Tíminn - 03.05.1983, Síða 4
4
íbúð fræðimanns
í húsi Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn
er laus til afnota tímabilið 1. september 1983
til 31. ágúst 1984.
Listamenn eða vísindamenn, sem hyggjast stunda
rannsóknir eða vinna að verkefnum í Kaupmannahöfn,
geta sótt um afnotarétt af íbúðinni. í íbúðinni eru fimm
herbergi og fylgir þeim allur nauðsynlegasti heimilisbún-
aður. Hún er látin í té endurgjaldslaust. Dvalartími í
íbúðinni skal eigi vera skemmri en 3 mánuðir en lengstur
12 mánuðir, en venjulega hefur henni verið ráðstafað til
þriggja mánaða í senn.
Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist stjórn húss Jóns
Sigurðssonar, Islands Ambassade, Dantes Plads 3,
1556 Köbenhavn V, eigi síðar en 1. júní n.k.
Umsækjendur skulu gera grein fyrir tilgangi með dvöl
sinni í Kaupmannahöfn, svo og menntun og fyrri
störfum. Þáskal tekiðfram hvenærog hve lengi eróskað
eftir íbúðinni, svo og fjölskyldustærð umsækjanda.
Sérstök umsóknareyðublöð er hægt að fá á skrifstofu
Alþingis í Alþingishúsinu í Reykjavík og á sendiráðinu í
Kaupmannahöfn.
Stjórn Húss Jóns Sigurðssonar.
Bfaleiga
Carrental •#■
Dugguvogi 23. Sími82770
Opið 10.00 -22.00.
Sunnud. 10.00 - 20.00
Sími eftir lokun: 84274 - 53628
Leigjum út ýmsar Þvoið, bónið og
gerðir fólksbíla. gerið við bílana
Sækjum og sendum ykkar í björtu og
rúmgóðu húsnæði.
OPIÐ ALLAN SÓLARHRINGINN
#AÞJ\
ísacp *
Auglýsing
um styrki Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) á
sviði heilbrigðisþjónustu árin 1984 og 1985.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur til ráðstöfunar
nokkuð fé til styrktar starfsfólki á sviði heilbrigðismála.
Lögð er áhersla á að styrkir komi að sem bestum notum
við eflingu frumheilsugæslu.
Umsóknareyðublöð fást í heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneytinu og á skrifstofu landlæknis.
Umsóknirsendistráðuneytinueigisíðaren 15. júní n.k.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið
2. maí 1983
Laus staða
forstöðumanns við dagvistunarheimili í Keflavík.
Starf forstöðumanns við dagheimilið og leikskól-
ann Garðasel er laust til umsóknar.
Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi fóstru-
menntun.
Upplýsingar um starfið eru veittar hjá Félagsmála-
fulltrúa Keflavíkurbæjar að Hafnargötu 32, sími
1555.
Skriflegar umsóknir þurfa að berast félagsmála-
fulltrúa fyrir 5. maí n.k.
Félagsmálaráð Keflavíkur
Hafnarfjörður
matjurtagarðar
Leigjendum matjurtagarða í Hafnarfirði er bent á
að síðustu forvöð að greiða leiguna er þriðjudag-
inn 10. maí n.k.
Eftir þann dag verða garðarnir leigðir öðrum.
Bæjarverkfræðingur
ÞRIÐJUDAGUR 3. MÁÍ 1983.
fréttir
Fimmfaldur mun-
ur á olíunotkun
— í 18 húsum í sama byggðarlagi
VESTFIRÐIR: Méira en fimmfaldur
munur á olíunotkun, eða allt frá 10,8
lítrum af olíu á rúmmetra og upp í 53,6
olíulítra á rúmmetra á ári, kom fram í
athugun sem gerð var á raunverulegri
olíunotkun í 18 húsum á Hólmavík
árið 1981, sem fyrr hefur verið greint
frá í Tímanum. En könnun þessi mun
hafa náð til um fjórðungs íbúðarhúsa
á Hólmavík.
Hlutfallslega dýrust var kyndingin
í 116 rúmmetra timburhúsi byggðu
árið 1904. Olíunotkunin þar var 6.220
lítrar yfir árið 1981, sem kosta myndi
45.406 krónur miðað við olíuverð
þann 8. apríl s.l., en 36.446, að
frádregnum olíustyrk eins og hann var
fyrir 4 íbúa á síðasta ársfjórðungi
1982, umreiknað til heils árs.
Sá sem kynnti hús sitt hlutfallslega
ódýrast býr í 538 rúmmetra húsi
byggðu árið 1964 og brenndi aðeins
5.813 lítrum af olíu árið 1981. Hjá
honum væru samsvarandi kostnaðar-
tölur og að ofan greinir 42.435 krónur
brúttó og 31.235 kr. að frádregnum
olíustyrk fyrir 8 íbúa hússins.
Með raforku hefði kynding framan-
greindra húsa kostað 27.004 kr. og
25.237 kr. miðað við olíuverð í apríl,
og kynnt með heitu vatni frá Hitaveitu
Reykjavíkur 5.095 kr. og 4.761 kr.
Þótt olíufrekasta húsið sé gamalt timb-
urhús og það hagkvæmasta miklu nýrra
steinhús skýrir það ekki þennan mun.
Sé litið á þau fimm hús sem hagkvæm-
ast voru kynnt utan þess framan-
greinda (12,3-13,7 1. rúmm.) kemur í
ljós að þrjú þeirra eru timburhús frá
árunum 1915, 1925 og 1940 frá 274-
462 rúmmetra að stærð, og tvö steinhús
frá árunum 1930 og 1940, 445-540
rúmmetrar að stærð.
Meðal olíunotkun allra 18 húsanna
reyndist 16,7 lítrar af olíu á rúmmetra,
eða alls 97,2 tonn á samtals 5.815
rúmmetra íbúðarhúsnæðis. Kynding-
arkostnaður þeirra brúttó væri tæpar
710 þús. kr. á ári, miðað við olíuverð
í apríl s.l., en olíustyrkur vegna 87
íbúa 165.760 krónur.
- HEI
á '1 -'tl
—■■i !, --.-4
m < i í . «««*
I
Fyrsta rakarastofan
opnuð á Hvolsvelli
HVOLSVÖLLUR: Rakarastofa var
nýlega opnuð á Hvolsvelli, sem mun
vera sú fyrsta sem þar er stofnsett.
Rangæingar þurfa því ekki lengur að
fara alla leið til Selfoss eða Reykjavík-
ur til að láta klippa sig, eins og þeir
hafa þurft hingað til nema einhver
lagtækur með skærin hafi leynst innan
fjölskyldunar.
Nýi rakarinn þeirra Hvolsvellinga
heitir Hermann Österby. Hann kveðst
hafa lært iðnina hjá föður sínum á
Selfossi og lokið námi í febrúarmánuði
s.L Skömmu seinna opnaði hann
rakarastofu sína að Hvolsvegi 32.
- Og þú hefur þá heldur valið að
flytjast austur en að halda suður, eins
og leið margra liggur?
- Ég kann betur við mig svona á
rólegri stöðum heldur en í borginni.
- Hvernig gengur - eru Rangæingar
farnir að átta sig á breytingunni?
- Viðskiptin aukast svona smám sam-
an - fólk er nú aðeins farið að átta sig
á þessu. En þetta tekur auðvitað sinn
tíma, þegar þetta er svona nýtilkomið,
sagði Hermann. Eiga viðskiptin von-
andi enn eftir að aukast svo Hvolsvell-
ingar missi ekki þessa nauðsynlegu
þjónustu úr bænum aftur. - HEI
■ Skipakomur eru ekki
daglegur viðburður í
Borgarnesi. Þetta skip
lagðist þó þar við bryggju
nýlega og iandaði fóður-
vörum til bænda í Borgar-
firði.
Tímamynd Ragnheiður.
Bókasafns
vikan
Velta Kaupfélags Vest-
mannaeyja 33,9 milljónir
VESTMANNAEYJAR: Heildarvelta
Kaupfélags Vestmannaeyja varð tæpar
33,9 milljónir króna á sl. ári, sem er
45,6% aukning frá árinu á undan.
Bókfærður hagnaður varð 273 þúsund
kr. Kaupfélagið greiddi samtals 3.863
þús. krónur í laun á árinu, en fastráðið
starfsfólk var 22 um síðustu áramót
miðað við heilsdagstörf, að því er
fram kom á aðalfundi félagsins nýlega.
Afsláttur af vörum til félagsmanna
nam 160 þús. krónum á s.l. ári. Var
hann veittur í formi afsláttarkorta sem
giltu í nóvember og desember. Einnig
var veittur afsláttur í gegnum tilboðin
sem voru í gangi af og til allt árið.
Úr stjórn Kaupfélagsins áttu að ganga
Jón S. Traustason og Þorkell Sigur-
jónsson og voru þeir báðir endurkjörn-
ir. Aðrir í stjórn eru Sigurgeir Krist-
jánsson, Jóhann Björnsson og Garðar
Arason. Kaupfélagsstjóri er Guð-
mundur Búason.
-HEI
ir á bók-
um felld-
ar niður
AKRANES: Kynningarvika bóka-
safna - Bókasafnsvikan 1983 - er
dagana 2. til 6. maí. Þessa viku verða
felldar niður dagsektir á bókum. Einn-
ig verða sýndar bækur frá vinabæjum
Akraness á Norðurlöndum. Þá mun
liggja frammi greinargerð fyrir aðal-
skipulagi Akraness árin 1980-2000
ásamt uppdrætti.
- G.B./Akranesi