Tíminn - 14.08.1983, Blaðsíða 7

Tíminn - 14.08.1983, Blaðsíða 7
!•' 4 I SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1983 hafa orðið straumhvörf í viðhorfum til landbúnaðarframleiðslunnar hér á landi síðustu ár. Fram á síðasta áratug var stefna allra sem nálægt landbúnaði komu, bænda og annarra. að stækka búin og auka framleiðslu. Þáttaskil urðu með nýrri tækni, þannig að ekki var heyfengur sem skammtaði lengur hve búin gátu verið stór og framleitt mikið. Þá kom annað til; markaðsaðstæður. sem gjörbreyttu viðhorfinu. Ekki þýddi að framleiða nteira en markaður leyfði. Bændasamtökin hafa viljað framfvlgja þessari stefnu og í staðinn reynt að leita nýrra leiða. Eg tel það skyldu mína að reyna að styðja eins og kostur er. þá stefnu sem æskileg ■ er bæði fyrir bændur, neytendur og þjóðarbúið í heild. Telur þú að markaðsleit og tilraunir til að framleiða kjöt til útflutnings hafí verið fullreynt? - Margar tilraunir hafa verið gerðar til að leita nýrra markaða. Það er búin að vera starfandi Markaðsnefnd landbún- aðarins í allntörg ár, skipuð af Landbún- aðarráðuneytinu. Nefndin hefur þreifað fyrir sér, gert tilraunir með útflutning, en út úr því hefur minna komið en menn gerðu sér vonir um. Þar með er ég ekki að segja að ekki eigi að halda áfram tilraunum og leit að nýjum leiðum, en við verðum að gera okkur grein fyrir því að sama viðhorf og aðstæður hafa skap- ast allt í kringum okkur. Framleiðslugeta á búvörum er orðin svo mikil í löndunum í kringum okkur, að þar er alls staðar yfirfullt af mat. Meira að segja er flutt lambakjöt um hálfan hnöttinn og boðið á ákaflega lágu verði. Við þessar aðstæð- ur verðum við að keppa og ekki þýðir að vera með óraunsæi eða loka augunum fyrir þessum staðreyndum. Við verðum þó að vera vel á verði og sífellt að rcyna íið ná sem bestum árangri. Gleypa milliliðirnir of ntikið af kök- unni? - Samkvæmt athugunum sem gerðar hafa verið er minni munur á því verði sem bóndinn fær og því sent neytandinn þarf að greiða, samanborið við ná- grannalönd okkar og er þá miðað við óniðurgreidda vöru. Það virðist því ekki benda til þess að milliliðirnir taki allt of stóran hlut. Þó að vitanlega þurfi sífellt að vinna einnig á því sviði að meiri hagkvæmni. Þú segir að bóndinn sé atvinnurek- andi. Getur þú skýrt það nánar? - Búið er fyrirtæki og bóndinn kaupir rekstrarvörur og nýtir þær með aðstoð jarðargróður. og búpenings til þess að framleiða búvörur. Að vísu er það svo að algengast er að það sé fjölskyldan scm vinnur við þennan atvinnurekstur og ég held að það sé lang-besta formið. Reynslan virðist vera sú að arösömustu búin eru þau þar sem bóndinn með aðstoð sinnar fjölskyldu getur ráðið vel við að sinna bústörfunum. Að lokum til þín, sem forseta Samein- aðs Alþingis. Eru Alþingi og störf þingmanna að tapa fyrri stöðu og virð- ingu í Itugum almennings? - Ef maður flettir í gömlum blöðum og ræðum þingmanna frá fyrri tíð, má sjá að menn báru ærnar sakir á pólitíska andstæðinga. Ég held að úr þessu hafi dregið. Hafa ber í huga þau sannindi scm birtast í spakmælinu: Fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla. Fjölmiðlar hafa fært stjórnmálamennina nær fólkinu og allur almenningur kynnist stjórnmálamönnum betur en áður var og þess vegna njóta þeir e.t.v. ekki þess sem í spakmælinu felst. Jafnframt hefur það gerst að fjöimiðlarnir. eru orðnir sjálfstæðari stofnanir sem heyja harða samkeppni um tilveruréft sinn. Af þessu leiðir að keppt er um það, sem athygli vekur hjá almenningi og það virðist vera svo að áhugi almennings sé almennt nokkuð mikill um stjórnmál og störf stjórnmálamanna. - Birgir NÝIR KAUPENDUR HRINGIÐU^n BLAÐIÐ KEMUR UM HÆL SÍMI 86300 Wíwáwn Bflaleiga ^ Carrental Dugguvogi23. Sími82770 Opið 10.00-22.00. Sunnud. 10.00 - 20.00 Sími eftir lokun: 84274 - 53628 Leigjum út ýmsar Þvoið, bónið og gerðir fólksbíla. gerið við bílana Sækjum og sendum ykkar í björtu og rúmgóðu húsnæði. OPIÐ ALLAN SÓLARHRINGINN viLiu ruuGA AÐRA LEHHNA OGSIGIA mm? í samvinnu vló Arnarílug og Flugleiðir bjóðum vlð nýjan íerðamáta. Þú getur ílogið úr landi, eða heim ____og notið siglingar um borð í ms Eddu hina leiðina._ Á milli haínarborgar og ílugvallar, hvar sem hann er, íerðast þú á þann hátt sem þér best hentar. Svona íerð er upplagt að tengja við dvöl í sumarhúsi, í íljótabáti eða gistingu á sveitakrám og leigu á bíl erlendis. Við getum verið þér innan handar við útvegun á öllu slíku. og ekki spillir verðið ánægjunni: Flug + Sigling Verð GLASGOW NEWCASTLE 10.355 LONDON NEWCASTLE 11.138 AMSTERDAM NEWCASTLE 11.728 LUXEMBORG BREMERHAVEN 13.828 AMSTERDAM BREMERHAVEN 13.828 KAUPMANNAHÖFN BREMERHAVEN 13.914 DÚSSELDORF BREMERHAVEN 13.958 Allt verð er mióað við dvöl í tveggja manna kleía um borð í ms Eddu og gengi 5.7. 1983. o -< r~ 2 3J FARSKIP Aðalstræti 7, 101 Reykjavík. Símanúmer: 91-25166.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.