Tíminn - 03.05.1983, Page 20

Tíminn - 03.05.1983, Page 20
V-,v fmhm ■ Frá og með 1. maí hækkar áskriftarvcrð Tímans í 210 krónur á mánuði. Vcrð blaðs- ins í lausasölu verður 18 dropar Hafnfirskur blóðhiti ■ Það er stundum ekki öf- undsvert hlutskipti að vera knattspyrnudómari, hvorki hér heima né erlendis. I Róm- önsku Ameríku eru þess dxmi að dómarar hafi verið skotnir á færi í miðjum leik af trylltum áhorfanda, sem finnst gert á hlut sinna manna. Einnig hafa þeir stundum átt fótum Ijör að launa þegar froðufellandi leik- menn hafa elt þá með það eitt fyrir augum að koma þeim fyrir kattarnef. Sem betur fer eru hvorki íslenskir áhorfendur né leik- menn jafn skapmiklir og þeir í Rómönsku Ameríku. Þó getur leikurinn xststsvo, að menn missi stjóm á skapi sínu og láti það bitna á dómaranum, á það jafnt við um leikmenn og áhorfendur. Dxmi um slíkt átti sér stað á Vallargerðisvellinum í Kópa- vogi á laugardaginn þegar Haukar úr Hafnarfirði og Breiðablik leiddu saman hesta sína í Litlu bikarkeppninni. Mikill hiti var í leiknum og voru Haukamenn sýnu heitari. Undir lok leiksins varð dómar- inn að vísa tveimur Haukum af leikvangi. Varð annar þeirra algerlcga æfur, réðst á dómar- ann, reif flautuna úr munni hans og kastaði henni eins langt og hann gat og lenti hún í nærliggjandi götu. Dómarinn brást að vonum hinn versti við og tókst leikmanninum rétt að flýja út af vellinum áður en til alvarlegra handalögmála kom. Geir ekki maður ein- samall... ■ Geir Hallgrímsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, hefur sem kunnugt er talið sig færan í flestan sjó og skal ekki lagður dómur á það sjálfsmat hér. Gekk Geir enda rösklega fram er hann hafði fengið um- boð til sljórnarmyndunar af forseta og afgreiddi þreifingar- viðræðurnar við formenn hinna flokkanna vel og sköru- lega upp á eigin spýtur á tveimur dögum. En þá kom að þriðja deginum, sunnudegin- um, er hann ræddi við formann Kvennalistans. Þá virðist hafa komið hik á kempuna og lagði hann ekki í að fara einsamail tii viðræðnanna. Tók hann þann kost að háfa með sér þær Salóme Þorkelsdóttur og Ragnhildi Helgadóttur. Mun ■ hann hafa óttast að tilboðum hans yrði svarað eitthvað í ! líkingu við þær viðtökur sem Börkur digri hlaut hjá Auði konu Gísla Súrssonar, og því xtlað að vera tilbúinn að skjóta sér á bak við pilsin tvö, - eða hvað? Krummi ...heyrði það af vörum eins þingmanna Sjálfstæðisflokks- ins í gær að Geir væri nú á kafi við að mynda útlagastjórn! Opið virka daga 9-19. Laugardaga 10-16 HEDD Skemmuvegi 20 Kopavogi Simar (91)7 75 51 & 7 80 30 Varahlutir Mikið úrval Sendum um land allt Ábyrgð á öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Hesthús brann .■ Gamalt hesthús við Norð- lingabraut hjá Elliðavatni brann til kaldra kola í gær- morgun. Þegar slökkviliðið kom á staðinn rétt fyrir kl. 7 var húsið að mcstu brunnið. Eldsupptök eru ókunn. Húsið var tómt. - FRI krónur. nema Helgar-Tímans sem kostar 20 krónur. Grunn- verð auglýsinga verður 126 krónur á dálksentimetra. ■ Áhöfnin á M/S ísbergi við komuna til Keflavíkur í fyrrinótt. Frá vinstri: Ásgeir Jónasson stýrimaður, Bjami Einarsson 1. vélstjóri, Guðmundur Einarsson 2. vélstjóri, Jón Steinar Árnason skipstjóri og Hallgrímur Einarsson háseti og kokkur. Guðmundur og Hallgrímur eru bræður. (Tímamyndir Árni Sæberg) ísberg ÍS lenti í árekstri og sökk undan strönd Englands „SKIPW KOM ÆfiANH ÚT ÚR ÞOKUNNI sagði lón Steinar Árnason skipstjóri á MS ísbergi við komuna til landsins í fyrrinótt Myndavélum stolið ■ Nokkur innbrot urðu í Reykjavík um helgina. Rúða var brotin í verslun Mats Wibe Lund aðfaranótt laugardags- ins og þaðan stolið úr glugg- anum 4 myndavélum. Leigu- bílstjóri sá til þjófsins og tilkynnti lögreglunni en þjófur- inn náðist ekki. Þá var brotist’ inn í öldu- túnsskóla og þar brotnar 11 rúður en litlu stolið, brotist var inn hjá bifreiðaverkstæði Svane og bíl stolið cn hann fannst seinna í Trönuhólum. -FRI SAMVINNU TRYGGINGAR &ANDVAKA ARMULA3 SIMI 81411 abriel HÖGGDEYFAR t?Q>varahlutir SSS" ■ „Við vorum lengi búnir að hafa skipið í ratsjánni auk þess sem við sendum stöðug Ijós- og hljóðmerki, en allt kom fyrir ekki,“ sagði Jón Steinar Árnason skipstjóri á M/S ísbergi frá ísafirði við komuna til Keflavíkur í fyrrinótt. „Skipið kom æðandi á okkur út úr þokunni og lenti af miklu afli á okkur á bakborðshlið. Við áreksturinn myndaðist stórt gat og sjórinn flóði inn, þannig að strax var Ijóst að skipið myndi sökkva. Það var því ekki um annað að ræða en að koma sér í björgunarbátana og tókst okk- ur það að mestu slysalaust. Skip- ið sökk síðan mjög fljótlega og tel ég að það hafi ekki liðið fimm mínútur frá því áreksturinn varð og þar til skipið sökk“, sagði Jór. enn fremur. Atburður þessi átti sér stað um 70 sjómílur austur af Grimsby um kl. 4 síðdegis á laugardag, og bjargaðist áhöfnin síðan um borð í skipið scm árekstrinum olli cn það heitir Tilla og er frá Vestur-Þýska- landi. Farið var mcð skipbrots- mennina til Grimsby aftur, en þaðan fóru þeir til London og heim. Að sögn Jóns var mikil þoka á þessum slóðum um þetta leyti og skyggni aðeins um 300 metrar. „Við vorum búnir að reyna allt til þess að forða árekstri, meðal annars hafði ég reynt að kalla til þeirra á örbylgjustöð en því var ekki svarað. Við megum þakka fyrir að hafa allir sloppið því þetta gerðist allt svo fljótt og það er alveg ljóst að þetta hefði getað farið mun verr“, sagði skipstjórinn enn fremur. ísberg var 360 tonna frystiskip og var aðeins 11 ára gamalt, smíðað í Noregi árið 1972, en það kom til landsins fyrir 10 dögum. Þetta var fyrsta ferð skipsins frá íslandi frá því það var keypt, en þegar áreksturinn átti sér stað var það á leið frá Grimsby til Cuxhaven í Þýska- landi með um 200 lestir af fryst- um fiski. Tilla er hins vegar 1500 lesta skip og var á leiðinni til Grimsby. Eigendur ísbergsins voru OK h/f á ísafirði. - ÞB ■ Tekið á móti skipbrotsmönnum við komuna til Keflavíkur.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.