Tíminn - 05.06.1983, Blaðsíða 9

Tíminn - 05.06.1983, Blaðsíða 9
SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ1983 9 menn og málefni Rangar fjárfestingar skerða lífskj örin f1 • I ú I í* I a n liv* fi ■■fw n n iv <■ I' rtp ♦ n A11 •“ pi rtl*rt rtn fl i i f r I 1' I p if ■ . » 1' 1 r ■ f U .-■■■■ Gífurlegur fjármagnskostnaður er flestum fyrirtækjum þungur í skauti og hefur varla verið kvartað meira um annað efni hér á landi undanfarin ár. Erlend lán hafa löngum verið verð- tryggð og hafa hækkað í krónutölu við hverja gengisfellingu og gengissig. En þegar verðtrygging var upptekin á innlendum lánum einnig keyrðu kvein- stafirnir um fjármagnskostnað um þverbak, og er svo komið að atvinnu- fyrirtæki eru að komast í þrot og margir einstaklingar eiga erfiða ævi vegna íbúðaskulda. Stjórnendur fyrirtækja fjalla rpjög einhliða um fjármagnskostnaðinn, hann er of mikill segja þeir og sakna þeirra góðu gömlu tíma þegar verð- bólgan sá um að greiða skuldir þeirra. Um hitt er minna rætt hvers vegna fyrirtækin eru rekin með þessum gífur- lega kostnaði. Margir framkvæmda- stjórar og stjórnarformenn hafa upp- lýst á seinni tíð, að þessi hræðilegi fjármagnskostnaður sé orðinn meiri en launakostnaður fyrirtækjanna, og hlýtur það aó vera óeðlilegt ástand í flestum tilfellum. En um fjárfestinguna er minna rætt. og alls ekki um offjárfjárfestingu sem er áreiðanlega miklu. miklu meiri en menn þora að viðurkenna eða gera sér grein fyrir. Ef fjárfest væri af viti og einhverri skipulagsgáfu væri áreiðan- lega minna tálað um böl fjármagns- kostnaðarins. Það er ekki aðeins að fjármagnskostnaðurinn sé óhóflegur heldur er það trú og vissa undirritaðs að fjárfestingarnar séu það ekki síður. Framfarir, uppbygging og bætt lífs- kjör eru einkunnarorð okkar tíma. Vissulega eru þetta ágæt markmið og mikið hefur áunnist við að þoka þeim áleiðis. En þegar kappið er meira en forsjáin geta framfarirnar og uppbygg- ingin snúist upp í andhverfu sína og orðið lífskjörunum fjötur um fót. Martröð í mörgum löndum er erlend skulda- byrði orðin hreinasta martröð. Það eru ekki eingöngu fátækustu löndin sem ekki ráða við að greiða ófhóflegar skuldir sínar. Enda er svo komið að martröðin er farin að breiðast út og lánadrottnar farnir að verða svefn- styggir því ríkisgjaldþrot geta breiðst út eins og eldur í sinu og ef svo fer verða bankajöfrar ríku landanna að fara og biðja guð að hjálpa sér og fjármálaveldi sínu. Það er eftirtektarvert að mörg þeirra ríkja sem mest skulda eru olíufram- leiðsluríki, Mexíkó, Nígería, Venez- uela. Olíuauðurinn er beinlinis að verða þeim að falli. Þessi ríki tóku endalaust lán þegar olíuverð fór sí- hækkandi, en þegar stans varð þar á og tregðu tók að gæta hjá olíukaupendum sátu þessi ríki í skuldasúpu og sitja enn, og alþjóðabankinn hleypur aftur og aftur undir bagga til að hjálpa þeim að gréiða afborganir á tilsettum tíma. Ástæðan fyrir þessum óförum er blind trú á framfarir og fjárfestingu. Lánin hafa verið notúð til ýmissa nytsamra hluta, en fyrst og fremst í fjárfestingar, sem ekki skila þeim arði sem vænst var. í öðrum oiíuframleiðsluríkjum eru ótal dæmi um miður skynsamlegar fjárfestingar. I Persaflóaríkjunum hafa verið reistar ótal verksmiðjur og iðju- ver sem eru lítt eða ekki starfrækt. Það átti að nota hluta af olíugróðanum til að géra þessi lönd að þróuðum iðnríkj- um. En ekkert hefur miðað í þeim efnum. En olíuarabarnir hafa gott forskot í auðsöfnuninni og sér ekki högg á vatni þótt þeir bruóii í kjánaleg- ar fjárfestingar. En fyrrgreind olíu- framleiðsluríki eru tiltölulega nýorðnir stórframleiðendur og máttu ekki vera að því að bíða með „umbæturnar'* á meðan verið var að safna í sjóði, lán skyldu það vera. Mörg önnur ríki, sem ekki er bein- línis hægt að kalla vanþróuð lönd hafa reist sér hurðarás um öxl með lán- tökum og fjárfestingarbrjálæði. Vand- ræðagangurinn í Póllandi er ekki síður efnahagslegur en pólitískur. Þar fer saman afleitt stjórnarfar og vond fjár- málastjórn. Ungverjaland og Rúmenía eru meðal þeirra ríkja sem skulda meira en þau fá undir risið. Lántökur þessara kommúnistaríkja á Vestur- löndum hafa allar farið í svokallaða uppbyggingu og fjárfestingar sem ekki standa undir sér. Júgóslavía er á sama báti. Rómanska Ameríka eygir ekki leið út úr ógöngunum og stórgóð lönd eins og Brasilía og Argentína fá „uppbygg- inguna“ ekki til að standa undir sér og það fer hrollur um skuldunautana í hvert sinn sem afborgunardagar nálgast, en til þess hefur Alþjóðabank- anum tekist að sjá svo til að stjarn- fræðilegar fúlgur falli ekki ígjalddaga. Hér eru aðeins talin fá þeirra rtkja sem ekki ráða við að greiða skuldir sínar. En þessi lönd eiga það sammerkt að ætla sér um of við að byggja upp iðnað og aðra atvinnuvegi og gríðar- miklar fjárfestingar þannig runnið út í sandinn. og lítið stendur eftir annað en skuldirnar. Allt til að spara starfskraftinn Þótt skuldir íslendinga erlendis séu miklar og afborganir um fjórðungur af útflutningstekjum, er það lítið hlutfall miðað við stórskuldarana, og með ráðdeildarsemi ætti það ekki að vera þjóðarbúinu ofvaxið, að létta á skuldabagganum. En við eigum það sammerkt með mörgum öðrum þjóð- um að fjárfesta um of, ekki á einu sviði heldur mörgum. Kröfluvirkjun er iðulega tekin sem dæmi um ranga fjárfestingu. Dýr fram- kvæmd sem ekki skilar þeirri fram- leiðslu sem reiknað var með. Það er sama:' hvort menn vilja kalla virkjun- ina óheppni eða asnaspark. Staðreynd- in er sú að hún skilar ekki þeirri orku sem reiknað var með og fjárfestingin er þungur baggi. Stjórnmálamenn og tækniráðgjafar geta svo sem kennt hverjum öðrum um hvers vegna var virkjað þarna, en aðalatriðið er að það var gert og enn er verið að borga brúsann. Offjárfesting í sjávarútvegi hefur verið svo mikið á milli tannanna á fólki að litlu er þar við að bæta. En hvort sem mönnum líkar betur eða ver er þetta sá atvinnuvegur sem heldur þjóð- arbúinu gangandi, og sé á heildina litið er því fé ekki illa varið sem fer til fiskveiða, þótt deila megi um einstok tilvik. Mikið kapp er lagt á að vélvæða fiskiðnaðinn. Fiskurinn er flakaður, roðflettur og jafnvel spyrtur í vélum. Nú er mikið mál að láta tölvur stjórna vélunum í stað fólks og tölvuvogir eru ómissandi í hverju frystihúsi. Á sama tíma og miklu fé er varið í að vél- og tölvuvæða fiskiðnaðinn er keppst við að halda uppi fuilri atvinnu í verstöðv- unum og gengur misjafnlega. Kröfur eru uppi um að koma á fót svokölluð- um iðnfyrirtækjum við hlið fiskvinnslu- stöðvanna til að glæða atvinnu og sums staðar er þetta gert. Nú eru starfandi á þriðja tug húsa- verksmiðja víðs vegar um land. Nýleg skýrsla nefndar sem athugaði þessa starfsemi sýnir að afkastageta verk- smiðjanna er nær helmingi meiri en markaðurinn tekur við. Þar að auki eru flutt inn tilbúin hús. Ráðagerðir eru uppi um stækkun nokkurra þessara verksmiðja og vélakaup til að auka afköstin. Forráðamenn skipasmíðastöðva kvarta mjög yfir verkefnaleysi og sýna fram á að þeir gætu smíðað fleiri og stærri skip en menn hafa ráð á að kaupa. Það skyldi þó ekki vera að skipasmíðastöðvarnar séu of margar og óhóflega afkastamiklar. A sama tíma og kaupendur skipa geta fengið þau mun ódýrari erlendis er varla von til þess að innlendar skipasmíðastöðvar geti unnið með fullum afköstum. Tæknivæðing sem ekkert sparar f skýrslunni um verksmiðjuhúsin kom fram, að ekki hefði tekist að lækka byggingarkostnað svo neinu næmi þar sem ekki tæki að nýta kosti fjöldaframleiðslunnar. Vélakaupin og fjármagnskostnaðurinn er meiri en svo að verðið geti lækkað. Á sama tima og hamast er við að flytja inn vélar sem smíða hús sem eru jafndýr og þau hús sem smiðir banga saman. er atvinnuleysi meðal bygg- ingamanna. Smiðir á Norðurlandi og víðar kvarta sáran yfir verkefnaskorti og þykjast góðir ef þeir komast í aðra atvinnu þar sem menntun þeirra og hæfni kemur síður að gagni. Tækniframfarirnar koma víðar við. Byggingakranar rísa eins og skógur yfir hverfum sem eru í byggingum. Þessi tæki flýta fyrir bvggingu húsa og spara mannafla. En samt sem áður hækkar byggingakostnaður jafnt og þétt. Maður sem gjörla fylgist með byggingariðnaöinum nefur staðhæft að óhóflega mikið hafi verið keypt af þessum dýru verkfærum og nýting þeirra sé í engu samræmi við kostnað- inn. Það sem sparast í tírna og greidd- um vinnustundum fer til útlendra kranaframleiðenda. Það þótti tíðindum sæta fyrir nokkrum vikum þegar Trésmiðjan Víðir gerði samning um framleiðslu og sölu á verulegu magni húsgagna til Bandaríkjanna. M.a. var dáðst að þessu framtaki í þessu blaði. Nú hafa dugnaðarmennirnir í Víði bætt um betur og tekist að selja helmingi meira magn en áður var samið um. En það var athyglisverð yfirlýsing forstjórans er hann skýrði frá síðari samningnum, að trúlega þyrfti ekki að bæta við mannskap þótt svona vel hafi tekist til, því afkastageta verksmiðjunnar væri svo mikil að vel væri hægt að bæta þessari framleiðslu við. Það er ánægjuefni að verksmiðjan skuli vera svo í stakk búin að geta fyrirvaralaust aukið framleiðslu sína sem nemur milljónum dollara að verð- mæti án þess að auka vélakost eða mannskap. Óneitanlega læðist að manni grunur um að víða sé pottur brotinn í þessum efnum. Fyrirtæki, stór og smá, sanka að sér vélu,m og tækjum alls konar en trúin á ágæti framleiðninnar og hag- vaxtarins krefst mikillar fjárfestingar. En síðan er undir hælinn lagt hvort fjárfestingin skilar þeim arði sem að er stefnt. Dýrar og afkastamiklar vélar þurfa ekki endilega að auka hag- kvæmni. Það gera þær ekki nema að nýting sé sæmileg og markaður fyrir þá vöru sem þær eiga að framleiða. Oddur Ólafsson, ritstjórnarfulltrúi, skrifar Áburðarverð og mjólkurhallir Bændur kvarta að vonum yfir því ofboðslega áburðarverði sem þeim er gert að greiða og þeim mikla fjár- magnskostnaði sem því fylgir. Á sama tíma og offramleiðsla er á kjöti eru bændur að kikna undir kostnaði við að ná sem mestum heyfeng og kjarnfóður- reikningar þeirra eru himinháir. Leik- manni sýnist hagkvæmara að minnka svolítið bústofninn og umfram allt tilkostnaðinn. Laun bænda þyrftu ekki að minnka fyrir því ef rétt er að málum staðið. Afkoman þarf ekki að versna þótt framleiðsla minnki ef mögulegt væri að draga verulega úr fjármagns- kostnaði. Landbúnaðurinn er vel tæknivæddur enda hefur framleiðni hans aukist svo að aldrei hafa jafn fáir framleitt eins mikið af búvöru og nú. En samt sem áður berja bændur sér vegna Iélegrar afkomu. Þeir hafa allir sömu sögu að segja: tilkostnaðurinn við búskapinn er svo mikill, að lítið verður eftir þegar hann er að fullu greiddur. Það er sem sagt fjármagnskostnaðurinn sem er bændum svo þungur í skauti. að þeir tcljast til láglaunamanna. Tæknivæðingin hefur í enn ríkara mæli verið tekin í þjónustu vinnslu- og dreifingarfyrirtækja þeirra sem bú- vörur fara í gegnum. Miklar upphæðir liggja í allri þeirri fjárfestingu og enn á að bæta um betur er hinar miklu mjólkurhallir rísa, á Ártúnshöfða. Á Selfossi er stærsta og eitt fullkomnasta mjólkurbú á Norðurlöndum, ef ekki allri Evrópu. Skammt er um liðið síðan tekið var í notkun nýtt og fullkomið mjólkurbú við brúarsporð- inn í Borgarnesi. Það þarf gild rök til að sannfæra rnann um að brýna nauð- syn beri til að fjárfesta í hinum miklu framkvæmdum sem hafnar eru til að hýsa mjólkurvinnsluvélar í höfuðborg- inni. Víti til að varast Hér hefur aðeins verið tæpt lítillega á offjármögnun framleiðsluatvinnu- vega. En þeir mega hvað síst við illa grunduðum fjárfestingunr sem ekki nýtast en verða rekstrinum fjötur um fót. Þegar fjárfest er um of hækkar það aðeins vöruverð í stað þess að lækka það ef tæknin er nýtt á skynsamlegan hátt, og við höfum lítið við tækniundur að gera t.d. í byggingariðnaði ef það kemur húsakaupendum á engan hátt til góða. Verslunarhallir og opinberar fram- kvæmdir eru svo kafli út af fyrir sig. í orkuframkvæmdum og dreifingarkerf- inu er sjálfsagt allt í sómanum nema Krafla og raforkuverðið til ísal. Og fjárfestingar á vegum opinberra aðila eru skornar við nögl og minni og tíkarlegri á allan máta en gerist í nágrannalöndum, að því er þrýstihóp- ar og áhugaaðilar þreytast seint á að þylja yfir okkur. Einkaaðilar byggja stórt og kaupa dýrt og kvarta sáran yfir verðtryggingu og kostnaði af lánunum. Verðtrygging og háir vextir koma illa við marga, en stjórnendur fyrir-' tækja mættu alltof oft sýna meiri fyrirhyggju og vega og meta markaðs- aðstæður og þörf fyrir framleiðslu sína áður en þeir ana ut í fjárfrekar fram- kvæmdir og kenna síðan öllu öðru um en sjálfum ser þegar þeir eru búnir að fjárfesta meira en reksturinn stendur undir. Menn þurfa ekki að fá glýju í augun þegar tæknikratar og vélasölumenn knýja á um að framfarir og fjárfesting- ar séu endilega undirstaða hagkvæms reksturs. Dæmin um hörmulegar af- lciðingar mikillar og rangrar fjárfest- ingar blasa við um allan heim.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.