Tíminn - 14.08.1983, Blaðsíða 4

Tíminn - 14.08.1983, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1983 ■ Daginn sem hann vissi að hann ætti aðeins örfáa daga ólifaða, fékk hann hugrekki til þess að lofa umheiminum að sjá af- skræmt andlit sitt. Hann hafði þá gengist undir kvalafullar lækningatil- raunir í heilt ár. Honum var nú loks orðið sama um það þótt hann hefði í lang- an tíma verið að mestu útskúfaður af öllum, og litið á hann eins og pestar- flugu. Hann átti nú aðeins einn vin að, sem hann hafði þekkt í fimm ár. Dauði lians, líkt og allra þcirra 678 manna sem dáið hafa úr sjúkdómnum, hefur vakið mikla athygli. I'eir hafa allir látist úr AIDS sjúkdómnum, sem-stafar af óútskýranlcgri eyðilcggingu á ónæmis- kerfi líkamans, scm hindrar að sjúkdóm- ar nái að grafa um sig. Enginn veit um orsökina nc kann lækningaaðferð scm dugir. Nú hafa 1737 AIDS tilfclli vcrið skráð í Bandaríkjunum og cru 70% sjúklinganna kynvillingar, cins og Kcn Ramsaur.. ■ Hér er Ken Ramsaur ári fyrir dauða sinn og og nokkru fyrr en sjúkdómurinn gerði vart við sig. Þeir Jim Bridges eru hér á seglskútu í fríi sínu. VELPUR UPPNÁMI OG SKELFINGU Bandaríkjamaðurinn Ken Ramsaur kom fram í sjónvarpsþætti fimm dögum fyrir dauða sinn og lýsti útskúfun sinni og þjáningum Þjáningar hans hófust í júní á síðasta ári. Hann var máttvana og þjáðist af hitaköstum. Læknarnir ráðlögðu honum að hvíla sig, en þegar þá var tekið að bera á brúnleitum og fjólubláum flekkj- um sem báru vott um húðkrabbamein sem kallast „Kaposi-Sarkom." I’riðjung- ur AIDS sjúklinga hefur þessa mein- semd. Smithætta Ken Ramsaur var nú fluttur í sjúkra- hús. Þar vildu læknar reyna á honum ýmsar lækningar með mjög sterkum lyfjaefnum og féllst hann á að undirgang- ast þær, þótt hann óttaðist að missa hárið fyrir vikið. í nokkrar vikur virtist heilsa hans skárri, en 'nýtt hitakast leiddi til þess að liann var enn fluttur á sjúkrahús. Blöð höfðu nú greint rækilega frá AIDS sjúkdóminum og sagt að líklega stafaði hann af óþekktum vírus. Menn gátu líka smitast af þessum sjúkdómi, þótt ekki vissu menn hve bráðsmitandi hann væri, -svo sem hvort óhætt væri að taka í hönd sjúklingsins eða drekka úr vatnsglasi, sent hann hafði drukkið úr. Mesta hættan var talin sú að blóð einhvers sem hafði sýkst næði að komast í snertingu við blóð annars. Nú tóku eiturlyfjaneytendur að sýkjast. Þeir höfðu stungið sig með ■ Eftir nokkurn afturbata fékk Ramsaur heiftarlcgar blóðrásartruflarnir og varð að flytjast á sjúkrahúsið að nýju. Jim Bridges, eini maðurinn sem þorði að vera nærri honum, fylgdi honum þangað. sprautum sem sýktir höfðu notað og ekki hreinsað þær áður. Menn sem vantar storknunarefni í blóðið höfðu einnig sýkst þegar þeim var gefið storkn- unarefnið „Faktor VIII", en það er unnið úr blóði fjölda blóðgjafa þar sem AIDS sjúkir hljóta að hafa verið á meðal. Til þess að framleiða þann skammt af storknunarefni sem einn einasti sjúklingur þarfnast árlega getur þurft allt að 75 þúsund blóðgjafa. Lík- indi eru til þess að kynvillingar hafi smitast við samræði og það öðrum fremur, þar sem tala „elskhuga" þeirra er oft afar há og hætta á særindum á slímhúð í endaþarmi mikil. Þetta var því hjúkrunarliði sem annað- ist Ken Ramsaur vel kunnugt og því varð sjúklingurinn útundan við umönnun. Rúm hans var oft alblóðugt vegna blæðinga úr húðkrabbasárunum, en eng- inn skipti á rúminu hjá honunt. Vikum saman var hann ekki baðaður, þar sem hjúkrunarkonurnar veigruðu sér við að koma nærri honum. „Læknar litu á hann eins og tilraunakanínu," segir vinur hans Jim Bridges, sem heimsótti hann dag- lega, gaf honum að borða og þvoði honum. „Hann fékksex eða sjö mismun- andi gerðir af fúka-lyfjum og á eftir lagðist hann á hliðina og ældi þeim öllum upp. Fimm og sex sinnum á dag var honum tekið blóð og vefjaprufur úr lungum, lifur og úr hálsi, þótt allir vissu að honum yrði ekki hjálpað. Kvalafullur og banvænn Ken Ramsaur grátbað vin sinn að taka sig af sjúkrahúsinu og fór Bridges með hann heim til sín og var dag og nótt í návist lians. Gamlir vinir sem í byrjun höfðu leyst Jim af við hjúkrunarstörfin hættu nú alveg að sjást og hringdu ekki einu sinni. Ken Ramsaur kastaði stöðugt upp, blæddi um allan kroppinn og tók lyf til þess að halda niðri kvölunum. Stundum missti hann meðvitund. Ekki mátti tæp- ara standa að hann gæti sagt frá ástandi sínu í sjónvarpsviötali sem tekið var við hann. Vankaður af lyfjum og veikri röddu lýsti hann neyð sinni frammi fyrir myndavélinni. Fimm dögum síðar lést Ramsaur, 28 ára gamall. Skömmu eftir jarðarförina var Jim Bridges fleygt út úr íbúð sinni. Eigandinn hafði frétt að vinur hans hefði dáið úr AIDS. AIDS hefur valdið feikna skelfingu í Bandaríkjunum. Sjúkdómurinn er lík- astur krabbameini. en ennþá óhugnan- legri. Hann er ekki aðeins kvalafullur og banvænn, heldur líka smitandi. Blóðbankarnir eru orðnir í vand- ræðum með blóð, því blóðgjafar óttast að smitast er þeir verða stungnir nálinni. Þá óttast -menn sent skornir eru upp ákaflega blóðgjafir, ef AIDS sjúkur maður kynni að hafa gefið blóðið sem þeim er ætlað. í San Fransisco setja tannlæknar upp sérstaka hánska. ef þeim er ætlað að gera við tennur í kynvilltum mönnum. Hjúkrunarfólk og iögreglumenn bera sérstakan búning og grímur, cigi þeir að koma nærri kynvillingum. Jarðarfarar- stofnanir neita að smyrja lík AIDS sjúklinga eins og þar í landi er oft venja fyrir jarðarfarir. Sjónvarpstæknimenn í San Fransisco neituðu að hleypa AIDS sjúklingum inn í sjónvarpssal, þar sent gera átti dagskrá um sjúkdóminn. Dæm- in um óhug manna eru óteljandi. Óttinn er áleitinn Samt er hættan á því að smitast af AIDS minni en gerist um flesta aðra smitnæma sjúkdóma, þótt fólk vilji ekki trúa því, að sögn dr. Donald Armstrong við N.Y. Memorial Sloan- Kettering krabbameinsstofnunina. Einkum eru það að vonum kynvilling- ar sem verða fyrir ýmsum hrellingum vegna þessarar skelfingar. Hauskúpur og leggireru málaðir frammi fyrir nætur- klúbbum þeirra og AIDS aðvaranir má sjá við sundlaugar í saunaklúbbum þeirra. I háborgum kynvillinganna, Manhattan og San Fransisco þekkir nær hver maður til einhvers sem hefur veikst. í New York einni saman hafa 303 látist úr sjúkdóminum, en vitað er um 483 tilfelli. Um Itríð hafa kynvilltir menn í þessum borgum skipulagt eigin skrif- stofu- og upplýsingastarfsemi, sem á að veita þá hjálp sem tök eru á. Þeir benda á lækna og sjúkrahús sem reynslu hafa

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.