður, cinkaritari Cirillos hins brottnumda og staðgengill Cutolos, - einn sá afbrotamaður sem mcst er eftirlýstur á Ítalíu. Þessi furðulega ncfnd sat á mörgum samningafundum við Cu- tolo og hryðjuverkamenn scm afplánuðu fangelsisdóma. Eftir þrjá mánuði var Cirillo látinn laus,-lifandi,-ogvar það Cutolo að þakka, sem enn einu sinni sýndi hér vald sitt. I launaskyni fékk hann ýmis fríðindi innan fangelsisveggj- anna og helming þess fjár sem hann þurfti sem lausnargjald, líklega meira en 100 milljónir ísl. króna. Hvort nýjasta áhlaupið gegn Cam- orra-samtökunum reynist vcra „sigur ríkisvaldsins", eins og innanríkisráð- herrann segir eftir allar handtökurnar, á eftir að sannast. Löng og bitur reynsla sýnir að hin skuggalegu tengsl milli ráðamanna og undirheimanna mæla gegn því að svo reynist. Handtaka nokkurra eiturlyfjasala og morðingja bægir ekki frá undirrótum þess að í Napólí hefur ofbeldið blómstrað. Svo lengi sem ekki verður bót ráðin á þjóðfélagslegum, efnahags- legum og menningarlegum meinsemdum þessa héraðs munu skipulögð afbrot áfram halda að dafna í borginni og grennd hennar. (Þýtt -AM) ■ Lögreglumaður úr „Fálkunum,“ svonefndu, sem eru þekktir að því að bregðast hratt og skjótt við, handtekur mann á förnum vegi í Napóli. Hann er grunaður um veskjaþjófnað. meira að segja messuþjónn hérna.“ En sú mynd sem Rossi fékk af hlutun- um, þegar þeim háttsettu sleppti, sýndi smábæ, þar sem ótti, spilling og ofbeldi situr í fyrirrúmi, smábær þar sem miðalda siðferði ríkir meðal hinna 20 þúsund íbúa. Stúlka við menntaskóla segir: „Ég er hrædd. Ég er í æskulýðssamtökum kommúnísta, en í hálft ár höfum við ekki þorað að halda fundi. Við minn- umst ekki á stjórnmál hérna.“ Kennari segir: „Hér ríkir andrúmsloft óttans og menn koma sér snemma heim. Ekki vegna þess að menn óttist svo mjög að lenda í einhverju. Miklu fremur óttast menn að verða vitni að einhverju skelfilegu." Kennslukona: „Þér er oft hótað illu, ef þú lætur börn ekki flytjast upp um bekk, þótt þau ættu að sitja eftir. í gær kallaði einn héraðsstjórnarmannanna á mig, vegna stúlku sem efndi til óeirða hér á síðasta ári. Það var einn þeirra sem hér ráða hlutunum." Landbúnaðarverkamaður: „Hér eru stjórnmálamennirnir og Camorra eins og bræður og systur. Nú er nýlega búið að ákveða að leggja nýja hraðbraut, sem eyðileggur land smábændanna. Þetta hefur alltaf gengið svona til: stóru fisk- arnir éta þá smáu. Þegar þeir frétta að ég hef sagt þetta munu synir mínir enga vinnu fá. Þetta er eins og á tímum PLASTPOKA OG PRENTUN FÆRÐU HJÁ Plnstos liF BÍLDSHÖFÐA 10 ( VIÐ HLIÐ BIFREIÐAEFTIRLITSINS SÍMI: 82655

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.