Tíminn - 23.12.1983, Blaðsíða 4

Tíminn - 23.12.1983, Blaðsíða 4
4______ fréttir FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1983 Utflutningur á íslenskum iðnaðarvörum: ER NÚ UNDANÞEGINN ÚTFLUTNIN GSLEYFU M LÐD- RÉTTING ■ Nokkuð færðist niðurlag á viðtali við Kjartan Ólafsson sl. helgi hér í blaðinu úr skorðum, en þar ræðir Kjartan um gagnrýni á bók sína „Undraheimur Indíalanda". Hcr er niðurlag viðtalsins því endurbirt: „Kitdómari í l>jóðviljanum (Árni Bergmann 15. nóv.) lætur nægja að minnast á að fyrri búkunum hafi verið vcl tekið, en getur ekki um að þxr voru metsölubxkur, sem hlutu ein- rónia lof gagnrýnenda.“ „Má vera að honum hafi þótt gagn- rýnendur fara offari (svo sem lögspek- ingar scgja) í lofsamlegum dómum um bækur mínar, - talið sem aðrir góð- gjarnir menn að hcr skyldi öllu í hóf stillt." Bókin ber vott um að Gliandi hefur þú kynnt þer mikið og hafa menn borið lof á þann kafia. Hins vegar segir áðurnefndur ritdómari að ekki náir þú góðum tökum á þeim kynjamanni? „Ég veit ekki. Ef til vill kafar hann hér dýpra en aðrir ntenn, svo að vart sér í iljar honum nema rétt í svip, skynjar þessa hluti með einhverjum óræðum hætti, - næmur, líkt og þaninn strengur gamallar fiðlu, strokinn snill- ings hendi. Auk slíks atgervís virðist hann knúinn áskapaðri góðgirni hins grandvara manns er vill jafnan hafa það er sannara reynist, - líkt og Ari fróði forðum, muni ég rétt. Biðst annars forláts, skyldi mér skjoplast." ■ „Með þessu er verið að fella niður eftirlit sem ekki var talin þörf fyrir lengur. Eg fæ ekki séð að breytingin sé í sjálfu sér stórvxgilcg. Af ráðuneytisins hálfu hafa aldrei verið neinar hömlur á útflutningi iðnaðarvöru," sagði l'örhall- ur Ásgeirsson, ráðuneytisstjóri í við- skiptaráðuneytinu, í samtali við Tímann. Ráðuneytið gaf í gær út auglýsingu þar sem kveðið er á um, að útflutningur á íslenskum iðnaðarvörum skuli undan- þeginnútflutningsieyfum. Það muni hins vegar áfram hafa eftirlit með útflutningi þessara vara og geta krafið útflytjendur þeirra upplýsinga, um allt er varðar sölu og útflutning þeirra. „Það hefur verið skilyrði að útflytj- endur skili gjaldeyri sem þeir fá fyrir sína vöru. I kjölfar þessarar nýju til- högunar verður að finna nýjar leiðir til að fylgjast með því að skoða útflutn- ingsskjöl," sagði Þórhallur. Hann sagði ennfremur að þessi nýja tilhögun næði ekki yfir nema lítinn hluta útflutnings landsmanna. Til dæmis væru allar sjávarafurðir ennþá háðar útflutn- ingsleyfum. -Sjó. FulHrúar ríkisins höfnudu bráða- birgðasamkomulagi ■ Á samningafundi BSRB og ríkis- ins, scm haldinn var í gærmorgun, þá höfnuðu fulltrúar fjármálaráðherra til- lögu BSRB um bráðabirgðasamkomu-' lag til 1. maí sem einkum fæli í sér hækkun lægstu launa upp í 15000 krónur, verðtryggingu launa. leiðrétt- ingu á lánakjörum íbúðakaupenda og samsvarandi greiðslur til leigjenda'! Fulltrúar ráðherra telja ekki grundvöll fyrir meira en 4% hækkun launa á árinu 1984. Fundur hefur verið boðað- ur í aðalsamninganefnd BSRB 29. desember kl. 14. _BK Blysför fyrir friði á Húsavík í dag ■ Húsvíkingar etna í dag til blysfarar um bæinn undir líkum merkjum og blysför friðarhreyfinganna í Reykja- vík. Safnast verður saman við sund- laugina kl. 17.30 þar sem blys vcrða tendruð og gengið til Húsavíkurkirkju. Þar flytur sr. Björn Jónsson stutt ávarp, einnig verður kórsöngur, ungir blásarar leika og göngumenn syngja saman Heims um ból. Því næst verður gengið að jólatré sem kvcikt hefur verið á í bænunt. Þar verður llutt ávarp fyrir friði og síðan taka göngumenn þátt í skemmtun barnanna við jóla- tréð, sem hefst kl. 18.00. Kl. 18.00- 20.00 verður kirkjan opin og tekið þar á móti framlögum til Hjálparstofnunar kirkjunnar. Kjörorð blysfararinnar á Húsavík eru ísland gegn kjarnorkuvá, friður á jólum 1983, við biöjum leið- toga þjóðanna að leggja niður vopn og brauð handa hungruðum heimi. -JGK Jól án vopnagjafa ■ Nokkrar hreyfingar í Reykjavík, sem vinna að friðar- og uppeldismálum hafa sent frá sér dreifibréf þar sem fólki er bent á að gefa ekki börnum sfnum stríðsleikföng í jólagjöf. -JGK ■ Nýjasta íslenska kvikmyndin, Skilaboð til Söndru, sem frumsýnd var s.l. laugardag í Háskólabíói, verður senn tekin til sýninga úti á landsbyggðinni. Frumsýning á myndinni utan Reykjavíkur verður í Ísafjarðarbíói á annan í jólum kl. 17.00 og 21.00. Ákveðið vcrður um frekari sýningar á landsbyggðinni síðar. ssss®w rli—* BókBjöms Th. Bjömssonar um Þorvald Skúlason: lim óumdeilanlegan brai samtímalistar Saga Þorvalds Skúlasonar í máli og myndum. Bjöm Th. Björnsson rekur söguna á sinn Ijósa og læsilega hátt. Fjöldi teikninga Þorvalds og 85 stórar litprentanir af málverkum hans auk Ijósmynda. Marktækari og glæsilegri listaverkabók hefur vart verið gefin út hér á landi. Eigulegur gripur — góð gjöf. *

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.