Tíminn - 19.01.1984, Side 4
4______
fréttir
FIMMTUDAGUR 19. JANUAR 1984
Umfangsmiklar breytingar hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur:
SIEFNT AÐ FÆKKUN STARFS-
MANNA UM 20 AN UPPSAGNA
Innheimtuadferdum breytt þannig að lokunaraðgerðum verdi aðeinsbeitt í neyðartilfellum
■ Nú líður að því að Rafmagnsveita Reykjavíkur fiytji í nýtt hús sitt við
Grensásveg, og um leið munu hef jast ákveðnar skipulagsbreytingar, sem
ákveðnar hafa verið hjá fyrirtækinu, samkvæmt tillögum dansks ráðgjafafyr-
irtækis sem vann slika tillögugerð fyrir Rafmagnsveituna, i samráði og
samvinnu við starfsmenn fyrirtækisins. Gera þær tillögur m.a. ráð fyrir
eflingu vissra deilda innan fyrirtækisins, en samdrætti og hagræðingu innan
annarra, þannig að þegar allar þær breytingar sem lagðar hafa verið til eru
komnar til framkvæmda, sem á að gerast á næstu árum, þá verða
starfsmenn fyrirtækisins að líkindum 15 til 20 færri en þeir eru i dag, en í
dag starfa hjá fyrirtækinu 230 manns. Þó verður engum sagt upp vegna
þessara breytinga, samkvæmt því sem Aðalsteinn Guðjohnsen rafmagns-
veitustjori upplysti Timann í gær, heldur fara þessar breytingar fram með
ákveðinni þróun, þannig að þegar maður hættir, sem gegnir starfi sem á að
leggja niður, þá verður einfaldlega ekki endurráðið í þá stöðu. Breytingartil-
lögur þessar voru samþykktar í borgarráði í október sl. og þá um leið var
samþykkt að þær tækju ekki gildi fyrr en flutt yrði í nýju husakynnin. Tíminn
ræddi við Aðalstein Guðjohnsen rafmagnsveitustjóra um helstu breytingar
sem fyrirhugaðar eru í gær.
Breytingartillögur
gerðar í samráði
við starfsfólk
- I hverju eru helstu breytingartillög-
urnar um starfsemina fólgnar?
„Þessar breytingartillögur haldast
náttúrlega svolítið í hendur, - raunar var
skipulagstillagan forsenda fyrir hinum
breytingartillögunum. Vinnan var mjög
ítarleg - bæði ítarleg skoðun á starfsemi
fyrirtækisins eins og hún er í dag,
viðræður við nánast allt starfsfólk fyrir-
tækisins. Starfsfólkinu var skipað í
vinnuhópa og ráðunautarnir höfðu mikla
samvinnu við starfsfólkið. Meðal annars
voru haldin námskeið fyrir starfsfólkið,
þannig að hluti af þessu var að fá
starfsfólkið með í að skoða fyrirtækið og
að vera með í tillögugerð.
Tillögurnar um starfsemi fyrirtækisins
eru m.a. um fjórar fastar nefndir innan
fyrirtækisins, þar sem ein fjalli um
þróun, ein um tölvumál, ein um fjárhags-
áætlun og ein um starfsmannamál. Auk
þess gera tillögurnar ráð fyrir fjöldanum
öllum af skipulögðum verkefnum, sem
ráðgjafarnir leggja til að við sjálfir
skulum vinna að. Þar má nefna teikni-
stofu, launakerfi, tölvumál, endur-
menntun og fleira og fleira alls ein 17 til
18 verkefni. Auk þess athuguðu dönsku
ráðgjafarnir deildaskiptingu hjá okkur.
Þeir komu með tillögur um ítarlegri
skiptingu í undirdeildir, og reyndu að
raða starfseminni og mannafla þannig,
að hægt væri að forðast svokallaða
flöskuhálsa um leið og reynt var að
stuðla að betra upplýsingastreymi og
betra stjórnskipulagi.
Þessi tillögugerð var einna mest á
neðri stigum og um miðbik fyrirtækisins,
en minna efst uppi. Ekki voru allar
tillögur ráðgjafanna samþykktar, en þær
tillögur sem ekki voru samþykktar eru
ekki endilega afskrifaðar með öllu, því
þær bíða ef til vill betri tíma, sumar,
hverjar a.m.k.
Ráðgjafarnir staðfestu m.a. tillögur
okkar að því að innheimtukerfi okkar
verði breytt. Við vorum að tölvuvæðast
þegar ráðgjafarnir hófu störf hér, og
vorum að vinna að nýju innheimtukerfi
í tengslum við það, en það kerfi er nú
komið í gagnið. Þar á meðal er reynt að
draga úr lokunum, sem felur það í sér að
- Hvcrs vegna voru þcssar skipulags-
brcytingar innan fyrirtækisins ákveðnar
Aðalstcinn?
„Þegar fór að líða að því að byggingin
væri að komast á það stig, að ákveða
þyrfti innréttingar og slíkt, þá fannst
okkur rétt að láta gcra hlutlausa skoðun
á skipulagi fyrirtækisins, m.a. í tengslum
við það hvernig húsið yrði endanlega.
Verkefniö varð þannig tvíþætt - annars
vegar skipulagning og niðurröðun innan-
húss á deildum og starfsfólki og hins
vcgar það að gera tillögur um skipulag
og starfsemi fyrirtækisins. Við leituðum
svolítið að ráðunautum, og niðurstaðan
varð sú að fá erlenda aðila til þess að
vinna þetta verk, og þeir byrjuðu svo um
áramótin fyrir rúmu ári og unnu svo
fram eftir árinu. Þeir skiluðu sinni
skýrslu í júní í fyrra og sú skýrsla varsvo
til umfjöllunar hér í fyrirtækinu fram
eftir sumri. Við gerðum nokkrar breyt-
ingartillögur, en samþykktum í grófum
dráttum það sem dönsku ráðgjafarnir
lögðu til ög þær tillögur voru svo sam-
þykktar í október í borgarráði, og jafn-
framt að þessar breytingar skyldu taka
gildi eftir því sem okkur þætti hentugt,
frá og með því að við flyttum í ný
húsakynni."
Hið nýja hús Rafmagnsveitu Reykjavikur, en fyrirhugaðar breytingar haldast í hendur við flutninginn inn í húsið.
Tímamynd: Arni Sæberg
Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir í kvöld:
GISL EFTIR BRENDAN BEHAN
■ í kvöld frumsýnir Leikfclag Rcykja-
víkur ganilan kunningja íslcnskra leik-
húsgesta, Gísl cftir írska skáldið Brend-
an Behan í rómaðri þýðingu Jónasar
Árnasonar, en þctta leikrit var sýnt t
Þjóðleikhúsinu árið 1963 og hefur siðan
verið sett á svið af áhugaleikfélögum
víða um land. Lcikstjóri er Stefán Bald-
ursson.
Brendan Behan fæddist í Dyflinni árið
1923, 7 árum eftir Páska-uppreisnina
frægu og hann var barnungur, þegar
hann gerðist írskur þjóðernissinni og
stuðningsmaður Irska lýðveldishersins,
IRA. Hann var aðeins 16 ára gamall
þegar hann var dæmdur í betrunarhús-
vist í Englandi fyrir að hafa reynt að
smygla sprengiefni þaðan til írlands. 19
ára gömlum var honum stungið í svart-
holið fyrir að skjóta á lögregluþjón.
■ Unga parið, Jóhann Sigurðsson og Guðbjörg Thoroddsen
■ F.v. Guðrún Gísladóttir, Hanna Maria Karisdóttir, Gísli Halldórsson,
Aðalsteinn Bergdal og Kjartan Ragnarsson.
Meðan sú fangavist varði lærði hann
írsku og hóf að skrifa. Laus úr fangelsi
gerðist hann rithöfundurogútvarpsmað-
ur. Sem leikskáld sló hann fyrst í gegn
með leikritinu The quare fellows 1954,
sem leikið hefur verið í útvarp hérlendis
í þýðingu Þorgeirs Þorgeirssonar undir
heitinu Öfugugginn. Borstal boy, 1958,
varð metsölubók bæði í Evrópu og
Ameríku og sama ár skrifaði Behan það
leikrit sem víðast hefur borið hróður
hans, Gísl. Upphaflega var leikritið
samið á írsku og frumsýnt á því máli
1958, en með sýningu þess á ensku í
London í aukinni og endurbættri mynd
sama ár opnuðust allar gáttir til heims-
frægðar.
Leikritið Gísl er afar sérkennilegt í
formi, það er allt í senn skopleikur og
harmleikur, söngleikur og kabarett. Það
gerist í einum húshjalli í Dyflinni, þar
sem hafast við undarlegar persónur,
fylliraftar og þjófar, gleðikonur, gamlar
stríðshetjur og ættjarðarvinir. í þetta
hús er komið með ungan breskan her-
mann sem tekinn hefur verið til fanga,
er haldið sem gísl og skal verða lífláíinn
í dögun. Fanginn og ung stúlka sem
búsett er í húshjallinum fella hugi saman
■ Vinnusalur Trausts h.f. var nú í vikunni fullur af margskonar tækjum sem á næstunni verða send til
kaupenda bæði innanlands og til annarra landa. Um 30-40% framleiðslunnar 1983 var flutt út, mest til Noregs
en einnig Svíþjóðar, Danmerkur, Kanada, Rússlands, Bandarikjanna og írlands. Fyrirtækið er 6 ára og hefur
nú 25 manns í vinnu. Trausti Eiríksson, framkvæmdastjóri er fremst á myndinni.
Trausthf.:
Selur lodnuvinnslu-
tæki til Noregs fyr-
ir 10 milljónir króna
■ Loðnukreistarinn og loðnuhrognaskiljan (sívalningurinn) sem Norð-
menn kaupa nú í stórum stil.
■ Aðalsteinn Guðjonsen, raf-
magnsveitustjóri
við getum með tíð og tíma fækkað
starfsfólki í innheimtudeild. Það er al-
gjörlega gengið út frá því varðandi
tillögur um mannabreytingar, aðiengum
verði sagt upp, heldur verði hægfara
breyting með tíð og tíma. Hægt verður
smám saman að draga úr mannahaldi á
ýmsum sviðum, og við hugsum okkur
t.d. varðandi innheimtudeildina, að í
stað þess að til lokana verði gripið, verði
bara beitt dráttarvöxtum, eins og tíðkast
í viðskiptum í dag, enda eru lokanir ekki
mjög skemmtileg innheimtuaðferð. Við
stefnum í þá átt, að lokanir verði
ákaflega fátíðar og þeim ekki beitt nema
í ítrustu neyðartilfellum. Þá er gert ráð
fyrir því að útburður á reikningum muni
smám saman færast yfir á póstþjónustu
landsins, en við höfum talsvert beitt
eigin starfsfólki viðslíkt. Þetta þýðir líka
fækkun, þegar til lengri tíma er litið. En
aftur á mótí er gert ráð fyrir eflingu
starfseminnar á vissum stöðum í fyrir-
tækinu, samkvæmt tillögunum, og þar
þyrfti jafnvel að bæta við einum og
einum manni. Það er á sviðum eins og
skipulagningu á eftirmenntun, almanna-
tengslum og annars staðar er gert ráð
fyrir að ákveðin starfsemi fyrirtækisins
verði styrkt með tilfærslum innan fyrir-
tækisins. Þar nefni ég stjórn innheimtu-
málanna, verkstjórnarsvið og fleira.“
Lítil breyting á
stjórn fyrirtækisins
- Var ekki gerf ráð fyrir neinni breyt-
ingu varðandi stjórn fyrirtækisins?
„Jú, þeir gerðu tillögu utn að yfirdeild-
um eða sviðum yrði fjölgað, en það var
ekki fallist á það hér. eða ekki að öllu
leyti. Ráðgjafarnir gerðu þær tillögur í
þeim tilgangi að bæta samskipti og
upplýsingastreymi innan fyrirtækisins,
þannig að fleiri yfirmenn væru inni í allri
starfseminni. Við fórum svona bil
beggja, því við ákváðum að halda okkur
við okkar þrjú aðalsvið sem eru hjá
okkur og fleiri undirsvið, en starfsheiti
yfirmanna tæknimála breyttist hins
vegar, og hann hefur nú starfsheitið
aðstoðarrafmagnsstjóri. en í sjálfu sérer
ekki um breytingu á starfssviði að ræða
þar.
Ráðgjafarnir tóku ekki á yfirstjórn
Rafmagnsveitunnar, þ.e.a.s. hinni póli-
tísku yfirstjórn, því þeir héldu sig við
fyrirtækið sem slíkt."
- Ertu ánægður með þcssar tillögur
Aðalsteinn?
„Já, við teljum að þessar tillögur hafi
verið gagnlegar, enda samþykktum við
þær í stórum dráttum. Það sem var
mikilvægast var að skoða vinnubrögð
fyrirtækisins, og að fá starfsfólkið með í
þá skoðun og skipulagningu á öllum
þeim verkefnum sem verður framtíðar-
vinna okkar næstu mánuði og jafnvel ár.
Það held ég að hafi verið ákaflega mikið
til bóta. Þetta breytta skipulag er í sjálfu
sér engin bylting, en hér er um endur-
skipulagningu og hagræðingu að ræða,
sem á eftir að skila sér, því ef vel á að
fara þarf svona fyrirtæki alltaf að vera í
stöðugri endurskipulagningu. Við viljum
forðast að staðna og þurfa að lenda í
óskaplegum átökum hvað varðar skipu-
lagsbreytingar. Við teljum það farsælla
að vera stöðugt að.
Starfa nú um 230
manns hjá fyrirtækinu
- Þegar þessar breytingar eru komnar
til fullra framkvæmda, á næstu árum,
hvað verða margir í starfi hjá Rafmagns-
veitu Rcykjavíkur þá?
„Það verður einhver samdráttur. Nú
starfa hér 230 starfsmenn og í grófum
dráttum má ætla að þegar fram líða
stundir, þá gæti það þýtt að starfsmenn
hér verði 210 til 215. Hins vegar má geta
þess að þá hefur starfsmönnum fækkað
hér jafnt og þétt á undanförnum árum.
Þegar flest var, voru hér um 280 manns.
Það kemur ýmislegt til að starfsmönnum
hefur fækkað hér hjá okkur. Bæði er það
að tölvuvæðingin hefur haft sín áhrif,
mikil hagræðing úti í veitukerfinu, hvetj-
andi launakerfi og vinnuvélar, þannig að
þetta hefur allt stuðlað að því að hægt
væri að fækka starfsmönnum."
-AB
■ Fyrirtækið Traust h.f. hefur smíðað
og fiutt úr loðnuhrognaskiljur og loðnu-
kreistara til Noregs fyrir um 10 milljónir
króna nú í haust og það sem af er vetri,
að því er fram kom á fréttamannafundi
í fyrirtækinu. Að sögn Trausta Eiríks-
sonar verður framhald á þessum útflutn-
ingi fram í febrúarmánuð en þá tekur
fyrst og fremst við framleiðsla á
ýmsum tækjum og vélum fyrir innlenda
fiskiðnaðarmarkaðinn.
Búnaður til vinnslu loðnuhrogna var
stór þáttur í framleiðslu fyrirtækisins
fyrstu árin, en Traust h.f. er nú 6 ára.
Þessi framleiðsla hefur nú aftur orðið
snar þáttur í framleiðslunni og þá fyrst
og fremst fyrir Noregsmarkað, þar
sem tækin hafa verið sett um borð í
loðnuveiðiskip og landstöðvar. Alls hafa
11 tæki farið út nú í vetur.
Norðmenn hafa sjálfir lagt mikla
fjármuni í þróun tækjabúnaðar til loðnu-
hrognavinnslu, að sögn Trausta. En nú
kaupa þeir orðið nær eingöngu búnað
frá Islandi eftir að mjög góður árangur
náðist s.l. vetur með tækjabúnaði frá
Traust h.f. Tæki þau sem um er að ræða
eru loðnukreistarar og loðnuhrogna-
skiljur með tilheyrandi dælubúnaði og
fleiri nauðsynlegum hlutum. Traust h.f.
hefur nú fengið einkaleyfi á þessum
tækjum í nokkrum löndum.
Loðnuhrognum hefur ekki verið safn-
að hér á landi undanfarin tvö ár, fyrr en
nú í vetur. Að sögn Trausta voru
fjölmörg fyrirtæki hér heima búin að
koma sér upp þeim búnaði sem til
hrognavinnslunnar þarf, þannig að hann
gerir ekki ráð fyrir mikilli sölu þeirra á
innanlandsmarkaði. Hann kvað þessum
tækjum þó ekki hafa verið komið fyrir í
neinum bát hér heima til þessa. Norskar
útgerðir, (sem einnig hafa barist í
bökkum) hafi getað lyft rekstrinum veru-
lega upp með hrognasöfnun. „í fyrra
seldum við t.d. tæki um borð í 3 norsk
skip. Hvert þeirra fékk á milli 200 og 250
tonn af hrognum, sem að verðmæti
námu frá 10 til 14 milljónum króna fyrir
hvert þessara skipa.
En hvers vegna fá íslenskir útgerðar-
menn sér ekki tæki í loðnubátana?
- Þeir virðast í enn meiri kröggum,
þannig að þeir geti ekki lagt út í þessa
fjárfestingu. Þarna kemur m.a. til að
Norðmenn voru miklu forsjálli varðandi
þessi stóru loðnuskip sín, sem einnig
veiða kolmunna og fleiri tegundir af
fiski. Þeir byrjuðu snemma á því að
frysta hluta af aflanum um borð til þess
að auka verðmæti þess hluta. Þeir hafa
því frystitæki um borð í mörgum sinna
skipa. Af íslensku bátunum er það
aðeins Eldborgin sem hefur frystitæki.
Á íslensku bátunum þyrfti því að leggja
í enn meiri fjárfestingu.
- Og borgar það sig ekki?
- Þótt þeir fengju sér öll þau tæki sem
til þarf, frystitæki meðtalin, þá er það
ekki nema um 5 millj. króna fjárfesting.
En þeir gætu fengið um 10 milljónir til
baka strax á fyrstu vertíðinni.
Traust h.f. framleiðir fjölmargar teg-
undir fiskvinnsluvéla auk þeirra fram-
annefndu. M.a. hefurfyrirtækiðhannað
og smíðað heilar vinnslulínur fyrir
rækjuvinnslu og hörpudiskvinnslu. Um
þessar mundir t.d. er verið að koma fyrir
rækuverksmiðju hjá Sæblik h.f. á Kópa-
skeri og hörpudiskverksmiðju hjá
Skagaskel h.f. á Hofsósi. Þegar þannig
eru boðnar heildarlausnir sagði Trausti
stærsta hlutann af tækjunum smíðaðan
hjá Traust h.f. Það þýði að smíðaðar séu
nýjar tegundir véla. M.a. nefndi hann
hreinsivél fyrir hörpudisk, sem þegar
hafi verið smíðaðar tvær af og rækju-
þvottavél. Af öðrum nýjungum nefndi
Trausti sáltdreifikerfi sem m.a. hefur
verið flutt út til Nýfundnalands og einnig
er i uppsetningu á Bakkafirði. Þessi tæki
sagði 1 rausti spara um 20-30% vinnuafls
við saltfiskverkun.
Þess má að lokum geta að Traust
framleiðir um 30 tegundir af tækjum og
búnaði ýmsum auk þess sem fyrirtækið
flytur inn um 20 tegundir af öðrum
tækjum.
- HEI.
■ Pat og Meg, Gísli Halldórsson
og Margrét Helga Jóhannsdóttir.
og verður af ástarsaga tveggja ung-
menna, sem blandast saman við ærsla-
fulla og öfgakennda atburðarás leiksins.
Sumir hafa spurt sem svo, hvort skáldinu
sé í mun að hæðast að frelsisbaráttu
þjóðar sinnar, en nær mun að ætla að
hann vilji með leikriti sínu sýna fram á
fáránleika styrjalda, sem ætíð bitni verst
á þeim sem síst skyldi. Behan skrifaði
nokkur verk eftir Gísl, en hann andaðist
1964 af völdum ofdrykkju.
í sýningu LR á Gísl að þessu sinni eru
að ýmsu leyti farnar nýjar leiðir. Tón-
listin er t.d. að öllu leyti flutt af leikurun-
um sjálfum auk tónlistarstjóra verksins,
Sigurði Rúnari Jónssyni, sem leikur á
ein 7 hljóðfæri í sýningunni og tekur
jafnframt þátt í því sem gerist á sviðinu.
Hljómsveitin sem leikur undir er að
öðru ieyti einvörðungu skipuð leikurum.
Það eru þau Gísli Halldórsson og
Margrét Helga Jóhannsdóttir, sem leika
hjónin í hjallinum Pat og Meg. Jóhann
Sigurðsson leikur breska hermanninn og
Guðbjörg Thoroddsen stúlkuna Teresu.
Önnur helstu hlutverk eru í höndum
Guðmundar Pálssonar, Hönnu Maríu
Karlsdóttur, Aðalsteins Bergdal og
Steindórs Hjörleifssonar.
Leikmyndin er verk ungs manns sem
ekki hefur starfað áður hjá LR, Grétars
Reyníssonar, en hann hefur gert leik-
myndir fyrir Nemendaleikhúsið og Al-
þýðuleikhúsið við góðan orðstír. Er ekki
að efa að leikmynd hans á eftir að vekja
athygli sýningargesta, en hún byggist
m.a. á því að salurinn er nýttur mun
meira fyrir sýninguna en venja er, þannig
hefur t.d. verið byggður gangur öðrum
megin frá sviði og upp á svalir.
-JGK
■ Kassaþvottavélar eins og við sjáum hér, eru meðal þeirra tækja sem
Traust h.f. framleiðir. _ Tímamyndir G.E.