Tíminn - 14.01.1984, Blaðsíða 1
KR-ingar eiga enn möguleika — sjá iþróttir í opnu
Blað 1 Tvö blöð í dag
Helgin 14.-15. janúar 1984 12. tölublað - 68. árgangur
Sídumúla 15—Pósthólf370Reykjavík—Ritstjóm86300—Auglýsingar 18300— Afgreidsla og áskrift 86300 — Kvöldsimar 86387 og 86306
íslenskir ullarvöruframleiðendur sem selja til
Danmerkur og USA:
EYÐILEGGJA MARKAÐ-
INN MEÐ UNDIRBODUM
Bandaríkjamenn í vandræðum með
Fokker-vél á Grænlandi:
ÓSKUÐU AÐSTOÐAR FRÁ
ÍSLENSKUM FLUGVIRKJUM
„Annad hvort sjálfseydingarhvöt eða
heimska”, segir formaður iðnrekenda
■ „Það er dapurlegt að hevra
að fjórða árið í röð skuli þurfa
að ræða um undirboð á ullar-
vöruni á erlendum markaði“,
sagði Víglundur Þorsteinsson,
form. Félags ísl. iðnrekenda
m.a. á fundi framámanna í
ullaríðnaði sem haldinn var i
gær. Á fundinum hafði komið
fram að búið sé að stórskemma
íslenska ullarvörumarkaðinn í
Danmörku með undirboðum
nokkurra útflytjenda og svip-
aðir hlutir virðast nú eiga sér
stað á Bandaríkjamarkaðin-
um. Fyrir slíkum undirboðum
sagði Víglundur engar afsakan-
;'3OT5S
NYJAR UPP-
LÝSINGAR í
LAGARFOSS-
MÁLINU
— eftir að krafa
kom fram um 60
daga framleng-
ingu gæsluvarð-
halds
■ Nýjar upplýsingar í Lagar-
fossmálinu komu fram við yfir-
heyrslur í gær yfir manninum
sem losna átti úr gæsluvarð-
haldi í gær. Fíkniefnalögreglan
hafði gert kröfu um að gæslu-
varðhald hans yrði framlengt
um 60 daga en búist er við að
þessar upplýsingar stytti gæslu-
varðhaldsvistina. Dómari tók
sér sólarhrmg frest til að úr-
skurða um gæsluvarðhalds-
kröfuna og verður úrskurður-
inn kveðinn upp í dag.
Að sögn Gísla Björnssonar
deildarstjóra fíkniefnadeildar-
innar er þetta mál mjög flókið
en í gær kom skriður á það.
Gísli vildi ekki segja um hvort
þessar nýju upplýsingar leiddu
til frekari handtakna í sam-
bandi við þetta mál.
Annar maður hefur setið í
gæsluvarðhaldi vegna Lagar-
fossmálsins í 75 daga en á að
losna á morgun. Verið var að
íhuga kröfu um framlengingu
á gæsluvarðhaldi yfir honum í
gærkvöldi en Gísli sagði að í
Ijósi þessara upþlýsinga gæti
svo farið að krafan yrði ekki
lögð fram. - GSH.
ir gildar - um þau gildi aðeins
tvö orð, það sé annaðhvort
sjálfseyðingarhvöt eða
heimska ef menn ætli að eyöi-
leggja þann góða markað sem
búið sé að byggja upp í Banda-
ríkjunum.
Það var Jens Pétur Hjalte-
sted sem áður hafði rætt um
hvernig undirboðin á markað-
inum í Danmörku hafi leitt til
þess að íslensku vörurnar hafi
nú haslað sér þar völl sem
útsöluvara. eins og hver og
einn gæti séð sem þar á lcið um
Strikið. Sagði Jens útflutning
þangað hafa hrapað niður um
6 tonn á árinu 1983 úr 30
tonnuni árið 1982. sem verið
háfi metár frá upphafi. Ástæð-
an sé fyrst og frernst undirboð,
sem átt hafi sér stað er nokkrir
útflytjendur hafi seit þangað
umframlagera, er þeir áttu.á
allt of lágu verði. Því til stað-
festingar nefndi Jens, að af 15
útflytjendum hafi 12 fengið
396 Dkr. meðalverð á kíló
fyrir 23.5 tonna útflutning, en
hinir þrír aðeins 269 Dkr. á
kíló fyrir 6,5 tonna útflutning.
Miklar kvartanir hafi borist
vegna þessa bæði hórlendis og
frá kaupendum í Danmörku.
Jens tók fram, að þótt útílutn-
ingur til Danmerkur hafi dreg-
ist sarnan 1983 hafi fengist þar
betra meðalverð en árið áður.
Jens sagði þegar viss teikn á
lofti sem bendi til sömu þróun-
ar á Bandaríkjamarkaði. Þrátt
fyrir mikla uppgangstíma í
verslun þar í landi hafi hlutur
íslensku ullarvaránna ekki ver-
ið sem skyldi. Af 21 útflytjanda
þangað hafi löfengiðum 1.400
króna meðalvcrð á kíló en
hinir 11 aðeins 770 króna með-
alvcrð.
-HEI
■ I gærmorgun barst Flug-
leiðum beiðni frá bandarísku
flugfélagi um að íslenskir flug-
virkjar yrðu sendir áleiðis til
Grænlands til þess að veita
aðstoð.
Sæmundur Guðvinsson frétta-
fulltrúi sagði þegar Tíntinn
spurði hann um þetta mál að
Bandaríkjamennirnir væru
staddir í Syðra Straumsfirði, á
Fokker scm væri svipaðrar gerð-
ar og Fokkerarnir í eigu Flug-
leiða. Hefði bandarískt flugfélag
sem á vélina sent Flugleiðum
beiðni í gærmorgun um að þrír
flugvirkjar yrðu sendir áleiðis til
Grænlands til þess að veita
aðstoð. „Þeir eru á leiðinni þang-
að núna“, sagði Sæmundur, „og
ég reikna með að þeir hefji
viðgerð um leið og þeir eru
kontnir til Grænlands. Banda-
ríska vélin var á leið frá Evrópu
til Bandaríkjanna en bilaði í
Grænlandi. Mér skilst að það sé
nú 40 stiga frost í Syðra Straums-
■ Mikil ófærð hefur verið á Vestfjörðum að undanförnu, en þó hefur' verið reynt að halda helstu fjallvegum opnum. Myndin er af
snjóruðningi í Óshlíðinni.
Tímamynd Finnbogi Kristjánsson.
firði þannig að það næðir að
líkindum um þá".
Sæmundur sagði að flugvirkj-
arnir þrír hefðu farið með leigu-
flugvél frá Elís og myndi vélin
bíða eftir þeim, á meðan þeir
lykju viðgerðinni. Eða öllu held-
ur eftir tveimur þeirra, þar sem
Bandartkjamennirnir hefðu ósk-
að eftir því að einn flugvirkin
myndi fylgja þeim alla leið til
Bandaríkjanna. Sæmundur
sagði að ekki væri algengt að slík
beiðni bærist til Flugleiða.
- AB.
HUGMYNDIR
UM AÐ LÖG-
VERNDA
NAFNIÐ „ICE-
1ANDIC LOOK”
■ „Iceíandic look“ er á
leiðinni að verða tegundar-
lieiti á fatnaði með ákveðnu
útliti í Norður-Ameríku.
Sífellt er að verða algengara
að verslanir auglýsi peysur,
jakka, kápur og fleira sem
„Icelandic look“, þótt fatn-
aðurinn sé alls ekki frá
íslandi og ekki einu sinni
framleiddur úr ull. Að sögn
Guðmundar Þorsteinssonar
hjá Hildu h.f. hefur komið
fram í samtölum hans við
lögfræðinga þar vestra að
íslendingar ættu að 'geta
fengið lögvernd á nafnið
„Icelandic look“, þannig að
eingöngu væri leyfilegt að
merkja eða auglýsa svo
vörur frá íslandi. Það verði
hins vegar að gerast sem
allra fyrst - ella sé hætta á
að það yrði of seint. Útflutn-
ingsmiðstöð iðnaðarins hef-
ur nú verið beðin um að
vinna að framgangi málsins.
-HEI
Fáir karlmenn taka fædingarorlof:
170 FEÐUR TOKU ORLOF A SIÐASTA ARI
m
■ Tiltölulega fáir karlmenn
notfæra sér heimildir í lögum um
fæðingarorlof, sem þeir stendur
til boða. Samkvæmt núgildandi
löggjöf eiga feður rétt á að taka
síðasta mánuð fæðingarorlofs,
þ.e. þriðja hluta orlofsins ef
móðir samþykkir. Ekki virðist
þó mikið sótt eftir þessum sam-
þykki kvenna. Af alls 4.258
manns, sem fengu greitt fæð-
ingarorlof á árinu 1983 hér á
landi, voru aðeins 170 feður. Af
heildarfjölda orlofsþega voru
giftir samtals 2.245, í sambúð
928 og einhleypir alls 1.085.
Feður voru rétt rúmlega 4%
þeirra, sem tóku fæðingarorlof á
síðasta ári. Þessar upplýsingar
koma fram í Helgar-Tímanum í
dag, en þar eru fjallað um fæð-
ingarorlof í fjórtán ríkjum heims
og rætt við deildarhagfræðing í
Heilbrigðis og Tryggingaráðu-
neytinu um reynsluna af löggjöf
um fæðingarorlof og framkvæmd
hennar hér.
Svipuð þróun er varðandi
fæðingarorlof karla hér á landi
og í öðrum löndum, þar sem
slíkt orlof heldur verið tekið
upp. Mjög fáir nýta sér þessa
heimild fyrst í stað, en smárn
sama fjölgar feðrum. Þeim sér-
fræðingum, sem Tíminn ræddi'
við um þessi mál,bar saman um,
að þeim karlmönnum færi jafnt
og þétt fjölgandi, sem tækju
fæðingarorlof þó' ekki séu til
tölur því til staðfestingar. _ Þ.H.