Tíminn - 05.06.1983, Blaðsíða 12
12___________________
leigupennar í útlöndum
iU'.WX1
SUNNUDAGUR S. JÚNÍ1983
■ Ég undirritaður er þessi óskaplegur
hafsjór fróðleiks og forvitnilegra sagna,
að ótæmandi með öllu er sá nægtabrunn-
ur sem ég eys úr í tíma og Helgartíma
og aldrei fæ ég mig fullsaddan af því að
segja fróðleiksþyrstum lesendum mínum
frá heimsins undrum og stórmerkjum.
Sem ég sit-og eys, þá skoða ég í spáspegli
mínum gáttaða lesendur og aðra furðu-
fugla lesa boðskapinn upphátt fyrir ást-
vini sína og nærstadda og slá sér í lær og
lendar og segja sem svo: „Já, Herra
minn trúr, þú ert nú meiri. kallinn!!“
(Sic!)
Fyrst svona er háttað málum er óþarfi
fyrir greinarhöfundarsképnuna að fitja
upp á endalausum inngangi, eða öðrum
málaflækjandi langbrókum, heldur er
mun skynsamlegra að vinda sér beint að
efninu. Ég skyldi nú halda það.
Sé samanlagður heildarfjöldi táa og
fingra á Sexhenta Guðinum Shiva, þá
hygg ég spauglaust að komin sé rausnar-
leg áætlun yfir þá íslendinga og Vest-
mannaeyjamenn, sem aldreigi hafa
skéllt sér út fyrir landssteinana.
Sá þykir vart maður með mönnum,
hvað þá heldur kona í kerlingafans, sem
ekki hefur litið suðræna aldingarða og
augum barið musteri kóngsins í Ame-
ríku. Og hver hefur ekki synt í brim-
söltum Miðhnattarsjónum og svolgrað
ómælt magn af kémískum vökvum höfg-
*úm á diskótekunum, þar sem senjórít-
urnar syngja um ástir með ljúfum hreim?
Reyndar er orðið tímabært að staldra
PASSPORT % 73^
'%-*N
(ggjr/ u
|í Xf ............
^
; /ioj
tr ^
EIN STUTT FERÐASA6A
slóðum og sé allt of upptekin við að
upplifa axsjónina til að henni géfist tími
til að rýna í ferðasögur.
Auk þeirra ferðamanna, sem rétt
skjótast útúr landhelginni í hálfmánuð,
og kanna nýjar slóðir á erlendum vett-
vangi, þá er einnig til önnur sort, sú sem
fer út, en þrjóskast við að snúa heim á
ný og sést ekki aptur á landssteinunum
fyrr en eptir dúk og disk, ef þá nokkum
tíma. Tilefni þeirra til fjarvistar frá
. farsældarfróninu géta verið all misjöfn.
Sumir nema hagnýt fræði, aðrir stunda
störf og dund og fáeinir eru kristniboðar
eða saltfiskssalar, sem eru að útbreiða
sinn varning um víðari völl en géfst uppi
í íslensku háfjöllunum. Um þeirra flakk
og ramb, sem og önnur undur og stór-
merki á þeirra prívatvegum hefur varla
nokkur áhuga á að lesa hvorki í formi
ferðasagna né tilreitt á annan hátt.
Optar en ekki er þetta lið löngu gleymt
guðum og góðu fólki í föðurlandinu, og
enda eru ævintýrin þess vart í þjóðsögur
færandi. Nei, góðir hálsar, ef frásagnar-
þörfin blossar skyndilega upp í blessuð-
um útilegumönnunum, þá verða þeir að
géra svo vel að gaula í annarra eyru en
ættingja og vina.
Drekka, eta og vera glaðir
Þessi vísindi munu íslendingar þeir,
sem búsettir voru í Bretlandi árið 1943
e. Kr., hafa uppgötvað, og því réðust
þeir í það stórvirki að stofna með sér
félag, sem kynni að anna félagsþörf
Fertugur félagsskapur
við og spyrja sem svo: „Höfum við
gengið til góðs, götuna fram eptir veg?“
Eða máské öllu heldur: „Höfum við
flogið til góðs, loptlínu suður til
Spánar?"
Gátu ósvarað
Þeirri gátu ætla ég þó að láta ósvarað,
heldur að velta fyrir mér málinu og
kanna aðra hlið þess. Áður fyrr, þegar
hlutfallið milli sigldra og þeirra sem
heima sátu var mun óhagstæðara ferða-
frömuðunum en nú er, þá þótti fólki
gjarnan sæmilegt að skýra frá sínu
flakki, bæði verhis og á prenti, svo aðrir
fengju að deila ferðasögunni með ferða-
mönnunum. Löng bréf voru skrifuð,
gjarnan myndskreytt og dagbækur voru
haldnar, til síðari tíma upprifjunar og
ánægju. Mætti ef til vill útskýra þessa
frásagnarþörf með hundalógíkinni
skémmtilegu, aðekkertersalt, sem ekki
stendur einhvers staðar á prenti. Nú-
tímaferðalangurinn hefur fáar áhyggjur
af svona skjalfestingum á sínu flakki.
Hugsanlega dritar hann á fáein póstkort
nokkur orð, ofsa hiti , æðislegur matur,
sjúklegt fjör, brennsinn ódýr maður vá,
en að öðru leyti eru einu skrásettu
heimildirnar um ferðina að finna í
vegabréfinu. Vitaskuld er þetta eðlilegt,
géra má ráð fyrir að öll þjóðin sé á sömu
Fáeinir núverandi fé-
lagsmenn íslendinga-
félagsins
1. Magnús Þorsteinsson, starfsm. hjá
SÍS, Erlendur Magnússon, við nám í
L.S.E., og Eyrún Cook, fararstjóri m.m.
2. Petrína Bachman, starfsstúlka í sendi-
ráðinu, Guðmundur Arason, líffræðing-
ur í doktorsnámi, Anna Yates, eigin-
kona G.A., og Halla Bergs starfsstúlka
í scndiráðinu.
3. Jón Sigurjónsson, fráfarandi form.
íslendingafélagsins
4. Einar Benediktsson, sendiherra Is-
lands á Bretlandi
5. Steinunn Bjarnadóttir, „söngkona"
og Stína stuð!
> , í '
.viTÍ 'C
fll
6. Ragnhildur Jónsdóttir, Elínborg Fer-
ier, einn af stofnendum ísl. fél., og
Brynhildur Sörensen, starfsm. hjá scndi-
ráðinu meðan Pétur Benediktsson var
sendiherra.
7. Shady Owens, söngkona, Sigurður
Sigurðarson, umboðsmaður SÍS í
London.
Gunnlaugur O. Johnson
skrifar frá Lundúnum
þeirra í fjarveru foreldra og frændaliðs.
Sem sagt, 10.apríl, anno Domini 1943
var Félag íslendinga í London formlega
stofnað og hefur nú í fjeritigi ár verið
starfrækt með makt og veldi og einatt
verið fjörugt og fjölmennt og ávallt verið
til staðar til að létta á félagsmönnum
brúnina, þegar .stórborgarlífið virtist
vera að ríða litlu úthafseyjamönnunum
og konunum og börnunum að fullu.
Sjálfur hefur blessaðu'r greinarhöf-
undurinn ekki verið bólfastur í Lundún-
um í nema sex ár, þ.a. ekki gétur hann
talist marktækur sagnfræðingur um sögu
félagsins. Enda má í sjálfu sér einu gilda
hver sú saga er. Sú staðreynd, að
félagsskapurinn er fertugur orðinn er
nægileg staðfesting um gildi hans og
ágæti og óþarft er að draga fram árs-
reikninga eða fundargérðarbækur til
staðfestingar á því. Ekki er þar með
sagt, að það fróma fólk, sem hefur á
óeigingjarnan hátt veitt óspart af eigin
tíma og hæfileikum í þágu félagsins,
skuli hundsað og látið fara bónleitt frá
garði. Það er sjálfsagt, enda efa ég ekki
að það hefur uppskorið rækilega af
þakklæti fyrir vel unnin störf. En fyrst og
síðast er þetta þó hópefli einstaklinga,
sem hafa haft gott og gaman af því að
hittast stöku sinnum til skrafs og ráða-
gerðar, þá gjarnan yfir glasi og til að
drekka, eta og vera glaðir.
f stuttu máli fer starfsemin fram á
þann hátt, að haldnar eru þrjár meiri
háttar samkomur árlega, þ.e. Þorrablót,
17. júní gleði og svo rækilegt fyllerí þann
fyrsta desember. Auk þessa er gjarnan
fitjað upp á einhverju snjöllu, ef tilefnin
géfast, auk þess sem félagsmenn kynnast
vitaskuld hver öðrum og efna til smærri
sellufunda á sínum prívatvegum í kjöl-
farið. í ofanálag er svo rekinn sunnu-
dagaskóli fyrir yngstu meðlimina, þar
sem aðaláhersla er lögð á viðhald móður-
málsins með börnunum; varla er vanþörf
á því í þessu alþjóðlega umhverfi hér í
London.
í tilefni fertugsafmælisins var haldið
hanastélsboð um daginn og veitti hinn
nýi íslenski sendiherra, Einar Benedikts-
son, rausnarlega á báða bóga og kynntist
félagsmönnum. Éinnig var sett í embætti
formanns Guðrún Sveinbjamardóttir,
og fráfarandi formaður, Jón Sigurjóns-
son, kvaddur og honum þakkað fyrir vel
unnin störf. Þarna var glatt á hjalla og
margt spjallað og spaugað sem endra-
nær. í lokln settu menn svo í herðamar
og héldu út í umferðina og ysinn á ný.
Au revoir