Tíminn - 03.05.1983, Síða 9
ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1983.
9
menningarmál|
Jón Þ. Þór skrif-
arumbókmennt-
ir
Haraldur Ólafsson, dósent:
Að loknum kosningum
Halldór
SJöunda bindi
hagsögunnar
frá Cambridge
■ Þá er lokið einhverju lengsta stjórn-
arkrepputímabili í sögu lýðveldisins. í
rúmt ár hefur ríkisstjórnin ekki tekist á
við nokkurn pólitískan vanda, heldur
aðeins látið nægja að sinna þeim málum,
sem afgreiða þarf á degi hverjum. Á
miðju sumri í fyrra var ljóst, að hún
hafði ekki einu sinni tryggan meirihluta
í báðum deildum þings, og átti þá
auðvitað að segja af sér. Bráðabirgða-
lögin í ágúst voru kák eitt, og jafnhliða
þeim var svo gert samkomulag þar sem
m.a. var ákveðið að greiða láglaunabæt-
ur, lengja orlof og gera breytingar á
vísitölukerfinu. Fyrri atriðunum tveimur
var hrundið í framkvæmd en þegar á átti
að herða var Alþýðubandalagið ekki
tilbúið að standa við orð sín. Láglauna-
bæturnar urðu aðhlátursefni þjóðarinnar
um skeið, en lenging orlofs varóraunhæf
aðgerð eins og á stóð.
Þeir, sem stóðu í kosningabaráttunni
núna vita ákaflega vel hvað það var, sem
olli fylgistapi Alþýðubandalags ogFram-
sóknarflokksins. (Ég gef lítið fyrir þá
blekkingarherferð, sem Alþýðubanda-
lagsforystan heldur uppi og gengur út á,
að flokkurinn hafi í raun unnið sigur,
líklega af því, að hann fékk fleiri atkvæði
en skoðanakannanir gáfu til kynna.
Stjómmálaskýrendur gripu þessa sögu-
fölsun fegins hendi af einhverjum
óskiljanlegum ástæðum). Það var fyrst
og síðast verðbólgan og uppgjöf stjórn-
arflokkanna gagnvart henni, sem úr-
slitum réði. Það er ekki hægt að koma til
kjósenda með verðbólgu, sem nemur
um 80 af hundraði og segja: kjósið
okkur, við höfum ráð undir rifi hverju.
Við framsóknarmenn reyndum hvað við
gátum, lögðum meira að segja fram
efnahagsstefnu, sem enginn annar flokk-
ur gerði. En það kom fyrir ekki. Stað-
reyndir verðbólgunnar urðu fræðikenn-
ingunni yfirsterkari.
Það er ekki hægt að koma fram fyrir
fólk og segja, að nú sé komið að því að
kveða verðbólguna niður, eftir að hafa
staðið aðgerðarlaus í eitt ár. Meðan
ríkisstjórnin stritaðist við að sitja hélt
verðlag áfram að hækka ög launin dugðu
æ skemur. Braskið blómstraði og launa-
mismunur jókst við hverja einustu verð-
bótahækkun. Neðanjarðarhagkerfið
efldist, og fjárplógsstarfsemin tók við
þar, sem bankarnir gáfust upp við að
leysa skammtímavanda einstaklinganna.
Of seint, og lítið, - þessi verða
eftirmæli fráfarandi ríkisstjórnar, sem
þrátt fyrir allt vann margt gott í atvinnu-
málum. Þjóðin sættir sig ekki heldur við
það óþingræðislega og fáránlega ástand,
sem ríkti á þingi í allan vetur. Bráða-
birgðalög voru gefin út 21. ágúst. Þing
kem saman fyrir miðjan október. Lögin
komu til atkvæðagreiðslu í þinginu hálfu
ári síðar! Ekki veit ég hvort nokkru máli
skipti hvort þessi lög væru samþykkt eða
ekki. Hitt er augljóst, að hér hafði verið
höggvið nærri þingræðinu í landinu.
Ég endurtek, að það var verðbólgan
og aðgerðarleysi og hik þingsins í vetur,
sem ollu mestu um tap Alþýðubandalags
og Framsóknarflokksins í kosningunum
23. apríl sl. Alþýðubandalagið fór þó
örlítið skár út úr þessu en Framsókn.
Ástæðan er sú, að álmálið varð þeim til
framdráttar. Þegar Svavar Gestsson
hrópaði út í salinn: við krefjumst þess,
að herinn fari, á framboðsfundinum í
Háskólabíói 18. apríl, þá var hlegið.
Góðviljaðir menn fyllast vorkunsemi
þegar leiðtogar „þjóðfrelsis og sósíal-
isma“ minnast á herstöðina, - svo ræki-
lega hefur þeim tekist að greypa inn í
hugi landsmanna uppgjöf sína í því máli.
■ Haraldur Ólafsson
En álverið og Alusuisse snertir þjóðern-
isstrenginn í brjósti íslendinga. Við
framsóknarmenn urðum áþreifanlega
varir við það, þegar við vorum spurðir
um ástæðurnar fyrir hikandi afstöðu
ýmissa flokksmanna í því máli.
Hér hafa verið rakin nokkur atriði,
sem ég tel, að hafi ráðið miklu um úrslit
kosninganna. Við sem stóðum að síðustu
ríkisstjórn megum sjálfum okkur um
kenna. Við stóðum ekki við stóru orðin,
og við gripum of hikandi inn í allt það,
sem stuðlað hefði að hjöðnun verðbólg-
unnar. Og við gleymdum því, að þjóðin
ætlast til hreinskilni, ekki langra skylm-
inga um formsatriði. Framsóknarflokk-
urinn átti að krefjast þess, að bráða-
birgðalögin frá í ágúst væru þegar í stað
tekin til afgreiðslu í þinginu og taka
afleiðingum, af því að þau yrðu felld.
Hefðu þau verið samþykkt, þá hefði
staða ríkisstjórnarinnar styrkst og hún
fengið kjark til að hefjast handa um sl.
áramót við að gera eitthvað af því, sem
hún hafði sagst ætla að gera.
Framsóknarmenn verða nú að huga
vel að stöðu sinni. Flokkurinn hlaut áfall
í kosningunum. Hann tapaði tveimur
x mönnum á þéttbýlissvæði landsins, þar
sem um 60 af hundraði þjóðarinnar búa,
enda þótt hann fengi þar rúmlega 34 af
hundraði af heildaratkvæðamagni
flokksins. Hin fyrirhugaða breyting á
kosningalögum mun ekki í sjálfu sér
breyta neinu fyrir flokkinn hvað þetta
varðar. Hann mun halda áfram að
greiða með frambjóðendum flokksins út
um land. Nema flokksforystan taki að
sinna Reykjavík og þeim miklu mögu-
leikum, sem frjálslyndurmiðflokkur hef-
ur til að afla sér trausts í þéttbýlinu.
Þegar þetta er ritað hefur forsetinn
falið Geir Hallgrímssyni stjórnarmynd-
un. Það er ekkert við það að athuga að
formanni stærsta stjórnmálaflokksins sé
veitt umboð til að kanna málin. Það er
á hinn bóginn dálítið undarleg staða, að
semja við mann, sem ekki hefur náð
kjöri til þings. Maður skyldi ætla, að
staða hans innan flokksins væri með
þeim hætti, að erfitt væri að taka hann
alvarlega sem viðmælanda. Ég óttast að
þessar stjórnarmyndunarviðræður drag-
ist úr hömlu, og endi með óeðlilegum
hætti eins og í febrúar 1980. Takist ekki
að mynda starfhæfa stjórn til næstu ára
nú, helst innan tveggja vikna, erekki um
annað að ræða en utanþingsstjórn, sem
yrði að taka afstöðu til þess m.a. hvort
efna skuli til nýrra kosninga á árinu. Ef
til vill er það leið út úr því öngþveiti á
stjórnmálasviðinu, sem við blasir.
■ Það eru sextíu ár síðan kona tók
fyrst sæti á Alþingi og síðan hafa konur
lengstum setið þar. A.m.k. 12 konur
hafa setið á þingi sem aðalmenn og
flestar verið fyllilega hlutgengar og vel
þolað samanburð við karla á þingi eins
og þeir gerast, enda þótt engin þessara
kvenna hafi náð að verða í fremstu röð
þingskörunga. Sé nú „reynsluheimur“
kvenna allt annar en karla, hafi þær
önnur og sérstök áhugamál, ætti þess
einhversstaðar að gæta í þingsögunni.
Ég leyfi mér að fullyrða að engin þessara
kvenna hafi beitt sér eða barist fyrir máli
sem karlmenn hafa ekki stutt á ýmsan
hátt.
Ingibjörg H. Bjarnason sem var fyrst
þessara þingkvenna vann vasklega fyrir
Landspítalann enda hafði hann verið
baráttumál kvennasamtaka um allt land.
Guðrún Lárusdóttir varð fyrst þing-
manna til að flytja tillögu um drykkju-
mannahæli. En karlmenn studdu mál
þessi líka. Og svo má lengi telja.
Getur nokkur nefnt þess dæmi að
einhver þessara kvenna hafi hreyft máli
sem karlmenn studdu ekki?
Ég á þess ekki von að svo sé.
Lífsskóðun og lífsstefna okkar ís-
lenskra manna fer ekki eftir því hvort
við erum karlmenn eða kvenmenn. Það
er eitthvað annað sem skilur þar á milli.
Lítum á þingmál sem skiptar skoðanir
eru um. Það er löggjöf um fóstureyðing-
ar. Heyrst hafa þær raddir frá konum að
frumvarp um að þrengja rétt til fóstur-
eyðinga væri hinn hróplegasti ójöfnuður
gagnvart kvenþjóðinni á landi hér. Þar
með ætti að svipta konur rétti til að ráða
yfir líkama sínum o.s.frv. Þegar betur er
að gáð blasir við að annar flutningsmað-
ur þessa fromvarps er kona. Svo víðs-
fjarri fer því að kynferðið tryggi mál-
efnalega samstöðu.
Hvar er það mál sem allar konur
styðja en allir karlmenn eru á móti?
Félagsmálastörf eru margþætt og
Stöðugt fer fram þjóðmála umræða í
landinu. Konur taka vaxandi þátt í þessu
og margar með ágætum. Mér finnst
eðlilegt að frambjóðendur til þings séu
valdir eftir því hvernig þeir sýna sig í
félagsmálunum, - hvað þeir hafa þar til
mála að leggja o.s.frv. Þegar konur
standa þar jafnfætis körlum mun þeirra
hlutur ekki síðri.
Þetta er að breytast. Mér er ljúft að
minnast fundar þar sem fólkið sem þátt
tók í prófkjöri til undirbúnings framboði
framsóknarmanna til borgarstjómar
kom fram og flutti stuttar ræður. Það er
fyrsti pólitíski fundur sem ég hef verið á
þar sem mér fannst kvenþjóðin fyllilega
haida sínum hlut í umræðum og jafnvel
taka karlmönnunum fram.
Konur eru óðum að ryðja sér til rúms
við trúnaðarstörf innan stjórnmálaflokk-
anna sem annars staðar. Það gera þær
sem menn, - hlutgengir þegnar í mann-
félagi íslendinga. Það er rétta leiðin.
The Cambridge Economic History of
Europe. Volume VII. The Industrial
Economies: Capital, Labour and Enter-
prise. Part I. Britain, France, Germany
and Scandinavia. Part 2. The United
States, Japan and Russia. Edited by
Peter Mathias and M.M. Postan.
Cambridge 1978.
XX - 832 bls., XII - 639 bls.
■ Flestir þeir, sem eitthvað hafa fengist
við almenna sögu munu kannast við
hinar miklu Cambridgesögur, sagnfræði-
rit, sem háskólaútgáfan í Cambridge
gefur út. Sögur þessar ná yfir flest svið
sagnfræðinnar og ein hinna þekktustu er
hagsaga Evrópu, sem oft hefur verið
gefin út og er í sífelldri endurskoðun.
Sjöunda bindi hagsögunnar kom út
endurskoðað árið 1978 og síðan í fyrra í
kiljuútgáfu. Þetta eru miklar bækur að
vöxtum og fleytifullar af þekkingu og
fróðleik um viðfangsefnið. Hver þáttur
er tekinn út af fyrir sig og um hann rita
færustu fræðimenn, hver á sínu sviði.
Viðfangsefni þessa bindis er hagsaga
iðnaðarlandanna svonefndu frá því um
iðnbyltingu. f upphafi fyrri hluta VII
bindis rita þeir R.M. Solow og P. Temin,
sem báðir eru prófessorar í hagfræði í
Massachusetts um orsakir hagvaxtar á
þessu tímabili, og erþað inngangsþáttur.
Síðan rita þeirC.H. Feinstein, S. Pollard
og P.L. Payne um breska hagsögu frá
því um iðnbyltingu. í næsta þætti rita M.
Lévy-Leboyer, Y. Lequin og C. Fohlen
um hagsögu Frakklands og síðan R.H.
Tilly, J.J. Lee og J. Kocka um þýska
hagsögu. K.-G. Hildebrand prófessor í
Uppsölum skrifar um hagsögu Norður-
landa og þar með lýkur fyrri hluta VII.
bindis.
í síðari hlutanum er fjallað ýtarlega
um hagsögu Bandaríkjanna, Japans og
Rússlands, fram að byltingunni 1917.
Eins og áður sagði er gífurlegan
fróðleik að finna í þessum ritum. Höf-
undamir em allir þekktir sérfræðingar
hver a sínu sviði og fara þeir ýtarlega í
saumana á viðfangsefnum sínum, skýra
þau frá y'msum hliðum, ræða nýjustu
kenningar o.s.frv. Eins og gefur að skilja
eru þessi rit fyrst og fremst ætiuð fræði-
mönnum og stúdentum í viðkomandi
greinum oe hætt við að mörgum þeim, sem
stundum eru kallaðir almennir lesendur
muni þykja þau ærið hörð undir tönn.
pcnn sem vilja kynna sér hagsögu skal þó
ráðlagt að hika hvergi við að ráðast til
atlögu við þessa doðranta, uppskeran
verður alltaf í samræmi við erfiðið og
þegar menn hafa komist upp á lagið með
að nota bækumar munu þær koma í
góðar þarfir sem handbækur.
í lok hvors bindis em ýtarlegar tilvitn-
anir og heimildaskrár sem og nafna- og
atriðisorðaskrár.
Jón Þ. Þór.
Konur og þingsæti