Tíminn - 05.06.1983, Blaðsíða 26

Tíminn - 05.06.1983, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 5. JÍÚNÍ1983 Breskur blaðamaður undirbýr væntanlega Indíafara: Maðurgetur ekki verið án vatns ■ Sjálfsævisaga breska sagnfræðingsins A.J.P. Taylor er nýlega komin út og eins og vænta mátti þykir allnokkur fengur að henni. Taylor er ómótmælanlega einn frægasti sagnfræðingur í heimi nú um stundir og hefur hann skrifað mikið um sögu Evrópulanda á nítjándu og tuttugustu öld. Skoðanir hans eru iðulega nokkuð umdeildar en hann hefur lag á að fjalla um llókna atburði á mjög skýran og Ijóslifandi hátt, og er auk þess gjam á að finna nýjar og óvæntar hliðar á málunum - hefur hugrekki til að halda sjónarmiðum sínum til streitu. Rit hans um aðdraganda síðari heimsstyrjaldarinnar vakti til að mynda töluvert írafár á sínum tíma, en þar sýndi hann fram á að sökin á þeim hildarleik lá ekki aðeins hjá Adólf Hitler, heldur höfðu leiðtogar Bretlands og Frakklands lagt drjúgt af mörkum. Ævisaga hans er sama marki brennd og sagnfræðiritin; skrifuð af hreinskilni og heiðarleika, segja breskir ritdómarar, og ekkcrt dregið undan sem máli skiptir. Bókin heitir A Personal History og er gefin út af forlaginu Hamish Hamilton. Kostar 9.95 pund... Taylor er nú kominn á efri ár og hefur fyrir löngu skipað sér í fremstu röð breskra sagnfræðinga, sem raunar njóta mikillar virðingar um heim allan - þá einkum fyrir að skrifa á læsilegan og alþýðlegan hátt, án þess að vísindaleg vinnubrögð þeirra líði fyrir það. fslendingar munu kannast einna best við„ Hugh Trevor Roper, en eftir hann hafa komið út tvær bækur á íslensku: Síðustu dagar Hitlers og Galdrafárið í Evrópu; E.H. Carr, sem skrifað hefur feiknalangt og merkilegt verk um byltingu Bolsévíka í Rússlandi; Edward Crankshaw, en seinasta verk hans er skemmtilega ævisaga Otto Bismarcks; Stephen Runciman, sem ritað hefur um krossferðirnar til Landsins helga. Fleiri mætti svo sem nefna. í þessum félagsskap á A.J.P. Taylor heima en hann hefur raunar lagt sig enn frekar en þeir eftir alþýðlegri sagnfræði; til dæmis með skýringaþáttum í sjónvarpi og útgáfu nokkurra „myndabóka" um sagnfræðileg efni. Það kemur líka glöggt fram í sjálfsævisögu hans að hann hefur langt í frá nokkuð á móti því að vera kallaður „sagnfræðingur hins venjulega manns“ en svo hefur han verið nefndur og þá jafnvel í niðrunarskyni. Einnig kveðst hann hafa haft meira gaman af sagnfræðilegri blaðamennsku og sjónvarpsþáttagerð en þurrlegu grúski í Oxford þar sem hann hefur verið prófessor og fyrirlesari. Dæmigerðar eru yfirlýsingar hans um mismuninn á aðferðum hans sjálfs og Sir Lewis Namier sem var eins konar kennari hans fyrsta kastið. „Ég er óttalaus“ „Auðvitað dáðist ég að stíl hans. En minn stíll var gerólíkur, nema hvað ég reyndi líka að hafa fyrstu setninguna mjög sterka. Fyrirmyndir mínar voru Bunyan, Cobbett og Shaw og ég lagði mig í framkróka við að hafa stílinn einfaldan frá því ég byrjaði að skrifa. Lewis var mælskari. Vinnuaðferðir okkar voru sömuleiðis ólíkar. Ég treysti oft á hugboð, en Lewis trúði á nákvæmar rannsóknir. Mörgum árum scinna skrifaði ég gagnrýni um minningar Weiszáeckers og sagði þar að auðvitað hefði hann stungið gagnrýni sinni á Hitler undir stól og ekki sýnt neinum. Lewisspurði migþá: „Hvernig vissir þú að minnisblöð Weiszáeckers hefðu ekki verið skráð? Ég gróf í skjalasafninu í hálfan mánuð áður en ég komst að því.“ Ég sagðist hafa haft það á tilfinningunni. Þá sagði Lewis: „A, þú hefur tilfinningu fyrir svona hlutum. Ekki ég.“ Gagnrýnendur mínir hafa oft sagt að ég treysti um of á tilfinninguna og að stundum giski ég bara. Eftir á að hyggja trúi ég að ég haft ekki treyst nógu mikið á tilfinninguna. Til dæmis var ég viss um það frá fyrstu tíð að Van der Lubbe hefði kveikt í þýska þinghúsinu að eigin frumkvæði en hafði ekki kjark til að segja það fyrr en Fritz Tobias sannaði það tuttugu árum síðar.,.“ Síðan segir Taylor, og má til sanns vegarfæra: „Égeróttalaus, intelcktúalt séð, og mér cr nákvæmlcga sama hvað fólk segir um mig og starf mitt. Frá þessu cru ekki nema örfáar undantekningar, eins og til dæmis bruninn í þinghúsinu." Fróðlegar eru einnig athugascmdir Taylors um sínar eigin stjórnmálaskoðanir og/eða stjórnmálaheimspeki. Þegar hann var að komast til vits og ára á fyrra helmingi þessarar aldar var marxisminn mjög í tísku meðal breskra mcnntamánna, og Taylor hcfur veriö vinstri-sinnaður sagnfræðingur. Hann fcr heldur ekkcrt í felur mcð dufl sitt við marxismann en scgist hafa haft „öfgafullar skoðanir á veiklundaðan hátt“. Hann segir einnig að öreigamarxisminn hafi jafnan lent upp á kant við gáfnafarslcgt léttlyndi sitt og að einhverra hluta vegna hafi honum aldrei tekist að gæða sagnfræöiverk sín anda hinnar marxísku söguhyggju. „Ég hef reynt að vera marxisti, en heilbrigð skynsemi hefur alltaf komiö í veg fyrir það." Á hinn bóginn scgist hann hafa haft mikla samúð ntcö Sovétríkjunum, og á þá væntanlega við Sovétríkin eins og þau voru fyrstu árin. „En ég var algerlega á móti kommúnisma hér heima." Marxismi og sagnfræði Hugleiðingar í þessum dúr um stjórnmál og sagnfræði þykja vitanlega eftirtektarverðar, cn bók Taylors er þó umfram allt persónuleg saga hans eins og sjálft nafn hennar gefur ótvírætt til kynna. Hann' fjallar um æsku sína og uppvöxt af einaröleika og einlægni, en Taylor var einkabarn foreldra sinna. Faðir hans var minni háttar iðnrekandi sem seldi fyrirtæki sitt á réttum tíma eftir fyrri heimsstyrjöldina og lifði þægilegu lífi til æviloka. Hann þótti glaðlvndur maður og frjálslegur, en frá móður sinni erfði Taylor hins vegar vinstri-sinnaðar skoðanir og dirfsku til að halda fast í þær, hvaðsem á gengur. Þó er hann enginn ofstækismaður eins og komment hans unt marxisma sinn gefa til kynna. í bókinni er svo náttúrlega mikið sagt frá Beaverbrook lávarði, þcssum furðulega blaðakóngi sem A.J.P. Taylor var lcngi handgenginn. Beaverbrook var áhrifamikill í bresku þjóðlífi en beitti áhrifum sínum á nokkuð undarlegan hátt oft og tíðum. Hann var umkringdur „hirð brjálæðinga". eins og Malcolm Muggeridgc kallar það í blaðinu The Sunday Times í síðustu viku, og notaði blöðin sín til að vinna að framgangi eigin áhugamála sem sum hver þóttu skrýtin og jafnvel kjánaleg. Vinátta þeirra Beaverbrooks og menntamannsins Taylors vakti undrun margra, en hún hélst óröskuð alla tíð og Taylor skrifaði meðal annars langa og mikla ævisögu blaðakóngsins. Sú bók, sem birtist eftir dauða Bearverbrooks, var full með aðdáun og væntumþykju án þess þó að draga nokkra fjöður yfir ■ Hinn kunni breski sagnfræöingur A.J.P. Taylor hefur nú gefiö út sjálfsævisögu sína og vekur hún athygii fyrir hreinskilni og einlægni um hann sjálfan og aöra menn... hið undarlega og fáránlega í fari viðfangsefnisins. Það sem segir af Beaverbrook í ævisögu Taylors sjálfs er mjög í sama dúr, en að sjálfsögðu persónuicgra. Taylor dregur ekkcrt undan, eins og þar stendur. Persónuleg áföll Svo dæmi sé tekið; frásögn hans af hjónabandi hans og fyrri konu hans, Margrétar, þykir mjög áhrifamikil og hreinskilin. Þau giftu sig er bæði voru ung, cn heimilislífið varð fyrir miklu áfalli er Margrét varð ástfangin af skáldinu og drykkjumanninum Dylan Thomas frá Wales. Thomas var ekki seinn á sér að notfæra sér ást konunnar á allan hugsanlegan hátt og olli þetta mál allt mikilli röskun í hjónabandi hins upprcnnandi sagnfræðings. Ekki nóg með það; Margrét hélt áfram í sama dúr og var stöðugt að verða ástfangin af hinum og þessum menntamönnum; hún safnaði menntamönnum eins og sumar konur safna hnefaleikurum. poppstjörnum og svo framvegis. Taylor segir frá þessu öllu saman án þess að barma sér nema einu sinni. Þá hafði hann farið með Margréti að sjá leikrit Nöel Cowards, „Brief Encountcr", en sú mynd fjallaði um „konu með sams konar meinloku", eins og hann segir. „Ég var orðlaus af kvölum, og gekk heim með þá tilfinningu að ég væri dauður. Þetta var, að ég hcld, bitrasta stund lífs míns erfiða lífs." í fyrrnefndrí grein Malcolms Muggeridge um bók Taylors segir á þessa leiö: „Það er, þegar allt kemur til alls, hin mikla hreinskilni Alans" - en þeir Muggerdige eru niiklir vinir og hafa lengi verið - „ sem gera sjálfsævisögu hans, og raunar sagnfræðirit hans sömulciðis, þess virði að hafa verið fest á blað; vængir ímyndunaraflsins hefja hann til flugs og virðast ætla að bera hann út í buskann, en þá steypist hann skyndilega til jarðar á ný." Söguleg slysni Niðurstaðan? Hann segir, og þarf ekki að koma neinum á óvart sem lesið hefur bækur hans, að flestir stóratburðir í sögunni verði fyrir slysni og liggur nú í augum uppi hvers vegna hann átti í erfiðleikum með að innleiða marxíska söguskoðun í verk sín. Og raunar segir hann að sagan sé „ckki mikið meira en hobbí. Fyrir mig er hún að sjálfsgöðu áhugavert hobbí, en þó ekki mcira en svo." Það cru tilraunir hans til að vera manneskja sem persónuleg saga A.J.P. Taylors greinir frá. Framtíðarsýn hans er vel við hæfi. „Til hvers að hafa áhyggjur af framtíðinni, þegar þjóðfélag okkar mun bráðlega hrynja eða þá að við verðum öll sprengd í loft upp? Mér til mikillar furðu og alveg andstætt því sem ég bjóst við hefur lífið haldið áfram. Kannski endist það út mína tíð, en ekki mikið lengur." ■ Nú fer sumarleyfistími velflestra íbúa þessa lands í hönd og því ekki fráleitt að minna á að sinn er siður í landi hverju. Þess munu nefnilega dæmi að fólk verði fyrir áföllum, misjafnlega alvarlegum, þegar það gengur óundirbúið inn í áður ókunn samfélög. Á vondu máli kallast slík áföll „kúltúrsjokk“. í grein þeirri sem hér fer á eftir leitast breski blaðamaðurinn Victor Zorza við að undirbúa væntanlega Indíafara um sitthvað sem bíður þeirra í fyrirheitna landinu. Fyrrverandi Tyrklandsfara kemur ýmislegt í grein Zorzas kunnuglega fyrir sjónir enda mun menning umræddra landa líkari hvor annarri en hinni gerilsneyddu vestrænu menningu sem við íslendingar þekkjum best. Én gefum Victor Zorza orðið: „Skömmu eftir að ég kom til Indlands, ókunnur öllum staðháttum þar, var mér vísað inn í herbergi. Úr herberginu var innangengt í baðherbergið - en þar var hvorki baðkar né sturta. „Sumir siða ykkar vesturlandabúa eru dálítið sóðalegir“, sagði hreinskilinn indverskur vinur minn við mig, „og einn þeirra er sá að nota baðkör." Baðkör eru sóðaleg „vegna þess að maður fer ofan í baðvatnið, þvær af sér skítinn og veltir sér síðan upp úr óhreinu vatninu." Sturtur, sem eru þó nokkuð algengar í borgunum, eru fáheyrður munaður úti um sveitirnar . þar sem vatnið er oft af skornum skammti. Fyrsta morguninn varð ég sjálfur að finna út hvernig ég ætti að fara að því að baða mig. Það eina sem ég sá í þessari smáskonsu var krani, vatnskanna og gat í gólfið. Ég fyllti könnuna og skvetti svo á mig vatninu. Ég fór svo klaufalega að þessu og það fór svo mikið vatn til spillis að það fer hrollur um mig við tilhugsunina. Gólfið hallaði lítillega í átt að gatinu sem vatnið rann niður um. Ég sápaði mig og notaði aðra fulla könnu til að skola af mér sápuna. Smám saman lærði ég svo að baða mig á réttan hátt, sparlega og með bolla. Maður dýfir bollanum ofan í könnuna og fyllir hann af vatni, lyftir honum yfir aðra öxlina og hellir yfir bakið, síðan hellir maður yfir framhliðina á sér þannig að innihald sérhvers bolla flæði alla leið niður og allur líkaminn blotni. Athöfnin „að baða sig“ varð að ögrandi listgrein. Og átökin stóðu um það hvernig maður fór að því að nota sem minnst vatn til þess að fá sem bestan og mestan þvott. Manni getur lærst að tæma innihald sérhvers bolla eftir ákveðinni áætlun þannig að sérhver dropi þjóni sínu ákveðna hlutverki. Maður hellir úr fyrsta bollanum yfir vinstri öxlina, annan bollann losar maður yfir hægri öxlina, þriðja á hálsinn. Síðan endurtekur maður sömu aðferðina á framhliðina og svo á neðri líkamshluta. Ef maður baðar sig í borgum getur maður hæglega leyft sér að nota tvær vatnskönnur. í þorpinu lærði ég að komast af með einn bolla þar sem ég hafði áður notað tvo, síðan hálfan bolla og svo alltaf minna og minna. Ég var furðu lostinn yfir því hve auðvelt þetta var þegar maður var á annað borð ákveðinn í að láta þetta heppnast. Nokkrir vatnsdropar í lófanum á mér nægðu til þess að sápa hálsinn, bringuna og magann, nokkrir dropar í viðbót dugðu á bakið og fótleggina. Ég varð miður mín vegna hvers einasta dropa sem fór til spillis, en smátt og smátt komst ég upp á lagið með enn hagkvæmari aðferð. Þá dýfði ég flónelsklút í bollann, bar á hann sápu og neri líkamann með honum. í þetta fór einn bolli af vatni. Síðan fyllti ég bollann aftur, dýfði klútnum ofan í hann, vatt úr honum sápuna og þvoði mér aftur með honum. f þetta dugðu tveir bollar af vatni og ég varð tandurhreinn. Ég bæti mér þetta upp þegar ég heimsæki vestræna vini mína sem búa í borgum og hafa yfir baðkari að ráða. Þá fylli ég baðkarið svo við liggur að út úr flói og nota örugglega meira en hundrað bolla af vatni. Síðan ligg ég í baðinu klukkustundunum saman. í skýrslum bandarísku heilbrigðisstofnunarinnar segir að dagleg meðalvatnsneysla á mann í Bandaríkjunum sé um það bil 500 lítrar - og er þá innifalið í þeirri tölu, auk bað- og sturtuvatnsins, það vatn sem notað er við vökvun garða og vatnsnotkun iðnaðarins en reiknað er með því að um 80 lítrar af vatni á mann fari daglega til spillis. {þorpinu mínu er vatnsneyslan minni en einn lítri á mann á dag - og er það vatnsmagn notað til drykkjar, matargerðar og þvotta. Þegar konurnar eiga svo annríkt við önnur störf að þær geta ekki sótt vatn verður fólk að láta sér duga mun minna. Á hálendinu er miklu meira vatn að fá en niðri á sléttunum. Oft verður að sækja það langar leiðir og bera það til baka upp í móti. En jafnvel þótt rörin verði fyrir skemmdum af einhverjum orsökum eða uppspretturnar þorni má alltaf ftnná lækjarsprænu einhvers staðar. Samkvæmt nýlegri rannsókn er 70% af vatninu í Indlandi mengað og tvo þriðju hluta þeirra sjúkdóma sem flestum dauðsföllunum valda má rekja til mellgunar vatnsins. Notkun klósettpappírs er ókunn í þorpunum og meira að segja í borgunum er slíkt litið óhýru auga enda álitið óhreinlegt. Vestræni minnihlutinn hefur þó aðra skoðun á þessu. „Þú ættir að nota fingurna", leiðbeindi hreinskilni vinurinn mér. En verður sú aðferð ekki til þess að breiða út sjúkdóma? „Ekki ef þú notar vatn og þværð þér um hendumar á eftir.“ Maður á einungis að nota vinstri höndina. Því verður maður að gæta þess að snerta aldrei matinn, og rétta aldrei neinum neitt, með vinstri hendinni. Ég hef oft staðið mig að þessu. Hefur hönd mín þá ævinlega stöðvast á miðri leið og ég roðnað af blygðun en félagar mínir reyna að láta sem þeir hafi ekki tekið eftir neinu. Það tekur langan tíma að læra nýja siði. En ég er að læra. Klósettpappír er nýleg uppgötvun og mannkynið hefur lifað án hans svo milljónum ára skiptir. En maður getur ekki verið án vatns.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.