Tíminn - 23.12.1983, Blaðsíða 6

Tíminn - 23.12.1983, Blaðsíða 6
FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1983 Nýtt brúðkaup í Monakó KAMUNA GEBR ABRA 1UAUN ■ Frá furstahöllinni í Mónakó hefur nú verið send tilkynning þess efnis, að Karólína prinsessa hafi opinberað trúlofun sína með ítalska auðkýfingnum Stefano Casiraghi og verði brúðkaup þeirra haldið 29. desember nk. Tekið er fram, að ekki verði beðið leyfis frá páfa, sem enn hefur ekki fengist til að ógilda hjónaband Karólínu og Phillippe Junot. Verður því borgaraleg hjónavígsla látin nægja að sinni. Með tilkynningu þessari er endi bundinn á langvarandi vangaveltur um framtíðarhorfur prinsessunnar í ásta- og hjóna- bandsmálum, en þær hafa verið notadrjúgur efniviður í alþjóð- legu slúðri allt frá því prinsessan og glaumgosinn Junot slitu sam- vistum. Fyrst þurfti Karólína að hlaupa af sér hornin og átti þá m.a. í ástarsambandi við tennis- leikarann Guillermo Villas, sem þótti alls óviðunandi ráðahagur fyrir konu með blátt blóð í æðum, og er sagt að móður hennar, Grace prinsessu, hafi verið hinn mesti ami að þessu flani dóttur sinnar. Ollu end- ingarbetra var samband Karól- ínu við son Ingrid Bergman, Robertino Rossellini, og leit út fyrir á tímabili, að þar væri alvara á ferðum. Karólína og Robertino höfðu þekkst frá barnsaldri, en ástin fór ekki að blómstra fyrr en eftir að hún hafði sagt skilið við tennisstjörnuna, og síðastliðin 4 ár eru þau sögð hafa búið nokk- urs konar félagsbúi í íbúð Karól- ínu í París. Einkum dafnaði samband þeirra eftir dauða Grace prinsessu, og reyndist Robertino Karólínu feikna vel í þeim raunum, sem í kjölfar hans fylgdi. En á síðastliðnu sumri þótti augljóst, að einhver snuðra var hlaupin á þráðinn. Um heimsbyggðina bárust myndir af Robertino í heitum ástarleik með óþekktri tlalskri smá- stjörnu, Isabella Ferrari. Þeir, sem trúðu á ódauðleik ástar- ævintýris Robertinos og Karól- ínu, sögðu þær myndatökur sett- ar á svið. En brátt fóru að berast út fréttir, sem bentu til þess, að Robertino væri ekki einn um að hlaupa út undan sér. Karólína tæki líka þátt í leiknum og væri hennar mótleikari ítalskur auð- kýfingur, Stefano Casiraghi, sem er 24 ára gamall, eða 2 árum yngri en Karólína. Hann er nú sagður hafa sest að í Parísaríbúð Karólínu. í þeirri sambúð hafa þau vonandi kynnst svo vel, að þau viti að hverju þau ganga í hjónabandinu. Við skulum því bara óska þeim til hamingju. ■ Þau Karólína og Stefano hafa verið að prófa sig áfram að undanförnu. Nú þykir þeim reynsla komin á að þau eigi saman og þá sé ekki til setunnar boðið að löghelga sambandið. Jackie O viil hressa upp á Joan, fyrrv. svilkonu sína ■ Jackie Onassis hefur haft mikið samband við Joan Kennedy, fyrrv. svilkonu sína, nú þegar skilnaður þeirra Teds Kennedy öldungadeildarmanns og Joans er að gauga í gildi. Joan Kennedy hefur oft átt erfitt í lífinu, þótt hún væri gift inn í valdamikla og rika fjölskyldu. Um tíma var hún í meðferð vegna drykkjuskapar og tauga- veiklunar sem fylgdi því, hve ástandið var allt ótraust í fjöl- skyldulífi hennar. Joan náði sér upp. Hún stund- aði nám og lauk tónlistarprófi og kynntist manni sem hún varð hrifin af, dr. Gerry Aronoff taugaskurðlækni í Boston. Þau hafa verið góðir vinir, og sam- band þeirra staðið frá því að Joan og Edward Kennedy skildu að borði og sæng. Nú þegar skilnaðurinn cr loks að ganga i gegn, þá verður það á sama tíma, að samband Joan við ást-i vininn hefur farið út um þúfur, svo hún hefur verið niðurbrotin, að sögn vina hennar. Þá kom Jackie til sögunnar og hefur hún stöðugt verið að bjóða Joan heim í matarboð með góðu fólki, eða smáferðalög eða helg- arferðir, og segir sagan að Jackie hafi verið óspar á að bjóða líka álitlegum mönnum í þeirri von að Joan hressist við félagsskap þcirra, en ekki hefur orðið neitt Ijós úr því. Jackie er einn af forstjórum Doubleday Books - bókaútgáf- unnar, og hún vinnur að því að fá Joan, svilkonu sína og vin- konu, til að vinna hjá sér. „Það er nauðsyn fyrir hverja konu á okkar aldri að hafa nóg að gera, og helst einhver skemmtileg verkefni“, sagði Jackie. Hún sagði á blaðamannafundi, að þær tvær, hún og Joan, hefðu í huga að vinna saman að bók um „The Boston Ballet“, fallega og skemmtilega bók með mörgum myndum. ■ Joan og dr. Gerry Aronoff hafa nú slitið sambandi sínu, og var hún mjög niðurdregin yfir því. ■ Jackie 0 stendur við hlið Joan Kennedy fyrrv. svilkonu sinnar, og vill hjálpa henni við að koma undir sig fótunum í starfi við bóka- utgafu, en Joan hefur fengist töluvert við myndatöku og Jackie við rit- störf viðtal dagsins ( “KR QOMLU SEGIA AB JÓUN BREGNSf AIDRD" — rabbað við Sigurð E. Haraldsson, formann Kaupmannasamtakanna ■ „Það er furðulegur misskiln- ingur hjá fólki að álíta að kaup- mcnn einir græði á jólaverslun- inni. Því er ekki að neita að vcltan er liröð í jólamánuðinum - en það gleymist gjarnan að verslunin er aðeins síðasti áfangastaður vörunnar áður en hún fer til neytandans. Áður eru framleiðendur og oft innflytj- endur búnir að fá sitt. Eg vcit til dæmis að nú er unnið svo til dag og nótt í ýmsum fataverksmiðj- um, sem ég versla við sjálfur,“ sagði Sigurður E. Haraldsson, kaupmaður í Elfur við Lauga- veginn og formaður Kaup- mannasaintakanna, þegar Tim- inn ræddi við hann um jólaversl- unina. „Þetta eru tuttugustu jólin sem ég rek verslun. Auðvitaðer þessi mánuður hápunktur ársins hjá okkur og að mörgu leyti gaman að þessum ys og þys. Hins vegar er þessi tími erfiður - andlegt álag er gífurlegt. Afkoma ársins veltur mikið á hvernig til tekst þessa fáu daga. Það er líka langt frá því að vera auðvelt að hafa þá vöru sem fölkið vill á boðstól- um. Margt sem við erum að selja núna verður að panta með mikl- um fyrirvara. Sumt sem ég er með var pantað í mars. Á þessum tíma, frá því ég panta öruna þar til hún á að seljast, getur margt gerst, sérstaklega hjá fatakaupmönnum, sem mjög eru háðir tísku, en hún breytist á ótrúlega skömmum tíma.“ - Það er mikið talað um sam- drátt og kreppu. Hvernig hefur jólaverslunin gengið í skugga þessa tals? „Reyndir verslunarmenn segja nú að jólin bregðist aldrei. Fólk kaupi fyrir jólin ef það mögulega getur. Eg held að þetta sé satt því nú síðustu dagana hefur komið í Ijós að verslunin er ekkert minni en hún hefur verið. Sumt fór að vísu seint af stað, til dæmis bóksala, en hún hefur tekið mikinn fjör- kipp eftir því sem ég kemst næst.“ - Heldurðu að greiðslukortin eigi einhvern þátt í því hvað verslunin er lífleg? ■ Sigurður E. Haraldsson í verslun sinni, Elfur við Laugaveg. Tímamynd Róbert

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.