Tíminn - 30.11.1983, Page 18

Tíminn - 30.11.1983, Page 18
 MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1983 lcvikmyndir VAL SOPHIE (Sophie’s Choice). Leikstjóri: Alan J. Pakula, sem jafn- •framt samdi handrit eftir samnefndri skáldsögu William Styrons. Mynda- taka: Nestor Almendros. Aöalhlut- verk: Meryl Streep (Sophie), Kevin Kline (Natan) og Peter MacNicol (Stingo). Sýnd í Laugarásbíói. ■ Skáldsaga bandaríska rithöfundar- sem einkenndu þau; fyrst fylgist hann úr fjarlægð með ástaratlotum þeirra en verður síðan vitni að því hvernig Natan umhverfist og hverfur á brott eftir að hafa kallað Sophie öllum illum nöfnum og skammað Stingo í leiðinni, með þau orð á vörum, að þeirra bíði aðeins dauðinn. SAKLEYSINGI ( BRJÁLUÐUM HEIIHI ins William Styrons, sem hér hefur verið kvikmynduð af sérstakri nær- færni og kunnáttu, er eins konar þroskasaga; höfundurinn rifjar upp kynni sín af þeim Sophie og Natan í New York árið 1947 og um leið fyrstu kynni sín af ást og dauða og af ógnvænleika pólitísks og andlegs brjál- æðis, sem annars var svo fjarlægt ungum,saklausum pilti frá Virginiu. í sögunni kallar hann sig Stingo og hann kemur til New York til þess að öðlast lífsreynslu og skrifa fyrstu skáldsögu sína, því umfram allt vill hann verða rithöfundur. Hann fær herbergi á leigu í „Bleiku höllinni" - íbúðarhúsi í Brooklyn, þar sem þau Sophie og Natan búa einnig. Fyrstu kynni hans af þeim eru þrungin þeim andstæðum, Stingo, sem er vart annað en ófram- færinn sveitaunglingur, veit varla hvernig hann á að bregðast við, þótt hann fái ást á Sophie þegar við fyrstu kynni, en þegar Natan birtist daginn eftir hress og glaður og býður upp á vináttu sína, þá slær hann til, og þau þrjú verða brátt óaðskiljanleg, þótt Stingo sé óneitanlega oft eins og áhorf- andi að þeim undarlega lífsdansi, sem Sophie og Natan setja á svið. Smátt og smátt kemst Stingo nær og nær sann- leikanum um þau; Sophic segir honum frá reynslu sinni í fangábúðum nasista í Þýskalandi, og einnig hvernig Natan kom henni til hjálpar er hún taldi sig vcra að deyja eftir að hafa komist sem flóttamaður til Bandaríkjanna. Og frá bröður Natans fæi hann að heyra, Útboð Stjórn verkamannabústaða í Reykjavík hyggst byggja fjölbýlishús ásamt bílgeymslu við Neðsta- leiti 2-4 í Reykjavík. Húsið með bílgeymslu er 12:350 m3 gert úr steinsteypu. Óskað er eftir tilboðum í eftirtalda verkþætti: 1. Byggingu hússins, fullfrágengið að utan en tilbúið undir tréverk inni. 2. Raflagnir. 3. Pípulagnir. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu V.B. Suður- landsbraut 30 frá miðvikudeginum 30. nóvember 1983 gegn 15.000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð föstudaginn 16. desember kl. 15.00 á annarri hæð Hótel Esju. Stjórn verkamannabústaða í Reykjavík. Tapast hefur frá Munaðarnesi, Stafholtstungum,9 vetra brúnn hestur, ójárnaður. Mark: Gagnbitað hægra. Finnandi láti vinsamlegast vita í síma 93-5026 eða 91-17134. Laus staða Við embætti bæjarfógetans í Keflavík, Njarðvík og Grindavík og sýslumannsins í Gullbringusýslu er laus til umsóknar staða aðalbókara. Laun eru samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur menntun og fyrri störf óskast sendar undirrituðum fyrir 20. desember n.k. Bæjarfógetinn í Keflavík, Njarðvík og Grindavík. Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu. 25. nóvember 1983. Jón Eysteinsson. Ráðningarstofa Reykjavíkurborgar Fulltrúi Ráðningarstofa Reykjavíkurborgar óskar eftir að ráða fulltrúa í öryrkjadeild stofunnar, til þess að annast fyrirgreiðslu varðandi vinnu til handa fólki með skerta starfsorku. í umsókn skal tilgreina menntun og fyrri störf. Umsóknum þarf að skila til Ráðningarstofu Reykjavíkurborgar fyrir 19. des. 1983 og eru þar gefnar nánari upplýsingar um starfið. Stjórn Ráðningarstofu Reykjavíkurborgar. ■ Þrenningin á góðri stundu: Stingo, rithöfundurinn ungi, Sophie og Natan að Natan sé geðbilaður og því óút- reiknanlegur. Pakula fylgir í myndinni mjög ná- kvæmlega sögu Styrons og sviptir smátt og smátt hulunni af leyndardómum Sophie ög Natans, sem eru leikin af algjörri snilld af Meryl Streep og Kevin Kline, allt þar til Sophie segir Stingo frá innsta leyndarmáli lífssíns- þeirri óhugnanlegu stúnd, er hún varð að velja hvort barna sinna hún vildi senda í dauðann í Auswitz-fangabúð- unum. Það er henni því eðlileg ákvörð- un í lokin að hafna bónorði Stingos og gjalda skuld sína við Natan með því að hverfa til hans á lokafund þeirra beggja í þessu lífi. Það er ekki aöeins að leikur þeirra Streep og Kline í aðalhlutverkunum sé einstakur, heldur er öll frásögnin unnin af þeirri nákvæmni og kunnáttu, sem einkennir önnur verk Pakula og myndatökustjórans snjalla Almert- drosar. Hér er um mjög tilfinningarík- an efnisvið að ræða, þar sem auðvelt er að fara yfir vellumörkin, en Pakula hefur alltaf hemil á tilfinningaseminni. Frásögnin er raunsæ og trúverðug, hvort sem verið er að segja frá atburðum í New York eða í Póllandi undir hæl nasismans og fellur vel saman í heillega kvikmynd, sem er bæði hjartnæm og sorgleg; lýsir bæði göfugustu tilfinningum mannsins og lægstu hvötum hans. „Val Sophie“ er svo sannarlega kvikmynd sem hægt er að mæla með. -ESJ Húseign á Suðureyri Dóms- og kirkjumálaráðuneytið auglýsir eftir einbýlishúsi á Suðureyri, Vestur-ísafjarðarsýslu til kaups, er hentað gæti sem prestsbústaður. (tilboðum skal greina verð og greiðsluskilmála, auk upplýsinga um stærð og gerð hússins. Æskilegt að grunnteikningar fylgi. Tilboð skulu hafa borist dóms- og kirkjumálaráðu- neytinu eigi síðar en 12. desember 1983. Áskilinn er réttur til þess að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið 28. nóvember 1983 Sími 44566 RAFLAGNIR Nýlagnir - Breytingar - Viðhald samvirki Skemmuvegi 30 — 200 Kópavogur. Kvikmyndir SALUR 1 Frumsýnir stórmyndina La Traviata •IIRLSA STRATAS þ PUVCIIX > IXJMINCO ' . . . COKM LL MAi NLlI |AMLS lÍVIN'E . . TARAK Bl \ AMMAK ................IKAM.O /.IITIKH 11 Heimsfræg og splunkuný stór- mynd um hina frægu óperu Verdis, La Traviata. Myndin hefur fariö sigurför hvar sem hún hefur verið sýnd. Meistari Zeffirelli sýnir hér enn hvað i honum býr. Ógleymanleg skemmtun fyrir þá sem una góðum og vel gerðum myndum. Aðelhlutverk: Placido Domingo, Teresa Stratas, Cornell MacNeil, Allan Monk Leikstjóri: Franco Zeffirelli Myndin er tekin í dolby stereo Sýnd kl. 5,7,9.10 Ath: Boðssýning kl. 5 Zorroog hýrasverðið (Zorro, the gayblade) Sýndkl. 11.15 SALUR2 Skógarlíf og jólasyrpa af Wikka mús - Einhver sú alfréegasta grlnmynd sem gerð hefur verið. Jungle Book hefur allstaðar slegið aðsóknar- met, enda mynd fyrir alla aldurs- hópa. Saga eftir Rudyard Kipling um hið óvenjulega líf Mowglis. Aðalhiutverk: King Louie, Mowgli, Baloo, Bagheera, , Shere-Khan, Col-Hathi Kaa, l Sýndkl.5,7,9og11 SALUR3 Herra mamma (Mr. Moffl) TamUurAominitámMmv .ím k j<«t »-< AHkVi,\4iig(»IuK<-«<^ar! rn»nilk'l>4i<K»u|v Splunkuný og jafnframt frábær grinmynd sem er ein aðsóknar- mesla myndin í Bandaríkjunum þetta árið. Mr. Mom er talin vera grínmynd ársins 1983. Jack missir vinnuna og verður að taka að sér heimilisstörfin, sem er ekki beint . við hans hæfi, en á skoplegan hátt kraflar hann sig fram úr því. Aðalhlutverk: Michael Keatón, Teri Garr, Martin Hull, Ann Jillian :. Leikstjóri: Stan Dragoti Sýndkl. 5,7,9 og 11 SALUR4 Porkys Sýnd kl. 5 Ungu læknanemarnir Sýnd kl. 7,9 og 11

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.