Tíminn - 05.06.1983, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.06.1983, Blaðsíða 2
 Einn eftirmiðdaginn brá ég mér inn að Hótel Loftleiðum og hitti danska meist- arann að máli, svona nokkurn veginn á kafi í stórum pottum Loftleiðaeldhúss- ins. Hann gaf sér tóm til þess að spjalla örlítið við mig, og lcyði mér að smakka einn rétt eða tvo. - Ég byrja á að spyrja hvernig honum hafi dottið í hug að koma til íslands og matreiða hér: „Ég get nú varla sagt að mér hafi dottið þetta í hug. Mér var einfaldlega boðið starfið, og ég þáði það. Ég hef mikið gaman af að ferðast, og skoða mig um á nýjum slóðum: Ég hef farið víða um Evrópu, og þá nýtt mér það að læra matargerð þeirra landa sem ég hef hcimsótt, og einnig kcnnt danska matargerð. Ég hef verið í þessum erinda- gjörðum í Englandi, Þýskalandi, Aust- urríki, Sviss og Frakklandi, en þar var ég bara að læra, en ekki að kenna. Nú, það ergaman að geta þess hér, að fyrir tveimur árum var ég einn þeirra sem matreiddi handa forseta ykkar, Vigdísi Finnbogadóttur, og hennar föru- ■ Hvaða sælkeri kann ekki að meta danskan mat? Enginn svo ég viti til. Unnendum danskrar matar- gerðar stóð til boða að gæða sér á lostæti ýmiskonar á Dönskum dögum á Hótel Loftleiðum í síðustu viku, og var danski matreiðslumeistarinn Luis Maagaard, frá Langeline Pavillion, sem stjórnaði matargerðinni, sem vissulega var eftir dönskum forskriftum. Á matseðlum þessara daga mátti finna réttí eins og Kjötseyði með bollum, (klar suppe med ködboller) Humarkæfu Louise, Ferskjur í rauðvíni, Innbakaða sjávarrétti, Grísahrygg að dönskum hættí, o.fl. o.fl. ■ Þeir voru heldur flóknari en Danskur Bixímatur, réttirnir sem hann Luis Maagaard matreiddi á Dönsku vikunni á Hótel Loftleiðum. Tímamynd - Róbert Luis Maagaard, danski matreiðslumeistarinn kennir okkur að elda: Danskur Bixímatur neyti, þegar hún kom til Danmerkur í opinbcra heimsókn. Þá matreiddi ég. ásamt Hilmari Jónssyni íslenskan mat á Langeline Pavillion, það var mjög skemmtilegt." - Hvað með viðbrigðin, að koma hingað frá Danmörku og eiga að fara að elda úr íslensku hráefni - er það ekki ólíkt? „Það er fyrst og fremst ólíkt fyrir þá sök, að hcima fæst svo margt, sem ekki fæst hér, og þá er ég einkunt með í huga alls konar ferskt grænmeti. Það hlýtur í rauninni að vera erfiðara að vera matreiðslumaður á íslandi en í Danmörku. Auðvitað eigið þið úrvals hráefni á ýmsum sviðum, eins og ferska fiskinn ykkar. Það hefur komið sér vel fyrir mig, þar sem fiskréttir ýmiskonar eru mín sérgrein, ef svo má að orði komast. Ég eldá t.d. í fyrsta sinn humar- kæfu hérna, og hún er sko úrvalsréttur sem óhætt er að mæla með.“ - Nú, ég ætla ekki að biðja þig um að Ijóstra upp matreiðsluleyndarmálum þínuin, sent þú útfærir hér í eldhúsinu á Hótel Loftleiðum, en mig langar til að biðja þig um að gefa lesendum Tíntans uppskrift að dæmigerðum dönskum rétti. Hvað-scgir þú um það? „Danskur bixímatur skal þaö vera“ „Það er alveg sjálfsagt, og ég held að ég gefi þér uppskriftina að Dönskum lambabixímat, sem er einskonar þjóðar- réttur hjá okkur Dönum. Við höfum sérstakar bixímatstofur, þar sem við Danir borðum gjarnan í hádeginu á virkum dögum og ég legg eindregið til að sem flestir íslendingar prófi að fá sér bixímat, a.m.k. einu sinni þegar þeir koma til Dannterkur. Lamba-bixímat Þú tekur steikt lambakjöt, hverskon- ar, og allt í lagi að það séu afgangar. Reyndar er það allt að því venja, að svo sé. Kjötið er skorið niður í mjög smáa bita. Þá er hakkaður laukur, kartöflur soðnar og skræfdar og skornar niður í smáa teninga eins og kjötið. Laukurinn cr steiktur í smjöri, þar til hann er gullinbrúnn, kartöflurnar eru settar á pönnuna og að lokum kjötið. Biximatur- inn er saltaður og pipraður og að lokum er spælt egg sett yfir. Borið fram með rúgbrauði og smjöri. Eins og þið sjáið, er hér um einfaldan skyndirétt að ræða, en bragðgóður er hann, því er óhætt að lofa. Upplýsingar um hagræðingu í flutningum til og frá Danmörku Fulltrúi umboösmanna okkar í Kaupmannahöfn, Ole Stensballe verður staddur hér á landi dagana 3-10 júní nk. Tilgangur heimsóknar hans er m.a. aö miðla af fróðleik sínum til þeirra inn- og útflytjenda sem óska eftir nánari upplýsingum um flutninga til og frá Danmörku, hagræð- ingu og annað tilheyrandi flutningunum. Þeim sem áhuga kynnu að hafa er bent á að hafa sem fyrst samband við Oskar Má Ásmundsson í síma 28200 og fá bókaðan viðtalstíma. SKIPADEILD SAMBANDSINS Útboð Sjóefnavinnslan h.f. óskar eftir tilboðum í efnisútvegun og smíði á tveimur eimum úr stáli. Þyngd hvors um sig er u.þ.b. 16 tonn, þvermál 4,7 m, lengd 8,3 m. Efnisútvegun þar að auki er u.þ.b. 19 tonn. Skilatími verks er 23. nóvember 1983. Útboðsgögn fást afhent á skrifstofu Sjóefnavinnslunnar h.f., Vatnsnesvegi 14, Keflavík og hjá Vermi h.f., Höfðabakka 9, Reykjavík gegn 1.000,- króna skilatrygg- ingu. Tilboð verða opnuð hjá Vermi h.f. fimmtudaginn 23. júní 1983. kl. 11.00 f.h. Sími 44566 RAFLAGNIR Nýlagnir - Breytingar - Viöhald JHHHF samvirki JSw Skemmuvegi 30 — 200 Kópavogur. Drykkjarhornið: Einn Hrólf takk! Sveinn Sveinsson, barþjónn á Hótel Sögu býður í glas ■ Hvernig þætti ykkur, lesendur góðir, að labba inn á barinn og segja við barþjóninn: Einn Hrólf, takk? Nýstárlcgt nafn á drykk, ekki satt, en eins og höfundurinn, Sveinn Sveins- son, barþjónn í Átthagasa! Hótcl Sögu segir, þá er nafnið rammís- lenskt. Sveinn ætlar að gefa okkur upp- skriftirnar að drykkjunum að þessu sinni, en Sveinn er þrautreyndur barþjónn - hefur hann starfað á Hótel Sögu Síðan 1964, en hann lærði til þjóns á Hótel Borg. Sveinn hefur tekið þátt í fjölda barþjónakepþna, bæði hér heima og erlendis, og eins og hann sjálfur segir, þá hefur árang- urinn í þcssum keppnum verið upp ■ Sveinn Sveinsson barþjónn í Átt- hagasal Hótel Sögu hristir einn Hrólf. Tímamynd - G.E. og ofan. Hann vann t.d. íslands- meistaratitilinn í hitteðfyrra, og fór hann með verðlaunadrykkinn Hrólf til Portúgal, þar sem honum gekk þokkalega. Við biðjum Svein að upplýsa okkur um innihaldið í Hrólfi, sem er þurr kokteill. Hrólfur 3 cl Vodki 2 cl Campari 1 cl Dry Martini Dash Lime juce Hrist með ís, skreytt með sítrónu- berki Síðari drykkurinn sem Sveinn upp- lýsir er Longdrink. Sveinn nefnir hann á cnsku Summer Snow, sem útleggst á okkar ylhýra Sumarsnjór, . og Sveinn segir okkur að hugmyndin að þessum drykk hafi orðið til í vor þegar snjóaði. Sumarsnjór 3 cl Romm 2 cl kakóhkjör, hvítur 1 cl Cocónut Hrist, fyllt upp með Sprite, og skreytt nteð sítrónusneið og rauðu kokteilbcri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.