Tíminn - 11.01.1984, Side 3

Tíminn - 11.01.1984, Side 3
Ríkisstjórnin samþykkir að unnið verði að sérstakri: FRAMTfÐARSPA FYRIR ÍS- LAND FRAM TIL ALDAMÓTA ■ Á ríki.sstjórnarfundi í gærmorgun var samþykkt tillaga Steingríms Her- mannssonar forsætisráöherra, þess efnis að ráðist verði í að gera framtíðarspá og könnun fyrir land og þjóð, og var samþykkt að til þess verkefnis yrði ráðinn verkefnisstjóri, sem síðan hefði aðgang að starfskröftum og gögnum Þjóðhagsstofnunar, og er ráðgert að verkefni þetta verði í vinnslu næstu tvö árin eða svo. „Ég er að undirbúa þetta mál nánar," sagði Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra. þegarTíminn spurði hann í gær nánar um þetta verkefni. Hann sagði að miðað yrði við ,að reyna að spá til um 25 til 30 næstu ár, um þróun mála, á sem flestum sviðum. „Það er ráðgert að skipuð verði verk- efnisstjórn," sagði forsætisráðherra, „og verkefnisstjóri yrði ráðinn, sem yrði staðsettur hjá Þjóðhagsstofnun. en verk- efnið sem slíkt yrði samt sem áður sjálfstætt. Verkefnisstjórinn mun njóta þeirrar aðstoðar Þjóðhagsstofnunar sem hann þarf á að halda. Þarna er ekki síst um það að ræða að draga saman heilmik- ið af upplýsingum sem til eru. á sem flestum sviðum, bæði um m'annlíf og efnahagslíf. í framhaldi af því á að reyna að steypa þessum upplýsingum saman í heilsteypta mynd, af Itklegri framtíðar- þróun þessa lands, svo sem hvaðá af- rakstri af þeim auðlindum sem við höfum. megi búast við, hvað annað sé tiltækt, svo sem auðlindirnar í okkur sjálfum, og flcira til þess að hægt verði að stuðla að eölilegum hagvexti hér á næstu árum og jafnframt sem bestu mannlífi." Steingrímur sagði að jafnframt þyrfti að taka tillit til þeirrar þróunar sem spáð væri í kringum okkur, en þær spár væru ekkert sérstaklega fallegar. Hér væri því um geysilega víðtækt verkefni að ræða á talsvert hreiðari grunni en áður heföi verið ráðist í. þó að ýmsar kannanir varðandi framtíðina hefðu farið fram að undanförnu. Forsætisráöherra sagðist ráðgera að þctta verkefni yröi tvö ár í vinnslu. - AB Bankamálanefnd að Ijúka störfum: „Margskonar breytingar á borðinu“ — segir Þorsteinn Pálsson, formaður nefndarinnar ■ „Starfi nefndarinnar niiðar hara nokkuö vel, og það er á lokastigi," sagði Þorsteinn Pálsson, alþingismaö- ur, sem er formaður nefndar þeirrar scm hefur endurskoöun bankamála meu hönduin, er Tíminn spurði hann í gær hvernig störfum nefndarinnar mið- aði. Þorstcinn sagðist búast við ;ið ncfnd- in scndi ráðherra tillögur sínar innan . mjög skamms tíma. og aðspurður utn hvort mikiö af róttækum brcytingatil- lögum kæntu frá ncfndinni, svaraöi Þorsteinn: „Þaöeru margskonar breyt- ingar á borðinu." Þorsteinn sagði að cfnislega væri ekkcrt hægt að upplýsa um innihald tillagnanna fyrr en ráð- herra heföi fengið þær í hendur. - All í.: „Fólk er afskaplega fastheldið og vill fá sína ýsu eða ekki neitt“ sagði Björgvin Konráðsson í fiskbúðinni Hafrúnu. Tímamynd Ámi Sæberg. Höfuðborgarsvæðið: ^AIItaf að verða erfið- ara að fá nýjan fisk” — segir Björgvin Konráðsson, fisksali ■ „Það er alltaf að verða erfiðara og erfiðara að fá nýjan fisk hérna á Reykja- víkursvæðinu oghrcint dj...ástandsíðan um miðjan desember. Það sem þeir fá á línubátunum hcr suður með sjó fer allt í gáma og er flutt út. Þeir scgjast fá svo mikið fyrir gámafiskinn og eins það sem flutt er út af nýjum flökum með flugi á Bandaríkjamarkað, að ekki þýðir fyrir okkur að reyna að keppa við það. Eg held að fisksalar séu farnar að bjóða þeim 7 til 8 og jafnvel upp í 10 krónur á kíló umfram Landssambandsverð sem gefið er upp, og allt greitt á bryggjunni, en þeir fá hann samt ekki“, sagði Björgvin Konráðsson, i fiskbúðinni Hafrúnu m.a. þcgur við leituðum að nýrri ýsu hjá honum í gær. Ýsu hafði Björgvin ekki nema í fryst- um flökum. Þcir hjá Hafrúnu sóttu ýsu vestur á Snæfellsnes í haust - sem þýðir um 500 kílómetra akstur - og ætluðu þangað nú um síðustu helgi, en þá var allt ófært. Hins vegar gátu þeir í gær boðið upp á nýjan karfa, þorsk, steinbít og fleiri tegundir. „Nei þessar tegundir seljast ekki mikið. Fólk er óskaplega fastheldið, vill fá sína ýsu eða ekki neitt. Margir kaupa auðvitað saltfisk og nokkr- ir þorskflök, en allt of fáum lýst á hinar tegundirnar. Ég get þó með góðri samvisku mælt með karfa, sem er alveg rosalega góður grillaður í flökum og aðeins kryddaður með aromati. Blálanga er líka mjöggóð. bæði stcikt og frábær hökkuð í bollur. En fólk er of trekt til að prófa. Það er eins og það hafi einhvern einkennilegan ímugust á þessum fiski,“ sagði Björgvin Skipa á atvinnumálanefnd er fjalli um atvinnuhorfur í sjávarútvegi: Nefndin á að leita úrræða í kjölfar aflasamdráttarins ,,Viljum með öllum tiltækum ráðum sporna gegn því að um atvinnuleysi verði að ræða”, segir forsætisráðherra ■ Steingrímur Hermannsson forsætls- ráðherra lagði á ríkisstjórnarfundi í gær fram tillögu þess efnis að sett verði á laggirnar atvinnumálanefnd, er fjalli um atvinnuhorfur í sjávarútvegi og úrræði sem finna megi, í kjölfar þess aflasam- dráttar sem verður að likinduin á þessu ári. Sagðist forsætisráðherra í samtali við Tímann í gær reikna meö því aö tillaga þessi yrði afgreidd í ríkisstjórn síðar í vikunni. „Við Þorstcinn Pálsson höfum sér- staklcga fjallað um þcssi mál á okkar fundum, og í framhaldi af því scm okkur hefur farið í milli, lagði ég fram þessa tillögu á fundinum í morgun," sagöi forsætisráðherra. „Forsætisráðþerra sagöi að þetta hcfði vcrið rætt á milli st jórnarflokkanna, en eins og fram kæmi i stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, þá va;ri atvinnuöryggi þar ofarlega á lista. „Við höfum áhyggjur af þeim crfiö- leikum, sem augljósir eru í sjávarútveg- inum, sem munu óhjákvæmilega draga úr atvinnu," sagði forsætisráðherra, „en við viljum með öllum tiltækum ráðum sporna gcgn því að um atvinnuleysi vcrði að ræða. Þess vegna tcljum við æskilegt að um það mál verði fjallað, svipað og gert var 1968, með fulltrúum frá ríkisvaldi, atvinnurekendum ög laun- þegum, það er að segja þeirn launþcgum sem sérstaklega kunna að verða fyrir barðinu á slíku." -AB Sjötuga mannsins sem saknad er: Víðtæk leit án árangurs ■ Leit stcndur enn’yfir aö 70 ára göm'um manni. Kristjáni Jenssyni, scm sást síðast við hcimili sitt að Álftamýri III kl. 02.00 aðfaranótt s.l. miðvikudags. Lýst var eftir manninum á föstudag og hefur víðtæk leit staöið yfir síðan áti árangurs. Ý V: i Framl' verður haldinr Framhaldsstofnfundur íaldsstofnfundur útgáfufélagsins Nútíminn h.f. , á Hótel Sögu fimmtudaginn 12. janúar kl. 20.30. ■ Gengið verður frá stofnun félagsins. Undirbúningsnefnd

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.