Tíminn - 23.12.1983, Blaðsíða 8
8
FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1983
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Gisli Sigurösson. Augjýsingastjóri: Steingrímur Gislason.
Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiðslustjóri: Siguröur Brynjólfsson.
Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V.
Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson.
Umsjónarmaöur Helgar-Timans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir,
Bjarghildur Stefánsdóttir, Baldur Kristjánsson, Friörik Indriöason, Guömundur Sv .
Hermannsson, Heiður Helgadóttir, Jón Guöni Kristjánsson,
Jón Ólafsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (iþróttir), Skafti Jónsson.
Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guöbjörnssson.
Ljosmyndir: Guöjón Einarsson, Guöjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafnr
Eygló Stefánsdóttir.
Prófarkir: Kristin Þorbjarnardóttir, Flosi Kristjánsson, Guöný Jónsdóttir
Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Siöumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Auglýsingasími
18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306.
Verð í lausasölu 20.00, en 22.00 um helgar. Áskrift á mánuöi kr. 250.00.
Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Blaöaprent hf.
Ráðagerðir um að
stórþyngja skatt-
byrði Reykvíkinga
■ Það furðulcga hcfur gerzt, að meirihluti borgarstjórnar
Reykjavíkur hefur uppi ráðagerðir um að stórauka skattabyrði
borgarbúa á næsta ári, enda þótt forstjóri Þjóðhagsstofnunar hafi
eindregið lagt til, að skattbyrðin verði ekki aukin. Forstjóri
Þjóðhagsstofnunar hefur einnig bent á, að þetta eigi að vera
bæjarfélögum mögulegt, þar sem hjöðnun verðbólgunnar muni
draga stórlega úr útgjöldum þeirra.
Þessar fyrirætlanir borgarstjórnarmeirihlutans voru ítarlega
raktar í ræðu, sem Kristján Benediktsson flutti við fyrri umræðu
í borgarstjórn um fjárhagsáætlunina fyrir 1984. Ræða Kristjáns
var birt í Tímanum í gær. í ræðunni segir Kristján, að ríkisstjórnin
ætli að miða álagningu tekjuskatis við áætlaða hækkun á
meðaltekjum einstaklinga á næsta ári. Áætlað er, að þær hækki
um 20% og er ætlunin að miða álagningu tekjuskattsins við það.
Síðan segir Kristján:
„Þvi nefni ég þetta hér, að útsvarið, sem er langstærsti
tekjustofn borgarinnar, er lagt á sömu tekjur og bæði tekjuskattur
og sjúkratryggingagjald. Þó er mikill munur á hvernig þessir
skattar lenda á hinum ýmsu tekjuhópum.
Útsvariö leggst prósentvís á því nær allar tekjur hvort sem þær
eru háar eða lágar.
Tekjuskatturinn er stighækkandi. Meginhluti hans kemur frá
þeim aðilum, sem hafa háar tekjur og þeir sem litlar tekjur hafa
sleppa viö hann með öllu. Útsvarið er því þungbærari skattur þeim
aðilum sem eru með litlar eða miðlungstekjur.
Skattasérfræðingur Þjóðhagsstofnunar, Bolli Bollason, lét hafa
eftir sér í blaðaviðtali fyrir skömmu, að el' sveitarfélögin ætluðu
ekki að auka skattbyrði þegna sinna á næsta ári umfram það sem
er á þessu ári, þyrfti útsvarsupphæðin í heild að lækka um 800
milljónir miðað við óbreyttan álagningarstofn.
í Reykjavík væri þessi upphæð um 320 milljónir króna.
Þessar tölur voru við það miðaðar, að aðrir gjaldstuölar héldust
óbreyttir frá álagningu þessa árs.
í erindi forstjóra Þjóöhagsstofnunar, er hann flutti á ráðstefnu
um fjármál sveitarféiaga fyrir skömmu, lagði hann ríka áherslu á,
að sveitarfélögin gættu hófs í álagningu gjalda á næsta ári og
lækkuðu gjaldstofna sína miðað við lækkandi tilkostnað.
Miðað við það sem rakið hefur verið hér að framan hlýtur það
að vekja l'urðu, að meirihlutinn í borgarstjórn skuli ætla sér að
hækka tekjur af útsvörum um 42% á næsta ári, eða um 320 millj.
kröna.
En það eru ekki bara útsvörin sem eiga að hækka svo mjög.
Tekjur borgarsjóðs í heild eiga að hækka um 712 millj. eða 42%.
Þannig á greiðslubyrði miðað við forsendur og útreikninga
Þjóðhagsstofnunar að stóraukast á næsta ári.
Þetta gerist meðan útgjöld hækka einungis um 22.5% og er þó
búið að reikna 6% launahækkun inn í kostnaðarliðina. Hækkun
teknanna er nærri 400 milljónum meiri en útgjaldahækkunin. Það
er vægt til orða tekið að segja, að þetta sé hrein óskammfeilni."
Eins og kemur fram hér á undan, ráðgerir borgarstjórnarmeiri-
hlutinn að hækka fleira en útsvörin.
Fasteignagjöldin eiga að hækka um 63.9%.
Aðstöðugjöldin eiga að hækka um 52%.
Álögur stofnana og fyrirtækja eiga að hækka um 144.6%.
Fulltrúar Framsóknarflokksins í borgarstjórn hafa lagt fram
tillögur um lækkun útsvars og fleiri álaga, sem nema samtals um
180 milljónum kr. Þessar tillögur fengu ekki stuðning við fyrstu
umræðu í borgarstjórn.Vonandi endurskoðar meirihlutinn hug sinn
fyrir aðra umræðu fjárlaganna. Annars þverbrýtur hann loforðin,
sem hann gaf fyrir borgarstjórnarkosningarnar síðustu, og stefnir
fyrirætlun um hjöðnun verðbólgunnar í fyllstu tvísýnu.
Þ.Þ.
skrifað og skrafað
Baráttuhugur í
framsóknar-
mönnum
■ Jóhann Einvarðsson
skrifar grein í Framsýn, sem
gefin cr út af framsóknar-
mönnum í Kópavogi. Þar
segir:
Um þetta ieyti er liðið
rúmlega hálft ár síðan ríkis-
stjórn Steingríms Hermanns-
sonar tók við völdum. Þegar
hún tók við var verðbólgan
komin talsvert á annað
hundrað prósent miðað við
ársgrundvöll. Ríkisstjórnin
tók efnahagsmálin þegar
föstum tökum og hefur ár-
angur stcfnu hennar þegar
borið umtalsverðan árangur,
en talið er að í árslok verði
verðbólgan orðin innan við
30%.
Að vísu hefur hinn al-
menni launamaður orðið að
axla allmiklar byrðar, en hafa
verður í huga, að ríkisstjórn-
in einsetti scr að halda fullri
atvinnu í landinu og hefur
það tekist í aðalatriðum. þótt
um tíma - og staðbundin
vandamál hafi verið að eiga.
En fullvíst er, hefði ríkis-
stjórninni ekki tekist að snúa
vcrðbólguhjólinu við þá
hefði fjöldi fyrirtækja stöðv-
ast og atvinnuleysi orðið
mikið.
Með stöðugu gengi og ört
lækkandi fjármagnskostnaði
hefur staða fyrirtækja styrkst
verulega.
En ekki skulum við halda
að sigur sc í höfn. Skýrslur
fiskifræðinga um mögulegan
afla á næsta og næstu árum
sýna, að við getum ekki vænst
þess, að aflamagn aukist.
Miklu frekar má búast við
aflaminnkun. Hvað er þá til
ráða?
I fyrsta lagi verðum við að
íullnýta þann afla sem að
landi berst og umfram allt
verður að hætta að henda
verðmætum í sjóinn hvort
sem þar er um að ræða lifur,
slög eða jafnvel smáfisk. All-
ur afli vcrður að fullnýtast.
í öðru lagi verður að leggja
aukna rækt við iðnaðinn
hvort sem um stóriðju eða
smáiðnað er að ræða. Full-
yrða má, að verði tekið fullt
tillit til aðstæðna, t.d. íbúa-
fjölda, samgangna og niark-
aða svo ekki sé talað um
vannýtta orku, þá eru miklir
möguleikar fyrir hcndi ekki
síst í þessu kjördæmi,
Reykjaneskjördæmi.
Eg vona því bæði vegna
þess árangurs, sem ríkis-
stjórnin hefur þegar náð og
ekki síður vegna þess vanda
sem framundan er, að allir
landsmenn sameinist um að
gefa henni starfsfrið svo ekki
fari aftur í sama. Eg er þess
fullviss að þrátt fyrir erfið-
leika hins almenna launa-
manns, þá vill hann heldur
herða beltið um tíma. en
hverfa aftur til verðbólgu-
spennunnar. Ríkistjórnin hef-
ur sýnt að hún mun gera það
sem í hennar valdi er til þess
aö tryggja fulla atvinnu og
létta byrði þeirra. sem verst
eru settir.
Fái ríkisstjórnin hinsvegar
ekki frið til starfa á hún ekki,
að hika við að rjúfa þing og
efna til kosninga og gefa
þjóðinni kost á að tjá sig.
Staðreyndin er sú. að auð-
vitaðerdeilt um allarákvarð-
anir ríkisstjórna þegar þær eru
teknar, en árangur talar sínu
máli og ekki síst það, að nú
er stjórnað en ekki látið reka
á reiðanum.
Við framsóknarmenn í
Reykjaneskjördæmi lentum
aftur í vor í þeirri erfiðu
stöðu að missa þingsæti
okkar. Þegar úrslit síðustu
kosninga eru skoðuð kemur
vel í ljós, hvað kosningalög-
gjöfin er orðin úrelt. Hinir
flokkarnir tryggja sér allir
þingmenn úr kjördæminu
með mun færri atkvæði en
við fengum. Við hljótum því
að gcra þá kröfu til forystu
flokksins að hið fyrsta verði
lagt fram á Alþingi frumvarp
það að nýrri kosningalöggjöf
sem samkomulag tókst urn
milli formanna flokkanna á
síðasta þingi, en þaö mun
jafna nokkuð stöðu þéttbýlis-
ins gagnvart dreifbýlinu, en
alls ekki rétta.
Jafnframt vilégáréttasam-
þykkt þá, sem gerð var á
síðasta kjördæmisþingi
okkar: „Kjördæmisþingið
fagnar því starfi sem byrjað
er við endurskoðun stefnu-
skrár flokksins. Þar vcrður
að taka fullt tillit til breyttra
þjóðfélagshátta, búsetu og
atvinnuhátta. Þingið bendir í
því sambandi á að nú búa að
minnsta kosti 60 prósent
þjóðarinnar í þéttbýlinu suð-
vestanlands og nauðsynlegt
er að endurskoða stöðu
flokksins og stefnu með þá
staðreynd í huga.“
Áramót nálgast og á þeim
tímamótum heita menn sjálf-
um sér gjaman einhverju. Við
framsóknarmenn skulum
heita því, að láta ekki deigan
síga og nýta vel tímann til
næstu kosninga til þess, að
cffa Framsóknarflokkinn hér
í kjördæminu. Ef allir leggj-
ast á eitt þá er ég þess fullviss
að í næstu kosningum, að
fenginni leiðréttingu á kosn-
ingalöggjöfinni, þá tryggjum
við okkur 2 þingmenn í kjör-
dæminu.
Um leiðogégþakkastuön-
ing og velvild á síðustu árum,
sendi ég Kópavogsbúum
mínar bestu óskir unt gleðileg
jól og farsæld á komandi ári.
Sýnum gætni
Ragnar Snorri Magnússon
bæjarfulltrúi í Kópavogi
skrifar forystugrein sama
blaðs og segir:
Nú styttist mjög í það að
upp renni kveðjustund ársins
1983. Á áramótum staldra
menn gjarnan við, rifja upp
atþurði liðins árs, þá sorg og
gleði, erfiðleika eða hagsæld
sem það færði þeim. Á þess-
um tímamótum leiða menn
einnig oft hugann að því
hvernig næsta ár muni gefast
þeim.
Undanfarin ár hefur verið
ríkjandi hér gengdarlaus
verðbólga sem leitt hefur til
versnandi lífskjara fólksins
og sífellt erfiðari greiðslu-
stöðu þjóðarbúsins útávið.
Verulegra hugarfarsbreyt-
inga er nú farið að gæta hjá
fólki til verðbólgunnar, það
sýnir skoðanakönnun sú sem
Hagvangur gerði, og var ný-
lega birt. Út úr niðurstöðum
hennar má glögglega lesa, að
þjóðinni er farið að skiljast
hvert böl verðbólgan er enda
kemur fram, að verulegur
meirihluti þeirra sem spurður
var og tók afstöðu, er reiðu-
búinn að taka á sig nokkra
tímabundna kjaraskerðingu
til að ná þessum skaðvaldi
niður, sem verðbólgan svo
sannarlega er.
Augljóst er og öllum kunn-
ugt að aðgerðir ríkisvaldsins
nú, hafa orðið til þess að
nokkur kjaraskerðing hefur
orðið síðari hluta ársins sem
nú er að kveðja. Það er líka
viðurkennt af öllum, að
áframhaldandi óðaverðbólga
hefði einnig þýtt verulega
kjaraskerðingu. Þaðvar mik-
il ógæfa að ekki tókst að
sameinast um niðurtalningar-
stefnu Framsóknarflokksins
sem reynd var með áþreifan-
legum árangri árið 1981. Nú
eru launþegar þessa lands
að súpa seyðið af því ósam-
komulagi sem varð milli þá-
verandi stjórnarflokka um
þessa raunhæfu leið í efna-
hagsmálum, því hætt er við
að einhverjum reynist erfitt
að fóta sig við svo snögg
umskipti sem hér hafa orðið.
Nú veltur á miklu að fyllsta
gætni verði viðhöfð svo að
bölvaldur atvinnuleysisins
knýi hér ekki dyra. Þá er
einnig mikilvægt að ekkert
það verði aðhafst sem magna
myndi hér verðbólgu upp að
nýju.
Bæjarráð Kópavogs hefur
nú ákveðið að lækka álag
útsvars úr 12.1 prósentustigi
niður í 10.8, og auk þess
veita 10% afslátt af fasteigna-
skatti af íbúðarhúsnæði.
Þrátt fyrir þessa lækkun
tekna bæjarsjóðs, á fram-
kvæmdageta bæjarinsekkiað
minnka að mun. því meiri-
hluti bæjarstjórnar hefur lagt
sig fram um að fyllsta aðhalds
sé gætt í bæjarrekstrinum og
skuldasöfnun eigi sér ekki
stað, heldur miklu fremur
gengið í það að bæta lausa-
fjárstöðu bæjarsjóðs og er
nú þessi stefna að skila sér
með góðum árangri. Auk
árangurs af þessari aðhalds-
stefnu er það skoðun meiri-
hluta bæjarstjórnar Kópa-
vogs að eðlilegt sé að draga
nú úr skattheimtu eins og
frekast er kostur og á þann
hátt koma til móts við minnk-
andi kaupmátt launafólks, en
í þessu felst að sjálfsögðu
viss viðurkenning á nauðsyn
þeirra aðgerða sem ríkis-
stjórnin stendur fyrir.
Þegar og ef tekst að koma
á jafnvægi í efnahagslífinu
skapast tækifæri til aðgerða
sem smám saman munu bæta
kaupmátt launa til lengri
tíma. en ekki eyðast upp á
þriggja mánaða fresti.
Það væri verðugt heit um
þessi áramót. launafólki til
handa, að gefa ríkisstjórn og
öðrum þeim sem haft geta
áhrif þar á, frið til að skapa
slíkt jafnvægi. I því eru svo
augljósir hagsmunir okkar
fólgnir.