Tíminn - 05.06.1983, Blaðsíða 25

Tíminn - 05.06.1983, Blaðsíða 25
 Lansing tímarit þórhildur -L bbd idendinga í kaupmanrwhötn Þórhiidur blað íslendingafélaganna í Kaupmannahöfn ■ íslendingafélögin tvö í Kaupmannahöfn, (slendingafélagið og Námsmannafélagið, hafa hleypt af stokkunum nýju blaði ér ÞÓRHILDUR nefnist. Tilgangur félaganna með útgáfustarfsemi þessari er tvíþættur. Annars vegar leysir ÞÓRHILDUR fréttabréf félaganna af hólmi og gefur þar með langþráð tækifæri til að bæta upplýsingaþjónustuna við hinn almenna félaga. Hins vegar er blaðinu ætlað að birta almennar fréttir og efni frá þeim er telja sig eitthvert erindi eiga við (slendinga í Dan- mörku. ÞÓRHILDUR mun koma út 10 sinnum á ári eða svo og er eingöngu send félags- mönnum í félögunum tveim. Þeim sem hafa áhuga á að fá blaðið sent er bent á að skrifa félögunum í Húsi Jóns Sigurðssonar og æskja inngöngu. Takmark ■ 1. tbl. 8. árg. (mars ’83) af ritinu Takmark er komið út. Útgefandi er Krabba- meinsfélag Reykjavíkur, ritstjórar eru Þor- varður Örnólfsson og Jónas Ragnarsson. í ritinu er m.a. fjallað um „Frumvarp til laga um tóbaksvarnir“, sem.lagt var fram á Alþingi, sagt er frá verðlaunasamkeppni grunnskólanemenda um veggspjöld eða myndasögur, sem varða reykingavandamál- ið, grein er um Kannabisefnin hass og marijuana og hættuna af þeim, og reykinga- könnunum í 23 skólum, þar af 14 utan Reykjavíkur. Mynd er af læknanemum, sem í vetur fóru í 8. bekki grunnskóla á höfuð- borgarsvæðinu og sýndu litskyggnur um skaðsemi reykinga. Undanfarin ár hafa læknanemar á fjórða námsári farið á vegum Krabbameinsfélagsins í 8. bekk grunnskóla, til þess að kynna fyrir nemendum hætturnar af tóbaksreykingum. Undir linditrjánum ■ Fréttabréf félagsins ISLAND-DDR er nýkomið út. Ritið heitir „Undir linditrján- um“. í ritnefnderuHaukurMárHaraldsson, Erlingur Viggósson og Örn Erlendsson. 1 ritinu er sagt frá aðalfundi félagsins ísland- DDR, sagt er frá DDR-viku, sem haldin var í okt. 1982 og árshátíð félagsins, sem haldin var þá, kvikmyndaviku og hringborðs- umræðum og fl. í sambandi við þjóðhátíðar- dag Þýska alþýðulýðveldisins 7. okt. A döfinni hjá félaginu er: Sumarnámskeið fyrir þýskukennara, æskulýðsbúðir, kvik- myndasýning og Þýskalandsferð í tilefni af 500 ára afmæli Marteins Luthers. Margt fleira efni er í ritinu. VÉIADEIID SAMBANDSINS BÚVÉLAR Ármúla 3 Reykiavík S. 38 900 SUNNUDAGUR 5. JUNI1983 SJONVARPSEIGENDUR Nú er rétti tíminn til þess að láta yfirfara loftnetið. Málið er einfalt, þú hringir eitt símtal, við komum lögum það sem laga þarf og veitum þér 3ja ára ábýrgð 3ja ára 15% afsláttur ef pantað er í júní. ZíTSýv afsláttu; Verkið framkvæmt innan 7 daga Borgartún 29 simaI 40937 LANSING RAFMAGNSVOflULYFTARAR Öryggi—Lipurð—Þægindi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.