Tíminn - 14.01.1984, Page 5

Tíminn - 14.01.1984, Page 5
LAUGARDAGUR 14. JANUAR 191U B.St. og K.L. ■ Þó að 55 ár séu liðin frá því kvikmyndin Blái engillinn var gerð, er hún þó ekki öllum gleyind. Nú vill bjórfyrirtæki eitt endurtaka atriðið, þar sem Marlene Dietrich sat svo tælandi á tunnunni. SEST MARLENE NÚAFTURÁ BJÓRIUNNUNA? P ■ Marlene Dietrich er orðin 82 ára gömul og hefur sig ekki mikið í frammi lengur á al- mannafæri. Hún eyðir mestum tíma sínum innan dyra á heimili sínu í París. En því fer þó fjarri, að hún sé öllum gleymd. Sú kvikmynd, sem aflaði Mar- lene Dietrich heimsfrægðar, Blái engillinn, telst nú til sígildra listaverka. Þar fór þýski leikar- inn Emil Jannings með hlutverk prófessors, sem fór í hundana sökum ástar sinnar á ómerkilegri dansmey og léttúðardrós, en Marlene túlkaði hana á eftir- minnilegan hátt. M.a. tók hún sér sæti á bjórtunnu á mjög svo tælandi hátt, og það er einmitt þessi ódauðlega bjórtunnuseta, sem varð til þess, að nú eru allar líkur á því, að Marlene rjúfl þá einangrun, sem hún hefur búið um sig í á undanförnum árum. Bjórfyrirtæki eitt hefur nefni- lega fullan hug á því að endur- vekja þetta fræga atriði, og þá að ’ sjálfsögðu að merkja sér ræki- lega bjórtunnuna í bak og fyrir. Mariene er sögð hafa léð máls á því að koma sér fyrir í sínum gamalkunnu stellingum á tunn- unni, enda munu góð laun í boði. Að vísu fæst nákvæm upp- hæð ekki gefin upp, en sagt er að töluna megi skrifa með 7 tölu- stöfum, og þar að auki í dollur- um. „Við höfum undanfama daga rætt þyrlur og þyrlumál á íslandi og höfum boðið fram nokkrar tegund- ir af þyrlum, þó við höfum lagt mesta áherslu á þyrlur sömu gerðar og TF-Rán.“ - íslendingar eru famir að efast um kosti þyrlna hérlendis í ljósi þess að flestar þyrlur sem komið hafa hingað til lands orðið fyrir óhöppum. Hvað viltu segja um það? „Að mínum dómi er ísland mjög erfítt land, ekki aðeins fyrir þyrlur heldur einnig skip. Mér skilst að vikuna áður en TF-Rán fórst hafi þrjú skip farist við strend- ur landsins og fjölmargir látið lífíð. Þetta land er erfitt fyrir allar vélar. Það er nálægt heimskautsbaug og hér geisa óveður í langan tíma. Þyrlur og flugvélar em starfræktar um helming starfstíma þeirra að nóttu til og í slæmu veðri. Ég trúi því samt að þyrlur eigi framtíð fyrir sér á íslandi vegna staðhátta lands- ins og þyrlur em sífellt að bjarga mannslífum. Það er tiltölulega stutt síðan þyrlur vom teknar í notkun á íslandi. Ég man að skömmu eftir seinni heimsstyrjöldina kom upp svipuð staða á Alaska. Þar vom þyrlur þá nýlunda og menn vom mjög tortryggnir í garð þeirra. Alaskabúar hafa viðurkennt þyrlur nú og veðurskilyrði em þar mjög svipuð og á íslandi. Ég trúi því að þegar íslendingar öðlast meiri reynslu í meðferð þyrla sjái þeir að þær hafa mikilvægu hlutverki að gegna. Þetta em vélar sem koma til með að sanna notagildi sitt og ég væri ekki staddur hér ef þetta væri ekki mín bjargfasta skoðun.“ - Nú stendur yfir rannsókn á orsökum þess að TF-Rán fórst. Taka Sikorskyverksmiðjumar þátt í þeirri rannsókn? „Rannsókninni er stjómað af hlutlausum aðilum, þ.e. íslensku ríkisstjóminni og ríkistjóm Ame- ríku í sameiningu. Þær hafa beðið okkur um upplýsingar og við höfum aðstoðað við rannsóknina eins og okkur er unnt. En niður- stöður liggja ekki enn fyrir og ég býst við að þær liggi ekki fyrir á nastu vikum. Það var okkur mikið áfall þegar TF-Rán fórst og ég vil nota tækifær- ið og votta aðstandendum flug- mannanna sem fómst með þyrl- unni, og einnig ríkisstjóm fslands og íslensku þjóðinni, okkar dýpstu samúð.“ - GSH erlent yfirlit ■ Zhao að heilsa bandarísku forsetahjónunum á tröppum Hvita hússins síðastliðinn þriðjudag, m.a. þakkað því að uppskera gekk betur á síðastliðnu ári en hin árin. Þá hefði fjölbreytni ýmissa iðnaðarvara aukizt og verð lækk- að á þeim sem væru ófullkomn- astar. Svipað ætti sér stað annars staðar í Sovétríkjunum og mælt- ist vel fyrir hjá almenningi, þótt hann vænti meiri og skjótari lausnar á fleiri sviðum neyzl- uvara. Hins vegar' skyggði það á ánægju fólks yfir þessu, að stríðs- óttinn hefði aukjzt, einkum eftir að hafin var uppsetning banda- rísku eldflauganna í Evrópu og sovézk stjórnarvöld hefðu svar- að með hótunum um að fjölga eldflaugum sínum megin. Þá ykju Bandaríkin vígbúnað- inn og leiðtogar Sovétríkjanna hefðu lýstyfirþví.að þeirmyndu ekki láta Bandaríkin ná yfirburð- um. Þctta yki byrðar Sovét- þegna, og það yrði svo að taka með í reikninginn, að þjóðar- tekjur Rússa væru aðeins 70% af þjóðartekjum Bandaríkja- manna. Greinsinnilýkurfréttaritarinn með því að lýsa því, að rússneska Reagan vill gera heimsókn Zhaos að stórum atburði Hann þarf á því að halda vegna Líbanons og El Salvadors UM þessar mundir er minna rætt í Washington um Líbanon, E1 .Salvador og Nicaragua en um langt skeið. Þessi áhyggjumál Bandaríkjamanna hafa þokað um set vegna heimsóknar forsæt- isráðherra Kína, Zhao Ziang. Athygli bandarískra fjölmiðla mun beinast mest að honum meðan hann dvelst í Bandaríkj- unum. Af hálfu bandarískra stjórnar- valda er reynt að gera þessa heimsókn að mikilvægum at- burði. Reagan forseti hyggst bersýnilega rétta hlut sinn, eftir ófarirnar í Líbanon og E1 Salva- dör. með því að geta auglýst batnandi sambúð Bandaríkj- anna og Kína. Hann telur, að það muni styrkja stöðu hans heima fyrir og þá ekki síður í viðureigninni við rússneska risa- veldið. Það þykir fullvíst, að meðan Zhao dvelst í Bandaríkjunum muni þeir Reagan undirrita fleiri samninga um aukna samvinnu og viðskipti ríkjanna. Samkvæmt þeim verður sam- vinna aukin á sviði tæknimála og Kínverjum veittur aðgangur að ýmsum tækninýjungum, sem far- ið hefur verið með sem leyndar- mál. Samið verður um stóraukna verzlun og reynt að ryðja úr veginum ýmsum hömlum, sem ríkin hafa beitt hvort um sig til að vernda heimamarkaðinn. Ymisleg menningarskipti verða aukin, t.d. aukinn að- gangur kínverskra námsmanna aðbandarískum skólum. Banda- ríkjamönnum verður gert auð- veldara að heimsækja Kína. Þannig mætti rekja þetta áfram. Allt mun þetta auka trú á bætta sambúð ríkjanna. Helzta stórmálið, sem á milli ber, mun þó vart verða leyst. Það er krafa Kína um að Banda- ríkin hætti að selja vopn til Taiwan og rjúfi öll sérstök tengsl við Taiwan. Þó kynni Zhao að slaka á þessari kröfu, ef Bandaríkin lýstu yfir því, að þau viður- kenndu að Taiwan væri hluti Kína og höguðu samskiptum sín- um við Kína í samræmi við það. Kínversk stjórnarvöld hafa látið í það skína, að þau gætu veitt Taiwan og Hong Kong ■ Zhao að kveðja við brottförina frá Peking til Bandaríkjanna. vissa sérstöðu, eftir innlimun þeirra í Kína. Fyrir Reagan er það næsta erfitt og raunar ógerlegt að fall- ast á að viðurkenna Taiwan sem hluta Kínaveldis. Það yrði stefnubreyting, sem gæti kostað hann þúsundir atkvæða, ef hann fer aftur í framboö. LÍKLEGT þykir að Reagan vilji láta viðræðurnar við Zhao fá þann blæ, að Kína sé að fjarlægjast Sovétríkin og taki framyfir samvinnuna við Banda- ríkin. Zhao mun hins vegar vart fús til að fallast á þetta. Hann mun vilja halda sig áfram við þá túlkun, að bæði risaveldin svo- nefndu, þ.e. Bandaríkin og Sovétríkin, fylgi yfirdrottnunar- stefnu. Kínaeigi ekki samleið með öðru þeirra frekar en hinu, en geti samt átt við þau friðsamleg skipti. í samræmi við það hefur verið viss bati í sambúð Kína og So- vétríkjanna að undanförnu. Stjórn Kína hefur látið ótvrírætt í það skína, að þessi bati gæti haldið áfram, ef Sovétríkin drægju heim her sinn frá Afgan- istan og Víetnam kallaði heim herinn, sem dvelst í Kampútseu. Það hefur vakið nokkra at- hygli,aðíBeijingReview,viku - riti.sem gefið er út á ensku af ríkisforlagi í Peking (Beijing), birtist 19. desember síðastliðinn grein eftir fréttaritara blaðsins í Moskvu, þar sem greint var frá því, að ýms batamerki væru sjáanleg þar, en slíkar frásagnir eru óvenjulegar í kínverskum blöðum. Þannig hafði fréttaritarinn það eftir húsmæðrum, sem stóðu í biðröðum, að meira framboð væri nú á kjöti, mjólkurvörum og grænmeti en áður, og yfirleitt væri hér um betri vörur að ræða en tvö undanfarin ár. Þetta er Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar þjóðin sé andvíg styrjöld og æski friðar og henni sé Ijóst, að víg- búnaðurinn leiði ekki til góðs. Þessi grein í Beijing Review þykir merki þess, að stjórnendur Kíria vilji frekar draga úr gagn- rýni á rússneska stjórnarhætti en hið gagnstæða. Það sé táknrænt að þetta sé látið koma í Ijós um það leyti, sem Zhao var að undirbúa ferðina til Bandaríkj- anna. í BANDARÍSKUM fjölmiðl- um er því haldið á loft, að Zhao sé æðstur að völdum þeirra Kín- verja, sem hafa sótt Bandaríkin heim, og felist í því viss viður- kcnning á bættri sambúð ríkj- anna. Að formi til er þetta rétt, en efnislega ekki. Árið 1979 heim- sótti DengXiaopingBandaríkin, en Deng hefur í reynd verið valdamesti leiðtogi Kína síðustu árin. Hann hefur að verulegu leyti dregið sig í hlé, enda að verða áttræður. Samt er talið, að hann ráði enn mestu á bak við tjöldin. Zhao á upphefð sína Deng að þakka. Þeir áttu það sameigin- legt að vera úti í kuldanum meðan á menningarbyltingunni svonefndu stóð. Deng hafði komið auga á góða skipulags- hæfileika Zhaos og lét það verða eitt fyrsta verk sitt eftir að hann kom til valda að fela honum stjórnina í Sihuan-fylki, fjöl- mennasta fylki Kína. Zhao tók þar upp verulega breytt skipulag, sem fólst í því að draga úr miðstjórnarvaldi og auka sjálf- stæði og samkeppni fyrirtækja. Sumir telja hann hafa haft í huga vissa reynslu frá Hong Kong, en hann starfaði í héraðinu, sem liggur að Hong Kong, fyrir menningarbyltinguna. Zhao náði svo góðum árangri í Sihuan, að Deng fluiti hann til Peking og fól honum hvert trún- aðarstarfið á fætur öðru, unz hann varð forsætisráðherra í apríl 1980. Margt þykir nú benda til, að Zhao muni erfa sæti Dengs sem voldugasti maður Kínaveldis. Zhao hefur þótt koma vel fyrir í heimsóknum sínum til Japans og fleiri landa og vafalítið mun það styrkja stöðu hans, ef hann fær góð erindislok í Bandaríkjaferð- inni.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.