Tíminn - 08.01.1984, Page 20

Tíminn - 08.01.1984, Page 20
SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1984 20 ■ í þessu húsi eyddi móðir Pasqualina ævikvöldinu. Hér tók hún og á móti munkinum Dan Lamas. páfinn dóttur zarsins A banabeði ljóstraði ráðskona Píusar XII ■ Fyrir skömmu ljóstraði þýsk nunna, móðir Pasqualina, sem urn 40 ára bil var ráðskona Píusar páfa XII, upp merki- legu leyndarmáli. Það var skömmu fyrir lát hennar. Pað var Franziskanamunkur frá Perú sem hún trúði fyrir þessu og hún hafði aldrci um sína daga talað ósatt orð af trúarástæðum. Hún sagði honum að dætur zarsins hefðu aldrei verið myrtar, eins og alla tíð hefur vcrið talið. Móðir Pasqualiná sagði að aó dæturnar hefðu allar sloppið lifandi frá Rússlandi og að páfinn, Píus XII, hefði sjálfur séð um að fela þær fyrir umheiminum. Þær fréttir sem þessi rnunkur, Don Fernando Lamas Pcreyera de Castro fékk þarna að heyra, voru með slíkum ódæmum að fátítt er. Hafði Vatikanið enda skipað svo fyrir að strengilega skyldi þagað yfir öllum málsatriðunum og var svo gcrt, allt til þcss tíma er gamla konan rauf þögnina. Það var þóekki fyrr en hún var látin í Vínarborg, þá orðin 89 ára gömul, að Don Lamas sagði frá hvað þeim hefði farið í milli um málið. Hann segir: „Það var í stríðinu sem þær Pasqualina og dætur zarsins, þær Olga og María hittust. Þær fundu hana að máli og fóru fram á einkaáheyrn hjá páfanum. Síðar spurði Pasqualina páfann: „Voru þetta í rauninni dætur zarsins?“ Páfinn svaraði ntjög alvarlegur: „Það er ekki nokkur vafi á því": Dætur zarsins höfðu beðið páfann verndar og ásjár. Þær urðu að eyða æfinni í stöðugum ótta og á flótta. Þetta líf var þcim mikil kvöl, en páfi mun hafa veitt báðum nokkurt liðsinni, því Pasq- ualina mundi eftir öðru skipti er þær hlutu áheyrn. Þá var Elea fyrrum drottn- ing viðstödd." Þannig sagðist Don Lam- as frá. Blöðin í Róm hafa mjög dregið frá- sögn þýsku nunnunnar í efa, en hún hefur þó haft það í för með sér að grafir dætra zarsins eru mikið sóttar heitn af forvitnum ferðamönnum. Olga er grafin í kirkjugarðinum Men- aggio hjá Como, en María í kirkjugarð- inum Prima Porta í Róm. En ef frásögn móður Pasqualinu er sannleikanum samkvæm, þá er hætt við að taka verið sögu Rússlands á öldinni til nokkurrar endurskoðunar. Flestum mun kunnugt að afdrif hinnar keisaralegu fjölskyldu hafa jafnan verið mikilli ntóðu hulin og ýmsar ævintýra- sögur hafa spunnist um þau. Ber þar hæst að fram hafa komið nokkrar konur sem lýst hafa því yfir að þær séu hin fræga Anastasia, dóttir keisarans, en aldrei hefur þótt sannað að einhvc þeirra hafi farið með satt mál. 3 A f l* fttNl ESSt * « l»V» 1 1J.18Í . ■ Gröf Mariu dóttur Nikulasar í Rómaborg. ■ í meira en 40 ár stóð móðir Pasqualina við hlið Piusar XII. Hún var þegar í þjónustu hans er hann var óbreyttur prestur. ÖLL ALMENN PRENTUN LITPRENTUN TÖLVUEYÐUBLÖÐ • Hönnun • Setning • Filmu- og plötugerð * • Prentun • Bókband PRENTSMIÐJAN ddddi Cl HF. SMIÐJUVEGI 3, 200 KÓPAVOGUR SÍMI 45000 Þannig bjargaði ■ Zarf jölskyldan á velmektardögum sínum. Dæturnar eru frá vinstri: Olga, Tatjana, Maria og Anastasia. Snjómokstur Vélaleiga Magnúsar Jósefssonar © 66900 ^ Traktorsgrafa / tryggir afköstin Sími66900 Bókhaldsvél til sölu Til sölu er Kienslei bókhaldsvél. Vélin er með sjálfvirkum íleggjara, 7 teljurum og rafmagnsritvél. Upplýsingar í símum 14927 og 20122. Hagstætt verð. Vélabókhaldið h.f. Nóatúni 17. AUGLÝSIÐ í TÍMANUM

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.