Tíminn - 08.01.1984, Page 5

Tíminn - 08.01.1984, Page 5
SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1984 5 ■ Bergsteinn Jónsson, dósent Vörusvikin: „Gömul umræða hér á landi, allt frá einokunartímanum” — segir Bergsteinn Jónsson, dósent ■ „Þetta er engin ný umræða hér á landi um gallaða vöru og skemmd- an fisk“, sagði Bergsteinn Jónsson, dósent er við slógum á þráðinn tií hans í Háskólanum i vikunni. „Full- yrða má, að umræðu um þetta efni megi rekja allt til loka einokunar- tímabilsins hér á landi eða jafnvel fyrr“ sagði hann. Alþekkt var á þessum tíma, að bændur sundlögðu ull til að gera hana þyngri áður en komið var í kaupstað, enda fengu þeir sjaldnast meira fyrir betri vöru á þeim tíma. Mikil og gagnkvæm tortryggni ríkti oft milli bænda og kaupmanna og sjómanna og fiskkaup- enda við uppgjör. Bændur vildu oft ekki að ullin yrði röguð, því þá töldu þeir að matið yrði sér í óhag og kaupmenn sökuðu bændur um að bleyta í ullinni og beita öllum brögðum til að fá meira fyrir hana. Saltfiskur á öldinni sem leið hafði yfirleitt gott orð á sér, en þó var það misjafnt eftir landshlutum. Mjög góður þótti fiskurinn frá Vestfjörðum, en lak- ari suður með sjó. Kaupmenn gáfu stundum meira fyrir betri fisk, en besti fiskurinn var svokallaður jaktafiskur, sem var saltaður og verkaður um borð. Minna má á það er rætt er um vörusvik fyrri tíma, að á öldinni sem leið hrakaði mjög allri prjónavöru, sem seld var úr landi og var svo komið að mikið af prjónlesi sem í boði var til útflutnings, var mjög rýrt að gæðum. Hættu þá margir kaupmenn að taka það upp í vörur og lagðist sá útflutningur að mestu af því mikið af prjónlesinu var rusl. Þess má geta að lokum, að skreiðin íslenska sem svo mjög þótti slök að gæðum víða á síðasta ári, var talin úrvalsútflutningsvara á fyrri öldum. Björn Þorsteinsson sagnfræðingur benti á það í stuttu spjalli við Helgar-Tímann, að Þjóðverjar hefðu m.a. brennimerkt skreið hér, en til þess mætti ef til vill rekja þá aðferð bænda síðar að brenni- merkja fé, þó ekki væri hægt að fullyrða þetta. Hann taldi, að skreiðin hefði almennt verið viðurkennd sem gæðavara fyrir árið 1600, enda eftirsótt af Bretum og Þjóðverjum. mikið hafði verið gumað af, lá með bilaða vél norður í landi og komst hvorki lönd eða strönd, bað hún himnaföðurinn eftirfarandi átakanlegrar bænar: Það vildi ég, að einhvern tímann yrði fundið upp eitthvert apparat, sem ekki væri alltaf í helvítis biliríi... Hórkonan mikla — borgaraleg blaða- mennska Hórkonan mikla, hin borgaralega blaðamennska, hefur í fáu sýnt betur, hverjum hún í raun og veru þjónar en í afstöðu sinni til þessara mála. Morgun- blaðið og Vísir kunna textann og með- ferð hans. Fyrst er settur upp ljúfur sakleysissvipur til að vekja tiltrú almenn- ings, talað um „gölluð“ matvæli, sem sjálfsagt sé að rannsaka, síðan um „handahófsrannsóknir“, þá um ofsóknir á innlendan iðnað og loks að allt hafi verið hrakið eða afturkallað. Lúllu, lúllu, bía! Jafnvel Nýja Dagblaðið, litla krílið, vill líka vera með, læst vera siðspillt, gerir sig til framan við svindlar- ana og vonast eftir stórri auglýsingu - sem það ekki fær. Og er náttúrlega dyggðugt á eftir „af skorti á freisting- um“.“ Vilmundur landlæknir var ekki í vafa með sjúkdómsgreininguna eins og áður segir. Vörusvikin voru ekki sjúkdómur- inn, heldur óumflýjanlegt einkenni hins kapitaliska þjóðskipulags. „Meðan skipulagið varir, vara vörusvikin í ein- hverri mynd eða annarri, og í hæsta lagi að hægt sé að halda þeim að einhverju leyti í skefjum, deyfa þau“, segir land- læknir þess tíma að lokum. Þ.H. skákj SNILLDAR SKAKIN FRA TILBURG ■ „Skákinformatorinn", júgóslav- neska skákasafnið sem inniheldur 700 bestu skákir fyrri hluta ársins 1983, er kominn út. Átján ár eru liðin síðan skákasafnið kom út í fyrsta sinn, og er bókin nú sú 35. í röðinni. Alls hafa um 800 þúsund eintök selst, og sýnir það- glöggt vinsældir þessa bókaflokks. Fyrir þá sem hyggjast ná þroska í skáklistinni, er „Informatorinn“ hrein nauðsyn. Þar kemur allt hið nýjasta fram, og allir fremstu skákmenn heims skýra skákir sínar af vísindalegri nákvæmni. I hverj- um „Informator" birtast úrslit í atkvæða- greiðslu valinkunnra skákmeistara, um 10 bestu skákir síðustu 6 mánaða. Dóm- nefndin er skipuð 10 skákmeisturum, og má þar nefna Filip, Tékkóslóvakíu, Byrne, Bandaríkjunum, Gligoric, Júgó- slavíu, að ógleymdum Friðriki Ólafs- syni. Að þessu sinni valdi dómnefndin vinningsskák heimsmeistarans Karpovs, gegn V-Þjóðverjanum Hubner, bestu skákina, en hún fékk 66 stig af 100 mögulegum, 16 stigum meira en næstu skákir. Önnur þeirra var hin magnaða baráttuskák þeirra Kortsnojs: Kaspar- ovs frá Olympíuskákmótinu 1982, hin var vinningsskák Karpovs gegn Seiraw- an, sem tefld var á móti í Hamborg. Heimsmeistarinn má því vel við una að eiga tvær af þrem bestu skákunum, og við skulum líta á snilldarverkið frá Tilburg, sem hlaut efsta sætið. Hvítur: Karpov Svartur: Hubner Caro-Can vörn. 1. e4 c6 2. d4 d5 3. Rd2 (Vilji svartur vinda sér yfir í 3. . g6 afbrigðið, er riddarinn betur settur á d2 en c3.) 3. . dxe4 4. Rxe4 Bf5 5. Rg 3 Bg6 6. h4 h6 7. Rf3 Rd7 8. h5 Bh7 9. Bd3 Bxd3 10. Dxd3 Rg-f6 11. Bf4 e6 12. o-o-o Be7 13. Re5 o-o 14. c4 (Hér hefur einnig verið leikið 14. Rxd7, samanber skákina Timman: Hubner, Tilburg 1982, en þar varð framhaldið 14. . Dxd7 15. Be5 Ha-d8 16. De2Dd5 17. Kbl Hd7? 18. c4 með betra tafli á hvítt.) 14. . c5 15. d5 Rxe5 16. Bxe5 Rg4 17. Bxg7!? Kxg7 18. De2 Bg5t Karpov gefur upp framhaldið 18. . Rf6 19. Dxeó Dc7 20. Rf5 með hótuninni g3.) 19. Kbl Rf6 20. dxe6 Dc8 21. e7 He8. f g h 22. Hd6!! (Besti leikur skákarinnar, að áliti Karpovs.) 22. . Dg4 (Við 22. . Bf4 gefur Karpov 23. Hf6 Bxg3 24. Df3!) 23. De5 Kg8 24. Hel Rd7 25. Hxd7! Dxd7 26. Rf5 f6 (Karpov gefur upp sniðugt framhald eftir 26. . Dd3j 27. Kal Dd4 28. Rxd4 Hxe7 29. Dxe7 Bxe7, og nú vinnur hvítur með 30. Rf5, eða 30. Hxe7.) 27. Dd5t Dxd5 28. cxd5 Bf4 (Svartur hefur hrók gegn tveim peðum hvíts, en þau eru heldur engin venjuleg peð.) 29. g3 Bc7 30. Kc2 (F.nn var hægt að leika skákinni af sér með 30. Rxh6t? Kh7 31. Rf5, og nú getur svartur leikið 30... Ha-d8!) 30. . b5 31. Rxh6fKh7 32. Rf5 Hg 8 33. d6 Ba5 34. He6 Hg5 35. Hxf6 Hxh5 36. d7 Hh2 37. Re3 Gefið. - Jóhann Örn Sigurjónsson. Jóhann Örn 4SL-* Sigurjónsson skrifar um skák jt * Lausnir á j ólaskákþrautum 1) Hvítur leikur Rd6t cxd6 2. Hblt Kc8 3. Da6t Kc7 4. Da7t og hvílur mátar. 2) Hvítur leikur 1. Rd6t Kd7 2. Re4 Bxdl 3. Kd2 og biskupiun á sér engan griða- reit. 3) Hvítur leikur. 1. Re6 Bg3 2. Rd4t! Kc4 3. Rf3 og vinnur. Riddarinn útilokar ekki einungis Bc5, hcldur og allar til- færslur biskupsins. 4) Hvítur leikur og vinnur. 1. Bf2t Kd5 2. Bc4t! Kc6 3. Bb5t Kxb5 4. Rd6t og vinniir. 5) Hvítur leikur og vinnur. 1. Bd3! og eftir 1. . Bxd3 eða 1. . Hf6, vinnur 2. d7. 6) Hvítur leikur og vinnur. 1. He7t Kh8 2. abcdefgh 5. Kh6! Hg-e8 3. Hd-d7! Kg8 4. Hg7t Kh8 5. Hh7t Kg8 6. Hd-g7t KI8 7. Hh8 inát. 7) Svartur leikur og vinnur.l. . Hg6! 2. Hxh4 Hh6 3. Kg4. Ke6! og hvílur gafst upp. 8) Hvítur leikur og vinnur. 1. Dc3! og svarti hrókurinn á engan góðan lcik og hlýtur að falla. 9) Hvitur leikur og vinnur. 1.-Hc2! og ef svartur leikur 1. . Dxe2 mátar hvítur nteð 2. Dd8t. 10) Hvítur leikur og vinnur. 1. d7! Ef 1. . Dxh8 2. DxeStD Kxc8 3. Hc8t og vinnur. abcdefgh 6. 8 7 6 5 4 3 2 1 abcdefgh 8 7 6 5 4 3 2 1 8 7 6 5 4 3 2 I abcdefgh 8. 9. 10.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.