Tíminn - 08.01.1984, Síða 19

Tíminn - 08.01.1984, Síða 19
Jóhann: Þetta var í Hollandi maður, mikil taugaveiklun vegna hundaæðis. Eyþór: Þegar við fórum á næsta hótel kom nákvæmlega eins hundur á móti okkur, bara helmingi ljótari, algjört hundager þarna í Hollandi... Hérna verður segulbandsupptakan nær óskiljanleg þar sem gengilbeinan er komin fram aftur og lent í hörkuvið- ræðum við náunga einn sem farið hefur á fartinni inn og út um bakdymar meðan á viðtalinu stendur, það eina sem maður greinir er að hún segir: „Ég skal redda því ...allt í lagi með jakk- ana“. Núna heldur annar hver maður í bænum að þið vaðið seðlana í axlir hvernig hefur það dæmi komið út? M: Jú segðu að við séum orðnir algjörir milljarðamæringar og vitum ekkert hvað við eigum að gera við alla þessa peninga. Við ætlum að gefa íslendingum þá. Það er heill „limmó“ floti sem bíður eftir okkur á flugvellin- um úti. Geturðu lánað mér fyrir pulsu? (Ýmsir brandarar um fjárfestingar fylgja hér í kjölfarið) Jóhann: Nei þetta fer allt í að rúlla þessu áfram. Hver eru svona helstu verkefni sem eru framundan? M: Næstu þrír mánuðir eru fullbók- aðir út um allar trissur. Japan er þarna inn í því dæmi, 10 daga tónleikaför, hinsvegar var fallið frá Suður-Afríku- förinni. Jóhann: Það er alltof mikið af hund- um í Suður-Afríku... Kristinn: Aðallega mannhundum sem eru sjúkir í bassaleikarakjöt. Hvar komið þið fram í Japan? M: Við verðum þarna í stærstu borgunum á 4-5000 manna stöðum... Hollendingurinn blandar sér í við- ræðurnar hér: „Oh soo, where are you fromm, oh you natural blonde, ah wee like dhat, you play fönký mjúsík, wee like dhat in Djapan“ M: Þetta verða alls sex tónleikar en tíminn fer að öðru leyti í viðtöl við blaðamenn og kynningar. Hvað eruð þið aðallega spurðir um í viðtölum ytra? M: Hvernig er ísland?...Eru eskimóar á íslandi?...Er ísland í Þýskalandi? ísland já það eru góð epli þaðan. Við erum mest spurðir um hvernig sveitin byrjaði, hver eru aðal- áhrifavaldamir, og þar fram eftir göt- unum. Halda menn að tónlist eins og ykkar sé aðalmálið hér? M: Þeir spyrja alltaf um það og við erum fljótir að afgreiða slíkt. Annars er maður alltaf með einhverjar lands- lýsingar og þyrfti að hafa bækling með sér. Þeim finnst bjórleysið líka alltaf jafn hlægilegt...já alveg sprenghlægi- legt...Þeir spyrja mann alltaf afhverju og það verður fátt um svör hjá okkur. Getið þið ekki spunnið einhverja sögu? ■ Gunnlaugur i ham Kristinn: Fólk á erfitt með að átta sig á því að landsfeðurnir halda að öll þjóðin fari á eitt allsherjar fyllerí um leið og bjórinn kemur eða á standandi æðilegan dúndur túr. Þetta eru rökin hjá landsfeðrunum. Hvernig hljómsveitir hafa verið með ykkur á ferðalögunum? M: Fyrst vorum við með svona nýbylgjuband frá írlandi, Tokyo 01- ympics, svona írskar... (klippt að beiðni Gunnlaugs). Þeir voru með allt öðruvísi tónlist en við og fengu oft dræmar viðtökur, fólk kom til að hlusta á okkur en þeir voru alveg gallharðir, spiluðu alltaf, þótt húsið væri hálftómt. Voru ákveðnir í að „meika“ það. Þetta eru allt gæjar sem koma til Englands og fara á atvinnu- leysisskrá og eru svo í hljómsveitum. Hvað kom til að þeir voru settir með ykkur? M: Við sáum ekkert um það dæmi, það var framkvæmdastjórnin sem sá um það, við höfðum að vísu ekkert á móti því að hafa þá með. Hvernig fannst ykkur tónleikarnir í Háskólabíó? M: Það var ókei. Dáldið þyngra en við áttum von á, þyngri móttökur, en það er sjaldan sem maður sér íslend- inga taka við sér eins og þarna... Spilið þið ekki venjulega þar sem dansgólf er til staðar? M: Nei, fólk stendur bara upp og ' dansar ef það er stemmning fyrir því... Hér grípur náunginn sem var í viðræðunum við gengilbeinuna inn í og býður gleðileg jól og spyr svo hvar Hollendingurinn sé. Honum er bent á hann og þá spyr hann hvort ekki sé í lagi að ræða við hann. Jú það ætti að vera í þessu fína. Hann vindur sér þá að honum og þeir hefja miklar við- ræður á hollensku sem standa út viðtal okkar. M: Er þetta ekki bakarinn, Jón hérna hvað heitir hann... Jóhann: Út í Bretlandi spiluðum við á stað eins og Háskólabíó og í lokin, eða í þremur síðustu lögunum var allt liðið staðið á fætur og byrjað að dansa með tónlistinni, upp á svölum og allstaðar. Kristinn: Fólk úti kemur meira til að skemmta sér sjálft í stað þess að láta skemmta sér en er engu að síður mjög gagnrýnið og hikar ekki við að labba út ef því líkar ekki tónlistin. Undir lokin snúast umræðurnar um nýjustu plötu þeirra Yfirsýn og þá aðallega um staðina sem hún var tekin upp á Power Plant og Maison Rouge Studio. M: Power Plant var bara rottu- hola...nei ekki rottuhola heldur mús- arhola, andrúmsloftið þar var meira svona rock’n’roll en maturinn þar var alveg æðislegur, djöfull gat maður étið þar. Maison Rouge er aftur á móti eitt besta stúdíó í Englandi en maturinn þar var aftur á móti alveg hörmulegur. Jóhann: Það var eins gott að maður fékk ekki oft svona mat eins og í Power Plant maður hefði orðið alveg spikfeit- ur, maður át eins og hestur. Kristinn: Þeir voru með algjörann listakokk... -FRI ATKVÆÐA- I SEDILL I m 1. 2. 3. Þrjár erlendar hljómsveitir sem að þínu mati sköruðu fram úr á árinu 1982. 1. _____________________________________________ 2. _____________________________________________ 3. _____________________________________________ Þrjár íslenskar plötur sem að þínu mati sköruðu fram úr á árinu 1982 1. ___________________________________________ 2. ___________________________________________ 3. ___________________________________________ Þrjár erlendar plötur sem að þínu mati sköruðu fram úr á árinu 1982 1. ________________________________________ 2. _________________________________________ 3. _________________________________________ Þrjú íslensk iög sem að þínu mati sköruðu fram úr á árínu 1982 1. ____________________________________ 2. ____________________________________ 3. ____________________________________ Vinsældakosn- ingar Nútímans ■ Hinar árlegu vinsældakosningar Nútímans fara af stað í dag og hér til hliðar er birtur fyrsti atkvæðaseðillinn. Þessar kosningar verða með hefð- bundu sniði en okkur er það mikil ánægja að geta tilkynnt að verðlaun sem heppnir þáttakendur fá hafa fjór- faldast frá því í fyrra, þ.e. nú hafa fjórar hljómplötuútgáfur á höfuðborg- arsvæðinu, Steinar, Skífan. Fálkinn og Gramm ákveðið að leggja fram í vinningja fjórar Ip plötur hver og fá því fjórir þátttakendur í kosningunum 4 plötur að eigin vali, þ.e. eina hjá hverri útgáfu. Við vonum að sem flestir lesendur okkar hristi af sér áramótaslenið, bleyti aðeins í þeim „gráu" og dragi fram pennann. Atkvæðaseðillinn verð- ur birtur næstu vikurnar og við höfum ákveðið að úrslitin liggi fyrir ekki seinna en um miðjan næsta mánuð. Utanáskrift okkar er Tíntann/Co Nútíminn Síðumúla 15 Reykjavík. P.S. Eins og áður er tilvaliö fyrir lesendur okkar að láta nokkrar línur frá eigin brjósti fylgja með kjörseðlin- um til að fita aðeins hinn hungurdauða lesendadálk okkar. Þrjú erlend lög sem að þínu mati sköruðu fram úr á árínu 1982 1. ___________________________________ 2. ___________________________________ 3. ___________________________________ Nafn: HeimilisfangL Atkvæðaseðillinn sendist merktur: Tíminn Co/Nútíminn, Síðumúla 15 ____|,

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.