Tíminn - 08.01.1984, Blaðsíða 18

Tíminn - 08.01.1984, Blaðsíða 18
Nú-Tímamyndir Ari Mezzoforte. MEZZOFORTE ■ Á milli jóla og nýárs, þegar færðin var enn skapleg, brá Nútíminn undir sig betri fætinum og hélt vopnaður segulbandi upp í Broadway en ætlunin var að athuga Mczzofortc árgerð 1984. Ekki var það nú svo að maður héldi að „árgerð '84“ væri neitt frábrugðin fyrri módelum en vissulega hafa orðið brcytingar á straumlínulöguðu „tæk- inu“ frá því það sló í gegn á Bretlands- og Evrópumarkaði og því forvitnilegt að skyggnast á bakvið mælaborðið. Þegar Nútíminn skaut sér inn úr dyrunum á Broadway, svellkaldur og í sárri þörf fyrir kaffibolla, var eitt meiriháttar jólaballshúllumhæ fyrir yngstu borgarana að fara í fullan gang en Mezzoforte voru upp á sviðinu í síðustu hljómum hljóðprufunar fyrir kvðldið. Eftir hæin og jólakveðjurnar var haldið í leit að hentugum stað til að grilla þá strákana en hann fannst í eldhúsi staðarins út við bakdyr. Þar var Nútímanum komið fyrir upp á nokkrum boxum undan hátölurum og sagt að gjöra svo vel. Hvernig væri að fá lýsingu á einum svona meðaldegi út í Bretlandi, var hið fyrsta sem kom upp í hugann. Jóhann: Þetta er bara PUÐ... Kristinn: ...vöknum skelþunnir og förum inn í ísskáp að fá okkur bjór, síðan er reynt að koma einhverju í vömbina á sér, vera alveg að kúgast... Jóhann grípur hér inn í og spyr hvort maður sé ekki að fiska eftir meðal- vinnudegi hjá þeini. Alveg eins. Jóhann: Þegar við erum á túr er þetta stanslaus keyrsla. Við förum að sofa þegar við erum búnir að spila seint og síðar meir og það er erfitt að sofna vegna spennu og hávaða. Daginn eftir er lagt af stað snemma, svona á milli kl. 8 og 9 og þá oftast setið lengi í bíl. Þegar á staðinn er komið bíðum við eftir sándtékki (hljóðprufu) og förum síðan upp á hótel í bað og síðan beint út á svið aftur. Þetta er svo svona kannski 40 daga í röð. Hvað, er ekkert sukk í þessu? M: Það gefst enginn tími til þess... jóhann: Ja ef þú vilt drepa þig þá geturðu gert það. Við fáum okkur bjór svona... Eyþór: ...svona einn til sjö bjóra... Jóhann: Nei svona einn til tvo fyrir gig og einn til tvo eftir gig... Er mikill munur á því að spila fyrir fólkið úti en hér heima? Jóhann: Nei, það eru bara allt öðruvísi aðstæður... Gunnlaugur: Fólk úti lítur þetta allt öðrum augum. Hér koma allir með svo neikvæðu hugarfari á tónleika og skemmtanir. Það er eins og að fólk vilji helst að allt fari úr böndunum... Kristinn: Fólk sest niður hér og heimtar að því sé skemmt en gerir lítið í því að reyna að skemmta sér sjálft. Jóhann: Það er mismunur á því. Það er mikið meira um það úti að fólk sé inn í tónlistinni, stórir hópar sem eru algjörir fanatíkar á svona jazz/rokk/in- strúmental tónlist. Náttúrlega er æðis- lega öðruvísi andrúmsloft að spila þetta fyrir þá en kannski fólk’ sem hundleiðist þessi tónlist. Enginn slíkur kjarni til hérlendis? - Jóhann: Jú vissulega er ágætis kjarni til hérlendis sem „fílar“ þetta í botn. En úti erum við að tala um miklu stærri mannskap. Er eitthvað um það að ræða að þið séuð stoppaðir á götu og beðið um eiginhandaráritanir? M: Nei það er ekki hægt að segja það. Það var einn náungi einu sinni sem hitti okkur í lest... Kristinn: Þið sáuð nú Hank Marvill út á götu í Oxford Street og það var enginn að kássast upp á hann, afhverju þá okkur. Jóhann: Það er voðalítið um það í Englandi að gengið sé á fólk út á götu; þetta er svo mikill mannfjöldi. Nú hefur fjölgað um einn í sveitinni, hvernig kom hann inn í dæmið? M: Jeroen de Riijk, Hollendingur. Við hittum hann í Hollandi er við vorum að spila í Paradiso. Hann var í upphitunarsveitinni og með okkur tókst vinskapur og honum leist mjög vel á að koma með í sveitina, spilaði fyrst með okkur er við komum fram í Ronnie Scott klúbbnum og síðan hefur þetta þróast. Þið komuð þar fram í eina viku var það ekki? M: Jú það var æðislega gaman... Ein af gengilbeinunum gengur þarna um og segir hæ og þeir byrja hver á eftir öðrum ...Hæ Hæ... ...Hæ Hæ... ...helvíti maður stenst ekki mátið: HÆ M:...við vorum með mun jazzaðra prógramm þar en venjulega og það ■ Friðrik þenur strengina á gítarnum ■ Kristinn og Jóhann í léttri sveiflu ■ Nýlitiðinn í hópnum, de Riijk skapaðist oft mjög góð stemmning á þeim stað. Við blönduðum saman gömlu og nýju efni og reyndum að taka það eftir því hvernig stemmningin var. Hvernig hópur sækir þennan stað? Jóhann: Það er allskonar lið sem sækir þennan stað, allt frá Mick Jagger og niður í kínverska matsölumanninn frá næsta horni. En svo við snúum okkur að öðru þá hlýtur eitthvað skondið að hafa komið fyrir á þessum tónleikaferðalögum? M: Já hundurinn sem beit Jóa (mikill hlátur) Jóhann: Já það fannst þeim bráð- fyndið einmitt. Kristinn: Þetta var þessi svaðalegi varðhundur sem réðist á Jóa og át af honum löppina, hér um bil. Gunnlaugur: Já þetta flykki kom hlaupandi á móti okkur er við vorum að fara inn á hótelið og við trylltumst alveg og hlupum í burtu eins og mý af mykjuskán.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.