Tíminn - 14.08.1983, Blaðsíða 9

Tíminn - 14.08.1983, Blaðsíða 9
SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1983 9 menn og málefni Þýðing framleiðslustefnunnar fyrir framför landsins alls ■ Þegar fyrsta ríkisstjórn Ólafs Jó- hannessonar tók við sumarið 1971, var alvarlegt ástand í atvinnumálum landsmanna. Togaraflotinn hafði verið illilega vanræktur í tíð svonefndrar viðreisnarstjórnar og engin áhersla lögð á uppbyggingu út um landið. Fólksflóttinn til suðvesturhornsins var mikill. Sömuleiðis leituðu þúsundir Islendinga til útlanda í von um betri lífskjör. Vinstri stjórnin, sem sat að völdum fram á sumarið 1974, beitti sér fyrir aðgerðum til að gjörbreyta þessu ástandi. Hafin varstjórhuga endurnýj- un atvinnutækja í sjávarútvegi, ekki síst í sjávarplássum víða unt landið, samhliða því sem þjóðin var losuð undan oki viðreisnarsamninganna í landhelgismálinu og fiskveiðilögsagan færð út í 50 sjómílur. Velmegun íslendinga síðasta áratug- inn byggir fyrst og fremst á þessari þróttmiklu framleiðslu- og byggða- stefnu. Nú hin síðari ár hefur vcrið í tísku hjá ýmsum að gagnrýna þessa stefnu, sem svo mörgu góðu hefur komið til leiðar. Ein ástæðan er sú, að ytri aðstæður hafa breyst - af óviðráðan- legum orsökum - og hin stórvirku atvinnutæki nýtast því ekki öll sem skyldi. Ef loðnuveiðin hefði haldið áfram, eins og spáð var af sérfræð- ingum fyrir fáeinum árum, og annar afli haldið áfram að aukast í samræmi við fyrri spár, þá væru að sjálfsögðu full not fyrir þessi atvinnutæki öll sömun. En aðstæður hafa breyst, a.m.k. í bili. Ýmsir eiga erfitt með að skilja þá einföldu staðreynd, að til þess að nýta sem best gæði lands og sjávar er nauðsynlegt að viðhalda blómlegri byggð um landið allt. Það þýðir auðvit- að ekki, að harðbýlar og einangraðar sveitir megi ekki leggjast í eyði, heldur fyrst og fremst að gera verður lands- mönnum kleyft að njóta mannsæmandi lífs í öllum þeim byggðum, þar sem hægt er að nýta náttúruauðinn. Þetta hefur verið kjarni þeirrar framleiðslu- og byggðastefnu, sem framsóknar- menn hafa alltaf lagt áherslu á og framkvæmt þegar þeir hafa haft vald til þess. SAMDRÁTTUR Á LANDSBYGGÐINNI Erfiðleikar okkar íslendinga í at- vinnu- og framleiðslumálum hafa einna fyrst komið fram á landsbyggð- inni. Síðustu árin hefur skipulega verið unnið að samdrætti í landbúnaðar- framleiðslu, og hafa samtök bænda sjálf haft forgöngu um stjórnun þeirra aðgerða. þessi samdráttur hefur auð- vitað ekki allaf verið sársaukalaus, þótt reynt hafi verið, oft með góðum árangri, að koma á fót nýjum búgrein- um til þess að bæta upp samdrátt í hinum hefðbundnu greinum. Samdrátturinn í afla síðustu árin hefur að sjálfsögðu komið illa niður víða um land, þar sem afkoman í sjávarplássunum byggist öðru fremur á góðum afla. Þegar aflinn minnkar verður ekki aðeins samdráttur í fisk- vinnslunni, heldur hefur það einnig áhrif á margskonar þjónustustarfsemi. Þessi þróun er líka þegar farin að segja til sín í minnkandi tekjum fólks víða um land og í vaxaandi fólksflutn- ingum til suðvestursvæðisins. Þegar skattskrárnar voru lagðar fram í lok síðasta mánaðar, kom tekjuminnkun fólks úti á landsbyggð- inni greinilega í ljós. Þetta átti alveg sérstaklega við t.d. Austurland og Norðurland vestra. Það kom fram í viðtali við skattstjórann á Austurlandi, að við skattálagninguna þar nú hefði komið í Ijós, að ekki væri óalgengt að tekjur fólks hafi ekki hækkað í krónu- tölu og jafnvel lækkað milli áranna í sjávarplássum fyrir austan. Eins sagði hann dæmi um sjávarpláss, þar sem heildarupphæð álagðra tekjuskatta nettó yrði ekkert hærri í krónutölu nú eii í fyrra, þrátt fyrir gífurlega verð- bólgu á þessu tímabili. Og á Noröur- landi vestra hækkaði tekjuskatts- prósentan aðeins um rúm 8%, og geta nienn borið það saman við verðbólg- uþróun og kauphækkanir milli áranna. STRAUMURINN AFTURSUÐUR Annað dæmi um breytta stöðu landsbyggðarinnar til hins verra síð- ustu árin eru búferlaflutningarnir til höfuðborgarsvæðisins. Könnun, sem gerð var á búferlaflutningum Islend- inga síðustu árin af 'nemendum í landafræði við Háskóla íslands, sýna greinilega, að veruleg breyting hefur orðið að undanförnu, í samantektinni eru tekin tvö þriggja ára tímabil, sem nánar eru útlistuð á meðfylgjandi kortum. Tímabilið 1977, 1978 og 1979 var þróunin enn í þá átt að fólk flyttist út á landsbyggðina eða milli einstakra landshluta annarra en til höfuðborgarsvæðisins, en 1980, 1981 og 1982 fóru allar leiðir að liggja suður á nýjan leik. í greinargerð um þessa könnun segir m.a.: „Árið 1975 gerðist það í fyrsta skipti, að fleiri fluttu frá höfuðborgar- svæðinu til landsbyggðarinnar en það- an til höfuðborgarsvæðisins. Stóð þessi brottflutningur í fjögur ár eða til 1978“. Það fer ekki á milli mála, að þessi jákvæða þróun var bein afleiðing þeirr- ar byggða- og framleiðslustefnum, sem framsóknarmenn höfðu forgöngu um í ríkisstjórn landsins allt frá 1971. í greinargerðinni segir ennfremur: „Síðustu þrjú ár, 1980 til 1982, einkenna flutningar frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins búferla- mynstrið, og eykst þessi aðflutningur til höfuðborgarsvæðisins ár frá ári. Suðurnes er eini landshlutinn, sem tekur til sín fólk frá höfuðborgarsvæð- inu, en í mun minna mæli en næstu ár á undan... Stærstu straumar flytjenda til höfuðborgarsvæðisins koma frá Suðurlandi, 382, Vestfjörðum, 274, og Norðurlandi eystra, 250 manns. Aðflutningur til höfuðborgarsvæðis- ins hefur þessi síðustu ár aukist ár frá ári og varð mestur 1982, 770 manns. Engin ástæða er til að ætla annað en að þessi þróun haldi áfram á yfirstandandi ári. Þessar staðreyndir er hollt að hafa í huga þegar verið er að halda því fram, að ríkisvaldið hafi beitt sér fyrir of mikilli byggðastefnu. Þrátt fyrir ein- stök dæmi, sem hægteraðbendaásem vafasama ráðstöfun í.þessu efni, þá cr Ijóst, að byggðastefnan hefur komið í veg fyrir mjög stórfellda byggðaröskun í landinu, sem hefði. haft veruleg áföll í för með sér ekki aðeins fyrir lands- byggðina heldur einnig fyrir höf- uðborgarsvæðið, sem hefði þurft að taka við mun stórfelldari íbúðaaukn- ingu en þó hefur orðið. GRUNDVALLAR- STEFNA Fyrir skömmu var minnst á það í ... og þróunin 1980, 1981 og 1982, þar sem straumurinn liggur aftur suður. Elías Snæland Jónsson, ritstjóri, skrifar grein hér í blaðinu, að Framsóknar- flokkurinnn þyrfti að huga að grund- vallarstefnu sinni, hugsjónagrundvell- inum. Það er vissulega rétt, að stjórn- málaflokki, sem hefur lengi verið í ríkisstjórn, hættir til að vanrækja um- ræður um grundvallaratriði stefnu sinnar og hugsjóna vegna þess, hversu upptekinn hann er af því að fara með stjórn landsins. Slíkt getur verið hættu- legt til lengdar, því stjórnmálahreyfing getur því aðeins staðið af sér óveður stjórnmálanna, að hugsjónagrund- völlurinn sé Ijós og sterkur. Eysteinn Jóhsson fjallaði um ýmis grundvallaratriði í stcfnu Framsóknar- flokksins í bæklingi, sem gefinn var út árið 1975 og ber heitið „Framsókn- arflokkurinn og stefna hans". Rétt er að grípa þar niður á tvcimur stöðum. þar scm varpað er nokkru Ijósi á grundvallaratriði í stefnu flokksins fyrr og síðar. Anars vcgar vekur Eysteinn athygli á því, að Framsóknarflokkurinn byggir ekki á erlendum kennisetningum eða einföldum formúlum: „Framsóknarflokkurinn hefur aldrei hoðaö kreddutrú né trú á algildar „uppskriftir" sem allan vanda gætu leyst á einfaldan hátt og væru óum- brcytanlegar. Flokkurinn hefur hvorki byggt stefnu sína á kapitalisma né kommúnisma, né hcldur sósíalisma, og ekki talið sig reikulli i ráði fyrir það. Enda hefur reynslan sýnt að grundvall- arkenningar „ismanna", sem mjög voru rómaðar um citt skcið, og má í því sambandi einkum ncfna fyrri hluta þessarar aldar allt fram á okkar tíð, hafa í framkvæmdinni tapað mjög gildi sínu, og reynst ntörgum lítil stoð, þegar á reyndi og til átti að taka. Er mála sannast að allar einfaldar póli- tískar formúlur hafa illa þolað slitið og tímans tönn rcynst þeim harðleikin. Framsóknarflokkurinn er upphaf- lcga stofnaður til stuðnings og fulltingis sjálfsbjargarviðlcitni almennings, og samtökum fólksins til styrktar í barátt- unni fyrir frclsi og bctra og fcgurra lífi. Flokkurinn er því flokkur féíags- hyggju. samtaka og samvinnu". Og á öðrunt stað segir Eysteinn um grundvöll framsóknarstcfnunnar: „Framsóknarflokkurinn vill setja vinnuna í öndvegið, þar mcð talið starfið við að afla þekkingar, og heil- brigt framtak á sama bekk, og setja þetta ofar fjármagninu og fésýslunni. En fjármagnið telur flokkurinn ciga að vera þjóninn. Við þetta sjónarmiðberi að miða efnahagsmálastefnuna, því á vinnunni, þekkingunni og framtakinu vcltur það mest, hvernig þjóðinni bún- ast í landinu. Þetta sjónarmið verður líka að hafa við skiptingu þjóðartekn- anna og gæta þess að hlutur vinnu, þekkingar og framtaks rýrni ekki eða vaxi minna en réttmætt er fyrir ágangi fjármagnsins og þeirra, sem fyrir því ráða. En hér er um meginkjarna í stefnunni að ræða, og leiðir aftur hugann að því grundvallaratriði í stefnu flokksins að byggja á samstarfi við almannasamtökin, en ekki á þjón- ustu við samtök fjármagnsins, sem eru jafnan sterk og leita sér óspart póli- tískra forráða og hafa pólitíska starf- semi. Þarna eru þvi vatnaskil i þjóð- málum". Þessi orð Eysteins Jónssonar undir- strika kjarna í grundvallarstefnu Fram- sóknarflokksins, sem skilur hann frá öðrum stjórnmálaöflum. Það er svo auðvitað verkefni forystumanna stjórnmálahreyfingar á hverjum tíma að tryggja sem best samræmi á milli grundvallarstefnunnar og einstakra stjórnarathafna. Það er auðvitað erfið- ara í landi, þar sem nauðsyn er sam- steypustjórna eins og hér hefur yfirleitt alltaf verið, en jafn mikilvægt fyrir því. -ESJ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.