Tíminn - 23.12.1983, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.12.1983, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1983 Minnisvcrö tíðindi 1971-1975 Indridi G. Þorsteinsson, rithöfundur, um bréf til Sólu: „Almenningur virðist hafa áhuga á að kynna sér efnið” ■ „Mér þykja þetta mjög góð tíðindi, og þetta er náttúrulega í fyrsta lagi vegna þess að alménningur virðist hafa áhuga á því að kynna sér þau vand- kvæði sem verið hafa á því að fá viðurkenningu á því að Guðbjörg sé dóltir Þórbergs,“ sagði Indriði G. Þorsteinsson, rithöfundur í samtali við Tímann í gær, er blaðamaður sagði honum að Bréf til Sólu væru komin í fyrsta sæti á bóksölulista Tímans, en Indriði ritaði eins og kunnugt er for- málann að bókinni, þar sem hann rekur að nokkru leyti ástarsögu Sólu og Þórbergs og fjallar um ástarbréf Þórbergs til Sólu. „Það er vilji Guðbjargar, með út- gáfu bókarinnar,“ sagði Indriði, „að almenningur geri sér grein fyrir þessu máli. Þetta er sett fram þarna á hlautlausan hátt og ég get ekki ímynd- aö mér annað en að allir þeir sem hafa komið nálægt þessari bók séu afar þakklátir fyrir þennan áhuga.“ Aðspurður hvað hann vildi segja um þær ásakanir sem fram hafa komið að birtingu þessara bréfa sé ósæmileg, svaraði Indriði: „Því er til að svara, að eftir hátt í fjörutíu ár, þar sem málið hefur legið í þagnargildi, og ekki varð séð, hvernig hægt væri að taka það upp að nýju, þá verður fólk að skilja það, að það varð auðvitað að beita þeim aðferðum, þarsem viðkomendur málsins komu sjálfir fram á sjónarsvið- ið þótt seint sé. til að rétta hlut Guðbjargar." -AB Þrjár efstu bækurnar mjög svipaðar að stigum ■ Hann tekur heldur betur breytingum listinn hjá okkur að þessu sinni, því Brcf til Sólu, ástarbréf Þórbergs Þórðarsonar skýst.beint upp á stjörnuhimininn og hafnar í fyrsta sæti á bóksölu- lista Timans þessa vikuna, þótt bókin hafi ekki farið í dreifingu fyrr en fyrir einni viku. Bréf til Sólu, er gefin út af Guðbjörgu Steindórsdóttur, dóttur Þórbergs og Sólrúnar Jónsdóttur, en AB sér um dreifingu á bókinni. Fast í kjölfar bréfanna fylgja bækurnar Skæruliðarnir og Skrifað í skýin, en hún hefur í öll fyrri skiptin skipað efsta sæti listans, en verður nú að þoka fyrir ástarbréfum Þórbergs. Að öðru leyti er ekki mikið um breytingar á listanum, nema hvað röð bókanna á listanum hefur breyst talsvert og þá hefur bókin Eysteinn, í eldlínu stjórnmálanna fallið af listan- um, en hún var á listanum í öll fyrri skiptin sem Tíminn gerði könnun sína. Rétt er að rifja upp með örfáum orðum hvernig bóksölulisti Tímans er unninn, en það er með aðstoð 10 bókaverslana. Fimm verslananna eru í Reykjavík og fimm úti á landi. Gefa bóksalarnir upp lista yfir þær 10 bækur sem best hafa selst 1. vikuna á undan, og er bók sú sem best hefur selst 2. í 1. sæti og fær þar af leiðandi 10 stig og síðan koll 3. af kolli, þannig að bókin í 10. sæti fær 1 stig. 4. Verslanir sem aðstoða Tímann við þessa könnun 5. eru: Hagkaup, bókadeild, Gríma Garðabæ, 6. Penninn, Hafnarstræti, Bókabúð Braga, Lækja* 7. götu, Bókabúð Fossvogs, Bókhlaðan, Glæsibæ, 8. bókabúð Jónasar, Akureyri, Aðalbúðin Siglu- 9. firði, bókabúð Jónasar Tómassonar, ísafirði og 10. Bókabúð Grönfeldts Borgarnesi. -AB Bréf til Sólu Skæruliðarnir Skrifað i skýin Fjórtán bráðum fimmtán Sitji guðs englar Bjarni Benediktsson Öldin okkar Komiði sæl Jakobsglíma Landið þitt ANDRÉS INDRIDASON LANDIÐ ÞITT ISLAND Ástarbréf Þórbergs: Bréf til Sólu skut- ust beint á toppinn ■ Fjórði bóksölulisti Tímans lítur þá þannig út að þessu sinni og í svigum fyrir aftan, verða upplýsingar um það hvaða sæti listans bókin skipaði í könnuninni fyrir einni viku, eða hvort hún er nú á lista. 1. Bréf til Sólu. Astarbréf Þórbergs Þórðarsonar. Gefin út af Guðbjörgu Steindórsdóttur og dreift af AB. Bókin hlaut 62 stig (Bókin er ný á lista). 2. Skæruliðarnir, eftir Alistair MacLean. Iðunn gefur bókina út. Hlaut bókin 60 stig. (Bókin var í 3. sæti í síðustu viku með 53 stig). 3. Skrifað í skýin II eftir Jóhannes Snorrason 11. Landið þitt Island, 4. bindi, eftir Steindór Steindórsson, Þorstein Jósepsson og Pál Líndal. Örn og Örlygur gefa út. Hlaut bókin 24 stig. (Var í síðustu viku í 7. sæti með 31 stig). Aðrar bækur sem voru nálægt því að komast á listann voru t.d. Eysteinn í eldlínu stjórnmálanna,- Draumur okkar beggja, Þar sem djöflaeyjan rís, Kyrr kjör, Vængjasláttur í þakrennunni, Helförá heimskautaslóðir og. Ellefu líf. Við stefnum að því að birta síðasta bóksölu- könnunarlistann í lok ársins, að öllum líkindum nk. föstudag, þann 30. desember -AB flugstjóra. Hann gefur bókina sjálfur ót og nefnir útgáfufyrirtækið Snæljós. Hlaut bókin 59 stig. (Var í 1. sæti í síðustu viku með 75 stig). 4.-5. Fjórtán... bráðum flmmtán eftir Andrés Indriðason, Mál og menning gefur bókina út. Hlaut bókin 45 stig. (Var í 4. sæti í síðustu viku með 37 stig). 4.-5. Sitji guðs englar eftir Guðrúnu Helgadóttur. Iðunn gefur út. Hlaut bókin 45 stig. (Var í síðustu viku í 10. sæti með 20 stigj. 6. Bjarni Benediktsson. Greinar um Bjarna. Ritstýring í höndum Ólafs Egilssonar. AB gefur bókina út. Hlaut bókin 43 stig. (Var í síðustu viku Í2. sæti með 58 stig). 7. Öldin okkar. 1971-1975. Iðunn gefur út. Bókin hlaut 37 stig. (Var í 8. sæti í síðustu viku með 27 stig). 8. -9. Komiði sæl, Vilhelm G. Kristinsson, ræðir við Sigurð Sigurðsson um lífshlaup hans. Vaka gefur bókina út. Hlaut bókin 31 stig. (Var í síðustu viku í 6. sæti með 33 stig). 8.-9. Jakobsglíma eftir Sigurð A. Magnússon. Mál og menning gefur út. Bókin hlaut 31 stig. (Var í síðustu viku í 9. sæti með 23 stig.) IKESSON

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.