Tíminn - 05.01.1984, Qupperneq 9
en það bólar því miður alltof
Tímamynd Róbert.
■ Hvarvetna í Breiðholti voru bílar fastir, og menn urðu varir við þessa merkilegu samkenndartilfinningu, þegar allir vilja hjálpa öllum
sjaldan á þeirri kennd.
Breiðholt:
BÍOHÖLUN AÐALBÆKISTÖÐ
BJÖRGUNARAÐGERÐA í GÆR
■ Seinni partinn í gær þeg-
ar veðrinu var aðeins farið
að slota hittu Tímamenn
fjöldann allan af gangandi
vegfarendum í Breiðholti,
á leiðinni upp í efra Breið-
holt. Flestir höfðu beðið á
vinnustöðum, í stofnunum
eða skólum eftir að drægi úr
veðurhæðinni svo þeir gætu
reynt að ná heim tU sín áður
en hann ryki upp aftur.
Voru menn misjafnlega vel
útbúnir eins og gengur, en
flestir voru þó þokkalega
vel klæddir - helst var að
sjá að eitthvað skorti á
skóbúnaðinn, því hvarvetna
á leið úr Breiðholti III niður
í Breiðholt I voru djúpir
skaflar, þannig að ekki
veitti af góðum kuldaskóm.
GreinUegt var, er Tíma-
menn brutust niðureftir, að
fjölmargir bUstjórar á
litlum, vanbúnum fólksbU-
um voru aðalorsökin fyrir
þeim fjölmörgu flöskuháls-
um sem höfðu myndast,
enda sátu Reykvíkingar svo
hundruðum skipti í bUum
sínum klukkutímum saman
í gær og biðu þess eins að
hjálp bærist. Hjálpin barst
líka, bara misjafnlega fljótt,
þannig að sumir þurftu að
sitja á bflum sínum í 4 tU 5
klukkustundir, áður en þeir
voru aðstoðaðir inn í hlýrri
húsakynni. Lögregla, hjálp-
arsveitarmenn, björgunar-
sveitarmenn og velviljaðir
einstaklingar á góðum
trukkum voru á þönum all-
an daginn til þess að veita
fólki aðstoð, og í mörgum
tUvikum, hreinlega að
bjarga fólki sem hætt var
komið vegna kulda og vos-
búðar. Tímamenn tóku
nokkra vegfarendur tali á
för sinni um Breiðholtið í
gær, en Bíóhöllin í Mjódd-
inni var í gær einskonar
bækistöð fyrir björgunar-
menn, lögreglu, hjálpar-
sveitarmenn og hrakta
ferðalanga, því snjóbflar,
trukkar og jeppar sem unnu
að hjálparstarflnu keyrðu
þá sem á aðstoð þurftu að
halda þangað, og þar biðu
þeir, þar til hægt var að
aðstoða þá heim á leið.-AB
■ Hðfuðstöðvar björgunarmanna í Breiðholti í gær, voru í Bíóhöllinni j Mjóddinni og var þar titt margt um manninn. Hér
er einn „snjóbflsfarmur“ nýkominn í Bíóhöllina, og höfðu sumir ferðalanganna þurft að bíða klukkustundum saman í bflum
sínum, áður en þeim barst aðstoð. A myndinni má þekkja Ómar Valdimarsson formann Blaðamannafélags Islands og
blaðamann Morgunblaðsins, en hann var einmitt einn af mörgum sem leita varð skjóls í Bíóhöllinni. Tímamynd Róbert.
Helgi Eyvinds, aðstoðaði fólk á Lapplandemum sínum í allan gærdag.
Tímamynd - Róbert
Páll Einar Kristinsson:
„Þurfti að halda mér
á Höfðabakkabrúnni”
■ Stór og stæðilegur ungur maður,
með annan yngri á öxlunum gengur fram
á okkur, - er að koma frá því að sækja
son sinn á Fálkaborg. Faðirinn er Páll
Einar Kristinsson og sonurinn er Atli
Þór. Blaðamaður spyr Pál Einar hvort
hann hafi lent í hrakningum á leiðinni á
Fálkaborg, til þess að sækja soninn.
„Nei, þetta er allt í lagi núna, en ég
lenti hins vegar í kröppum dansi í
morgun. Ég fórfrá Bíldshöfðanum fyrir
hádegið fótgangandi og skildi bílinn
eftir, því ófærð og veður var orðið slíkt.
Veðrið var alveg snarvitlaust og þegar ég
fór yfir Höfðabakkabrúna, þá þurfti ég
bara að stoppa og halda mér með báðum
höndum."
-AB
■ „Ég er ekkert að flækjast. Ég ætla bara að koma bflnum inn á plan hjá bensínstöðinni, svo hann verði ekki fyrir,“ sagði
Ásgrímur Grímsson er blaðamaður spurði hann hvað hann væri að flækjast svona illa útbúinn. Tímamynd Róbert.
Lapplandereigandi með einkaframtaksaðstod:
„Keyrði einn á slysavarðstofuna
og tvo kransæðasjúklinga heim”
Björgunarsveitin Ingólfur:
„Björguðum hjarta-
sjúklingi sem sat
fastur í bíl sínum”
■ Er við þrömmum upp að Bíóhöllinni
í Mjóddinni kemur einn heljar mikill
snjóbíll frá Björgunarsveitinni Ingólfi
að Bíóhöllinni fullur af fólki, sem björg-
unarsveitarmenn hafa hirt upp á leið
sinni. Einn björgunarsveitarmannanna
er ísak Viggósson. Tíminn spurði hann
hve mörgum hann og hans menn hefðu
komið til hjálpar það sem af væri
deginum: „Oh, heldurðu að maður hafi
nú ekki eitthvað annað að gera en að
telja þá? Þeir eru orðnir ansi margir, það
sem af er deginum og eiga eftir að verða
fleiri. Við erum búnir að vera á þönum
í Seljahverfi og svo þurftum við að fara
í Torfufell, en þar eru snjóþyngsli geysi-
lega mikil. Það var nú skemmtilegast
fyrir okkur að fara með hjartasjúkling
hérna uppeftir, en hann sat fastur í bíl
sínum hér úti á Breiðholtsbraut. Við
fórum með hann upp í Torfufell. Svo
þegar við vorum að koma niður eftir,
eftir Seljabrautinni, þá sást til dæmis
þara í loftnet á einum bíl sem við
keyrðum fram á, þannig að það sést af
þessu að margt er að varast, og bíla og
annað hefur fennt eða öllu heldur skafið
'í kaf.“
ísak segir mér að þeir björgunarsveit-
armenn hafi verið á ferðinni síðan um
hádegi og sagðist hann allt eins reikna
með að þeir þyrftu að halda áfram fram
eftir kvöldi og jafnvel nóttu í gær. Hann
sagði að það væri nú svo sem ekki mikið,
því þeir hefðu lengst þurft að vera á
férðinni í snjóbílnum hér í bænum í 32
tíma,ogenn værinúlangt íaðþaðnæðist
-AB
Ásgrímur Grímsson:
„Nýja bílastödin baud öll
um upp á kaffi og banana”
er eiginlega hálfur undir bílnum sínum,
að reyna að moka bílinn sinn út, sem er
■ Rétt hjá Olísbensínstöðinni í
Mjóddinni göngum við fram á einn sem
■ „Heldur þú að maður hafi nú ekki eitthvað annað að gera en að telja þa sem
maður hjálpar,“ sögðu þeir björgunarsveitarmenn úr Björgunarsveitinni Ingólfi
allan dag, sem hafa venð ein heima
hérna uppi í Austurbergi." Og þar með
rýkur Ásta af stað á nýjan leik, til þess
að flýta sér heim til barnanna sinna, sem
hafa beðið eftir henni lungann úr degin-
um. _AB
Ásta Lárusdóttir, kennari í Breiðholtsskóla:
„HEF HAFT ÁHYGGJUR AF
BÖRNUNUM í ALLAN DAG
■ Ung kona, Asta Lárusdóttir, barðist
móti vindinum upp Fálkabakkann síðdeg-
is í gær, og blaðmaður spyr hvort hún
komi langt að: „Nei, ég kem nú bara
héðan úr Breiðholtsskóla, þar sem ég er
kennari. Ég er búin að bíða í skólanum
síðan í morgun, en það var útilokað að
leggja í hann fyrr en núna að veðrinu
slotaði aðeins.“
Aðspurð hvort mikið af börnum hefði
þurft að bíða veðrið af sér í Breiðholts-
skóla sagði Ásta: „Nei, sem betur fer
komu þau ekki öll í skólann í morgun og
þau sem komu, komust flest fljótt í
burtu, að minnsta kosti þau sem áttu
stutt heim. Það eru tvö börn sem bíða
enn í skólanum eftir að komast heim.“
- Finnst þér þetta vera versta veður
sem þú hefur lent í Ásta? „Nei, þetta er
ósköp svipað og í fyrra, það er bara svo
pirrandi núna, því ég er búin að vera
með áhyggjur af börnunum mínum í
■ Asta Lárusdóttir kennari í Breiöholts
skóla: „Sem betur fer komu ekki öll
börnin í skólann í morgun.“
- Tímamynd Róbert.
fólksbíll. Maðurinn er Ásgrímur
Grímsson, og segir hann okkur að hann
hafi fest sig í þessum skafl tíu mínútum
áður eða svo. Aðspurður hvort þetta séu
einu hrakningarnar sem hann hafi lent í
á fólksbílnum í þessari slæmu færð, segir
Ásgrímur: „Nei, síður en svo. Ég sat
fastur í fjóra tíma í morgun, og þá komu
þessir höfðingjar frá Nýju sendibílastöð-
inni, en það var heil bílalest föst rétt hjá
þeim, og þeir buðu bara öllum sem vildu
að koma inn á stöð og fá hjá sér kaffi og
banana. Það voru sko margir sem þáðu
þetta, enda var þetta einkar elskulega
boðið.“
- Hvað ertu þá að flækjast á bílnum
núna, svona vanbúnum, fyrst þú slappst
nú úr þessum hrakningum í morgun?
„Ég er ekkert að flækjast. Ég bara þori
ekki að skilja bílinn eftir hérna, og ætla
því að reyna að koma honum inn á plan
hjá bensínstöðinni og skilja hann þar
eftir, þar sem hann er ekki fyrir og tefur
ekki snjóruðning og þess háttar." _ AB.
■ Páll Einar og Atli Þór: „Veðrið var alveg snarvitlaust." Tímamynd - Róbert
■ Eigandi Volvo Lapplander trukks
var á ferðinni um Breiðholtsbrautina
undir kvöld í gær, og aumkaðist hann
yfir tvo fótgangandi Tímamenn og bauð
þeim far til „byggða'*. Maðurinn er
Helgi Eyvinds, og þar sem hann gat ekki
starfað úti við í gær, þá var hann á
ferðinni á trukknum sínum góða í allan
gærdag, og aðstoðaði fólk. „Ég hef nú
einkum tekið upp í fólk, sem hefur verið
fast í bílum, eða verið hrakið á gangi, og
keyrt það heim,“ sagði Helgi, er blaða-
maður spurði hverja hann hefði einkum
aðstoðað. „Þá fór ég með tvo kransæða-
sjúklinga, sem voru hálf illa á sig komnir
heim til sín á Kleppsveg, og svo var einn
að eiga við kapal, og tengja í bíl sinn sem
var fastur, og þá tókst ekki betur til en
svo að hann brákaðist á hönd eða
fingrum og ég keyrði hann upp á
slysavarðstofu. Þá hef ég aðstoðað
nokkra jeppa, dregið þá útúr sköflum,
en mest hef ég þó reynt að hjálpa fólki
sem er illa statt.“
Helgi er svo elskulegur að skila okkur
Tímamönnum upp að dyrum hér í
Síðumúlanum, en áður er hann búinn að
taka nokkra unga menn uppí, eða þeir fá
öllu heldur að sitja á pallinum á Lapp-
landernum, en þessir ungu menn voru
einmitt að koma af kennarafundi í
Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Fund-
urinn hófst kl. 9 í gærmorgun, en þegar
honum var að Ijúka um kl. 16 í gær, þá
var náttúrlega engin leið fær úr efra
Breiðholti, nema fyrir gangandi vegfar-
endur.
-AB
■ Þessir ungu menn eru kennararnir í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti sem fengu að
sitja á palli Lapplandersins hans Helga Eyvinds til „byggða“ frá „Gólanhæðum“.
Tímamynd - Róbert