Tíminn - 14.08.1983, Blaðsíða 16

Tíminn - 14.08.1983, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1983 ■ Armando Valladares var 23 ára gamall skrifstofumaður í upplýsinga - málaráðuneyti Kúbu þegar lögreglan handtók hann í desember 1960. í ákæru- skjali stóð að hann hefði gerst sekur um „gagnbyltingarstarf“ með því að gagn- rýna opinberlega aukin áhrif Sovétríkj- aiina á stjórn Fídels Kastró. Valladares, sem stutt hafði Kastró þegar hann steypti af stóli einræðisstjórn Fulgencio Batista, ■ Valladares frjáls maður ásamt konu sinni Mörtu í París. sovéskra afbrotafræðinga. Þá hrópuðu pólitísku fangarnir allar í kór. ..Farið heim Sovétmenn!" Fyrir það voru þeir síðar barðir heiftarlega. ÁREITNI FANGAVARÐA Um langt skeið var ég látinn vinna við landbún- að og steinasmíði. Það var gífurlega þreytandi. Fangaverðirnir voru sífellt að áreita okkur. Nokkrum árum síðar var ég fluttur í Boniato fangelsið í Oriente héraði. Þar voru dyr og gluggar úr stáli. Sá tími var einna verstur. Mér fannst ég þó aldrei vera einn og yfirgefinn því Guð var með mér innan fangaveggjanna. Því meira hatur sem fangaverðir mínir sýndu mér því meir efldist hin í ÞRÆLABllÐ- UM KASTRÓS Ljóðskáldið Armando Valladares dvaldi í 22 ár í fangelsi á Kúbu vegna pólitískra skoðana sinna. Hér lýsir hann fangavistinni var enn fremur borinn þeim röngu sökum að hafa tekið þátt í starfí hryðju- verkamanna er kollvarpa vildu stjórn Kastrós. Að loknum tveggja tíma réttar- höldum var Valladares dæmdur í þrjátíu ára fangelsi. A meðan á fangavistinni stóð reif Valladares spássíur stjórnarblaðsins Grunmii og hripaði á þær teikningar, Ijóð og ýmsar hugleiðingar. Sumum þcssara miða tókst honum að smygla út úr fangelsinu með óhreinum þvotti, og þeir bárust frá Kúbu með tannkrems- túbum. Upp úr miðunum urðu til tvær bækur sem birtar voru á spænsku: Úr hjólastól (1977) og Hjartað sem ég lifí í (1980). Árið 1979 var úrval Ijóða hans og sendibréfa, ásamt ítarlegum formála, gefíð út í Frakklandi undir heitinu Fangi Kastrós. Þessi rit öfluðu honum bók- menntalegrar frægðar á alþjóðavett- vangi. I október á síðasta ári féllst Fídel Kastró á að láta Valladares lausan fyrir þrýsting frá Mitterand Frakklandsfor- seta og leikritaskáldinu Arrabal. Hann hafði þá setið í fangelsi í 22 ár, bestu ár ævi sinnar. Nú býr Armando Valladares á Spáni og sinnir ritstörfum. Hann er einnig í forystu fyrir samtökum sem nefnast Internationale de la Resistance og hafa aðalstöðvar í París, en þau berjast gegn einræðisstjórnum allra landa. Eftirfarandi frásögn Valladares birtist í nýjasta hefti bandaríska vikuritsins Time, og er hér lauslega þýdd og endur- sögð. ÉG BRAUT EKKI AF MÉR Ég hafði ekki brotið neitt af mér. Þegar lögreglan gerði húsleit á heimili mínu fann hún ekkert markvert: engar sprcngjur, engin vopn og engin skjöl er sýndu ráðabrugg um samsæri. Lögregluforinginn sem yfirheyrði mig kvast hins vegar vera sannfærður um að ég gæti orðið byltingunni hættulegur, þótt hann hefði ekkcrt í höndunum sem sannaði það. Hin raunverulega ástæða fyrir handtöku minni var sú að ég hafði varað vini mína og samherja við því að kommún- istar væru að taka öll völd í landinu. Ég neitaði ávallt að afneita skoðunum mínum og fyrir þá sök var ég beittur pyntingum skipulega, lokaður í einangrunarklcfum, og sýnd andlegt sein líkam- legt ofbeldi. Hugur minn og hendur bera enn merki þessarar meðferðar. Ég sá félaga mína pyntaða, og ég var hvort tveggja í senn vitni að og fórnarlamb betrunarkerfis. 140 ÞÚSUND FANGAR Á KÚBU Á Kúbu eru næstum 140 þúsund fangar, pólitískir og afbrotamenn, í 68 betrunarhúsum. í Havana og nágrenni er t.d. fangelsi eins og Combinado del Este þar sem ég dvaldi og í því eru allt að 13.500fangar. Aðauki eru 30 vinnubýli og þrælabúðir hír og hvar á eynni, eitt slíkt býli er sérstaklega ætlað ungum stúlkum og annað ungum piltum. Að auki eru opin fangelsi, Frentes Abiertos, en í þeim eru fangar sem ekki hafa verið dæmdir í þunga fangavist og verða brátt látnir lausir. Þessir fangar ferðast um eyna og leggja vegi. byggja skóla, ntjólkurbú eða íbúðarhús. Ferðamenn sem sjá þetta fólk að störfum átta sig ekki á því að það eru fangar scm fallist hafa á „pólitíska cndurhæfingu". í Havana héraði einu cru sex slíkir fangahópar. Sjálfur dvaldi ég mestan hluta fangavistar minnar í rammgerðu fangelsi, fyrst í La Cabana. Þar voru pólitískir fangar reglulcga skotnir til hana af aftökusveit, og margar nætur í röð heyrðum við innan um skothvellina hróp eins og „Lengi lifi Kristur konungur!" eða „Niður með kommúnismann!" Þctta voru síðustu orð dauða- dæmdra fanga. Upp úr 1963 hættu hljóðin að berast. fangarnir höfðu verið keflaðir fyrir aftöku. SÍBERÍA VESTURÁLFU Ég var aðeins í nokkra daga í La Cabana, og varsíðan flutturtil lítillareyjarsuðurafKúbusem heitir Isla de Pinos (og er nú kölluð Isle de la Juventud eða Æskueyjan). Kommúnistar höfðu breytt henni í Síberíu Vesturálfu. Aðstæður voru eins og þeim er lýst í þrælabúðum Stalíns og þarna dvöldu þeir pólitísku fangar sem kúbönsk yfirvöld höfðu dæmt í þrælkunarvinnu. Á eynni var líf fanganna einskis virði. Ég sá marga félaga mína tekna af lífi með köldu blóði. Sá fyrsti sem myrtur var var Ernesto Díaz Madruga, en hann var stunginn til bana af þeim yfirmanna fangabúðanna sem fylgdist með því að reglur væru haldnar. Upp úr því voru unnin fleiri hryðjuverk sem leiddu til dauða og limlestingar fjölda manna. í apríl 1961 var þrettán og hálfu tonni af sprengiefni komið fyrir í hverju einasta fangahúsi, og stóð til að sprengja þau og okkur í loft upp ef ráðist yrði á Kúbu. Sprengjur þessar voru framleiddar í Kanada, augsýnilega hafði Kastró litla trú á að sovéskar sprengjur mundu virka. Ég minnist þess, þegar ég var í Guanajay fangelsi, að þangað kom í heimsókn hópur ■ Fídel Kastró: einræðisherrann sem lét geyma Armando Valladares bak við lás og slá í 22 ár.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.