Tíminn - 03.05.1983, Síða 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1983.
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Gisli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason.
Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson.
Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur
V. Ólafsson. Fréttastjórar: Kristinn Hallgrímsson og Atli Magnússon.
Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Guðmundur Magnússon. Blaðamenn: Agnes
Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni
Kristjánsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson, Sonja
Jónsdóttir. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir:
Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn:
Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristín Þorbjarnardóttir,
María Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar:
Síðumúla 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasími 18300. Kvöldsimar: 86387 og 86392.
Verð í lausasölu 18.00, en 20.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 210.00.
Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Blaðaprent hf.
Pörf á róttækum breyt-
ingum á mörgum sviðum
■ Halldór Ásgrímsson, alþingismaður, fjallaði m.a. um
ástandið í efnahagsmálum þjóðarinnar á ársfundi Seðla
bankans í gær, og um þær leiðir, sem færar væru út úr þeim
vanda sem við er að etja. Hann sagði að síðustu árin hefði
verið reynt að bjarga því sem bjargað varð í efnahags- og
atvinnumálunum, en hins vegar hafi ekki tekist að sækja
fram, og hafi það að mestu verið samstöðuleysi um að
kenna.
„Pað er ekki auðvelt að finna færa leið til þess að komast
út úr þeim vanda, sem við nú erum í“, sagði Halldór
Ásgrímsson. „En hinn kosturinn er þó mun erfiðari, að
láta sem ekkert sé og verðbólgan haldi áfram í svipuðum
mæli og á undanförnum árum. Við erum í reynd orðin
þrælar verðbólgukerfis, sem við höfum því miður ekki náð
samstöðu um að brjótast út úr. í slíkri ánauð getur engin
þjóð lifað til lengdar með farsælum hætti og öll skynsemi
krefst þess að út sé brotist. Það verður hins vegar ekkert
gert nema með ákveðinni forystu frá stjórnvöldum.
Það gerist ekki að sjálfu sér, að við náum tökum á
efnahagslífinu. Það gerist heldur ekki með þeim hætti að
menn kasti ábyrgðinni hver á annan. Eað gerist ekki með
því að hagsmunaöflin í þjóðfélaginu ásaki stjórnmálaöflin,
eða stjórnmálaöflin ásaki hvert annað. Ef einhvern tíma
hefur verið ástæða til að slíðra sverðin um stund og nota
kraftana til að brjótast úr þeim verðbólgufjötrum, sem við
erum í, þá er það nú. Ekki vegna þess að það sé
áhættulaust eða vegna þess að engar fórnir þurfi að færa,
heldur vegna þess að framtíð okkar er í reynd ógnað.
Undirstöðurnar þola ekki það álag sem hefur myndast.
Pað má endalaust um það deila með hvaða hætti skuli
tekið á málum. En hins vegar er ljóst, að það er engin
önnur leið til en að þau stjórnmálaöfl, sem kosin eru
lýðræðislegri kosningu í landinu, leiði baráttuna og
hagsmunaöflin í þjóðfélaginu veiti þeim fullt svigrúm og
aðhaldssama aðstoð til að framkvæma það sem gera þarf. “
gferiffl________
skrifad og skrafað
Upp á vatn
og brauð
■ „Já, við eigum lítið barn
og ég geri mér það fulljóst að
það er ekki uppörvandi að
framfleyta fjölskyldu til lang-
frama á þeim launum sem
bjóðast fyrir vinnuna hérna í
Slippnum enda hef ég ákveð-
ið að taka upp þráðinn þar
sem frá var horfið í námi.“
- Ertu fjölskyldumaður?
„Það ert kannski skammt í
að ég verði það og ég hef gert
mér grein fyrir því að það
verður ekki hægt að fram-
fleyta fjölskyldu á laununum
sem hér bjóðast- hún yrði að
lifa á brauði og vatni. Enda
er líklegt að ég fari í skóla
strax næsta haust.“
Hér er vitnað í viðtöl við
tvo unga verkamenn sem
birtust hér í blaðinu 1. maí.
Eins og sjá má hefur annar
fyrir fjölskyldu að sjá og stutt
virðist í fjölskyldustofnun
hjá hinum. Báðir eru þeir
sammála um að launin sem
verkamönnum er boðið upp
á duga ekki til framfærslu
fjölskyldu, og hvað er þá til
ráða. Jú, að fara í skóla. Nú
skyldi maður ætla að það sé
ekki björgulegt fyrir unga
heimilisfeður að standa
straum af námskostnaði og
framfíeyta fjölskyldu sam-
tímis. En báðir reikna þeir
dæmið eins. Að Ijúka námi í
von um að betri kjör bjóðist
að námi loknu, en á hverju
þeir sjálfir og fjölskyldur
þeirra eiga að lifa á meðan á
námi stendur tilgreina þeir
ekki. Kannski á námslánum?
Varla verður um að ræða að
eiginkonur þessara ungu
verkamanna stundi einnig
nám. Þær verða þá að puða,
koma börnum á dagheimili
og njóta frelsisins á hinum
eftirsótta vinnumarkaði og
framfleyta körlum sínum á
meðan þeira ávinna sér rétt-
indi til að komast í þá launa-
flokka sem ætla má að dugi
til að brauðfæða fjölskylduna
og búa henni samastað.
Það er helvíti hart að þjóð-
félag sem kennir sig við vel-
ferð geti ekki boðið erfiðis-
mönnum þau laun að þeir
geti lifað af þeim og að ungir
menn sem vinna í Slippnum
eða við höfnina verði að
' a
„Gengur saemllega
að llfa af laununum”
soglr Blrglr
Buldursson,
hafnurverkn-
maöur
, Verkalýðshreyf Ingln
eins konar klúbbur”
„Algjör vltleysa að
flytja hátfðahöldln”
Mglr Hulda
Danlelsdóttlr,
verkakonaf
„Yrði að lifa á
brauði og vatnl”
Rabbað við Jón
Gunnar Óla&on,
18 óra hafnar-
verkamann
setjast á skólabekk og láta
aðra vinna fyrir sér á meðan
þeir feta sig upp á launastig
hvítflibbamanna.
Hverjir eru það sem við
ætlumst til að vinni í Slippn-
um og við höfnina, í fiskvinn-
unni og á sjónum?
Á maður að trúa því, að
máttarstólpar íslensks þjóð-
félags vinni skipulega að því
að halda launum þeirra sem
vinna erfiðustu störfin og oft
þau þjóðnýtustu á því hung-
urstigi að það sé algjört neyð-
arbrauð að stunda erfið-
isvinnu og framleiðsustörf?
Fyrir hverju
er barist?
■ Á sömu síðunum og til-
greind viðtöl birtast er rætt
við hafnarverkamann sem
upplýsir að hann geti lifað af
sínum launum af því hann er
einhleypur. Þá er rætt við
verkakonu sem unnið hefur
við framleiðslustörf í 30 ár.
Ertu sátt við þín kjör?
„Nei, langt í frá. Ég er
einhleyp, en þó gengur mér
iila að lifa af laununum. Þau
hafa eiginlega ekkert batnað
frá því að ég byrjaði að vinna
á Iðjutaxta fyrir einum 30
árum, eru verri ef eitthvað
er.“
- Hvernig verður bætt úr
þessu?
„Ég er nú ekki rétta mann-
eskjan til að svara því. Mér
skilst á atvinnurekendum að
þeir geti ekki borgað meira
en nú er gert og meðan svo
er veit ég ekki hvað er til
ráða.
En ef við erum órétti beitt,
eins og margir telja, þá held
ég að það sé ekki síst verka-
lýðshreyfingin sjálf sem á sök
á því. Ég hef borgað mín
gjöld í Iðju í 30 ár og ég þarf
að verða mjög langlíf til að
fá þau einhvern tíma endur-
greidd. Þegar ég kemst á
eftirlaun verða mér skammt-
aðar örfáar krónur á mánuði
og ef ég dey áður en ég er
búin að ná öllu út næ ég því
aldrei - félagið hirðir allt
saman - það sér ekki einu
sinni um útförina manns.“
Laun en
ekki ölmusu
Það er mikið talað um
eyðslu og bruðl og rétt er það
að miklu er eytt og víða
bruðlað, bæði af einstakl-
ingum og opinberum aðilum.
En eitt er víst að það er ekki
erfiðisfólkið sem fer illa með
fé. Það vinnur einfaldlega
ekki fyrir þeim launum að
neitt sé til að bruðla með.
Það er bersýnilegt að almenn
laun rétt hrökkva fyrir nauð-
þurftum, ef þau þá gera það.
Verkalýðshreyfingin er
mikið bákn og áhrifamikil á
mörgum sviðum. Forystu-
menn hennar guma í tíma og
ótíma um baráttu sína fyrir
bættum kjörum og alla sigr-
ana sem þeir hafa unnið á
vondum arðræningjum. En
þegar upp er staðið er árang-
urinn sá að fullorðin verka-
kona sem búin er að starfa í
þrjá áratugi lýsir því yfir að
hún rétt skrimti af laununum
og séu jafnvel lakari í dag en
þegar hún gekk í Iðju.
Hér er ekki verkalýðs-
hreyfingunni einni um að
kenna, það er öll þjóðfélags-
byggingin sem rekur þessa
konu til að halda áfram fram-
leiðslustörfum fram á eilliár.
Það er eftirtektarvert hvað
hún hefur að segja um fram-
tíð sína. Á hógværan hátt
sýnir hún fram á að þegar
starfsdegi lýkureru eftirlaun-
in skorin svo við nögl að hún
geti aldrei gert meiri kröfur
en til þessa - að skrimta.
Verkafólk skammtar sér
hvorki laun né fríðindi. Um
það semja „aðilar vinnu-
markaðarins". Þeir semja
m.a. um þær klyfjar sem
lífeyrissjóðirnir eru á al-
mennum launþegum. Fróð-
legt væri að fá yfirlit frá þeim
sem ráðskast með þá sjóði á
hvaða aldri fólk í siðmennt-
uðum löndum fær réttindi til
eftirlauna og hvaða mögu-
leika aðrir en opinberir
starfsmenn á íslandi hafa til
að njóta alls þess framlags
sem þeir leggja þessum sjóð-
um til á langri vinnuævi.
Vinnandi fólk þarf ekki
ölmusur í formi félagsmála-
pakka og annars þess sem
skrifstofuliði ráðuneyta og
stofnana þóknast að reikna
út og rétta því af rtiikilli náð.
Það á rétt á þeim launum sem
því ber og að þau dugi til að
lifa því lífi sem talið er
mannsæmandi í vesturálfu.
En kerfið allt með skóla-
báknin í fararbroddi miðar
að því að útrýma vinnandi
höndum.
OÓ
starkadur skrifar
Halldór Ásgrímsson sagði ennfremur:
„En það sem erfiðast er í efnahagsmálum, er að koma
á takmörkunum, þannig að eyðslan verði ekki .meiri en
aflaféð. Skoðanir eru skiptar um, hverjar þessar takmark-
anir eigi að vera og með hvaða hætti þær skuli settar á.
Sumir vilja takmarka eyðsluna, með því að koma í veg
fyrir að vörur séu á boðstólum, aðrir vilja takmarka hana
með því að ná stjórn á ráðstöfunarfé fólks. Enn aðrir vilja
gera það með því að byggja upp sterka sparnaðarhvöt,
sem fái unnið gegn eyðsluseminni. En hvernig sem menn
líta á málið, verður niðurstaðan alltaf sú, að stjórnun og
opinber stýring er nauðsynleg. Reynslan sýnir okkur, að
ekki verður komist hjá því.“
Um nauðsynlegar aðgerðir sagði Halldór síðan m.a.:
„Aðalatriðið er að rjúfa verður þá sjálfvirkni, sem ríkir
á flestum sviðum. Ekki aðeins á sviði verðlags og
kaupgjalds. Sjálfvirkni virðist oft ríkja í útþenslu opin-
berra stofnana, banka og annarra, sem búa við þau
skilyrði að geta hækkað tekjurnar á móti auknum
útgjöldum.
Það þarf róttækar breytingar á flestum sviðum, því
vandinn er djúpstæðari en margur hyggur. Það þarf
ákveðinn vilja, nauðsynlega breidd og samstöðu, ef vel á
að takast til.“
í þeim stjórnarmyndunarviðræðum, sem nú standa yfir,
mun það koma í ljós, hvort sá vilji er raunverulega fyrir
hendi á Alþingi íslendinga.
-ESJ
F ramsóknarf lokkurinn
og kosningaúrslitin
■ UMRÆÐUR um stöðu Framsóknarflokksins að loknum
kosningunum eru miklar manna á meðal, og framsóknarfólk
er farið að láta skoðun sína í Ijósi hér í blaðinu. Dagbjört
Höskuldsdóttir reið á vaðið í laugardagsblaðinu, og fjallaði
þar um þá lærdóma, sem draga ætti af kosningarúrslitunum.
Vafalaust munu fleiri taka til máls, enda er lifandi umræða
um orsakir og afleiðingar kosningaúrslitanna nauðsynleg, ef
læra á af reynslunni og byggja upp stefnu og starf flokksins til
sigurs á komandi árum. Það er alveg Ijóst, að flokkurínn mun
ekki ná sér út úr þeirri lxgð, sem hann er nú í fylgislega séð,
nema með markvissu átaki.
Það áfall, sem Framsóknarflokkurinn varð fyrir í kosning-
unum nú, var vissulega mikið, þótt það hafi dregið nokkuð úr
högginu, að flokksmenn voru almennt búnir undir fylgistap.
Sömuleiðis hafa menn tapið 1978 til samanburðar, en þá fór
heildarfylgi flokksins á landsvísu niður í 16.9%. Núna fékk
flokkurinn hins vegar 19.5%. Það sem ýmsir hafa hins vegar
ekki áttað sig á sem skyldi er, hvað svona lítill. hluti af
atkvæðafjöldanum í landinu er nýtt í sögu Framsóknarflokks-
ins. Staðrcyndin er nefninlega sú, að hluti Framsóknarflokks-
ins í heildarfylginu í landinu hefur yfirleitt veríð á bilinu
24-28%. Ef litið er framhjá ósigrinum 1978 er fylgið núna -
19.5% - lægra en flokkurinn hefur nokkru sinni fengið í
þingkosningun síðan áríð 1919. Þá er hræðslubandalagskjörið
1956 að vísu undanskilið, enda ekki sambærilegt. Þetta gefur
auðvitað til kynna, að hér er á ferðinni mjög alvarlegur hlutur,
sem flokksmenn verða að ræða og bregðast við með réttum
hætti.
STJÓRNMÁLAFLOKKAR eru að sjálfsögðu tæki þeirra,
sem þá styðja, til þess að hafa áhrif á stjórn landsins. Það cr
því markmið stjórnmálaflokka að vera í ríkisstjórn ef þeir geta
með þeim hætti náð fram stefnumálum sínum. Ef stjórnmála-
flokkar geta hins vegar ekki framkvæmt stefnu sína með setu
í ríkisstjóm þá eiga þeir að sjálfsögðu ekki að taka þátt í stjóm.
Stundum getur verið mikið matsatriði, hvoram megin þessarar
línu árangur af stjómarsamstarfínu liggur. Seta í núverandi
rikisstjórn á síðasta ári og nú í vetur var t.d. shkt matsatriði,
og munu víst flcstir nú á einu máli um, að Framsóknarflokkur-
inn hefði átt að knýja fram kosningar á síðastliðnu ári.
Nú ero stjómarmyndunarviðræður hafnar, í það minnsta að
nafninu til, en fátt mun hafa komið frá Sjálfstxðisflokknum,
sem leiðir þessar viðræður, um stefnu í efnahagsmálum eða
öðrom málum. Framsóknarflokkurin hlýtur að sjálfsögðu að
meta það af raunsæi þegar þar að kcmur, hvort kostur er á
ríkisstjórn þar sem stefna Framsóknarflokksins fær notið sin
sem skyldi. Ljóst ætti að vera, að ef ekki tekst að ná fram í
stjórnarmyndunarviðrxðum stefnu, sem fellur vel að sjón-
armiðum Framsóknarflokksins, þá hljóta framsóknarmenn að
taka að sér forystuhlutverk í stjóroarandstöðu og leita síðan
tU kjósenda á nýjan leik í von um aukið fylgi við stefnu sína
og frambjóðendur.
En það er mikUvægt að gera sér grein fyrir því, að sltk
fylgisaukning í framtíðinni kemur ekki af sjálfu sér. Hún getur
aðeins orðið árangur af starfí' og stefnumótun; ræðst af
mönnum og málefnum. Framsóknarmenn þurfa þegar að
huga að því að leggja grundvöU að þeirri sókn, sem flokkurinn
verður að hefja sem fyrst. Það er ekki eftir neinu að bíða.
Starkaður.