Tíminn - 05.06.1983, Blaðsíða 5
SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ1983
5
■ Pétur Gísli Jónsson kom alla leið frá Húsavík til þess að passa frænda sinn, hann
Pétur Þór..
„Maður hefur ekki úr svo mörgu að
velja", sagði Bryndís „hingað til hef ég
alltaf passað börn á sumrin og það er
ekki sérstaklega skemmtilegt til lengdar.
Maður er oftast orðinn hundleiður á því
um mitt sumarið og farinn að hlakka til
að hætta."
„Ég bý í Stykkishólmi", sagði Áslaug,
„og er í baijarvinnunni þar. Það er
heldur ekki ,um nein önnur störf að ræða
þar. En ég er löngu byrjuð að vinna, tók
mér bara vikufrí núna.“
- Hvað gerirðu í bæjarvinnunni?
„Ég t'íni rusl og sópa göturnar, síðan
setur maður ruslið upp í hjólbörur, og
losar það í hliðargötum og svo koma
vörubílar og sækja það.“
- Er þetta erfitt?
„Þetta er dálítið erfitt 'en annars er
þetta ágætt."
Áslaug sagðist hafa flutt frá Reykjavík
til Stykkishólms viku áður en jólafríið
hófst síðast liðinn vetur svo ég spurði
hana að því hvernig hún kynni við sig
vestur þar.
„Ég kann mjög vel við mig í Stykkis-
hólmi, það eru miklu skemmtilegri
krakkar þar og betri mórall. Maður
þekkir alla og það er miklu auðveldara
að vera með í öllu sem er að gerast þar."
- Fáið þið eitthvað sumarfrí?
„Ég vinn bara næsta hálfa mánuðinn",
sagði Bryndís, „en síðan fer ég til
Hollands 18. júní þar sem ég verð með
fjölskyldunni í sumarbústað í þrjár
vikur. Síðan býst ég við því að fara aftur
í unglingavinnuna til haustsins."
Og af þvi að ég er að reyna að komast
að því hvort það sé algengt að strákar
stundi barnagæslu spyr ég Bryndísi og
Áslaugu að lokum að því hvort þær
minist þess að strákar á sama aldri og
þær eru á, skólafélagar þeirra, hafi
passað börn á sumrin.
„Nei,“ sögðu þær báðar, „þeir passa
aldrei börn, yfirleitt fara flestir strákar í
sveit á sumrin."
„Ég býst við því að það sé auðveldara
fyrir stráka að komast í sveit", sagði
Áslaug að Iokum.
Stelpan er
ekkert óþekk
Við erum ekki fyrr komin í bæinn, en
við sjáum tvær stelpur með barnakerru,
nánar tiltekið á Miklatúninu. Þær eru
Ragna Svava Jónsdóttir sem er tíu ára
og Hjörný Snorradóttir níu ára aðstoðar-
barnapía Rögnu sem gætir hinnar eins
árs gömlu Dagnýjar annan hvern dag, á
móti Evu Maríu systur sinni sem er tólf
ára.
- Hvenær bvrjaðirðu aö passa
Ragna?
„Ég byrjaði í síðustu viku, strax og
skólinn var búinn."
- Finnst þér gaman að passa börn?
„Já og ég hef líka oft passað hana áður
og líka frænda minn."
- Ætlarðu að passa í allt sumar?
„Ég passa fram í ágúst eða septcmber,
en á miðvikudaginn fer ég í sumarbústað
og þá fæ ég frí í viku."
- Er stelpan ekkert óþekk?
„Nei, nei, en stundum er hún dálítið
þreytt og úrill en það er nú ckki oft."
- Hvert farið þið helst þcgar þið eruð
að passa?
„Við erum oft úti á róló, einu sinni
vorum við þar í tvo klukkutíma því að
Dagnýju fannst svo gamaft að það var
ekki hægt að koma henni þaðan. En við
erum orðnar dálítið leiðar á því að vera
úti á róló svo að kannski förum við bara
að labba í bæinn eða verðum hér og bara
stundum úti á róló."
Neðst á Klambratúninu - æ, fyrirgefiði
Miklatúninu voru tveir strákar í fótbolta.
Annar er sýnu stærri en hinn svo ég spyr
hann að því hvort hann sé ef til vill að
passa þann yngri. Það reynist rétt til
getið. Eldri strákurinn heitir Pétur Gísli
Jónsson og hann er kominn alla leið frá
Húsavík til þess að gæta frænda síns,
sem einnig heitir Pétur, í sumar. Ég spyr
hann að því hvort hann sé vanur barn-
fóstrustörfum:
„Já, frekar.” segir Pétur, „ég passa oft
systur mína sem er nýorðin fimm ára."
- Finnst þér gaman að gæta barna?
,.Já. já, það getur verið það."
- Þekkirðu marga stráka sem passa
börn?
„Ég þekki þó nokkra sem passa ein-
stöku sinnum en ég veit þó ekki um
neinn sem" er að passa í allt sumar.
Strákarnir fyrir norðan fara flestir í
bæjarvinnuna, maður kemst í bæjarvinn-
una strax eftir sjötta bekkinn."
- Langaði þig ckkcrt í bæjarvinnuna?
„Jú. pínulítið en mamma og þau fóru
út til Englands og frænku mína vantaði
barnapíu svo að þá fór ég bara hingað."
Stokkið fram
af húsþökum
- Hyað hafa krakkarnir á Húsavík
hclst fyrir stafni?
„Það er nú misjafnt eftir því hvort það
eru strákar eðá stelpur. Stelpurnar passa
börn en strákarnir eru í fótbolta, hjóla
og leika sér. Á veturna förum við svo á
skíði og stökkvum fram af húsþökum
þegar snjór er.“
- Er það ekkert hættulegt?
„Það getur verið hættulegt eftir því
hvar stokkið er, ef maður stekkur t'ram
af frystihúsinu getur verið eitthvað
hættulegt undir, en við stökkvum nú
aðallega fram at' einbýlishúsum og þá
verðum við bará að gæta þess að stökkva
ekki á girðingar og tré."
- Ertu eitthvað í íþróttum?
„Já, ég æfi fótbolta með Völsungi en
svo fer ég líka á skíði, einn eða með
vinum mínum."
- Er gaman að búa á Húsavík?
„Já, það pr miklu frjálslegra en hér.
Maður kemst t.d. strax út úr bænum og
svo er svo stutt að fara á alla staði."
- Hvernig leggst svo barnfóstrustarfið
i þig?
„Bara vel, ef hann vcrður stilltur."
- Hefur hann verið eitthvað óþekkur
við þig?
„Ja, það hefur nú komið fyrir, en hann
er aðallega stilltur."
- Hvað gerið þið á daginn?
„Við förum að labba og hjóla og
förum í sund og í fótbolta."
- Færðu gott kaup?
„Já, ég get nú ekki sagt annað," sagði
Pétur að lokum. Ogvið þökkuðum Pétri
fyrir spjallið og héldum lengra niður í bæ
í leit að fleiri barnfóstrum. Við þurftum
ekki að fara langt því þær næstu sem við
hittum óku barnakerrum sínum um
Njálsgötuna. Þetta voru þær Vigdís
Guðmundsdóttir og Halldóra Valgarðs-
dóttir. Halldóra var með Önnu Gullu
systur sína scm hún heíur passað í vetur
á meðan mamma hennar hcfur verið í
vinnunnni. En hún var reyndar á leið í
sveit og er væntanlega komin norður í
Skagafjörö þegar þetta birtist á prenti.
- Hefurðu verið í sveit áður Halldóra?
„Já. ég hef verið fjögur sumur í sveit.
Mér finnst miklu skcmmtilcgra að vera
í sveit á sumrin en að vera í bænum. Ég
á að passa 4ra ára stelpu í sveitinni, en
auk þess á ég líka að vinna önnur störf.
Þar sem ég var áður gaf ég hænsnunum,
lagði á borð, þurrkaði upp og ýmislegt
fleira."
Skátarnir
alveg æði
- Hvaö geriröu annars þér til dundurs
á veturna?
„Ég hcf verið að bera út blöð í vetur
og svo cr ég bara úti að leika mér. Ég
byrjaði líka á sundæfingum en hætti svo
af því að þaö var svo erfitt, viö áttum að
synda svo mikið. En svo er ég líka í
skátunum og það er alveg æði."
- En þú Vigdís - ertu búin að passa
lengi?
„Ég byrjaði fyrir viku."
- Hvernig líkar þér við starfið?
„Þetta er ágætt, cn stundum dálítiö
leiðinlegt. Þetta er frekar tilbrcytingar-
laust starf, það cr lítiö hægt að fara með
barnið nema bara í bæinn og út á róló.
Þó er þctta frjálslegra en margt annað,
sum önnur störf eru svo bindandi. Ef
maður er t.d. sendill þá getur maður
ekki gert neitt annað um leið, en þegar
maður er að passa þá tekur maður
barnið bara með sér þangað sem maður
villfara."
-Héfurðu verið í sveit?
„Já, ég var einn mánuð í sveit þegar
ég var níu ára og þá var ég bara að leika
mér þar. Ég vil frekar vera í bænum en í
sveit, mér finnst það miklu skemmti-
legra. Þá get ég líka alltaf farið í útilegur
með skátunum um helgar."
- Hcfurðu verið lengi í skátunum?
„Já, éger búin að vera í þrjú ár og mér
finnst það ofsalega gaman. Það eru
skátafundir einu sinni í viku og þá
syngjum við, förum í leiki, lærum hnúta
og mors og margt fleira."
- Færðu citthvaö sumarfrí?
„Já, ég fer til Færeyja í byrjun júlí og
verð þar í tvær til fjórar vikur."
- Hvað ætla félagar þínir að gera í
sumar?
„Flcstar stelpur sem ekki fara í sveit
eru í vist en þeir strákar sem ekki fara í
sveit bera út blöð eða vinna scm sendlar.
Ég þekki enga stráka sem eru í vist."
Og með það kvöddumst við. Og ég
verð að scgja eins og Vigdís að ég þekki
enga stráka sem eru í vist - nema Pétur
Gísla. Það hefði verið gaman að rúnta
um bæinn í nokkra daga og kanna málið
betur, en slíkt er nú víst írekar verkefni
fyrir fclagsfræðinga - eða jafnvel tilvalið
ritgerðarverkeíni þeirra félagsfræði-
nema sem hafa áhuga á íélagsmótun og
kynjahlutverkum, svona til þess að kom-
ast að „marktækri" niðurstöðu.
En fljótt á litiö virðist ástandið í
barnapíumálunum svipað og þegar ég
var að alast upp. Þcgar ég var að labba
niður í bæ í gærkvöldi hitti ég tvær níu
ára stelpur sem buðu mér Dagblaðið til
sölu. Það varð til þess að við tókum tal
saman og ég spurði þær að því hvað þær
ætluðu að gera í sumar. Þær sögðust
bera út blöð, en auk þess ætluðu þær í
skólagaröana og einnig ætluðu þær að
gæta barna. Égspurði þærcnnfrcmurað
því hvort þær vissu hvaða skólabræður
þeirra ætluðu að gcra og fékk eftirfar-
andi svar um hæl: „lss, þeir eru nú bara
í indíánaleik allan daginn!"
-sbj.
■ Vigdís Guðmundsdóttir (t.v.) passar Lindu Karen en Halldóra Valgarðsdóttir er með Önnu GuUu systur sína. Þegar
þetta birtist verður HaUdóra komin í sveit norður í Skagafjörð þar sem hún á m.a. að passa 4ra ára stelpu.
Tímamyndir: Árni Sæberg