Tíminn - 05.06.1983, Side 19

Tíminn - 05.06.1983, Side 19
SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1983 19 blöd og tímarit Fallegt tímarit og þungt í hendi hikuðu ckki við að myrða andstæðingu sína. Frá öllu þessu var sagt í blöðum eins og að í bókinni væri að finna einhverjar stórmcrkar niðurstöður eða nýjan sannleika. Því fer víðs fjarri. í hennier í raun ogveru ekkert semhver sæmilega upplýstur Vesturlandabúi. hefur ekki vitað allan tímann. Kannski bókin, og umfjöllun le Carrés á Palestínuvandamálinu, hafi fyrst og fremst vakið athygli í Ameríku. þarsem alþýða rnanna er hvað eftir annað ber að ótrúlegri fávisku um ástand alþjóðamála? Eg varð álla vega næstum fyrir vonbrigðum með þennan þátt bókarinnar eftir að hafa lesið frásagnir ýmissa blaða í úttlandinu. V'íst er ástandiðskilmcrkilegasett framogskýrt en heldur ckki meira cn það. Þokukenndur höfupaur Pá það. En hvernig fúngerar The Little Drummer Girl sem reyfari? Aftur lá við að frægðin hefði borið bókina ofurliði. Vissulega er bókin haganlega samansett og hún er spennandi - á sinn hátt. Le Carré er kunnur fyrir hægari atburðarás cn oftast gerist í reyfurum og það má í sjálfu sér þakka. Pað kemur ekki nýtt plott á hverri síðu eins og þykir nauðsynlegt í bókum flestra annarra reyfarahöfunda. Hann leggur líka mun meiri rækt við persónusköpun en gcrist og gcngur og stúlkan Charlie er til dæmis ágætlega gerð mannvera. Einnig er Palestínuarabinn „Michel“ eftirtektarverður, en minna verður úr hlutverkum Israelanna cf þeir Kurtz og Becker eru undanskildir. Mestum vonbrigðum veldur þó sjálfur Khalil þegar hann loks kemur fram í dagsljósið undir lokin og er næsta þokukcnndur, að minnsta kosti miðað við allt það sem þcgar hefur verið um hann sat>t. Plottið sjálft er skemmtilegt. Það er, eins og fyrr sagði, öldungis ótrúlegt en þó er ekki að vita nema það sé fyllilega raunhæft. Maður veit ekki. Prívat og persónulega hefði ég mest gaman af að fylgjast með hvernig það vatt upp á sig og skýrðist er á leið bókina og sumir kaflar eru afar skemmtilegir og spennandi, til dæmis sá sem segir frá fangelsun vesalings „Michels". Aftur á móti tókst mér síður að festa hugann við hvernig þetta myndi nú allt saman enda; það lá einhvern veginn í loftinu. The Little Drummer Girl er fyrirtaks reyfari, ef menn passa sig á því að byrja ekki að lesa hana með of miklar vonir í farangrinum. Mörk milli bókmennta og reyfara eru vissulega óskýr og vísast til lítils, en ég get ekki með góðu móti flokkað þessa bók undir raunverulegar bókmenntir eins og þó er gert. Með einhverjum hætti var til dæmis Smiley’s People betri heild, ef svo má að orði komast. Og aðdáendur le Carré ættu heldur ekki að gleyma fyrstu bókum hans, þeim sem komu á undan Njósnaranum sem kom inn úr kuldanum. A Murder of Quality er kannski ekki ýkja merkileg morðsaga, en A Call for the Dead er á hinn bóginn mjög samþjöppuð og heilsteypt njósnasaga. Það er í þessum bókum sem George Smiley kveður sér hljóðs og er allt annar maður en sá sem Alec Guinness skapaði í sjónvarpsþáttunum eftir Tinker, Tailor... og Smiley’s People. - jj ■ Fæöing nýs tímarits er yfirleitt merkilegur atburður, ekki síst þegar ýtt er úr vör nreð jafn metnaðarfullum hætti og þeir Storðarmenn gera. í í'yrsta tölublaði Storðar er gífurleg áhersla lögð á allt ytra útlit. Fjórlitamyndir eru nánast í hverri opnu, annaðhvort sem hluti af efni eða auglýsingum, pappírinn er vandaður og prentunin með besta móti. Þetta er því fallegt- tímarit að sjá og þungt í hendi, og væri því í hópi bestu rita ef það væri algildur mælikvarði á ágæti tímarita. En það er nú svo, að þótt umbúðirnar skipti oft nriklu máli, þá er þó innihaldið meginatriðið. Ffvers konar tímarit er verið að gefa út efnislega séð? Ffvert er hlutverk þess? Til hverra í þjóðfélaginu á það sérstaklega að höfða? Allt eru þetta spurningar, sem vakna, og svörin láta óneitanlega á sér standa svona í byrjun. í inngangi er lögð á það áhersla, að Storð eigi að vera „nútímarit”, það efgi að birta „svipmyndir úr nútíð og fortíð“, fjalla um „land og þjóð, mannlíf og menningu”. Eins og þessar tilvitnanir bera með sér virðist markmið tímaritsins vera æði víðtækt, og kannski er það- einmitt þess vegna, senr lesandanum finnst skorta á, að blaðið kveiki í honum eldlegan áhuga; að hann sannfærist um að þetta tímarit megi hann alls ekki láta framhjá sér fara. Einhvern veginn hafði sú ímynd skapast í huga mér, að Storð ætti öðru fremur að fjalla um menningarmál. Kannski er það bara misskilningur hjá mér, enda fer ósköp lítið fyrir menningarumræðu í tímaritinu. Þar er ein almenn grein um bókalestur, en að öðru leyti ekki fjallað um íslenskar né erlendar bókmenntir. Af efni um aðrar listgreinar má nefna viðtal við Ragnhildi Grýlu og þýdda grein um tæknibrellur í kvikmyndum, sem virðist einkum birt til þess að fallegar fjórlitamyndir því efni tengdar fái að njóta sín. Annað er það ekki um þessar listgreinar, sem þó er mikil gróska í hér á landi um þessar mundir. Þær tvær greinar í Storð, sem einkum eru forvitnilegar, fjalla um samtíma okkar. Annars vegar er það frásögn Hjartar Pálssonar af síðasta sunnudegi dr. Kristjáns Eldjárns á æskustöðvum að Tjörn í Svarfaðadal, og hins vegar lýsing Illuga Jökulssonar á togaratúr á Halamiðin. Báðar eru þessar greinar að sjálfsögðu skreytttar fjölmörgum litmyndum. Fyrsta tölublaðið af Storð er óneitanlega eigulegur gripur, sem fer vel í hillu eða á stofuborði. Útlit og frágangur er eins og best gerist með erlend tímarit, en einhvern veginn virðist skorta markvissari og ákveðnari ritstjórnarstefnu. Með því að reyna að höfða til allra er verulega hætta á að enginn verði fullkomlega • ánægður. Sérstaklega býst ég við að ýmsir hefðu búist við, og óskað sér, að mun meira væri fjallað um íslensk menningarmál en hér er gert, ekki síst með tilliti til þess, að eitt af stærri bókaforlögum landsins stendur að útgáfunni. Kannski verður farið meira inn á þá braut í næstu tölublöðum. Það þarf mikinn kjark til þess að kosta jafn miklu til og hér er gert til þess að gefa landsmönnum kost á vönduðu tímariti. Mér er til efs að áður hafi verið stefnt jafn hátt af tímaritaútgefendum hér á landi. Það er því von mín, að þessi tilraun takist, en jafnframt, að blaðið verði virkur vettvangur þeirrar lifandi menningarmálaumræðu, sem mikil þörf er á hér á landi. Ef lögð verður jafn mikil rækt í framtíðinni við innihaldið og umbúðirnar núna þá er engu að kvíða. - ESJ. Öskur.'baul.1 pústí, .Ú 61XSTUÍ?! ý Éþr er svo þreytttjr oð þad ny syngur fyrir eynut urn, íunérl t*—"" Afram. Hábeiun i heppni! Ptanók\ f gettjr ekkt y \ staSíð hér! f ' Ja, hérnar Eg verö ttö jama mig. iStunak Hvar ertu, iáníð r mitt k«ra? Nu A cr þorfá ^fr fölk T listum ■ Rúnar Guðbrandsson/apinn Stúdentaleikhúsið: Kafka sem api ■ Stúdentalcikhúsið er bara geðslegt fyrirbæri. Forsprakkar - hópur af misjafnlega ungu fólki héðan og þaðan - segjast vilja vekja menninguna úr alíslenskum sumardvala sínum; það er ekki óþarflega hátíðlcgt orðalag og allra góðra gjalda vert. Listatrimm cr að vísu ljótt orð, notað yfir fyrstu dagskrá leikhússins; önnur dagskrá, flutt um þessa helgi, kallast Lostarimma sem er miklu skemmtilegra. Limmatvist næst, kannski? En það eru altént miklar skýjaborgir í byggingu suður við Hringbraut; hver veit nema þær rísi að endingu ofná jörðinni. að minnsta kosti munu aðsókn og undirtektir að Listatrimmi hafa gcfið til kynna að Reykvíkingar hefðu máskc ekkert á móti því að rumska. Dagskráin í vikunni hét raunar Aðeins eitt skref; mér er ekki fulljóst hvernig staðið er að nafngiftum á þessum bæ enda býttar það vísast engu. Þrennt var á boðstólum; Steinaspil Elíasar Davíðssonar, Kristrúnar Gunnarsdóttur og Jóns Björgvinssonar; Skýrsla flutt akademíu eftir Franz Kafka sem Rúnar Guðbrandsson lék; og loks Solo un paso eftir Luis de Pablo, Kolbeinn Bjarnason og Jóhanna Þórhallsdóttir sáu um þá hlið málsins. Einhvern heyrði ég nefna að dagskráin hefði verið í þyngra lagi; ég veit það ekki; ég var fyrst og fremst kominn til að horfa á Rúnar apa eftir apanum hans Kafka. Þekkja menn tilorðingu þessa verks? Skýrsla flutt akademíu er í raun og veru smásaga, eða þannig, sem ýmsir leikarar liafa spreytt sig á að flytja á sviði enda er ekki fyrir það að synja að textinn er ljómandi vel til slíks faliinn. Það er api sem hefur verið nokkur ár í ntannheimum sem flytur virðulegum herrum akademíunnar pistil um líf sitt sem api en einkum um þann lærdóm sem hann tókst á hendur fangaður til að verða maður. Það gekk ekki þrautalaust en apinn var ráðinn í að finna undankomulcið úr búri sínu og heppnaðist að lokum. Þégar hér er komið hefur apinn náð menntunarstigi meðal-Evrópumanns; hann á sitt eigið hús þar sem hann hcfur sína hentisemi, :situr tíðum á sumbli með félögum sínum (mönnum, náttúrlega) milli þess sem hann er til sýnis í fjölleikahúsum, samkvæmt eigin skilmálum. Apinn er hvorki verulega ánægður né verulega óánægður, en hann hefur náð marki sínu. Hann fann undankomuleið og frclsið lætur hann sér í léttu rúmi liggja. Hér mætti segja eitthvað spaklegt um mcnntun, ítroðslu, þess háttar; vitanlega var Kafka samt fyrst og síðast að fjalla um sjálfan sig í þessum undursamlega texta. Aðlögun sína að mannheimum; hann var í sporum 'apans. Kafka var gjarnt að líta á sjálfan sig sem einhvers konar frík í útlendri merkingu orðsins; sjáið bara vesalinginn Gregor Samsa sem vaknaði upp einn morguninn í pöddulíki. Margur verður af óhóflegri sjálfsvitund api; mætti ekki segja það svona? Og alla vega; textinn er hreinasta snilld; þar á ofan í hreinlegri þýðingu E.Óskars Helgasonar. Það var önnur sýning sem ég varð vitni að frá upphafi til enda; mér skilst að Rúnar Guðbrandsson hafi sýnt töluvert meira öryggi en á fyrstu sýningunni. í það minnsta þótti mér ekkert skorta á öryggið; fas hans, og þá ekki síður gervi, var mjög hæfilega apalegt, hvort tveggja; hann fór vel með textann sinn og hafði góðar áherslur. Snaggaralega gert! Sýningar munu hafa orðið þrjár á Skýrslu fluttri akademíu; ég geri það hér með að tillögu minni að Rúnar fari með þennan sinn sólóleik víðar. Er apalegt að segja: Menn hafa ekki nema gott af því að horfast í augu við apann í sjálfum sér? Læt það flakka... Svo var sem sé, þetta sama kvöld, ýmisleg tónlist. Það, vel að merkja, er ekki mín deild. En Stúdentaleikhúsið/ Listatrimm/hvað þetta heitir lofar bara góðu, og Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut passar þokkalega vel sem leikhús. Fylgist með frá byrjun! lllugi Jökuísson.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.