Tíminn - 05.01.1984, Page 16
Opiö virka daga / 9-19 V. Laugardaga 10-16 HEDD" . Skemmuvegi 20 Kopavogi ( Stmar (91)775-51 4 7-80-30 V Varahlutir Mikiö úrval Sendum um land allt Ábyrgö á öllu \ Kaupum nýlega ' bíla til niðurrifs SAMVINNUr^f'l tryggingarLtxJ & ANDVAKA LTVX J ARMULA3 SIMI81411 /yK ^ Cælabriel - pHÖGGDEYFAR iH u QJvarahlutir ,s“aa1y.
K Sb'JOG ; ■ • " ^uglvsing ihrrí* SE300 Kvoldiimar-S63S7 ö£ H6T06 (fo FímnHudagur 5. januar 1984
Álftanesskóli:
Forsetinn
lét færa
skólaböm-
unum mat-
föng
■ Börn í Alftanesskóla uröu
innlvksa þar meiri hluta dags-
ins í gær vegna óveðursins.
Þegar Ijóst var að þau kæmust
ekki heim eftir hádegið lét'
Vigdís Finnbogadóttir forseti
senda matföng til barnanna frá
Bessastöðum.
„Við gátum nú ekki sent
þangað hcitan mat því hér
varð allt rafmagnslaust“, sagði
Sigrún Pétursdóttir ráðskona
á Bessastöðum. „Hér fer raf-
magnið strax og eitthvað verð-
ur að veðri og við höfum setið
við kertaljós í dag. Síðan gekk
nú ekkert of vel að komast
héðan með matföngin. Við
höfum hér stóran jeppa en
jeppinn sat fastur hérna heima
heillengi, en þetta hafðist nú
að lokurn”.
Þcgar Tíminn talaði við Sig-
rúnu undir kvöldmat. sagði
hún að verið væri að opna vegi
á Álftancsinu og stóð þá til að
koma bömunum í Álftanes-
skóla heim til sín. -GSH
Rafmagns-
laust á Suö-
urlandi og
Reykjanesi
■ Miklar rafmagnstruflanir
urðu viða á landinu sunnan- og
vestanverðu í óveðrinu sem
gekk yfir síðdegis í gær. Ein-
staka staðir urðu algjöriega raf-
magnslausir um lengri eða
skemmri tíma.
Verst var ástandið á ein-
stöku stöðum á Suðurlandi, en
þar brotnuðu staurar og voru
starfsmenn RARIK enn að gera
við síðast þegar fréttist í gær-
kvöldi.’Var þá rafmagnslaust
á Stokkseyri, Eyrarbakka og í
Þorlákshöfn.
Síðdegis var rafmagnslaust
á Suðurnesjum. Því olli ísing á
Suðurnesjalínum, sem veita
rafmagni til • allra bæja á
Reykjanesi nema Grindavík-
ur, sem fær rafmagn frá Svarts-
engi. Hafnfirðingar urðu fyrir
barðinu á rafmagnsleysinu.
Bilun varð á línu og var ékki
búið að gera við hana þegar
Tíminn spurðist fyrir í gær-
kvöldi. Hins vegar fengu Hafn-
firðingar rafmagn af Suður-
nesjalínu um kl. 18. -Sjó.
Fjölmargir leituöu til
lögreglunnar f óveörinu:
LÖGREGLUSTÖD-
IN YFIRFYLLT-
IST AF FÓLKI
■ llluti þess l'ólks sem kom á lögreglustöðina á Hverfisgötu.
Tímamyndir Ámi Sæberg.
— „Veittum þá aðstoð og
húsaskjól sem við gátum’%
segir Rudolf Axelsson
varðstjóri
■ Þau Sigríður Snævarr fulltrúi í utanríkisráðuneytinu og Pétur
Thorsteinsson sendiherra voru meðal þeirra sem biðu fyrir utan
lögreglustöðina. Pétur sagði í samtali við Tímann að hann hefði ekki
lent í neinum vandræðum vegna veðursins, það var gott er hann
keyrði til vinnu í morgun en hinsvegar hefði hann ekki komist á fund
í hádeginu vegna þess. Sigríður sagði að þau hefðu beðið nokkuð
lengi eftir fari en ...,,viö erum nú hér í byggingunni og því stutt að
fara. Það komust flestir hingað til vinnu í morgun, enda veðrið þá
ekki skollið á en síðan hefur fólkið haldið sig þar innandyra"...
■ Margir leituðu ásjár lögreglunnar í
veðurofsanum og síðdegis lá stöðugur
straumur fólks inn á lögreglustöðina á
Hverfisgötu þannig að hún yfirfylltist.
Þegar Tímamenn komu þar um fjögur-
leytið var þröng á þingi og margir
áhyggjufullir um hvernig þeir kæmust
heim til sín.
■ Lögreglustöðin yfirfylltist af fólki eins og sjá má og stóðu nokkrir því fyrir utan andyrið.
„Straumurinn af fólki hingað
hefur stöðugt verið að aukast,
Við höfum þegar farið með
rjokkra hópa af fólki héðan í
‘’nítum en við hvetjum fólkeinnig
' tjl að labba núna eftir að veðrinu
hefur slotað“ sagði Rudolf Ax-
',dsson varðstjóri í samtali við
* íímann er við hittum hann að
; máli í mannþrönginni. „Við
höfum veitt þá aðstoð og húsa-
skjól sem við höfum getað en
stöðin er alveg yfirfull þrátt fyrir
að við höfum losað allmikið".
Hvað daginn almennt varðaði
hjá löreglunni sagði Rudolf:
„Þetta hefur verið vandræðaá-
stand hér, umferð stöðvaðist
fljótlega um Breiðholtið og Ár-
bæinn og raunar um allar götur
bæjarins. Höfuðvandamálið var
það að svo mikill fjöldi bíla varð
stopp um allt að það tafði og
gerði nær ómögulegt að ryðja
göturnar en Véladeildin reyndi
að gera sitt besta í þeim efnum. “
Þá kom einnig fram í máli
Rudolfs að annað vandamál var
að þeir lögreglumenn sem áttu
að leysa af kl. 16 höfðu ekki
komist á stöðina.nema lítill hluti
þeirra.
„Við erum ekki tilbúnir að
taka á móti svona miklum
vanda“ sagði Rudolf. „Við
höfum ágætan tækjakost til að
sinna þessum daglegu störfum á
eðlilegum dögum en ekki þegar
svona óvenjulegt ástand skapast.
Við þurfum að sjálfsögðu einnig
að sinna neyðarköllum nú á
barna-ogelliheimilum. Hinsveg-
ar hafa engin stórvandræði
skapast, fólk verður bara að taka
þessu rólega, þetta leysist í róleg-
heitum“ sagði han.
-FRI
dropar
Ásamatímaaðári
■ Tilviljanir geta oft orðið
furðulegar svo ekki sé meira
sagt, og svei mér þá ef Dropar
fara bara ekki að gerast for-
lagatrúar. Nákvæmlega fyrir
tólf mánuðum varð veður
brjálað í Reykjavík, þó dreif-
býlismenn reyndar hlási á slík
„þéttbýlis-óveður" í saman-
burði við sínar veðurþrengingar,
og hvað gerist nú. Jú, á sama
degi verður veðrið brjálað, og
í Reykjavík myndast ein sú
mesta umferðarsulta sem um
getur í marga áratugi.
Veðurfræðingar eru búnir
að læra á þetta, því þeir höfðu
allan vara á og höfðu boðað
óveðrið með góðum fyrirvara í
von um að sagan endurtæki sig
frá fyrra ári. En það eru ýmsir
aðilar sem verða að fara að
aðlaga starfsemi sína með tilliti
til þessa árlega óveðurs. Þann-
ig væri ráð fyrír grunnskóla í
þéttbýli að fresta fyrsta skóla-
degi eftir jólafrí um einn dag til
að firra skjólstæðinga sína
vandræðum. Og sama ættu
bridgespilarar að gera, en
fresta hefur orðið upphafi
Reykjavíkurmótsins í bridge
tvö ár í röð þar sem það hefur
borið upp á óveðursdaginn.
Sömu sögu er að segja með
Happdrætti Háskóla íslands
sem venjulega hefur haldið
blaðamannafund til að kynna
starfsemi sína á árinu á þessum
degi, en hefur orðið að fresta
honum tvö ár í röð. Er ekki
rétt að þessir aðilar og fleiri
fari að taka tillit til þessarar
væntanlegu staðreyndar um ár-
legan óveðursdag í Reykjavík.
Fjörutíu dagar í
viðbót og...
■ En óveðrið kemur illa við
fleiri en fyrrnefnda aðila, þar
sem borgarsjóður finnur glögg-
lega fyrír því. í gær eyddust
slíkir dagar fylgja í kjölfarið á
næstu vikum þarf ekki að
spyrja að leikslokum. Þá þarf
Davíð annaðhvort að bæta við
upphæðina, eða bjóða borgar-
búum að taka fram gönguskíð-
upp heil 2.5% af öllu því fé
sem ætlað hefur verið til snjó-
ruðnings á höfuðborgarsvæð-
inu á þessu ári. Dagurínn fór
með hálfa milljón króna enda
verkefni nóg fyrir öll snjóruðn-
ingstæki borgarinnar. Ef 39
Krummi.. .
... biður Vetur kóng að hætta
að sýna ýtutennurnar...
‘IHIWTWTrifUfi Mimiffirf