Tíminn - 08.01.1984, Qupperneq 9

Tíminn - 08.01.1984, Qupperneq 9
HVERNIG GRÖÐANUM ER GRÝTT í SJÖINN ■ Þj óðarframleiðsla íslendinga er ein hin mesta í veröldinni sé miðað við höfðatölu, enda eru lífskjör með því besta sem þekkist. Þótt stundum sé talað um markaðserfiðleika eru þeir hverfandi miðað við útflutning flestra annarra þjóða. Á íslandi er framleidd góð vara og auðseljanleg. Við höfum komið upp eigin markaðskerfi erlendis og langmestur hluti útflutningsfram- leiðslunnar selst jafnt og þétt fyrir beinharða peninga. Atvinnuleysi er hverfandi og landsmenn eru sjálfir vel færir um að vinna sína vöru og selja. Þau vandkvæði sem við verðum stundum fyrir með útflutninginn eru smávægileg, sé á heildina litið. Auðvit- að kemur sér illa að geta ekki selt skreið eða fengið borgun fyrir það sem sent er úr landi og það hefur komið illa við landbúnaðinn að markaðir fyrir dilkakjöt hurfu, og einstaka atvinnu- greinar og þjóðarbúið orðið fyrir áföllum. En aðrar afurðir seljast fyrir gott verð. Samt sem áður hafa hrannast upp skuldir erlendis. Efnahagsmálin voru áð komast á heljarþröm þegar gripið var rösklega í taumana á s.l. vori. Enn blasa miklir erfiðleikar við. Útgerðar fyrirtæki eru skuldum vafin og verður ríkisvaldið að gera ráðstafanir til að hægt sé að halda sjávarútvegi og fisk- vinnslunni gangandi. Aðrar atvinnu- greínar bera sig einnig illa. Setja verður kvótakerfi á útgerðina. Landbúnaðurinn hefur þegar dregið úr framleiðslunni, en leitast við að bæta samdráttinn upp með nýjum búgreinum. Iðnaður á í vök að verjast þótt betur horfi nú þegar árangur efnahagsað- gerðanna síðan í vor eru að koma í ljós. En hvernig má það vera að í því mikla góðæri sem þjóðin hefur notið undanfarin ár skuli allt vera á góðri leið fjandans til þegar eitthvað blæs á móti, fiskgengd minnkar og sumarhiti bregst. Það hefur vafist fyrir mörgum hvort íslendingum hafi nokkru sinni lærst að lifa í iandi sínu og nýta gögn þess og gæði á hagkvæman hátt. Á hinum síðustu og bestu uppgangstímum er framfarahugurinn og gróðafíknin svo mikii, að það sem átti að skila enn meiri arði hefur reynst myllusteinn um háls landsmanna og gert þá skulduga en ekki ríka. Offjárfestingin skilar sér ekki í aukinni hagsæld, heldur þvert á móti. Skuldir á skuldir ofan í félagi hagfræðinga og viðskiptafræðinga eru 800 meðlimir. Að minnsta kosti 20 stofnanir og deildir innan stærri stofnana fást ein- göngu við hagfræðilega útreikninga. Nóg ætti því að vera kalkúlerað. En, því miður, þjóðarbúið, fyrirtækin og einstaklingar eiga það sameiginlegt að vera að drukkna í skuldum. Menn hafa mjög velt fyrir sér hvern- ig á þessu standi, og er þá margt talið til, en líklega ekkert einhlítt. Islend- ingar vinna mikið og laun eru ekki tiltakanlega há, sé mið tekið af þeim þjóðum sem við viljum helst líkjast og eigum menningarlega og landfræðilega samleið með. Eyðslusemi íslendinga er sjálfsagt ekkert meiri en gengur og gerist meðal þjóða sem búa við svipaða þjóðarframleiðslu. Herkostnaður er enginn, en á sumum sviðum berum við tiltölulega meiri kostnað en aðrar þjóðir, svo sem af samgöngum, og fámenn þjóð hlýtur að kosta meiru til margs konar nauðsynlegra stofnana sem heyra til sjálfstæðu ríki en hinar fjölmennari. En hvað sem veldur er það staðr- eynd að þjóðarauðurinn nýtist illa og það er ekki vansalaust þegar farið er að bera okkur saman við stórskuldug- ustu þjóðir heims. Bænda-hagfræði séra Magnúsar Séra Magnús Bl. Jónsson í Vallarnesi var mikill búhöldur og fjáraflamaður góður. Hafa komið út tvö væn bindi af æfisögu þessa merka manns, en hefur endurminningum hans ekki verið gef- inn sá gaumur er skyldi og önnur ómerkari bókverk skyggt þar á.. Séra Magnús braust til mennta við ' lítil efni. Gáfur hans og glöggskyggni voru honum betra veganesti en auður. Oft rann honum til rifja það ráðleysi og sú íhaldssemi sem hann sá víðast í kringum sig í uppvextinum og hét því að hann skyldi ávallt vera efnalega sjálfstæður. Það tókst honum og vel það. Fjármál voru ofarlega í huga séra Magnúsar, en brask og skjóttekinn gróði voru honum ekki að skapi. Hann gerði sér mjög glögga grein fyrir hvað það var sem skapaði auðinn og not- færði sér það. Magnús reyndi að kenna öðrum hvernig þeir ættu að hagnast, en þar var við ramman reip að draga. í endurminningum séra Magnúsar Bl. Jónssonar er kafli er hann nefnir Árið 1899-1900. Bænda-hagfræði. í Vallarnesi hóf hann búskap 1892. Hann telur að á fardögum 1895 hafi búið verið fullvaxið. Síðar stækkaði hann búið, en þá kom í ljós að það gaf minni arð og minnkaði hann þá við sig fjárstofninn og þá gafst betur. í kaflanum um bændahagfræðina segir: „Annars hygg ég bestu bú- mennskuna vera: dómgreind og skiln- ing á því, hver áhöfn hæfi jörð best, til þess að bú gefi sem mestan hagnað. En til þess þarf að skilja jörðina, ef svo mætti segja, og meta allar aðstæður á hverjum stað og tíma. Þetta tel ég aðalvandann við búskap og það sem flestir flaska á. En án þessa getur búskapur ekki gengið vel. Ég veitti þessu eftirtekt í tíma og slapp fyrir það við að stórskaða sjálfan mig á misnotk- un ábúðarjarðar minnar. Og tapið á tilrauninni, sem einhvern tíma varð að gera hvort eð var, var ekki of hár skólakostnaður, enda margborgaðist síðar". (Skólakostnaðurinn sem séra, Magnús talar hér um, er ofstækkkun búsins). Óskiljanieg blinda „Úr því ég komst inn á þetta efni, tel ég rétt að skýra það nokkur betur. Ég gæti ekki, þó ég vildi, bent á hvað aðallega stæði bændum í öðrum lands- hluturn fyrir efnalegum þrifum. En á Héraði, þar sem þó var jafnbetri búskapur en ég hafði áður þekkt, get ég sagt þetta skýrt og ákveðið. Bú- skapur á Héraði var mjög jafn, svo að þar þekktist vart auður né fátækt. Flestir höfðu sömu eða mjög lík tök á rekstri búanna.Og tökin voru yfirleitt rétt og góð. Bændur þar höfðu því að flestu leyti öll skilyrði þess að verða efnaðir menn. í stærri eða smærri stíl, nokkuð mismunandi eftir stærð jarða o.fl. Ég segi: að flestu leyti, af því að þeir virtust allir vera svo merkilega samtaka um að láta sér sjást yfir grundvallar skilyrðið: „að nota jarðirn- ar rétt“. Þó þeim væri bent á þetta, og þó þeir sjálfir væru hartnær árlega að fá sannanir fyrir því, þá var alls ómögulegt að láta þá skilja það. En hinar áþreifanlegu sannanir, sem þeir voru svo óskiljanlega blindir fyrir, voru þessar. Nálega hver bóndi hafi byrjað með sáralítinn bústofn 20-30 ■ Séra Magnús Bl. Jónsson. Gróðanum grýtt í sjóinn Hinn hagsýni prestur og bóndi dreg- ur kenningu sína saman síðar í kaflan- um: „Stærð bús má aldrei fara fram úr því, sem er hæfileg og eðlileg áhöfn jarðar. En hæfileg áhöfn er sú, sem mestan hreinan gróða gefur. Það sem að var á Héraðinu, var það, að allir bændur þar, stórir og smáir, með aðeins einni undantekningu, voru frá byrjun búskapar síns og æfina út að koma búunum upp. Þeir gáfu því engan gaum hvenær komin var full áhöfn á jörðina fyrir áhuganum að stækka og stækka búið. Þetta gekk oft 1-2-3 ár, þegar vetur voru sérlega kindur, er þeim höfðu safnast í vinnu- mennsku, sumir jafnvel að verulegu leyti með leigufé. Af þessum stofni koma þeir upp fullum stofni á jörð sína, flestir á sex til átta árum og einna lengst á tíu árum, ef bústofn var í minna eða jörð í smærra lagi. Slíkur stórgróði á hinum litla stofni er næstum lygasögulegur. En ennþá lygilegra er það,’að þegar þeir hafa komið upp fullri áhöfn á jörðinni, eru þessir sömu menn harðánægðir, ef þeir geta haldið henni við og það sperrast þeir við alla sína búskapartíð, allt að 40-50 ár sumir. Það virðist nú svo sem Ijóst mætti vera hverjum manni, að þegar litla byrjunar-hokrið og litla búið hefur gefið stórgróða ár eftir ár, en upp- komna búið engan gefur, þá sé orsökin sú, að það sé orðið ol stórt, ofviða jörðinni. Að sæmilega greindir menn geti ekki skilið svona einfaldan sann- leika, er í mesta máta lygilegt, eða óskiljanlegt, og það þó þeim sé bent á það.“ Síðan kemur séra Magnús að því að á Héraði hafi menn yfirleitt verið metnir eftir bústærð en ekki eftir afkomu búanna, og þótti sérviska þeg- ar hann vildi ekki meta efnahag bænda eftir búastærð heldur þeirri arðsemi sem búin gáfu af sér. Oddur Ólafsson, skrifar góðir. En svo kom miðlungsvetur eða harðari, og þá fór eigi aðeins hinn forsjárlausi búsauki heldur stundum miklu meira, í horfelli og afurðatap af því, sem af lifði. Þarfór ísjóinn 1-2-3-4 ára gróðinn af búunum. En þetta kom ekki nema rétt um stund í veg fyrir takmark þeirra, því að þegar búið var aftur orðið hæfilega lítið fyrir jörðina, hófst aftur sami gróðinn sem í byrjun. Búið var aftur komið í topp eftir tvö eða þrjú ár og beið næsta fellis, og svo koll af kolli æfina út. Annað árið stórgróði, hitt árið gróðanum grýtt í sjóinn." Off járfesting leiðir til skulda Hér er séra Magnús náttúrlega að lýsa búskaparháttum á Héraði fyrir og um aldamótin síðustu og miðast hag- fræði hans við það. En er kenning hans ekki algild fyrir atvinnulífið á íslandi í dag? Það er að vísu orðið ærið fjöl- breyttara og tæknin meiri og betri en á dögum prestsins og stórbóndans í Vallarnesi. Ef til dænris kenning hans er yfirfærð á sjávarútveginn verður útkoman ná- kvæmlega sú sama og sú sem lýst er að bændurnir á Héraði, og áreiðanlega alls staðar á landinu, gátu alls ekki skilið á sínum tíma. Of stór floti og mikill tilkostnaður gefur ekki arð, heldur öfugt. Nútíma bændur gætu einnig lært sitthvað af bænda-hagfræði séra Magnúsar og óhætt ntun að íull- yrða að offramleiðslan á landbúnaðar- vörum á rót sína að rekja til hins forna hugsunarháttar að bústærðin skipti öllu máli, en menn koma ekki auga á hvar arðsemin liggur. Sjómenn á fiskiskipaflotanum hafa löngum einblínt á magnið sem þeir draga úr sjó en gæðin og arðsemin skipta minna máli. Þegar vel veiðist af einhverri fiskitegund og markaður er góður sjá útgerðarmenn gullna framtíð í því að sanka að sér sem flestum, stærstum og dýrustum skipum til að nýta auðlindirnar eins og það er kallað. Afleiðingarnar af slíku háttalagi eru augljósar. Þetta á auðvitað við um fleiri atvinnuvegi. Það hefur margoft verið á það bent að í framleiðsluiðnaði margs konar er stærð fyrirtækja og offjárfesting langt yfir öllum skynsam- legum mörkum og eykur alls ekki framleiðslu, en dregur miklu fremur úr framleiöslugetunni og arðsemin er úti í hafsauga, eins og gróði góðu áranna í búskapnum á Héraði. Oft er á það minnt að undirstöðuat- vinnuvegirnir standi undir öllum lífs- gæðum landsmanna og það er rétt. En til þess að svo megi verða hljóta þeir að vera aflögufærir, annars er vá fyrir dyrum og aðrar atvinnu- og þjónustu- greinar fá ekki staðist. Því er það mikils um vert að undirstöðugreinarn- ar standi undir sér og skili arði. Auðlindir og náttúrugæði eru ekki einkaeign útgerðarmanna og bænda og því sjálfsagt að öll þjóðin njóti góðs af nýtingu þeirra. En þegar undirstöðuatvinnuvegur er stundaður með þeim hætti að arð- semin hverfur í fjárfestingar og út- þenslu sem ekki skilar arði, þar sem framleiðslugetan er langtum meiri en jörðin eða fiskistofnar þola, verður arðsemin engin en skuldirnar þeim mun meiri. Framkvæmda- og stjórnmálamenn hefðu gott af því að fletta upp í Magnúsi Bl. Jónssyni þótt ekki væri nema til að læra hvað skapar auðinn og hvernig á að safna gróða en ekki skuldum.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.