Tíminn - 23.12.1983, Blaðsíða 20
Opiö virka daga
9-19
laugardaga 10-16
H
HEDD
Shemnijvegi ?C Kopavogi
Simar (91 )7 75 51 & 7 80 30
Varahlutir
Mikiö úrval
Sendum um land allt
Ábyrgö á öllu
Kaupum nýlega
bíla til niðurrifs
SAMVINNU
TRYGGINGAR
&ANDVAKA
ARMULA3 SIMI 81411
w
abriel
HÖGGDEYFAR
— m _ _|_ | . • namarsnuic
QJvarahlutir simiaesio.
Hamarshöfða 1
Ritstjorn86300 — Auglysingar 18300- Afgreiðsla og askrift 86300 - Kvoldsimar 86387 og 86306
Föstudagur 23. desember 1983
Auglýsingar hjá Ríkisútvarpinu í svipuðu magni og fyrir jólin í fyrra
SJÓNVflRPH) HEFUR
FYliT SMN KVÓTA
— örlítið minni auglýsingar á Rás I, en Rás II gerir meira en
bæta það upp
Innbrot I Blóma-
borg I Hveragerði
Þjófurinn
gómaður af
lögreglunni
■ Innbrot var framiö í
Blómaborg í Hvcragerði að-
faranótt miðvikudags og stoiið
þaöan talsverðu magni af
úrum, skartgripum og gjafa-
vörum. Lögreglan á Selfossi
handtók ungan mann úr
Hveragerði vegna þessa máls
á miðvikudag og játaði hann
innbrotið við yfirheyrslur. Vís-
aði hann síðan á þýfið og
komst það allt til skila.
Að sögn lögreglunnar á Sel-
fossi er innbrotsþjófurinn góð-
kuoriingi lögreglunnar og varð
m.a. fyrir stuttu uppvís að
innbroti í útibú Kaupfélags
Árnesinga í Hveragerði. Mað-
urinn var enn í yfirheyrslum
hjá lögreglunni í gær.
Ekki munu hafa vcrið urihar
neinar skemmdir á innbúi
Blómaborgar í innbrotinu en
Blómaborg er gróðurhús og
því viðkvæmt fyrir
skemmdum. - GSH.
■ „Það er ákveðið þak á aug-
lýsingatíma í dagskrá sjónvarps-
ins, 12 mínútur þrisvar sinnum á
kvöldi, 10 mínútur á eftirmið-
dögum á laugardögum og sunnu-
dögum og 3 mínútur fyrir frétt-
irnar á kvöldin. Þetta þak er það
sama og í fyrra og það hefur
verið alveg nýtt, nú eins og í
fyrra, þannig ég tel að auglýsing-
ar nú séu ekki minni en þá,“
sagði Auður Óskarsdóttir aug-
lýsingastjóri sjónvarpsins í sam-
tali við blaðið í gær. Hún sagði
að ekki væri hægt að gefa neitt
upp um auglýsingatekjur sjón-
varpsins á þessu stigi, það yrði
ckki tekið saman fyrr en um
áramót.
„Það hefur verið um óverulega
minnkun að ræða hjá okkur á
Rás 1,“ sagði Þorbjörg Guð-
mundsdóttir, auglýsingastjóri
hljóðvarps, en ég endurtek að
sú minnkun er mjög óveruleg og
kemur aðallega fram í minni
auglýsingum á morgnana en ver-
ið hefur. Þetta tel ég ekki stafa
af því að Rás II er komin til
skjalanna, heldur einhverjum
öðrum orsökum, þá dettur
manni auðvitað í hug minni fjár-
ráð auglýsenda. Rás II hefur
ákveðinn auglýsingakvóta eins
og sjónvarpið, þar var gert ráð
fyrir að brjóta upp dagskrána
þrisvar sinnum á hverjum
klukkutíma með auglýsingum í
þrjár mínútur í hvert sinn, en
þeim kvóta hefur alls ekki verið
náð. Þar kann að ráða einhverju
um að fólk hafi ekki áttað sig á
hinum nýja miðli og möguleikum
hans. En samanlagt koma rásirn-
ar út með meiri auglýsingar en í
fyrra,“ sagði Þorbjörg.
Jeppi valt í
Fljótshlíð
UNG STÚLKA
MEIDDIST
TALSVERT
í BAKI
■ IJng stúlka meiddist tals-
vert í baki þegar jeppabifreið
sem hún ók valt út af Fljóts-
hiíðarvegi á móts við Tuma-
staði á miðvikudagskvöld.
Stúlkan var flutt á Sjúkrahúsið
á Selfossi.
Að sögn lögreglunnar á
Hvolsvelli var mikil hálka á
veginum þegar slysið varð og
er henni kennt um. Tatsvert
hefur verið af umferðaróhöpp-
um á svæði Hvolsvallarlögregl-
unnar í desember og má rekja
þau flest til hálku og erfiðra
akstursskilyrða samfara henni.
- GSH.
-JGK
Friðarhreyfingar:
EFNA TIL BLYSFAR-
AR NIÐUR IAUGA-
VEGINN í DAG
■ Ýmis friðarsamtök gangast
fýrir blysför um Laugaveg á
PWMksmessu. Gengið verður
ftá Hlemmtorgi niður á Lækjar-
og verður safnast saman á
Htemmtorgi kl. 17.00 og blys
tendruð og kl. 17.30 verður lagt
af stað niður Laugaveg á Lækjar-
térg. Engin ávörp verða flutt en
Háskólakórinn og Hamrahlíðar-
kórinn syngja á leiðinni. Að
Mysförinni standa, Friðarsamtök
listamanna, Samtök lækna gcgn
kjamorkuvá, Samtök eðlisfræð-
inga gegn kjarnorkuvá, Friðar-
hreyflng íslenskra kvenna,
Menningar- og friðarsamtök ís-
lenskra kvenna, Samtök her-
stöðvaandstæðinga, Friðarhóp-
ur einstæðra foreldra, Friðar-
hópur fóstra og Friðarhópur
þjóðkirkjunnar. Yfirlýsing
hreyfinganna vegna göngunnar
er þessi:
Við trúum á umburðarlyndi
og samninga í samskiptum
manna og þjóða, en höfnum
ofbeldi og ofstæki.
Við vonum að „gjörvöll
mannkind" eigi sér framtíð, en
óttumst tortímingu alls lífs.
Við biðjum leiðtoga þjóðanna
að leggja niður vopn.
Við trúum á afvopnun en
höfnum ógnarjafnvægi gereyð-
ingavopna.
Við vonum að stöðva megi
framleiðslu kjarnorkuvopna en
óttumst hernaðarhyggju stór-
velda.
Við biðjum leiðtoga þjóðanna
að leggja niður vopn.
Við trúum á hlutverk íslend-
inga á alþjóðavettvangi að stuðla
að friði og afvopnun.
Við vonum að ísland standi
með þeim þjóðum sem stöðva
vilja framleiðslu kjarnorku-
vopna.
Við biðjum leiðtoga okkar
eigin þjóðar að styðja sérhverja
viðleitni til friðar á jörðu. _jGk
Ljósadýrðin eykst þegar dregur að jólum og Ijósmyndararnir verða rómantískari,
Tímam. Árni Sæberg,
.WWIi W*m.
dropar
Verður togarinn
að gullskipi?
■ „Mikil urðu vonbrigði gull-
skipsmanna er það kom í Ijós í
haust að gullskipið sem þeir
töldu sig vera búna að finna
var gamall þýskur togari sem
strandaði á Skeiðarársandi árið
1903. Svo kann þó að fara að
togarinn verði að „gullskipi“
þrátt fyrir allt“, að því er segir
í nýjasta hefti Sjávarfrétta.
„Mun engin- togari þessarar
tegundar vera til í heiminum
og nokkrir aöilar munu hafa
áhuga á því að ná honum upp
og fá hann til varðveislu. Kann
svo að fara að gullskipsmenn
verði fengnir til þess að bjarga
togaranum úr sandinuin og
gætu þannig fengið a.m.k.
eitthvað upp í þann mikla
kostnað sem þeir hafa lagt út í.
Leitin að gullskipinu mun svo
halda áfram, jafnvel þótt marg-
ir haldi því nú fram að þar sé
ekki eins mikið að finna eins
og gullskipsmenn telja.“
...og sjá hvað þá
verður úr Sverri??
■ Mönnum hcfur orðið tíð-
rætt um þá ákvörðun iðnaðar-
ráðherra Sverris Hermanns-
sonar, að endurvekja Z-una á
ný til vegs og virðingar innan
ráðuneytisins hvað svo sem
reglugerðir segja. Hermann
Jóhannesson, starfsmaður í
menntamálaráðuneytinu, setti
þessa limru saman í tilefni
síðustu atburða:
Það var gott þegar landsfeður létu
okkur losna við hvimleiða zetu,
því við ritum öll rétt,
bara ef regla er sett,
sem er miðuð við minimal getu.
En mín hugmynd er hreint ekki
verri,
að hætta að skrifa með erri.
Ekkert hik eða sút,
bara henda því út,
og sjá hvað þá verður úr Sverri.
Krummi
KRUMMI.
...Svei, Svei...!