Tíminn - 05.06.1983, Blaðsíða 14
14
SUNNyDAGUR 5. JUNI 19X.Í
SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ1983
15
-7.v--'-.r>
■■■
'jlb?
f :<
| _ J : .
■ Friðrik.
Olafur G.
■ Þad hvcrsu margir eru kaliaðir og fáir útvaldir hlýtur að vera höfuðvandamál stærsta
stjórnmálaflokks landsins, Sjálfstæðisflokksins, því átök þau sem átt hafa sér stað í
flokknum að undanförnu, sem og undánfarin ár, og hafa veikt hann mikið, að mati þeirra
sem best til þckkja, hafa ávallt verið tilkomin vegna valdatogstcitu manna eða fylkinga
í millum, en ekki vegna þess að djúpstæður ágreiningur væri um einstök málefni.
Átök þau sem átt hafa sér stað í Sjálfstæðisflokknum þær vikur sem liðu frá því að
kosningar fóru fram, þar til ný ríkisstjórn hafði verið mynduö, hafa þó verið með talsvcrt
• öðrum hætti, en til að mynda átök þau sem áttu sér stað á milli Gunnarsmanna og
Ceirsmanna á'sínum tíina, því nú.hefur styrrinn staðið á milli kynslóða, þ.e. ungra og
aldinna þingmanna, og inn í þá baráttu hefur búseta einnig spilað, þar sem þeir þingmenn,
einkum þeir eldri, sem tilheyra dreiibýlinu, hafa hallast að því að Sjálfstæðisflokkurinn
ætti að ganga til samstaiis við Framsóknarflokkinn, en yngri þingmennirnir og
þéttbýlingar hafa viljað reyna aðrar leiðir.
Eggert
Nú þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur gengið til stjórnarsamstarfs við Framsóknar-
flokkinn, undir forystu Steingríms Hermannssonar, og sett sömu menn í ráðherrastóla
og gert var í ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar, 1974 til 1978, að Albert Guðmundssyni
undanskildum, velta menn því fyrir sér hvort eins kohar flokkssátt sé komin á, eftir
róstusamt tímabil, eða hvort þögn yngra liðsins í Sjálfstæðisflokknum og reyndar einnig
í þingflokknum sé vísbending um óánægju, sem hugsanlega geti leitt til myndunar nýrra
arma eða fylkinga innan flokksins, enda gömlu armarnir tveir, Gunnarsannur og
Geirsármur orðnir hálfúrelt fyrirbæri, þar sem dr. Gunnar Thoroddsen hefur þegar
dregið sig í hlé frá stjórnmálum, og Geir Hallgrímsson, utanríkisráðherra er sagður vera
á hægri leið út úr stjórnmálunum.
Ekki vantaði það að sögurnar væru á kreiki, þegar stjórnarmyndunarviðræðurnar
stóðu sem hæst, og voru þingmenn Sjálfstæðisflokksins iðulega undir smqsjá frétta-
manna, - og það svo mjög að stundum áttu þeir í hreinustu erflðleikum með að ryðja
Þorvaldur Garðar
Valdimar
sér leið á klósettið á Aiþingi, og þótti þá mörgum, einkuin þingmönnunum sjálfum, nóg
um. Lítið var gert af því að greina frá því sem var að gerast undir ylirborðinu í þingflokki
Sjálfstæðisflokksins þessar vikur, og því hvers konar valdabarátta átti sér stað.
Blaðamaður Tímans hefur undanfarna daga og reyndar þær vikur sem viðræðurnar
stóðu, reynt að gægjast undir yflrborðið, og í því sjónarmiði leitað á náðir þingmanna,
sjálfstæðismanna sem annarra, ungra þingmanna, reynslumikilla þingmanna, utan-
þingsmanna og þeirra sem sérstakir áhugamenn eru um innri málefni Sjálfstæðisflokksins
og ætlar blaðamaður að upplýsa lesendur Tímans hér á eftir, um þaö hvers hann hefur
orðið vísari. Það er rétt að taka það fram þegar í upphafl, að um ýmis málefni eru skoðanir
ólíkra viðmælenda blaðamanns svo misjafnar, að þær gefa vart mynd af ástandinu, á
annan hátt en þann að þær gefa til kynna hversu ólík sjónarmið eru ríkjandi, en á hinn
bóginn ætti það að geta talist marktækt, þegar frásögnum ólíkra aðila, úr ólíkum flokkum
og fylkingum ber svo til alveg saman.
AGREININGURINN
í STJÓRNARMYND-
UNARVIÐRÆÐUNUM
■ Svo imTkilcgl scin þaö kann nú ail virðast, þá var aðalágrcin- -
ingsmálið í þingflokki Sjálfslæðisflokksins cr Geir Hallgrímsson
hóf stjórnarimndunamöraöur sínar, hvort gengið skvldi til
stjómarsamstarfs viö Kramsóknarflokkinn. Hcrma heimildir Tim-
ans aö vcrulcgur fjöldi þingmunna hafi þá vcrið á móti þvi
stjórnannynstri. cn þcgar svo kom að atkvæðagrciðslu i síðustu
viku í þingflokknum, þá voru snugglcga nokkrir þingmcnn scm
gáfu kosl á scr í ráðhcrrastol í raöuneyti Stcingríms Hermannsson-
ar, þó svo að þeir hcfðu verið hatrammir á móti stjóruarsomstarfl
við Kramsóknarflokkinn. _ _
Þcgar Gcir byrjaði viðrícðumtv, fylgdu honum eindrcgið
Matthius Bjarnuson, Alhert Guömundsson, Matthias Á. Mathie-
sen, Ámi Johnscn, Halldór Blöndal og Egill Jónsson, cn hann gckk
snögglcgu af trúnni og sncrist öndvcröur gegn samstarfi við
Framsóknurflokkinn er líöa tók á viöncðurnur, og þótti mörgum
scm þcssi umskipti hans va>ru undur og stórmcrki. Þcir Pálmi
Jónsson, Friðjón Þórðarson, Sverrir Hermannsson (fyrst á móti,
svo mcö, cftir aö hann gerði kosningahandalagiö þrcfalda) Eggcrt
Haukdal. Eyjóliur Konráð Jónsson, Salómc Þorkelsdóttir, Þor-
stcinn Pálsson og Yaldimar Indriöason urðu síöán hlynnl þcssu
stjómarsamstarfl, en harðir andstæöingar þcss vom Friðrik
Sóphusson (gaf kost á scr í ráðhcrrastól), Ellert B. Schram (gaf
kost á sér í ráðherraslól), Lárus Jónsson (gaf kost á scr í
raðherrastól), Birgir ísleifur Gunnarsson (gaf kosl á scr í
ráðhcrrastól), Gunnar G. Schram (gaf ekki kost á scr) og Ólafur
G. Einarsson (gaf ckki kosl á scr). Pctur Sigurðsson, var erlcndis,
cn talið cr að hann sc samstarflnu við Framsókn hcldur mótfallinn.
Átökin að undanförnu
Framátnaður í Alþýðuflokknum sagði þetta um
byrjun átakanna í þingflokknum: „Þingflokkurinn
klofnaði í byrjun stjórnarmyndunarviðræðnanna í
tvær fylkingar- þá scm vildu fara í stjórnarsamstarf
með Framsókn einni og þá sem ekki vildu fara í slíkt
stjórnarsamstarf. Þeir síðarnefndu voru í meirihluta,
13 eða 14 þingmenn, að því mérskilst, og hafði Friðrik
Sóphusson, varaformaður flokksins forystu fyrir
það lið. En þeir sem fylgdu formanninum, Geir að
máli voru samt sem áður sterkari fylking. Þar voru
Mattarnir og Albert. Albert gerði sér grein fyrir því
í vctur að hann yrði að vcra negldur við Geir, ef
hann ætti að fá ráðherrastól ogþví söðlaði hann um
í vctur."
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði: „Það hafa
ekki verið mikil átök í þingflokknum á liðnum vetri.
Það er fyrst núna, í þessum stjórnarmyndunarvið-
ræðum að undanförnu sem línurnar hafa verið að
skýrast. Meirihluti þingflokksins var til að byrja
með á móti því að hlaupa til samstarfs við
Framsóknarflokkinn, einkum þeir yngri í þinglið-
inu. Fyrst og fremst voru það Albert, Matti Bjarna,
og Geir sem voru á þeirri skoðun að stofna ætti
stjórn mcð Framsókn.en flestir vildu leitadauðaleit
hvort ekki væri hægt að finna stjórnarmyndunar-
möguleika með öðrum hætti, og þá var það síðast í
myndinni að halda krötum inni, sem mistókst."
í máli þessa þingmanns kom fram að Þorsteinn
Pálsson, Ólafur G. Einarsson og Friðrik Sóphusson
hefðu verið þess fýsandi að fara í samstarf með
Alþýðubandalagi, og sömu sögu mætti segja af fleiri -
þingmönnum, en þegar líða hefði tekið á viðræðurn-
ar hefði komið í Ijós að það gengi ekki upp og
valkostunum hefði þvi fækkað.
Einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði:
„Fljótlega eftir kosningar gcrðist það að eldri
mennirnir í þingflokknum hölluðu sér að Geir. Það
,eru Mattarnir, og Albert sem eru þar í fararbroddi,
og Albert, guðfaðir síðustu ríkisstjórnar gerðist svo
mikill Geirsmaður að hann sló Gejr m.a.s. við!
Albert fór sem sagt í harða stjórnarandstöðu í
vetur, og varð það til þess, að við algjörum
vinslitum lá á milli hans og dr. Gunnars Thor-
oddsen. Það má auðvitað lcsa á milli línanna, hvað
býr að baki hjá Albert. Hann leggur upp í
viðræðurnar nú í vor með hótanir í fararnesti, sem
ég tel að engum öðrum sé lagið - Hann sagði: „Ef
ég verð ekki ráðherra, þá má búast við að
flokkurinn klofni í Reykjavík." Mattarnir tilheyra
náttúrlega báðir gömlu klíkunni, sem er búin að
sitja lengi á þingi og hefur jafnan haldið hópinn og
stutt formanninn Geir Hallgnmsson. Þessi klíka og
hcnnar sjónarmið hafa orðiðofan á í þingflokknum,
þó svo að hún endurspegli ekki vilja meirihluta
þingflokksins."
Gunnarsmenn ekki
ánægðir
Það kom glöggt fram á máli þeirra viðmælenda
blaðamanns scm heyra til þeim ármi Sjálfstæðis-
flokksins sem fylgt hefur dr. Gunnari Thoroddsen
að máli, og þekkja jafnframt til þess sem verið hefur
að gerast í þingflokknum að undanförnu að Gunn-
arsmenn eru ekki ánægðir. Til að mynda sagði einn
Gunnarsmaður: „Þessi ráðherralisti felur ekki í sér
nægilega breidd, til þess áð hann endurspegli
Sjálfstæðisflokkinn. Til þess að svo hcfði getað
orðið, þá hefði annar þeirra Pálma eða Friðjóns
þurft að verða ráðherra, auk þess sem einn ráðherra
úr röðum yngri þingmanna flokksins hefði tvímæla-
laust átt fullan rétt á sér. í þessu ráðherrakjöri
speglast ekki nægilega sterk viðleitni til þess að sýna
fram á og sanna að full eining sé komin á innan
flokksins."
Hlutur einstakra
manna — yngri
mennirnir urðu undir
í baráttunni
Forystumaður í liði ungra sjálfstæðismanna sagði
m.a. „Það var Friðrik Sóphusson sem vann einna
mest að gagnavinnslu og samningagerð, þannig að
það má ábyggilega fullyrða að þeir sem unnu mest
fyrir flokkinn og gerðu það sem þeir töldu að mætti
að gagni koma, og höfðu þar af leiðandi hvorki tíma
né áhuga á baktjaldamakki og hrossakaupum, hafi
farið hvað verst út úr ráðherrakosningunni."
Framsóknarþingmaður sagði: „Yngri mennirnir í
þingflokki Sjálfstæðisflokksins - menn eins og
Friðrik og Þorsteinn unnu mikið í þessum við-
ræðum, en eru þóalgjörlega virtir að vettugi, þegar
að veitingu ráðherraembætta kemur." Það megin-
sjónarmið virtist ríkja hjá viðmælendum Tímans,
hvar í flokki sem þeir standa að yngri þingmenn
Sjálfstæðisflokksins og þeirra viðhorf hafi orðið
undir í þessari stjómarmyndun. Eru margir þeirrar
skoðunar að þetta kunni að eiga eftir að reynast
flokknum afdrifaríkt. Einn sjálfstæðisþingmaður-
inn heyrðist t.d. segja daginn fyrir stjórnarmyndun
að það fæli í sér feigð að endurvekja gamla drauga,
þáGeir og Mattana. Þeir sem hafa stutt Geir hvað
dyggilegast þessar síðustu vikur eru þó að sjálfsögðu
annarrar skoðunar.
Kunnugir segja að Friðrik Sóphusson og Þorsteinn
Pálsson, sem unnu mikið í undirbúningsstörfum
á þeim tíma sem stjórnarmyndunarviðræðurnar
stóðu, hafi mjög svo verið því andvígir að Albert
Guðmundsson fengi ráðherrastól, cnda munu þeir
ekki hafa sparað grín það sem þeir gerðu að
núverandi fjármálaráðherra, auk þess sem háðs-
glósur munu hafa verið látnar fjúka um þá kumpána
Eggert Haukdal og Egil Jónsson. Hafa reyndar
fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins hnýtt í Albert
Guðmundsson, og skýrt frá því að ekki hafi verið
hjá því komist að láta hann fá ráðherraembætti.
Halldór Blöndal, sem er eindreginn stuðningsmað-
ur Geirs, er heiftarlega andvígur þeim mönnum í
þingflokknum sem ætla má að styðji eða hafi stutt
dr. Gunnar Thoroddsen. Hann hefur sagt að þeir
Friðjón Þórðarson og Pálmi Jónsson hafi á sínum
tíma tekið sér sjálfskipaðan ráðherradóm í síðustu
ríkisstjórn og það sé nóg handa þeim. Þeir verði úti
í kuldanum að þessu sinni.
Heyrst hefur að Egill Jónsson, þingmaður Aust-
urlands, og eindreginn Geirsmaður, hafi síður en
svo verið ánægður með hegðan samþingmanns síns
úr Austurlandi, Sverris Hermannssonar, því hann
hafi talið að Sverrir hafi ekki sýnt Geir þá virðingu
og það traust sem honum bæri.
Einn af yngri forystumönnum Sjálfstæðisflokks-
ins sagði m.a. er blaðamaður ræddi hlut einstakra
manna í stjórnarmyndunarviðræðunum: „Yngri
mennirnir í þingflokknum fóru tvímælalausthalloka
út úr þessari stjórnarmyndun. Ungt fólk hefur haft
veruleg áhrif á stefnuna að þessu sinni. Unga fólkið
var sett á oddinn í nýafstaðinni kosningabaráttu,
sem var hvað mest áberandi í sjónvarpi. En þegar
svo kemur að toppembættum eins og ráðherrastól-
um, þá er eins og samskiptin rofni. Það er af
yfirlögðu ráði klippt á þau af þeim eldri. Ungu
mennirnir sem hafa verið hugmyndauppsprettan
sem flokkurinn hefur óspart notað í kosningabar-
áttu og fleiru, eru ekki nothæfir þegar að toppemb-
ættunum kemur, a.m.k. ekki í augum þeirra eldri,
sem alls ekki vilja víkja. Það er þessi þröngi hópur
sem hefur völdin - eldri þingmennirnir sem hafa
skipað sér í kringum Geir, svo og tiltölulega nýr,
sundurleitur hópur, sem lætur Sverri Hermannsson
leika með sig í samningaumleitunum og banda-
lögum."
„Albert er Gunnars-
maður“
„Þú spyrð hvers vegna ekki nokkur í Gunnarslið-
inu hafi fengið ráðherrastól. Úr hvaða röðum er
Albert Guðmundsson? Hann er guðfaðir ríkis-
stjórnar dr. Gunnars Thoroddsen og hann getur
ekki svarið það af sér. Hann er Gunnarsmaður,"
sagði einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er blaða-
maður spurði hvort ekki hefði verið vænlegra til
sátta í þingflokknum að kjósa í eitt ráðherraemb-
ætti, eða svo, mann úr stuðningsliði dr. Gunnars
Thoroddsen.
Þessi sami þingmaður sagði: „Ef við lítum á
ráðherralistann hjá okkur, þá er þar formaður
flokksins, forystumaður á listanum í Reykjavík,
forystumaður- á listanum í Vestfjarðakjördæmi, þar
sem gerð var atlaga að flokknum en henni hrundið,
kona, sem þykir jú við hæfi á þessum tímum og
forystumaður listans í Austurlandskjördæmi.
Helmingur ráðherranna er úr Reykjavík, og þaðan
gátu einfaldlega ekki komið fleiri ráðherrar. Það er
svarið við því hvers vegna enginn ungu mannanna
var kosinn í ráðherrastól, en ekki það að ungu
mennirnir og sjónarmið þeirra hafi orðið undir.
Flokkur með svona mikið fylgi út um land allt, eins
og flokkur okkar er, sættir sig einfaldlega ekki við
að meira en helmingur ráðherra sé úr Reykjavík.
Þá má einnig segja að það sé í hæsta máta óeðlilegt
að maður sem í fyrsta sinn er kosinn á þing, fari
beint í ráðherrastól. Þettasegirég því margirtöluðu
um að Þorsteinn Pálsson, hefði átt að verða
ráðherra. Það er einfaldlega staðreynd, að þing-
mennskuna verður maður að læra, og slíkt tekur
sinn tíma, a.m.k. tvö ár, tel ég.
Þá má einnig benda á þegar hugsað er um það
hvers vegna enginn ungu mannanna í þingflokknum
náði kjöri, að þeir gátu einfaldlega ekki komið sér
saman um hver þeirra ætti að verða ráðherra, og því
dreifðust atkvæðin eins og raun bar vitni. Þar var
ekki einingunni fyrir að fara.
í mínum augum skýtur það nokkuð skökku við
að svona margir þingmenn skuli hafa sóst eftir
ráðherrastól, því þar með voru þessi sömu þing-
menn að sækjast eftir því að fá stól í ráðuneyti
Steingríms Hermannssonar, en sumir þeirra sem gáfu
kost á sér í ráðherrastól höfðu einmitt verið
mótfallnir samstarfi við Framsókn. Það horfir því
þannig við frá mínum bæjardyrum, að ungu mönn-
unum í þingflokki okkar hafi síður en svo verið
hafnað, en hitt sé svo aftur annað mál, að menn geta
verið þannig að mikill vill rneira."
„Rammasamningurinn
við Rússa varð tilþess
að Albert söðlaði um“
Margir viðmælendur blaðamanns hnýttu óspart í
Albert Guðmundsson, og sögðu hann hafa komist
að þeirri niðurstöðu í vetur. að ef hann á annað
borð ætlaði að verða ráðherra, þá yrði hann að
komast alveg inn á Geir. Blaðamaður bar þessi
ummæli undir einn nánasta samstarfsmann Alberts
og sagði hann þennan áburð bæði ósanngjaman og
rangan. Albert hefði síður en svo söðlað um innan
flokksins í því skyni að ná sér í fylgi til ráðherrstóls.
„Albert söðlaði um,“ sagði stuðningsmaður, „þegar
rammasamningurinn við Rússland vargerður. Albert
sagði dr. Gunnari að hann gæti ekki stutt þennan
samning og samningurinn varð til þess að Albert
snérist gegn ríkisstjórninni.“
Sami maður sagði þegar hann var spurður hvort
Albert hefði haft í hótunum, í þingflokknum, ef
hann fengi ekki ráðherrastól: „Þegar menn almennt
í efstu sætum á listum telja sig eiga rétt á
trúnaðarstöðum, þá hlýtur efsti maður Sjálfstæðis-
flokksins í Rcykjavík tvímælalaust að eiga slíkan
rétt. Það er þessi réttur Alberts sem nú hcfur verið
virtur, en ekki það að Albert hafi haft í hótunum,
eins og sumir vilja vera láta.
Albert stóð einfaldlega fastar á rétti sínum nú en
áður, því honum fannst hann ekki geta boðið
kjósendum sínum það sama og þeim var boðið
síðast, þegar hann var efsti maður listans í
Reykjavík, og lét það þá viðgangast að framhjá
honum væri gengið. Það má kannski segja sem svo
að flokkurinn hefði klofnað í Reykjavík, ef ákveðið
hefði verið að ganga framhjá Albert aftur, en sem
betur fer var það ekki gert.“
„Óánægði hópurinn í
Sjálfstæðisflokknum
er stór“
Einn af forystumönnum yngri sjálfstæðismanna
sagði, þegar hann var spurður hvort hann teldi að
óánægði hópurinn í Sjálfstæðisflokknum væri stór:
„Óánægði hópurinn í Sjálfstæðisflokknum er stór-
mjög stór segja sumir, og héyrast óánægjuraddir
bæði úr þingflokknum og úr flokksstarfinu almennt,
en það sem verður til bjárgar að þessu sinni, er það,
að þessi óánægði hópur er skilningsríkari og
umburðarlyndari hópurinn í flokknum. Þetta fólk
er tilbúið til þess að gefa stjórninni tækifæri og
styðja hana, án þess að vera ánægt með hana. Þessir
óánægðu menn hugsa sjálfsagt sitt og komast margir
hverjir að þeirri niðurstöðu að það sé best að bíða
og sjá, jafnframt því sem þessir sömu menn fara nú
að undirbúa sig til að taka við."
En ekki eru allir jafntrúaðir á vinnufriðinn og
þessi ungi sjálfstæðismaður, því einn þingmanna
Alþýðuflokksins sagði til að mynda: „Eg hef ekki
nokkra trú á að yngra lið þingflokks Sjálfstæðis-
flokksins verði til friðs í þessu stjórnarsamstarfi. Ég
hef þeirra eigin orð fyrir því.“
Sömu sögu sagði þingmaður Framsóknarflokks-
ins: „Mér sýnist að þetta sé ákaflega sundurleitur
hópur - maður er hræddur við samstarfið út frá því,
og einnig vegna þess að manni sýnist sem yngri
menn þingflokksins hafi algjörlega verið virtir að
vettugi. Þeir virðast hafa orðið alveg útundan og
því veltir maður því óneitanlega fyrir sér hvert hafi
verið þeirra hlutverk, eða öllu heldur hvaða hlut-
verk þeir muni taka sér.“
Einn eldri þingmannanna í liði Sjálfstæðísflokks-
ins sagði, er hann var spurður hvort hann væri
sammála því sjónarmiði ungu mannanna að þeirra
sjónarmið hefðu verið fyrir borð borin: „Vitaskuld
má segja að það sjónarmið sé fyrir borð borið, að
menn séu ekki gjaldgengir ef þeir eru orðnir
fimmtugir. Mannsævin er að lengjast, og það er
ekki aldur eða kyn sem skiptir máli, heldur það hvort
viðkomandi er hæfur í starfið. Eg vona að við
höfum kosið þá hæfustu í ráðherrastólana og virði
að vettugi þessar gagnrýnisraddir ungu þingmann-
anna.
Ég tel að það hafi verið heillavænleg kosning í
þingflokknum hjá okkur að við skyldum kjósa konu
í ráðherrastól. Ég vænti góðs af Ragnhildi í því
ráðuneyti sem hún er.“
„Sverrir Hermanns-
son, nefndur Júdas
Sjálfstæðisflokksins“
Þegar spáð er í það hvers vegna þessir, en ekki
einhverjir aðrir völdust í ráðherrastóla Sjálfstæðis-
flokksins, þá verður manni hugsað til þeirra banda-
laga sem menn gerðu með sér, en samkvæmt
heimildum Tímans, þá tóku ekki allir þingmennirnir
þátt í slíkum kosningabandalögum. Til að mynda
ekki Matthías Bjamason. Einn virðist þó hafa
skorið sig úr í kosningabandalagagerð, því bersýni-
lega komu þrjú kosningabandalög honum í ráðherra-
stólinn þar sem hann situr nú. Maðurinn er Sverrir
Hermannsson, og hefur blaðamaður Tímans fengið
kosningabandalagasögu hans staðfesta hjá svo
mörgum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, að hann
hlýtur að telja hana sannaða.
Einn eldri þingmanna Sjálfstæðisflokksins sagði:
„Sverrir gerði bandalag, og það á þrjá vegu.“ Einn
yngri þingmanna flokksins sagði: „Stuðningslið
Geirs Hallgrímssonar í þingflokknum hefur ekki
staðið jafn þétt um formanninn og oft áður. Það
sýndi sig hvað best þegar Sverrir Hermannsson
gerði þrennskonar kosningabandalag fyrir atkvæða-
greiðsluna um ráðherraefnin í þingflokknum."
Ungur forystumaðui> Sjálfstæðismanna sagði:
„Sverrir fékk það orð á sig, eftir að úrslitin í
atkvæðagreiðslunni um ráðherraefni lágu fyrir, að
hann væri Júdas Sjálfstæðisflokksins, sem samið
hefði til beggja, eða raunar þriggja átta, og tryggt
sér ráðherrastól mcð þeim hætti.
Það er mjög stór hópur á meðal yngra fólksins í
Sjálfstæðisflokknum sem er verulega óánægður,
einkum og sér í lagi með Sverri Hermannsson, og
þá staðreynd að hann með bolabrögðum hefur
troðið sér í ráðherrastól, með aðeins örfá atkvæði
á bak við sig, en menn eins og Friðrik Sóphusson
og Þorsteinn Pálsson, varaformaður flokksins ann-
ars vegar og þingmaður úr þriðja stærsta kjördæm-
inu hins vegar, ungir og dugandi menn, eru úti í
kuldanum."
Alþýðuflokksþingmaður sagði um ráðherralist-
ann hjá Sjálfstæðismönnum: „Það voru náttúrlega
gerð mörg bandalög, þannig að það var svolitlum
tilviljunum háð hverjir hlytu kosningu, en frægasta
dæmið um bandalagsmann er að sjálfsögðu Sverrir
kommissar, sem gerði bandalag við Gunnars Thor-
oddsenista, ungu þingmennina og Geirsmenn, og
tókst svo vel til í makkinu, að enginn vissi af
bandalagi hins, fyrr en um seinan, eða þegar
kommissarinn var kominn í ráðherrastól. Það var
þrefalt svikabandalag sem færði Sverri Hermanns-
syni ráðherrastólinn.“
Stuðningsmaður Gunnars Thoroddsen sagðist
vita að Sverrir hefði gert bandalag við þrjár
fylkingar í þingflokknum, og sagðist hánn telja að
Sverrir hefði ekki með öðrum hætti komist í
ráðherrastól. Þessi sami maður benti á að það væri
á vissan hátt broslegt með hvaða hætti Sverrir kæmi
nálægt myndunum ríkisstjórna, því hann minnti á,
að Sverrir hefði verið mjög nálægt því um tíma, að
verða einn ráðherranna í ríkisstjórn dr. Gunnars
Thoroddsen, en hefði síðan snúist öndverður geen
henni.
„Ég er í pólitík“
Blaðamaður Tímans snéri sér til Sverris
Hermannssonar iðnaðarráðherra og spurði hann
hvað hann vildi segja um þessar fullyrðingar
samflokksmanna sinna og annarra: „Heyrðu Agnes
mín,“ sagði iðnaðarráðherra, „þetta er að vísu
hugarburður, en hins vegar er ég í pólitík.“
„Auðvelt fyrir Fram-
sókn að sýna nýandlit“
Einn yngri þingmanna Sjálfstæðisflokksins sagði
er blaðamaður spurði hann hvers vegna hann teldi
að enginn ungu þingmannanna hefði fengið braut-
argengi þingflokksins til þess að fá að spreyta sig í
ráðherrastól: „Það á sér afskaplega einfalda skýr-
ingu. Flokkurinn hefur ekki verið í stjórn frá því
1974 til 1978, og eins og kunnugt er fékk sú stjórn
heldur siaka dóma. Þeir menn sem þá réðu ríkjum,
eru enn ríkjandi afl í þingflokknum. Síðan gerist
það í vetur, að Albert Guðmundsson gengur til liðs
við þessa menn, og þar með er þetta orðið
langsterkasta aflið í þingflokknum, sem gerir kröfu
til þess að fá annað txkifærí. Enginn vill víkja úr
þessum hópi, og verða þar undir. Það gegnir allt
öðru máli með Framsókn. Það var auðvelt fyrir
hana að sýna ný andlit núna. Framsókn er búin að
vcra í stjórn í 12 ár, og það lá fyrir sem pólitísk
staðreynd, að Framsóknarflokkurinn varð að losa
sig við menntamálaráðherra síðustu ríkisstjórnar,
en framkvæmdalega séð var erfitt að henda honum
einum. Þá lá það einnig fyrir að yngri mennirnir í
Framsókn þeir vildu ekki Ólaf Jóhannesson í
ráðherrastól. Halldór Ásgrímsson hafði skákað
Tómasi í prófkjöri, og því var hægt um vik hjá
Steingrími að sparka öllum samráðherrum sínum.
En hjá okkur gegndi allt öðru máli - enginn vildi
gcfa eftir „sætið sitt" þannig að þetta endaði í
óskaplegu þrátefli. Það er svolítið furðulegt, að þeir
sem virðast hafa farið verst út úr þessu hjá okkur,
cru þeir sem mesta vinnu hafa lagt af mörkum í
þessum undirbúningi öllum, en það eru menn eins og
Lárus Jónsson, Friðrik Sóphusson, Þorsteinn Páls-
son og Birgir ísleifur Gunnarsson, en þetta er
jafnframt sá hópur sem reynst hefur Geir Hallgríms-
syni hvað mest „loyal“.“
Draga ungu mennirnir lærdóm af því hvernig fór
með ráðherrastólana nú? Einn yngri þingmannanna
úr þingflokki Sjálfstæðisflokksins: „Það má gera
ráð fyrir, að við þessir yngri í þingflokknum,
reynum nú að ná saman og byggja upp samstöðu til
þess að auka áhrif okkar í þingflokknum, að svo
miklu leyti sem slíkt er mögulegt. Inn í þetta spilar
auðvitað búseta manna, en þannig hafa mál æxlast
undanfarið að sjónarmið þingmanna úr þéttbýli og
dreifbýli hafa ekki ávallt farið saman. Ég á von á
því að ungu þingmennirnir sjái eftir það sem nú
hefur gerst, að það þýðir ekkert annað en standa
saman, enda tel ég það rökrétt viðbrögð ungu
mannanna við því sem nú hefur gerst.
Við munum hefja okkar undirbúningsstörf hið
fyrsta, enda er gert ráð fyrir því að þeir Sjálfstæðis-
menn sem fóru í ríkisstjórnina núna, séu flestir að
kveðja. Þar á ég við Geir Hallgrímsson, Matthías
Bjarnason, líklega Matthías Á Mathiesen og Albert
Guðmundsson. Það er litið á þessa ráðherra sem
svo, að þeir séu á leiðinni út úr stjórnmálum."
Eldri þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem þekkir
gjörla til ráðherranna sagði: „Ég fullyrði að fjórir
ráðherranna, þeir Albert Guðmundsson, Matthías
Bjarnason, Geir Hallgrímsson og Matthías Á.
Mathiesen verða ekki í framboði í nasstu kosning-
um.“
Þingmaður Framsóknarflokksins sagði: „Það hef-
ur gjarnan verið litið á embætti utanríkisráðhcrra
sem eins konar kveðjuembætti í stjórnmálunum, og
ég hef ekki nokkra ástæðu til að ætla að sú skoðun
þurfi að breytast með setu Geirs í því embætti. Ég
spái því að hann hætti í því embætti á kjörtímabil-
inu, ög rými fyriröðrum, t.d. Birgi ísleifi.“
H
.