Tíminn - 23.12.1983, Blaðsíða 18

Tíminn - 23.12.1983, Blaðsíða 18
18 menningarmálj Allir þeir sem og þunga eru erfiða hlaðnir 8 ): I Heintich BOL.L — „Og sagði ekki eitt einasta orð“ eftir Heinrich Böll Heinrich Böll: Og sagöi ekki eitt einasta urö Böðvar Guömundsson þýddi 156 blaðsíður Mál og menning 1983 Vestur-Þýskaland eftirstríðsáranna hefur löngum verið nokkuð undarlegt og þversagnakennt samfélag. Þjóöin hefur verið í senn sakbitin, niðurlægð og ákveðin í að gleyma ófagurri fortíð. Eftir hrunið í lok styrjaldarinnar hefur verið leitast við að byggja upp í landinu þýska útgáfu af velferðarsamfélagi, efna- hagsundrið er ekkert smáræði en engu að síður viðgengst í Vestur-Þýskalandi hróplegra óréttlæti gagnvart ýmsum minnihlutahópum en í flestum löndum Vestur-Evrópu. Það hefur án efa verið einn af mestu lukkudráttum vestur- þýsku þjóðarinnar, ef svo má að orði komast, að eiga -jafn skarpskyggnan, ástríðufullan og listrænan gagnrýnanda sem Heinrich Böll er. Böll er þjóðfélagslegur rithöfundur í besta skilningi þess orðs. Flest, ef ekki öll, frægustu verk hans hafa með einum eða öðrum hætti snúist um vestur-þýskt samfélag eftir stríó og þá hvernig þetta samfélag, meðsínuefnahagsundri, hefur búið að þegnum sínum. Þeir sem um sárt eiga að binda, og þeir eru fjölmargir, eiga vísa samúð Bölls, og hann hefur reynst fær um að skjóta undir samúð sína tilfinningalegum og listrænum stoð- um sem ekki bresta auðveldlega. Því verða ekki úr bókum hans innantóm eða Uthlutun veiðileyfa 1984 Unniö er aö undirbúningi reglna um úthlutun veiöileyfa til einstakra fiskiskipa á næsta ári með hliðsjón af afla þeirra og úthaldi á tímabilinu 1. nóvember 1980 til 31. október 1983. Eigendur þeirra skipa, að undanskildum opnum bátum, sem hafa á þessu tímabili oröið aö hætta veiöum í samfellt meira en tvær vikur í hvert skipti vegna meiri háttar bilana eöa breytinga, og óska eftir því aö tekið verði tillit til þeirra frátafa viö úthlutun veiöileyfa, skulu fyrir 10. janúar n.k. senda upplýsngar til ráöuneyt- isins þar sem fram komi eftirfarandi atriöi: 1. Á hvaöa tímabili var skipið frá veiðum? 2. Frá hvaða veiöum tafðist skipið? 3. Af hvaða orsökum tafðist skipiö frá veiðum? Ennfremur þurfa aö fylgja sönnunargögn um aö frátafir hafi oröiö vegna bilana eða breytinga eins og t.d. upplýsingarfráviögerðarverkstæði eðatryggingarfélagi. Upplýsingar, sem berast eftir 10. janúar n.k., veröa ekki teknar til greina, komi til úthlutun veiöileyfa, sem byggja á áðurgreindum forsendum um skiptingu. Sjávarútvegsráðuneytið, 21. desember 1983. þröngsýn ádeiluverk, heldur margþætt listaverk. Fyrir ritverk sín hefur Böll þurft að sæta miklum og hörðum árásum gegnum árin og andstaðan gegn honum hefur iðulega minnt á galdraofsóknir - hann hefur verið sakaður um að vera handbendi kommúnista á Sovétlínu, stuðningsmaður borgarskæruliða og svo framvegis. Böll hefur þó alla tíð haldið sínu striki sem óáreittur væri enda eru ásakanir andstæðinga hans auðvitað til- hæfulausar. í verkum hans talar mannúðin ein, ekki’ ýkja háum en þó afar sterkum rómi. Hér segir Heinrich Böll fjarska ein- falda sögu um hjón sem eiga við nagandi fátækt að stríða í miðju efnahagsundr- inu. Bók þessi kom fyrst út árið 1953 og þá var Vestur-Þýskaland óðum að skríða saman eftir ógnir stríðsins, en flakandi sár sátu eftir á þjóðarlíkamanum og hafa að líkindum fæst gróið fullkomlega fram á þennan dag. Ógæfa þeirra Freds og Kötu er í rauninni aðeins sú að þau eru fátæk. Meðan haldin er íburðarmikil lyfsalahát- íð í borginni og biskupar blómstra, þá birtist réttlætið Kötu aðeins sem mynd á peningaseðli: „Á miðjum grænum seðl- unum er þokkasnauð kvensnift með vogarskálar í hægri hendi sem horfir fram hjá mér dauðum augum.“ (bls. 17) Þau elskast heitt, en hafa ratað í of miklar raunir, eiga of erfitt og hafa of lítinn tíma fyrir sig sjálf til þess að ástin ein megni að halda þeim samán - að því er virðist. Böll lætur hjónin segja söguna til skiptis og það sýnist með ólíkindum hversu-.djúpt niður á sálarkirnur þeirra hann hefur smeygt sér, hennar ekki síður en hans. Kata stendur við spegil- %rsagdi ekki eittv einastaorð inn, þrífur agnarsmáa íbúð þeirra og er farin að óttast friðsemdina í börnunum sem eftir lifa - Fred ráfar um göturnar, snapar peninga til þess að geta hitt Kötu á hótelherbergjum því heim vill- hann ekki fara af ótta við að berja börnin sín. Þrátt fyrir Ijótleik umhverfisins, örvænt- ingu hinna fátæku og siðferðislega hræsni liinna betur megandi er þetta víða falleg saga. Hún er dregin einföld- um dráttum en er firna kröftug, eins og rétt er að lesendur komist sjálfir að raun um. Og vitanlega hefur hún miklu víðari skírskotun en eingöngu til Vestur-Þýska- lands eftir síðari heimsstyrjöld - hér eru komnir allir þeir sem erfiða og þunga eru hlaðnir; andlegum þunga jafnt sem ver- aldlegum. Þýðing Böðvars Guðmundssonar er svo til hnökralaus; og oftast afskaplega vel gerð. ■ IUugi Jökuls- son skrifar bækur um RER RAFMAGNSEFTIRUT RÍKISINS Skrifstofur og Raffangaprófun Rafmagnseftirlits ríkisins verða lokaðar vegna orlofs starfsmanna dagana 23. desember 1983 til 1. janúar 1984 að báðum dögum meðtöldum. Tötra í Glettingi m Ný bók eftir Málfríöi Einarsdóttur Málfríður Einarsdóttir vann að þessari sögu síöustu ár ævi sinnar og hafði lokið henni nokkru áöur en hún lézt. í bókinni segir frá stórbrotnum búskap þeirra hjóna, Auöna og Tötru á höfuöbólinu Gleiðru í Glettingi. Sá búskapur er bæði fornlegur og nýtízkulegur enda starfa að honum fjórar kynslóöir. Tötra gerist hinn mesti búskörungur en Auðni ætlar að bjarga heiminum, og verður margt furðulegt til tíðinda á höfuöbólinu. Skáldskapur, raunsæi og ævintýri blandast hér saman og ekkert lát er á ritsnilld höfundarins. V Ljóðhús, Laufásvegi 4, sími 17095. FOSTUDAGUR 23. DESEMBER 1983 Kvikmyndir Slmi 78900 SALUR 1 Jólamyndin 1983 Nýjasta James Bond myndin Segðu aldrei aftur aldrei SEAN CONNiRY JAME5 BOND00? Hinn raunvenjlegi James Bond er mættur aftur til leiks i hinni splunkunýju mynd Never say nev- er again. Spenna og grin i há- marki. Spectra með erkióvininn Blofeld verður að stöðva, og hver getur það nema James Bond. Eng- in Bond mynd hefur slegið eins rækilega í gegn við opnun i Banda- ríkjunum eins og Never say never again. Aðalhlutverk: Sean Connery, Klaus Maria Brandauer, Barbara Carrera, Max Von Sydow, Kim Basinger, Edward Fox sem „M“. Byggð á sögu: Kevin McClory, lan Fleming. Framleiðandi: Jack Schwartzman. Leikstjóri: Irvin Kershner. Myndin er tekin i Dolby Sterio. Sýnd kl. 3,5.30,9 Hækkað verð. SALUR2 Skógarlíf og jólasyrpa af Mikka mús Einhver sú alfrægasta grinmynd’ sem gerð hefur verið. Jungle Book hefur allstaðar slegið aðsóknar- met, enda mynd fyrir alla aldurs- hópa. Saga eftir Rudyard Kipling um hið óvenjulega lif Mowglis. Aðalhlutverk: King Louie, Mowgli, Baloo, Bagheera, Shere-Khan, Col-Hathi Kaa. Sýnd kl. 3,5 og 7. Sá sigarar sem þorir (Who dares wins) Frábær og jafnframt hörkuspenn- andi stórmynd. Aðalhlutverk: Lewis Collins og Judy Davis. Sýnd kl. 9 SALUR3 La Traviata Í4 á Sýnd kl. 7 Seven Sýnd kl. 5,9.05 Dvergarnir Hin frábæra Walt Disney mynd Sýnd kl. 3. SALUR4 Zorroog hýrasverðið Sýnd kl. 3,5 Herra mamma Sýnd kl. 7 og 9.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.