Tíminn - 08.01.1984, Page 2

Tíminn - 08.01.1984, Page 2
SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1984 kvikmyndir Kvikmyndin sem gerð var eftir sögu Sigrid Undset: Jenny breytti viðhorfum í Noregi til kynlífs og tilfinninga kvenna listfengari toga spunnar. Jenný skapaði Sigrid Undset sem ungri konu nafn í upphafi nýrrar aldar. Hún var upphafið að glæstum rithöfund- arferli, þar sem meginstefið er konur og barátta þeirra við vald karlmanna og samfélag þeirra. Konurnar hennarSigrid Undset eru allar trúverðugar persónur vegna þess að þær gera meira en prédika að hætti uppreisnargjarna kvenna. Kon- ur hennar eru tilfinningaverur, þær eru auðsærðar og umfram allt mannlegar í stríði sínu við samfélagið. H Þegar Sigrid Undset sendi frá sér bókina um Jenný árið 1911 fór mikil reiðialda um menningarlíf Norðmanna. Engum kom á óvart, að karlmenn í rithöfundastétt skyldu atyrða skáldkonuna fyrir berorðar lýsingar hennar á tilfinningasam- bandi og kynlífi kvenna og karla, þó fáum blöskri þessar lýsingar i dag. Hitt kom meira á óvart, að konur í Noregi létu ekki sitt eftir liggja og hófu harða hríð að skáldkonunni. Allvel hefur tekist til hjá Nordvision að draga upp hugþekka mynd af Jenný, enda eru ekki viðvaningar i aðalhlutverkum, þau Liv Ullmann og Knut Husebö. ■ Það hefur eflaust ekki farið fram hjá mörgum sjónvarpsáhorfendum, að undanfarin sunnudagskvöld hefur eitt af æskuverkum Sigrid Undset -Jenný - fengið að njóta sin á skjánum í formi sjo'nvarpskvikmyndar frá Nordvision. Jenný er sýnd í þremur þáttum í sjón- varpinu og unnið upp úr verki Sigrid Undset, sem hún sendi frá sér árið 1911. Verkið vakti mikla athygli, þegar það kom út á sínum tíma. Eftir aldamótin þótti ekki við hæfi í Noregi að fjalla um kynlff eða tiifinningalíf fólks á því sviði. Sigrid Undset tók ekki mið af þessu viðhorfi samfélagsins eins og vel kemur fram í bókinni. Hún lýsti tilfinningum Jennýjar og vinkvenna hennar méð þeim hætti að fjölda sómakærra manna í menningarlífi Norðmanna var gróflega misboðið. Jenný er ung kona með mikla drauma og listamannseðli blundar í henni allt frá æsku. En hún þarf aö brjótast út úr hinu borgaralega umhverfi síns tíma til að fá að lifa og starfa sem listamaður. A sama hátt verður hún að fórna ýmsu, sem henni er kært.til að geta verið sjálfstæð persóna og kona. I lún bælir ekki niður tilfinningar sínar cða kynlff og fær fljótt að kenna á því, að samfélagið er síður en svo hrifið af þessu framtaki. En víst er, að lýsingar Sigrid Undset hristu upp í öllu menningarlífi Norð- manna, þegar Jenný kom út. Upp risu töldu bókina hið versta verk og siðspill- nútímamælikvarða „djörf“ bók, enda ýmsir dómharðir menn og konur, sem andi í meira lagi. Þó telst Jenný ekki á lýsingar Sigrid Undset af öðrum og * rv" i Liv Ullmann: Vill förna starfskröftum sínum í þágu barna þriðja heimsins n „Þetta er minnsta barn sem ég hef nokkurn tímann séð á ævinni. Það vó ekki nema um 900 grömm, var minna en hönd læknisins. En barnið þrýsti sér fast að móður sinni. Nakin húðin iímdi sig við hörund móðurinnar“. Þannig lýsir Liv Ullmann atviki í Columbíu, þar sem hún var nýlega á ferð fyrir Sameinuðu þjóðirnar, en hún starfar fyrir barna- hjálp S.Þ. Liv Ullmann hefur eins og kunnugt er að mestu snúið sér frá kvikmyndaleik og helgar líf sitt nú starfi í þágu nauðstaddra barna í heiminum. Við gefum henni orðið: „Ég stakk varlega fingri fram og hreyfði við þessu íitla kríli.og allt í einu sá ég þessa agnarsmáu hönd teygja sig fram. Gripið var þéttingsfast í einn fingur minn. Læknirinn hló og sagði: „Það eru fáir staðir í heiminum, þar sem þú getur séð svo agnarsmá kríli á lífi utan móðurlifsins." Það var í Colombíu sem ég kynntist ■ Á innfelldu myndinni má sjá hvar Liv Ullmann ræðir við móður í Colombíu, en þar gera læknar nú tilraunir til að halda lífi í börnum, sem fæðast langt fyrir tímann. Stóra myndin er frá Eritreu og sýnir hún vel ástandið í hungurhrjáðum löndum Afríku. áætlun UNICEF varðandi ungabörn, sem fæðast langt fyrir tímann. Læknarnir í San Juan sjúkrahúsinu í Bogota hafa byrjað tilraunir, sem miða að því að halda lífi í þessum litlu börnum án þess að nota sérstaka súrefniskassa. Aðferðin er einföld eins og jafnan þegar miklar uppfinningar eru gerðar. Móðirin er látin halda barninu þétt að sér strax frá byrjun, þannig að bamið fái frá upphafi þá hlýju og varma, sem nauðsynlegt er til að halda lífi. Barnið er lagt milli brjósta konunnar og hún heldur um það þannig að barnið er áfram umlukið hita og hlýju eins og í móðurkviði. Svo er móðurmjólkin talin mikilvægasta lyfið, sem völ er á.í Colombíu sem öðrum löndum þriðja heimsins. í súreíniskassanum er ekkert líf, barn- ið fær enga hvatningu, það heyrir engin hljóð, enginn hreyfir við því og það heyrir aldrei mannsraddir. Þetta er ekki heppilégt að mati læknanna. í ljós hefur komið, að tilraunirnar skila ótrúlegum árangri. Áður en þær hófust árið 1979 dóu allir fyrirburðir, sem ekki náðu einu kílói á þyngd. Nú lifa þrjú af hverjum fjórum börnum af. Framtak læknanna i Bogota er tákn mikilla drauma og kærleika fyrir hönd þeirra, sem minnst mega sín", segir Liv Ullmann að lokum.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.