Tíminn - 23.12.1983, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.12.1983, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1983 fréttir Jólahradskákmót Útvegsbankans sterkasta hradskákmót ársins: Sigrar Friðrik enn einu sinni? ■ Þriðja Jólahraðskákmót Útvegs- banka íslands, sterkasta hraðskákmót ársins, verður haidið í afgreiðslusal aðal- bankans við Austurstræti í Reykjavík á annan í jólum. Tuttugu menn, þeirra á meðal flestir fremstu skákmenn þjóðar- innar, taka þátt í mótinu, en það hefst klukkan 14:00 og stendur til 18:30. Á fyrsta Jólahraðskákmótinu sigraði Friðrik Ólafsson, stórmeistari, en í fyrra urðu þeir efstir og jafnir Friðrik og Helgi Ólafsson. Þeir eru nú báðir meðal þátt- takenda. Einnig tefla Jón L. Árnason, Margeir Pétursson, Ingi R. Jóhannsson, Jóhann Hjartarson og fleiri þekktir skákmenn. Guðmundur Sigurjónsson, stórmeistari verður að tefla erlendis þegar mótið fer fram. Á mótinu verða quartz-skákklukkur í fyrsta skipti notaðar í keppni á íslandi, en SEIKO umboðið útvegar klukkurnar. Sigurvegari fær mjög vegleg verðlaun, sem Albert Guðmundsson, fjármálaráð- herra og fyrrum formaður bankaráðs Útvegsbankans, afhendir í mótslok. Þá mun bankinn gefa Skáksambandi fslands 50 þúsund krónur til styrktar starfsem- inni. -Sjó ■ Helgi Oiafsson deildi efsta sæt- inu með Friðrik Ólafssyni í fyrra. Helgi skipuleggur mótið fyrir Út- vegsbankann. Nýkomnir norskir leðurstólar Matvörudeildin býður uppá meira úrval, en nokkru sinni fyrr — Komið og sannfœrist Opið til kl. 23 í kvöld KREDITKQRT EunoCAno vtsa Munið JIB greiðslukjörin || Jön Loftsson hf. A A A A A A * l-~í CZZl L— Lj tzl L_J: OlTÍJ^ i-GCSEtl LiUUQqj:{ LUeLja U IJUQJ'T'-Í Hringbraut 121 Sími 10600

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.