Tíminn - 05.06.1983, Blaðsíða 4
4
SUNNUDAGUR 5. JUNI1983
Helgar-Tíminn
hringsólar um
bæinn og spyr:
VIST?
n Áslaug Guðmundsdóttir (t.v.) og Bryndís Karlsdóttir. Áslaug er í bæjarvinnunni í Stykkishólmi en Bryndís í
unglingavinnunni í Reykjavík.
Þó að Simone de Beauvoir hætti til
þcss að ofmeta hlutskipti karlmanna í
ofangreindri bók sinni og telji það cftir-
sóknarverðara en nýja kvennahreyfingin
telur, hefur hún margt gott til málanna
að lcggja. Þannig eru t.d. flestir sem
fjalla um félagsmótun barna og unglinga
sámmála greinargerð hennar um það
málefni.
Hún telur að stelpur séu frá frum-
bcrnsku ofverndaðar miðað við stráka,
sem þýðir ekkert annað en það að frelsi
stelpnanna sé skert, þeim leyfist ekki
sama afthafnasemin og strákunum. Þeg-
ar þær eldist sé svo hlaðið á þær
skyldum, sérstaklega á þær sem eru clstu
dæturnar á heimilum sínum. Þeim séu þá
fengin í hcndur ákveðin heimilis- og
barnfóstrustörf: innrætt htð margfræga
„fórnareðli" kvenna, á meðan strákun-
um leyfist að kanna nánasta úmhverfi.
sitt. frjálsum undan stöðugu augnaráði
foreldra sinna. Þannig séu stelpur þegar
í bernsku aðlagaðar því hlutverki sent
samfélagið ætlast til að þær takist á
hcndur í framtíðinni og rændar því
áhyggjulcysi bcrnskunnar sem strákar
njóti.
Þetta segir Sintone deBeuavoir sem
sagt m.a. annars í brautryðjandaverki
sínu um slöðu konunnar og á sömu lund
Itafa ýmsir félags- og sálfræðingar ejpnig
ritað lærðar ritgerðir sínar um félags-
mótun. Og svona var þetta nú þégar ég
var að alast upp í Norðurmýrinni. Þá
byrjuðum við stelpurnar að passa um
leið og við gátum haldið nokkurn veginn
skammlaust á barni og sáum yfir skerm-
ana á kerrunum. Á meðan dunduðu
strákarnir sér í fótbolta eða við að smíða
kassabíla sem þeir, í fyllingu fimans,
létu svo pollana ýta sér í. Þeir virtust
aldrei þurfa að gera neitt fyrr en þeir
voru orðnir nógu gamlir til að verða
sendisveinar, eins og það hét í þá daga,
nema þá að þeir færu í sveit.
Fátt um börn
í Breiðholtinu
En það er nú langt síðan þetta var og
ýmsir vilja halda því fram að nú sé
tíðarandinn allur annar. Til þess að
kanna hvað hæft er í þeirri staðihæfingu
renndum við upp í Breiðholt. Við höfum
nefnilega heyrt því fleygt að þarsé mesta
barnahverfið í bænum. Þrátt fyrirtiltölu-
lega gott veður var fátt um börn í
Hólahverfinu í Breiðholti III, kannski
■ Hér er Ragna Svava Jónsdóttir (t.h.) ásamt aðstoðarbarnapíunni sinni, Hjörnýju
Snorradóttur og Dagnýju litlu.
m
■ „Maður fæðist ekki, heldur verður maður,
kona“, segir Simone de Beauvoir á einum stað í bók
sinni um hitt kynið Le Deuxiéme Sexe. Hún heldur
því fram að hlutskiptið ráðist hvorki af lífrænum,
sálrænum né efnahagslegum örlögum heldur fram-
leiði menningarheildin - í aðalatriðum - tvær
tegundir fólks, karla og konur, sem ætluð séu ólík
hlutverk í tilverunni. Hún telur stráka og stelpur
fæðast jöfn að andlegu og líkamlegu atgervi og ef
að stelpur virðist kynferðislega ákvarðaðar strax frá
barnæsku sé það ekki vegna þess að einhverjar
dularfullar eðlishvatir ákvarði hlutskipti þeirra
heldur verði þær fyrir áhrifum umhverfisins. Stelp-
um séu innrætt ákveðið viðhorf og hegðun næstum
því frá fæðingu.
vilja þau frekar fara í bæinn en aö leika
sér á sérhönnuðum leikvöllunum á milli
blokkanna. Nokkrir strákar á'tólf til fjórt-
án ára aldrinum spörkuðu bolta, yngri
krakkar léku sér við hitt og þetta og
mæður vögguðu börnum sínum í svefn í
barnavögnum. En engar sáum við barn-
fóstrurnar, hvorki stráka né stelpur. Jú.
reyndar sáum við á eftir einni stelpu inn
um dyrnar á einni blokkinni, með barn
á handleggnum. En hún var horfin upp
stigann áður envið náðum að dyrunum.
Það var greinilegt að þetta þýddi
ekkert. Reyndar hef ég lent í þessu áður.
Það var í vetur í öllum snjónum að ég
fékk það verkefni að fara og spyrja
börnin að því hvernig þeim líkaði við
veðurfarið og hvort það væri ekki gaman
að leika sér í snjónum. Þá fór ég líka upp
í Breiðholt, af sömu ástæðu og í þetta
sinn, en þar sást hvergi citt einasta barn.
Við gripum því til sama ráðs og í fyrra
skiptið - fórum aftur niður í bæ. Á
leiðinni að bílnum hittum við tvær
stelpur og þó þær væru barnlausar vék
ég mér að þeim til þess að ferðin yrði
ekki með öllu árangurslaus.
Stelpurnar sem við hittum í Breiðholt-
inu heita Bryndís Karlsdóttir og Áslaug
Guðmundsdóttir og voru þær báðar í
áttunda bekk síðast liðinn vetur. Ég
spurði þær náttúrlega fyrst að því hvað
þær ætli að gera í sumar.
Bryndís sagðist ætla í unglingavinnuna
og myndi hún verða að vinna upp í
Heiðmörk. Hún átti að byrja að vinna 2.
júní og sagðist aðspurð ekki hlakka neitt
sérstaklega mikið til að byrja.
- Hvers vegna farið þið þá í unglinga-
vinnuna?