Tíminn - 08.01.1984, Blaðsíða 11

Tíminn - 08.01.1984, Blaðsíða 11
SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1984 11 Bandaríkin: . ■'M erlend hringekja LÉTU GERA SIG ÓFRJÓA TIL AÐ HALDA VINNUNNI ■ Já, þú mátt gjaman lesa fyrirsögnina einu sinni enn, kæri lesandi. En þetta hefur gerst í raun og veru. Þannig er að fjöldi kvenna starfaði við efnaverksmiðju í Vestur-Virginíu í Bandaríkjunum, sem ekki er í frásögur færandi. En þegar eigendur verksmiðjunnar létu þau boð út ganga, að konurnar skyldu velja á milli þess að halda starfinu eða koma í veg fyrir með einhverjum hætti, að þær yrðu vanfærar, þá voru nokkrar þeirra ekki lengi að ákveða sig. Þær létu gera sig ófrjóar án þess sumar að hugsa dæmið til enda. Eigendur verksmiðjunnar töldu sig ekki vera fjárhagslega í stakk búna til að finna konunum nýtt starf, en þær gátu ekki verið áfram innan um efnin í verksmiðjunni vegna hættu á fósturskemmdum. Einnig var þeim nokkur hætta búin sjálfum. Þar sem atvinnuástand í Vestur-Virginíu er mjög bágborið, var því ekki um annað að ræða fyrir konurnar en taka þessa afdrifaríku ákvörðun, ef þær vildu vera vissar að halda vinnunni. Yngsta konan sem lét gera þessa aðgerð á sér var aðeins 26 ára gömul. Það er mjög mismunandf, hvernig löggjöf er varið gagnvart vanfærum konum í atvinnulífinu. í sumum löndum eru engin lög til í þessu efni; í Noregi er það í lögum, að ef kona verður vanfær og fóstrinu stafar hætta af umhverfisáhrifum, þá á hún rétt á að flytjast milli starfa í fyrirtækinu, ef fyrirtækið getur á annað borð boðið upp á þennan kost. I Austur-Evrópu eru mörg störf bönnuð konum, þar sem hætta stafar af efnum í vinnuumhverfi, en konum eru hins vegar ætluð störf í ýmiss konar þungaiðnaði, sem ekki er sérstaklega við hæfi vanfærra kvenna. í Bandaríkjunum mun það mismunandi eftir fylkjum hvernig löggjöf í þessu efni er háttað. Illa farið með landkosti í Astralíu ■ Illa er farið með land frumbyggja Ástralíu frá því að innflytjendur settust þar að fyrir um tveimur öldum síðan. Ef dregið er saman það, sem gerst hefur í umhverfismálum þar síðan seint á átjándu öld, kemur eftirfarandi í ljós: Gróðurmold er mjög illa farin víða og það sem alvarlegra er, hún hefur eyðst svo mjög víða um land, að nú er talið að aðeins helmingur þeirrar gróðurmoldar sé á yfirborði álfunnar af því sem var fyrir hendi þegar innflytjendur settust þar að á sínum tíma. Skógar voru eins og kunnugt er miklir í Ástralíu á fyrri öldum. Nú ersvo komið - fyrst og fremst af mannavöldum- að aðeins einn þriðji hluti skóglendis stendur óhreyfður eftir. Svo grimmt hafa menn höggvið skóginn, að víða eru orðnar af því verulegar veðurfars og umhverfisbreytingar. Alvarlegust eru áhrifin af því að stórir hlutar regnsköganna hafa verið felldir. Regnskógarnir innihalda mikinn raka og mynda eins konar varnarvegg gegn gróðureyðingaráhrifum í álfunni.Enþar sem menn hafa gengið svo hart fram gegn skóginum, verða þeir nú að taka afleiðingunum í vaxandi gróðureyðingu og verra veðurfari. Við þennan alvarlega umhverfisvanda bætist svo, að varla er sú lækjarspræna eða vatn á meginlandi Ástralíu sem ekki er meira eða minna snortið af mannshöndinni og sjaldnast til hins betra. Efnamengun er talsverð í ám og vötnum og víða hafa fiskiár spillst af þeim sökum. Þeir yrðu því skrítnir á svipinn andfætlingarnir, sem uppi voru á ofanverðri átjándu öldinni ef þeir risu upp úr gröfum sínum nú og sæju land feðranna svo illa farið af manna völdum. Danmörk: NÚ MEGA ÞJÓF- ARNIR VARA SIG ■ Nú mega innbrotsþjófar og þá sérstaklega þeir, sem ekki eru sterkir á taugum vara sig og best er að láta af þesari bölvuðu iðju og taka upp á einhverju meira siðbætandi fyrir heiminn. Nú er að koma á markaðinn í Evrópu þjófavarnarkerfi, sem taka eidri kerfum mikið fram. Sérfræðingar um þessi mál í Danmörku, þar sem verið er að prufukeyra tækin fullyrða, að líf innbrotsþjófa verði ekki tekið út með sældinni eftir að kerfið er komið í gagnið seint á þessu ári. Hið nýja fyrirbæri á tæknisviðinu mun nefnilega segj a til pm það, hvernig þjófur hefur brotist inn, hvar innbrotið hefur átt sér stað og í hvaða herbergi umræddrar byggingar þjófurinn heldur sig, þegar aðvörunarmerkið þýtur á öldum hljóðhraðans um símakerfið. Þetta aldeilis frábæra þjófavarnarkerfi gerir fleira. Það getur tendrað ljós í herbergjum. Það lokar dyrum og setur hljóðnema í gang, þannig að heyra má og „sjá“ hvað hinn óboðni gestur er að aðhafast þþá og þá stundina. Hið nýja þjófavarnarkerfi mun verða starfrækt af opinberum aðilum eins og nærri má geta; Póstur og sími mun reka kerfið. Við núverandi búnað getur aðvörunarkerfið aðeins gefið upp, að innbrot hafi átt sér stað. Hins vegar mun nýja kerfið geta borið 256 mismunandi boð um upplýsinganet pósts og síma. Fjöldi aðilja í Danmörku hafa þegar pantað nýja búnaðinn. Sérstaklega eru þeir áhugasamir, sem eiga mikla hagsmuni í húfi. Gasfyrirtæki og orkuver hafa mikinn áhuga á að setja búnaðinn upp strax. Gert er ráð fyrir því, að kerfi þetta verði komið upp um alla Danmörku eftir ca. tvö ár. Þá verði minnsta kosti 20 þúsund notendur um allt land, sem búi við mjög fullkomið þjófavarnarkerfi og þjófar geti upp úr því farið að leita sér að nýrri atvinnu. Aktuelt lambamerki ELTEX lambamerkin eru gerð úr þunnri álplötu, með bognum járnpinna, sem stungið er í eyrað og lokað. ELTEX merkin fást áletruð (2X4 stafir) með tölustöfum og/eða bókstöfum. Við höfum selt þessi merki við góðan orðstýr í mörg undanfarin ár, og verðum með á lager merkjaraðir 1—1000. FÁST l'LIT Ef óskað er eftir sérstimpluðum merkjum, vinsamlega leggið inn pantanir á varahlutalager okkar sem fyrst, og ekki seinna en 15. janúar n.k. Ármúla 3 Reykjavík S. 38 900 Tilboð F.h. Vegagerðar ríkisins er óskað eftir tilboðum í 2 mulningsvélar, festivagn með olíutank og skúr, verkfæraskúr á hjóium, ýmsa fylgihluti og ónotaða varahluti í vélarnar. Mulningsvélarnar eru af gerðinni Universal 1830 forbrjótur og Universal 880 með kjálka og rúllubrjót, báðar af árgerð 1966. Tækin verða til sýnis væntanlegum bjóðendum á athafnasvæði Vegagerðar ríkisins við Grafarvog í Reykjavík. Allar nánari upplýsingar um tækin og greiðslukjör verða veittar hjá véladeild Vegagerðar ríkisins í Reykjavík. Tilboðum skal skila til Innkaupastofnunar ríkisins eigi síöar en kl. 11.00 f.h. föstudaginn 20. janúar n.k. og verða þau þá opnuð í viðurvist viðstaddra bjóðenda. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 Fóstrur Staða forstöðumanns við dagheimilið og leikskól- ann við Tjarnargötu í Keflavík, er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. febr. 1984. Upplýsingar um stöðuna eru veittar hjá félags- málafulltrúa Hafnargötu 32, sími 92-1555 frá kl. 9-12 alla virka daga. Skriflegar umsóknir þurfa að berast til fulltrúa fyrir 20. janúar n.k. Félagsmálaráð Keflavíkurbæjar. ^VÉIADEILD samband;

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.