Tíminn - 14.01.1984, Síða 4

Tíminn - 14.01.1984, Síða 4
LAUGARDAGUR 14. JANUAR 1984 f spegli tímans SANNKOmjÐ JARNFRU! ■ Það er nú ekki mikill vandi að lyfta 105 kílóa þunga, þó að maður sé ekki nema 9 ára... ■ Breska forsætisráðherr- anum, Margaret Thatcher, hefur sem kunnugt er verið gefið viðurnefnið „járnfrúin“, sökum þess, hvað hún þykir hörð í horn að taka og óvægin. Sagt er að ráðherrann sé ekkert yfir sig hrifinn af nafn- giftinni. Hins vegar er ein ung stúlka, sem okkur er kunnugt um, sem gjarna vildi hreppa þetta viðurnefni og þætti bara sómi að! Unga stúlkan er reyndar ekki nema 9 ára gömul. Hún er áströlsk og er ósköp hrifin af kraftlyftingum. Að vísu hefur hún ekki sjálf þá krafta í kögglum ennþá, sem með þarf til að ganga með sigur af hólmi í mótum, þar sem keppt er í þessari íþróttagrein. En þá bara grípur hún til annarra ráða. Ekki alls fyrir löngu fór fram í Brisbane í Astralíu íþróttakeppni samveldisland- anna, og til að vekja athygli á mótinu var gripið til saklausr- ar blekkingar. Mynd var tekin af Vanessu, þar sem hún lyftir með hægu móti 105 kílóa þungum lóðum án þess að blása úr nös! Myndin var hins vegar Iöguð þannig til, að aðstoðarmenn Vanessu tveir, Nígeríumennirnir Oliver Orok og Ironbar Bassey, sem lyftu aðeins undir með henni, sáust ekki. Þeir Oliver og Ironbar eru engir aukvisar á þessu sviði, enda alvanir að fást við kraftlyftingar og voru reyndar keppendur á fyrr- nefndu íþróttamóti samveldis- landanna. ... sérstaklega ef maður hefur góða hjálp! viðtal dagsins | „TRÚI ÞVÍ AÐ ÞYRL- UR DGIFRAMTTD FYRIR SÉR Á ÍSLANDI“ — segir Sergei Sikorsky, sonur Igor Sikorsky sem var einn af frumkvöðl- um í þróun þyrlna og flugs almennt ■ Hcr á landi eru nú staddir l'ulltniar Sikorskyvcrksmiðjanna og hafa þcir ált viðræður við Landhclgisgæsluna um hugsanlcg þyrlukaup. Einn iulltnianna er Sergei Sikorsky, sonur Igor Sikor- sky sem var einn af frumkvöðlum í þróun þyrlna og þróun flugs almennt. Tíminn hitti Sikorskv að máli og spurði hann fyrst um viðræður hans við Landhelgisgæsl- una. ■ Sergei Sikorsky. Tímamynd Róbert

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.