Tíminn - 03.05.1983, Síða 11

Tíminn - 03.05.1983, Síða 11
ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1983. 15 á vettvangi dagsins Sterka ríkisstjórn — hjöðnun verðbólgu og mótun efnahags- stefnu, sem byggir á frelsi og félagshyggju ■ Á ársfundi Seðlabanka ísland í gær flutti Tómas Árnason, viðskiptaráð- herra, ræðu. Þar sagði viðskiptaráðhera m.a.: “Hin mikla verðbólga undanfarinna ára hefir leikið íslenskt efnahagslíf grátt. Sér í lagi hefir sparnaður þjóðar- innar dregist saman. Kemur þetta gleggst fram í því að væri ráðstöfunarfé banka- kerfisins af innlendum uppruna nú sama hlutfall af þjóðarframleiðslu og það var að jafnaði áratugina tvo 1960-1980, hefðu bankarnir nú um þrem milljörðum króna meira úr að spila. Væri hlutfallið hins vegar það sama og var áratuginn 1961-1970, væri þessi fjárhæð tvöfalt hærri. í 80% verðbólgu og við minnkandi þjóðartekjur er atvinnuöryggi og af- koma einstaklinga, fyrirtækja og alls þjóðarbúsins hætta búin. Allir þeir, sem taka ákvarðanir, sem varða framvindu efnahags- og atvinnumála verða að sýna þegnskap og agaða framkomu. Raunar þarf einskonar neyðarráðstafanir þegar svo er ástatt, neyðarráðstafanir sem byggja á réttlæti. Afkoma íslendinga hefir verið mjög góð, betri en flestra annarra þjóða í allri veröldinni. Er þar með mikið sagt. Á undanförnum áratugum hefir hin fámenna íslenska þjóð byggt upp á ótrú- lega sterkt framleiðsluþjóðfélag, en það er hin mikla framleiðsla ásamt skynsam- legri stefnu í utanríkis- og viðskiptamál- Tómas Árnason, viðskiptaráðherra. um sem hefir verið undirstaða hinnar miklu velmegunar. En uppbyggingin hefir kostað mikið fjármagn og það hefir sætt deilum að gripið hefir verið inn í þá óheilla þróun að láta fjármagnið rása algjörlega eftir farvegum verðbólgunn- ar. í stað þess hefir verulegum hluta fjármagnsins verið beint í uppbyggingu til þess að búa í haginn fyrir framtíðina. íslendingar njótá þess, að hafa átt greiðan aðgang að hinuni alþjóðlegu fjármagnsmörkuðum m.a. vegna mikill- ar framleiðslu og verðmæta, sem þjóðin skapar. Samkvæmt skýrslu Seðlabankans um erlend lán miðað við gengi í árslok 1982 námu erlendar skuldir alls 19.830 millj- ónum króna. Um helmingi þessara erlendu lána hefir verið varið til orkumála. Um 11% til fiskiskipa. Önnur 11% til ríkissjóðs og ríkisstofnana utan orkumála. Til lánastofnana um 10%. Og til atvinnu- rekstrar einstakra aðila um 18%. Skuldastaða þjóðarinnar út á við er varhugaverð, sérstaklega ef þjóðarfram- leiðslan dregst saman. íslendingar hafa ætíð staðið í skilum og njóta því trausts. Þótt íslendingar skuldi mikið óttast ég ekki framtíðina, ef framleiðslan heldur áfram og menn vinna bug á verðbólg- unni. Hins vegar mætti þjóðin fara betur með peninga en verið hefur. Að lifa um efni fram lofar aldrei góðu, en efnin eru vissulega mikil. Með hjöðnun verðbólgu mun innlendur sparnaður vaxa og þörfin fyrir erlendar lántökur fara minnkandi. Til þess að mæta þeim vanda, sem við blasir þarf að mínu mati fyrst að vinna markvisst að hjöðnun verðbólgu og síðan að mótun samræmdrar efnahags- stefnu til lengri tíma, sem byggir á frelsi félagshyggju". Til þess þarf sterka ríkis- stjórn sagði viðskiptaráðherra í viðtali við Tímann. menningarmál SALÍBUNA —„Neðanjarðarlest“ Alþýðuleikhússins ■Alþýðuleikhúsið sýnir Neðanjarðarlestina eftir LeRoy Jones Leikstjóri Lárus Ýmir Óskarsson ■ Nú veit ég ekki hvert framhald verður á sýningum Alþýðuleikhússins á Neðanjarðarlestinni; Hótel Borg hýsti tvær fyrstu sýningarnar en er víst ekki til reiðu lengur. Hvort sýningar verða ekki fleiri eða hvort lestin rúllar inn í annað hús verður bara að koma í Ijós. Form þessa stutta leikrits er einfalt og gott. Karl og kona lenda saman í neðanjarðarlest; hann er svartur og hún er hvít. Þetta er í Ameríku árið 1964. Samskipti þeirra eru nokkuð svo ofsa- fengin. Hún er kjaftfor og frökk, hæðist að honum, ögrar honum, duflar við hann. Hann er í dökkum jakkafötum, með bindi, les Baudelaire og vill gjarnan verða partur af veröld hvíta mannsins. Það er víst ekki hægt. Að lokum ofbýður honum, verður reiður og heldur ræðu um svarta manninn; það er eins konar öfugur rasismi ef svo má að orði komast. En konan reynist ekki öll þar sem hún er séð. Þarna fáum við í hnotskurn nokkra þætti af vandamálinu sem sambúð svarta og hvítra hefur valdið í Bandaríkjunum. Svo má auðvitað spyrja hvaða erindi það eigi við okkur. Svo sem ekkert, svo sem allt. Hitt þykist ég vita að einhverju af snerpu sinni og áleitni hafi leikritið tapað síðan það var frumsýnt fyrir nærfellt tuttugu árum; viðvitum líkastil flest meira nú en þá um svarta manninn í Ameríku og annars staðar. Til dæmis það að aukin sjálfsvitund LeRoy Jones sem svertingja rak hann útí að skipta um nafn og taka upp múhameðstrú en slíkt var vinsælt meðal amerískra svertingja á sjöunda áratugnum og er kannski enn. Þetta er hlutur sem ég hef aldrei skilið - vitandi að engir fóru verr með svertingja í Afríku en arabískir, múhameðskir þrælasalar - satt að segja er ég engu nær eftir að hafa séð Neðanjarðarlestina. Ég reyndist vera einn af farþegunum í lestinni! En hvað um það; leikritið rann ljúflega niður með portvíninu á Hótel Borg og djassleik Tískuljónanna, eða Quartetto di Jazz. Þeir léku í röskan hálftíma áður en sýning hófst; tóku við þegar Neðan- jarðarlestin nam staðar. Leikendur voru tveir; Guðrún Gísladóttir var hvíti kven- maðurinn, og Sigurður Skúlason var orðinn negri. Að vísu gekk mér alveg bölvanlega að trúa því, en það var ekki sök Sigurðar; hann getur víst lítið gert að því þó hann hafi fæðst hvítur. Ég trúi að hann hafi gert þessu hlutverki ágætis skil; óöruggur og asnalegur í byrjun, svo mannlegur og loks æstur. Guðrún var, að því er ég best fékk séð, alveg óaðfinn- anleg í hlutverki hvítu konunnar og samleikur þeirra tveggja prýðilegur. Lárus Ýmir Óskarsson, leikstjóri, hefur unnið snyrtilegt verk, en það er bara að leikritið virkaði næsta huggulegt og meinlaust. Sennilegast er það aldurinn. Lýsing og leikmynd þjónaði hvort tveggja ágætlega tilganglsínum. Þýðing Þorgeirs Þorgeirssonar mjög liðugur texti. Verði sýningum haldið áfram - sem telja má líklegt því Alþýðuleikhúsið virðist hafa níu líf eins og kötturinn, þótt þeim fari nú sjálfsagt fækkandi - er margt vitlausara hægt að gera en skreppa eina salíbunu með Neðanjarðarlest- lllugi Jökulsson skrifar um leikhús Yfirverkstjóri - Reykjavíkurhöfn Reykjavíkurhöfn óskar að ráða yfirverkstjóra. Verksvið: Verkstjórn við verklegar framkvæmdir við hafnarmannvirki og aðra mannvirkjagerð á vegum Reykjavíkurhafnar. Æskileg iðnaðarmenntun með framhaldsnámi. Laun samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafé- lags Reykjavíkurborgar. Nánar upplýsingar gefur yfirverkfræðingur. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu hafa borist undirrituðum eigi síðar en 13. maí n.k. Hafnarstjórinn í Reykjavík, 28.apríl 1983 Gunnar B. Guðmundsson. Opið allan sólarhringinn Sendum bílinn - Sækjum bílinn VÍK BÍLALEIGA HF. Grensásvegi 11, Reykjavík Sími 91-37688 Nesvegi 5, Súðavík Sími 94-6972. Afgreiðsla á ísafjarðarflugvelli. KVERNELAND Gnýblósarar T. KVÍRNEIAND R SflNNER AS Áratuga reynsla Gnýblásaranna hér á landi hefur sýnt og sannað ágæti þessara tækja, sem ollu byltingu við heyskapinn. Til afgreiðslu strax Verð ca. kr. 26.000.- Greiðslukjör. G/obus? LÁGMÚLI 5. SlMI 81555

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.