Tíminn - 08.01.1984, Blaðsíða 15

Tíminn - 08.01.1984, Blaðsíða 15
SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1984 ffitlttttítt Í5 ■ Danskir lögreglumenn með hunda komnir til Klakksvíkur. Fundi var skotið á, jafnskjótt og lögmaður var kominn á land, og þinguðu ráðherrarnir, ríkisumboðsmaðurinn, fógetinn og skrifstofustjóri landstjórnar- innar um það lengi morguns, hvað til bragðs skyldi taka. Samtímis sátu aðrir aðilar á fundi þennan dag. Stjórn Verkamannafélags Færeyja hafði látið málið til sín taka og bátur sótt formann þess, Jóhann Hend- rik Joensen, suður í Vog á Suðurey. Stjórnir Verkamannafélags Þórshafnar, Iðnaðarmannafélags Þórshafnar og Fiskimannafélags Færeyja voru einnig á fundi. En norðan úr Klakksvík bárust þau boð, að þar yrði hart látið mæta hörðu og lögregluskipið sprengt í loft upp, ef það reyndi að brjótast inn á höfnina. Þegar á daginn leið, birti landstjórnin greinargerð um málið. Var þar rakinn aðdragandi þess að beðið var um lögregluaðstoðina, og lofað, að ekki skyldi valdi beitt;. ef Halvorsen viki af fúsum vilja úr sjúkrahúsinu í Klakksvík og tveir danskir læknar fengju að hefja þar störf. Mjög var heitt í kolunum, og. var sú varúð höfð að leyfa engum manni úr hinni dönsku lögreglusveit að stíga fæti á iand, nema foringjunum tveimur, er fylgst höfðu lögmanninum. Svo hittist á, að fánadagur Færeyinga var mánudaginn 25. apríl, og var það í fimmtánda skipti, að minnst var viðurkenningar Englend- inga á siglingafána Færeyinga. Á slíkum degi gat gefist ærið tilefni til upphlaupa og óeirða eins og högum var háttað og afréð landstjórnin þennan dag að senda lögregluskipið brott frá Þórshöfn. Sigldi það inn á Skálafjörð á sunnanverðri Austurey og lagðist þar við akkeri. Geigur var nú orðinn allmikill í mörgum, og þótti eins líklegt, að til' hinna hryllilegustu atburða gæti dregið. Pétur Mohr Dam, foringi færeyskra jafnaðarmanna, sagði í blaðaviðtali í Kaupmannahöfn. „Fari samningar út um þúfur, vofir yfir skelfilegasta blóðbað í sögu Dan- merkur á þessari öld... Þorri fólks gerir sér ekki grein fyrir því, hve ástandið er alvarlegt. Klakksvíkingar hafa undir höndum skotvopn og sprengiefni, og þeir munu beita hvoru tveggja, ef í harðbakkann slær. Þeir hafa vígbúist gegn dönsku lögreglunni í fullri alvöru." Bæjarstjórn Klakksvíkur hafði farið þess á leit, að samningaviðræður yrðu reyndar, og á það féllst landstjórnin. Komu fulltrúar frá Klakksvík til Þórs- hafnar, og tókust viðræður á þriðjudags- nóttina eða þriðjudaginn. En báðiraðil- ar sátu við sinn keip, og þegar yfirvöldin urðu þess áskynja, að Klakksvíkingum ’ varð ekki hnikað, greip landstjórnin til1 þess örþrifaráðs að setja þeint úrslita- kosti. Þeim var veittur frestur. til klukk- an átta unt kvöldið til þess að snúa frá villu síns vegar. Að öðrum kosti yrði _ lögreglusveitinni skipað að taka Klakks- vík herskildi, hvað sem af því hlytist. Horfði því síst friðvænlegar en áður, er leið að kvöldi þessa dags. Þetta sama kvöld var allsherjarverk- fall fyrirskipað í Færeyjum. Fyrir þeim aðgerðum stóðu Verkamannafélag Fær- eyja, Fiskimannafélag Færeyja ogiðnað- armannafélögin í Þórshöfn og Klakksvík. Kröfðust verkfallsmenn þess, að lögregluskipið yrði sent brott og gerðardómur, skipaður Norðmönnum og íslendingum, látinn skera úr lækna- deilunni. Þegar sendimenn verkalýðsfélaganna komu nteð verklullsboöunina i aðseturs- stað landstjórnarinnar á Þingnesi í Þórshöfn, var nokkur bilbugur á ráð- herrunum, og var því þá heitiö í nafni landstjórnarinnar, að lögreglusveitin skyldi ekki látin beita valdi í Klakksvík. En ekki vildi hún fallast á kröfur verka- lýðssamtakanna. Við þetta sat um sinn. VIII. Það hafði ekki heldur linnt fundum og ráðstefnum í Kaupmannahöfn þessa daga. Danska stjórnin Itafði hvað eftir annað rætt Klakksvíkurmálið, og mánu- daginn 25. apríl ræddi forsætisráðherr- ann, H.C. Hansen, það við formenn stjórnmálaflokkanna dönsku. Á þriðju- dagskvöldið sat ríkisstjórnin enn á fundi, og þá ákveðið að senda fjármálaráðherr- ann, Viggó Kampmann til Færeyja til þess að freista þess að lægja öldurnar. Lagði hann af stað með einni af sjóflug- vélum danska hersins unt hádegi daginn eftir. En þegar til kom, gat hún ekki lent í Færeyjum sökum veðurs og hélt því áfram til Prestvíkur á Skotlandi. Þennan dag hafði landstjórnin látið til leiðast að ræða við fulltrúa Klakksvík- : inga á nýjan leik, en þeim fundi var frestað, uns Viggó Kantpmann kæmi til eyjanna. En ekki kom hann heldur næsta dag, því að svo var lágskýjað í Færeyjum, að ekki þótti tiltök að leita þar lendingar. Dylgjur miklar voru með • mönnum þessa daga. Klakksvíkingar létu uppi að þeir hefðu þúsund manna lið undir vopnum, en landstjórnin lýsti það fjarri sanni. Vinnuveitendasam- bandið mótmælti verkfallinu, sem orðið hafði mjög víðtækt, þótt til verks væri gengið á stöku stað, lýsti það ólöglegt og hótaði skaðabótakröfu. Iðnaðarmanna- félagið í Þórshöfn krafðist þess aftur á móti, að landstjórnin legði niður völd. Sá orðrómur gaus upp, að annað lög- regluskip frá Danmörku væri á leið til Færeyja, en H.C. Hansen lýsti það ósanna flugufregn. Aftur á móti hafði danska strandgæsluskipið í Færeyjum, Holgeir danski, haldið til Skálafjarðar og lagst þar hjá lögregluskipinu. Úr Klakksvík voru þau tíðindi sögð. að þar væru æsingar miklar og upphlaup og Kjölbrosfjölskyldan í mesta Itáska stödd. Þóttust menn kunna frá því að segja, að Kjölbro yngri ltefði verið grýttur, er hann reyndi að flýja bæinn. Það sannaðist þó næsta dag, að honum hafði tekist að komast til Skálafjarðar nteð konu sína, tvö börn ogfrænda cinn,! og bar hann það til baka, að aðsúgur hefði verið gerður að sér eða fólki sínu. Einnig flaug fyrir, að Halvorsen væri að flytja þrjátíu sjúklinga brotl úr sjúkra- húsinu á öruggari stað, en enginn fótur mun hafa verið fyrir því. Nú var líka tekið að tæpa á ýmsum j hæpnum getgátum um aflvaka þessarar I hörðu deilu. í Dimmalætting, blaði Sam- bandsflokksins, var sagt einn daginn, að það myndi sannast, að hinir raunveru- legu sökudólgar væru „hvorki Klakk- svíkingar, Færeyingar né Danir.“ í fyrstu mátti láta sig gruna, að þetta væri < undanfari þeirrar uppljóstrunar, að skuggaöfl heimskommúnismans hefðu egnt gildruna, enda var það tíðast þraut- aráðið, þegar vestræn yfirvöld lentu í kröppum sjó. Það hefur því sennilega komið á óvænt, er Berlingskc Tidende sögðu það fullum fetum, er Dimmalætt- ing hafði tæpt á: „Færeyingar velta því nú mjög fyrir sér, hver standi á bak við óeirðirnar. j Manna á milli gengur sú saga, að Klakks- víkingar hafi þegið aðstoð frá íslenskum aðilum." Og í Ekstrablaðinu birtist svolátandi fregn:" „Halvorsen læknir hefur nú fengið boð um læknisstöðu á íslandi." Ef til vill hefur þó þessum fregnum verið dreift út af ertni við Klakksvíkinga, því að áður hefði verið rækilega lýst í blöðum, að vinsældir Dana og íslendinga væru viðlíka miklar í Klakksvík. En líka getur verið, að santúðarkveðjurnar frá Islandi hafi að einhverju leyti verið undirrótin, og að minnsta kosti var gert orð á því, að þær stöppuðu stálinu í uppreisnarlýðinn í Klakksvík. Það voru því ýmsar blikur á lofti og veður öll válynd, en Viggó Kampmann komst loks til Færeyja snentma dags 29. apríl. Hann lét ekki dragast úr hömlu að taka til starfa. Fyrst af öllu ræddi hann við ríkisumboðsmanninn, en ráðgaðist síðan'við Kristján Djurhuus lögmann og samráðherra hans, Eðvarð Mitens og Hákon Djurhuus. Mun hafa verið nokk- ur urgur í lögmanninum, og má vera, að lionum hafi þótt danska stjórnin tvíbcnt og hikandi. Óskaði hann skýrra svara um það, hver væri stefna hennar í málinu. En nú vildu Klakksvíkingar einnig hafa tal af fulltrúa dönsku stjórnarinnar. Þeir buðu Kampmann því til Klakksvík- ur, og þekktist hann boðið. Afréð hann að fara cinn síns liðs til Klakksvíkur síðdegis þennan dag, enda ekki völ á föruneyti, sent líklegt var til þess að milda skap manna norður þar. Klakksvíkingar höfðu þó ætlast til þess, að umheimurinn fengi glöggar fregnirafför hans til Borðeyjar,ogbuðu þcir cinnig til sín tveimur útlendum blaðamönnum, sem bækistöð höfðu í Þórshöfn unt þessar mundir, líkt og ntargir aðrir starfsbræður þeirra. Var annar þeirra frá Daily Mail í Englandi, en hinn frá Sunnmærispóstinum norska. En Viggó Kampmann var á öðru máli. Þegar hann varð blaðahtannanna var á báti þeim, er átti að fara með hann til Klakksvíkur, krafðist hann þess, að þeir yrðu tafarlaust settir á land, og kvaðst hætta við förina að öðrum kosti. Og nú urðu Klakksvíkingar að beygja sig unt í fyrsta skipti síðan deilan Halvorsen hófst. Báturinn sneri við, og blaða- mennirnir voru scttir á land í Þórshöfn, hvort sem þeim likaði það betur eða verr. Síðan var haldið rakleitt til Klakks- víkur. Þessgetur ekki, hverniggestinum leist á víggirðingar Klakksvíkinga og vopna- búnað. En hliö var upp látið og bátnum leyft að sigla inn á milli tundurduflanna, sem vögguðust letilega á ládauöum vognum, hlaðin sprengiefni. Viggó Kampmann reyndist viðræðu1 góður, og þóttust Klakksvíkingar skilja, að hann vildi nokkuð til sætta vinna. Var á ýmsu imprað, þótt ekki teldi Kamp- mann sig geta heitið neinu fyrr en að fengnu samþykki dönsku stjórnarinnar. Kom þar- að. lokunt tali ltans og fyrir- ntanna í Klakksvík, að annar viðræðu- fundur skyldi haldinn í Þórshöfn daginn eftir í viðurvist færeysku ráðherranna. Áttu að sækja hann fimnttán bæjar- stjórnarfulltrúar úr Norðureyjum. Kampmann sneri síðan aftur til Þórs- hafnar til þess að búa sig undir næsta fund. Er skemmst af því að segja, að honum tokst að semja drög að sam- komulagi, er virtist getá firrt vand- ræðum, þótt sumir hafi ef til vill fallizt á það hálfnauðugir. Var annars vegar sá háski, sem stafaði af lengra þrátefli - á hinn bóginn vandkvæði Klakksvíkinga á því að halda bæjarbúum hervæddum til langframa. Þar hafði nú ríkt hernaðar- ástand í hálfan mánuð, vinna legið að miklu Jeyti niðri og viðbúið, að vistaþrot bættist ofan á.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.