Tíminn - 19.01.1984, Qupperneq 10

Tíminn - 19.01.1984, Qupperneq 10
11 umsjón: Samúel Öm Eriingsson Mótmæli ÍSÍ tekin til greina - ÍSÍ ræður sjálft samskiptum við Sovétríkin ■ í fréttabréfi Iþróttasambands fslands er sem kom út í desember, er eftirfarandi frétt birt: „Menntamálaráðuneytið sendi utan- ríkisráðuncytinu svofellt bréf fyrr í þessum mánuði: „í framhaldi af viðræðum og bréfa- skiptum við Utanríkisráðuneytið sam- þykkir þetta ráðuneyti fyrir sitt leyti, að íþróttasamband íslands verið framvegis hinn formlegi samningsaðili að sam- komulagi um íþróttasamskipti milli ís- lands og Sovétríkjanna með svipuðum hætti og tíðkast annars staðar á Norður- löndum." I’essi skipan mála er að ósk ÍSÍ, sem mótmælti því á sínum tíma, að íslensk stjórnvöld væru samningsaðili um íþróttasamskipti við Sovétrfkin." - Af fréttinni má Ijóslega sjá, að íþróttasamband íslands mun því fram- vegís semja formlega sjálft við íþrótta- forystu Sovétríkjanna um íþróttasam- skipti. - SÖE íslandsmót yngri flokka í blaki ■ Undirbúningur Blaksambands fslands, vegna íslandsmóts yngri ílokka, fcr senn í gang og væntir sambandið þálttöku scm flestra félaga og flokka. Þátttökutilkynningar þurfa að berast skrifstofu sambandsins fyrir 20. jan. ’84. Þau féípg sem ekki hafa fengið umsókn- areyðublað sent er bent á að hafa samband við skrifstofu BLÍ s: 86895 og er hún opin mánudaga - fimmtudaga milli kl. 17:00-19:00 Haukar áfram í bikamum ■ Haukar úr Hafnarfirði komust auð- veldlega áfram í Bikarkeppni Körfu- knattleikssambandsins um síðustu helgi, er þeir sigruðu Breiðablik í Digranesi 83-58. Haukarnir áttu aldrei í vandræðum með Kópavogsliðið, en það leikur í annarri deild og cr að mestu skipað leikmönnum frá Stykkishólmi. - SÖE. Jón kominn í Kópavoginn ■ Jón Oddsson, knattspyrnumaður frá ísafirði hefur nú endanlega gengið frá fclagaskiptum sínum yfir í Breiða- blik. Jón hefur æft með Breiðablikí frá f haust. - Ámundi Sigmundsson (sfirðingur hefur skipt í Víking, og Hrciðar Sig- tryggsson markvörður ísfirðinga hefur gerst leikntaður og þjálfari hjá Einhcrja á Vopnafirði. Það hefur því fækkað hjá ísfirðingum. -SÖE Maradona skoraði tvö ■ Dicgo Armando Maradona, knatt- spyrnugoð frá Argentínu lék sinn annan leik í röð með Barcelona um síðustu helgi, cftir hin langvarandi mciðsli er hann hlaut i haust. Maradona lék vcl, skoraði tvö mörk. Það dugði þó ekki til, Barcelona tapaði 2-4 fyrir Osasuna. -SÖE URSUTALEIKURI EM BEINT? — er inni í áætluninni segir Bjarni Felixson ■ „Úrslitaleikur Evrópukeppninnar í knattspyrnu í Frakklandi í sumar er inni í áætluninni sem við gerðum hér fyrir árið varðandi beinar sendingar", sagði Bjarni Felixson íþróttafréttamaður sjón- varpsins í gær, er Tíminn leitaði svara hjá honum um hve mikið af úrslita- keppni EM kæmi fyrir augu íslendinga á skjánum. „Það er nú svo stutt síðan að dregið var í riðla og leikdagar settir niður í keppninni, að ekki hefur verið gengið frá því úti, hvernig sjónvarpsdreifing frá keppninni verður. Þegar það verður Ijóst, getum við sagt til um þetta. En við gerðum ráð fyrir að sýna úrslitaleikinn beint, svo það gæti ræst, um hitt er erfitt að segja." sagði Bjarni. Bjarni sagði að það vandamál, að Frakkar nota annað kerfi varðandi út- sendingu í lit en íslendingar (samanber svarthvíta úrslitaleikinn á síðustu HM- keppni á Spáni), væri yfirstíganlegt vandamál, spurningin væri mest um 'hvernig dreifingunni frá keppninni yrði háttað. -SÖE MCENR0E VflUNN HEIMSMEISTARI valið stóð milli hans og Wilander ■ Þriggja manna dómnefnd Al- þjóðatennissambandsins kaus John McEnroe heimsmeistara í tennis í fyrradag. Úrslit atkvæðagreiðsl- unnar voru 2-1, en aðalkeppinautur McEnroes var að sjálfsögðu Svíinn Mats Wilander. Það er talið hafa vegið þyngst, að McEnroe vann í Wimbledon- keppninni í ár, svo og að McEnroe lagði Wilander á Grand-Prix-mót inu um síðustu helgi. Þeir höfðu mæst oft á síðasta ári, og Wilander lagði hann meðal annars á opna ástralska meistaramótinu fyrir stuttu. Þau orð Wilanders eftir keppn- ina í Ástralíu: „Ég er ekki enn orðinn bestur“, virðist því að mati dómnefndar Alþjóðasambandsins vera rétt. -SOE IgOI TTlldllUcr d VJIallU * IIA IIIUI stÍnmark VANN — Í76. sinn í Heimsbikarnum ■ lngemar Stenmark sigraði í 76. sinn í Heimsbikarkeppninni á skíðum í fyrra- dag, en þá var keppt í svigi í Sviss. Annar í sviginu varð Marc Girardelli frá Lux- emborg og þriðji Frans Grubcr frá Austurríki. Tvíburarnir bandarísku, Steve og Phil Malire, voru dæmdir úr keppni á mánu- Ingemar Stenmark dag í Sviss. Þá sigraði Steve, en vegna ruglings með rásnúmer voru þeir bræður dæmdir úr leik. Hafði Phil fengið bæði númerin fyrir keppnina, en látið Steve fá rangt númer. Marc Girardelli, sem varð annar, hlaut því sigurlaunin og fyrsta sætið, Paolo de Chiesa Ítálíu silfrið og Andreas Wenzel Liechtenstein bronsið. Girardelli, sem er mikill og sannur íþróttamaður heimsótti Steve Mahre um kvöldið og gaf honum verð- laun sín. Lítt þekktur Bandaríkjamaður, Bill Johnson, sigraði í bruni í Lauberhorn í Sviss um helgina. Annar varð Anton Steiner frá Austurríki, og þriðji Erwin Resch Austurríki. Andreas Wenzel frá Liechtenstein, sem náði 11. sæti í sviginu í fyrradag, er nú efstur í stigakeppni heimsbikarsins, með 130 stig. Pirmin Zurbriggen frá Sviss er annar með 122 stig, en hann féll í keppninni í fyrradag og hlaut ekki stig þar. Ingemar Stenmark er nú orðinn þriðji, hefur 109 stig. Systir Andrésar Wenzel, Hanni Wenzel, er nú efst í kvennaflokki, hefur þar 189 stig. Erika Hess frá Sviss er næst með 177 stig og þriðja Irene Epple V-Þýskalandi með 173 stig. -SÖE Hraurigangan vinnur a ■•-1 ■ Hraungangan, (Lavaloppet), sem Skíðasamband íslands ásamt Flug- leiðum og Ferðaskrifstofunni Úrval gekkst fyrir í fyrsta sinn á síðasta ári, verður haldin öðru sinni í ár, nánar tiltekið 7. aþríl. Gangan er nú haldin um hálfum mánuði síðar en í fyrra, ogeykur það líkur á því að gangan geti farið fram á tilsettum tíma, og að veður verði minna válynd en í fyrra. „Lavaloppet hefur unnið á, nú hafa þegar töluvcrt margir erlendir keppend- ur látið skrá sig, og við reiknum með cinum 200 útlendingum í gönguna", sagði Ástbjörg Gunnarsdóttir, ein af forráðamönnum göngunnar. - Eins og lesendur eflaust muna, varð að fresta göngunni í tvígang í fyrra og fór hún fram á eftirmiðdegi sunnudag, eftir að hafa átt að hefjast á laugardagsmorgni. „Það virðist vera að áhugafólk erlendis hafi beðið eftir því hvort slík ganga gæti yfirleitt farið fram á íslandi, og við höfum þegar fengið þátttakendur frá Frakklandi, en þaðan kom enginn í fyrra", sagði Ástbjörg. „Þá sendum við öllum þátttakendum síðustu göngu bréf." -SÖE PALL TRYGGÐI MtÖTTI JAFNTEFU GEGN KR — lokamínúturnar æsispennandi í 17:17 jafntefli ■ Páll Björgvinsson þjálfari og leik- maður Þróttar tryggði sínum mönnum jafntefli gegn KR 17-17 í 1. deild karla í handknattleik í gær, er hann braust í gegn og skoraði jöfnunarmark 16 sek- úndum fyrir leikslok. KR-ingar reyndu ■ að komast upp og skora sigurmark, en ekki vannst tími til að gera neitt, og jafntefli varð staðreynd. Leikurinn var ákaflega sveiflukennd- ur. Þróttarar réðu lögum og lofum á vellinum í byrjun, sóttu vel og léku vörnina framarlega. Konráð Jónsson fiskaði boltann af KR-ingum nokkrum sinnum, og Þróttarar komust í 5-0 á hraðaupphlaupum og vel útfærðum sóknum. Það var fyrst eftir 8 mínútna leik að KR-ingar komust á blað, Ólafur Lárusson kom inn á, og skoraði strax, og skömmu síðar gaf hann góða línusend- ingu sem gaf mark. Þróttarar komust í 8-4, en KR-ingar minnkuðu muninn í 6-8. Síðan sáust tölur eins og 9-6, 9-7, 10-7 og 11-8 í hálfleik. í síðari hálfleik komu KR-ingar hins vegar ákveðnir til leiks, og léku vörnina grimmt. Reyndar kostaði það nokkrar brottvísanir, en með ákveðinni leik- stjórn Vujinovics þjálfara á bekknum tókst þeim að saxa á forskot Þróttar, og komast í 12-11. Þróttarar jöfnuðu 12-12, en síðan skoruðu KR-ingar 3 mörk, 15-12. Þá kom 13-15 og 13-16. Þróttarar minnkuðu muninn í 15-16, en KR komst í 17-15. Þrótturum tókst síðan að jafna ■ Jón Erling Ragnarsson kominn í gegn i leik FH og Víkings. Sigurður Gunnarsson til varnar, og FH fékk viti. Jón Erling lék mjög vel í Ieiknum, skoraði 4 mörk og fiskaði tvö vítaköst. Ellert Vigfússon stendur í marki Víkinga á myndinni. Tímamyndir Árni Sæberg. í lokin, með góðum mörkum Gísla Óskarssonar úr horninu, og marki Páls í lokin. Leikurinn var þokkalegur í fyrri hálf- leik, en í síðari hálfleik varð hann tóm vitleysa. Dómararnir höfðu ekki tök á leiknum, Þróttarar voru ráðlausir í spkninni, svo að þegar hálfleikurinn var hálfnaður höfðu þeir aðeins skorað 2 mörk. KR-inga munaði mest um góða leikstjórn júgóslavneska þjálfarans, sem. kippti mönnum óspart útaf ef þeir voru of æstir í sókninni. Þannig fékk Jakob Jónsson aðeins að taka vítaköst, eftir eitt ótímabært skot í síðari hálfleik. Þróttarar eru mikið að koma til, það sýndu þeir í fyrri hálfleik. En í síðari hálfleik datt botninn úr spilinu. Bestu menn liðsins voru Pálarnir tveir, og Lárus Lárusson átti frábæra kafla í fyrri hálfleik. Liðsheildin var besta vopn KR-inga, en langbesti maður þeirra var Jens Einarsson, sem varði eins og ber- jserkur í síðari hálfleik. Þá var Friðrik góður, þó hann væri útilokaður í lokin. Mörkin: Þróttur: Páll Ólafsson 5/1, Páll Björgvinsson 3, Gísli Óskarsson 3, Lárus Lárusson 3, Birgir Sigurðsson 2/1, og Konráð Jónsson I. Ásgeir Einarsson varði 10 skot. KR: Jakob Jónsson 6/4, Guðmundur Al- bertsson 3/1, Jóhannes Stefánsson 3, Ólafur Lárusson 2, Gunnar Gíslason 2, Haukur Geirmundsson 1. Jens Einarsson varði 10 skot, þar af 7 í síðari hálfleik. Gísli Felix Bjarnason varði eitt víti hjá Páli Ólafssyni. Dómarar voru Rögnvaldur Erlingsson og Sigurður Baldursson, og misstu þeir öll tök á . leiknum í síðari hálfleik. Voru sumir dómar Iþeirra harla torskildir. -SÖE Erfitt hjá Liverpool náði jöfnu við Sheffield Wednesday í mjólkurbikarnum VlKINGAR V0RU EKKI NÚGU STERKIR GEGN FH — FH sigradi 24:19 og hefur enn fullt hús ■ Víkingar voru ekki nógu sterkir í síðari hálfleik, til að ógna FH-ingum verulega í leik liðanna í 1. deild karla á íslandsmótinu í handknattleik í gærkvöld. Eftir að Víkingar höfðu jafn- að í byrjun síðari hálfleiks náðu FH-ing- ar fjögurra marka forskoti, og það tókst Víkingum aldrei að brúa. Úrsiitin 24-19, eftir að FH hafði haft yfir 11-9 í hálfleik. Víkingar byrjuðu af krafti, og komust í 5-3, en áður var jafnt á öllum tölum,- FH-ingar jöfnuðu 5-5, en Víkingarkom- ust í 8-6. Þá varði Haraldur Ragnarsson vítakast hjá Steinari Birgissyni, Steinar náði boltanum aftur en aftur varði Haraldur. Síðan komu fjögur FH mörk í röö. Ungur nýliði í liði FH, Jón Erling Ragnarsson skoraði þá þrjú mörk í röð úr hraðaupphlaupum, en Ellert Vigfús- son markvörður hélt Víkingum á floti með því að verja tvisvar hjá Þorgils Óttari í hraðaupphlaupum. Víkingar héldu í við FH fram að hálfleik, staðan þá 11-9. í síðari hálfleik kom kaflinn sem áður var lýst, Víkingar jöfnuðu 11-11, en FH komst í 15-11. Víkingar náðu aldrei að minnka þennan mun að ráði, og var munurinn frá 3 upp í 5 mörk til loka. Leikurinn var skemmtilegur, sérstak- lega í fyrri hálfleik, en í síðari hálfleik gerðu menn sig seka unr mikla fljótfærni oft og tíðum. Víkingar gætu, með agaðri leik verið töluverð ógnun öllum liðum í úrslitakeppninni í vor, en þá verður i stöðugleiki í leik liðsins að aukast. Sigurður Gunnarsson var þeirra besti maður í þessum leik í fyrri hálfleik, en gat lítið beitt sér í þeim síðari, var þá! tekinn úr umferð. Þá þegar FH hafði, fjögurra marka forskot kom Viggó Sigurðsson fyrst inn á, hann hefur átt við meiðsli að stríða undanfarið, og gerði mjög góða hluti, skoraði 3 falleg mörk ■ Staðan í 1. deild er nú þessi eftir leikina í gær: Víkingur - FH ...........19-23 Þróttur - KR ............17-17 Staðan: FH .......... 11 11 0 0 331-198 22 Valur....... 11 8 1 2 244-215 17 Víkingur .. 11 6 0 5 257-239 12 Þróttur .... 11 4 3 4 236-249 11 KR .......... 11 4 2 5 134-188 10 Stjarnan... 11 4 1 6 213-256 9 Haukar .... 10 1 1 8 195-249 3 KA ....... 10 0 2 8 176-224 2 og var aðalsprauta liðsins. Bestur Vík- inga var þó Ellert Vigfússon sem varði mjög vel. - Lið FH var jafnt, og mest kom á óvart Jón Erling Ragnarsson. Var hann einn besti maður liðsins, og á framtíðina fyrir sér. Þá var Kristján góður og Guðmundur Magnússon, og Hans lék agaðan leik sem telst honum mjög til tekna. Haraldur góður í mark- inu. Mörkin: FH: Kristján Arason 6/3, Atli Hilmarsson 4, Þorgils Óttar 4, Jón Erling 4, Guðmundur Magnússon 2, Hans Guðmunds- son 2, Sveinn Bragason I og Pálmi Jónsson 1. Haraldur Ragnarsson varði 12 skot, þar af 2 víti og Sverrir varði eitt vítakast. Víkingur: Sigurður Gunnarsson 6, Steinar Birgisson 4/2, Viggó Sigurðsson 3, Hörður Harðarson 3/2, Guðmundur Guðmundsson fyrirliði 2, og Karl Þráinsson 1. Ellert Vigfússon varði 13 skot. Dómarar voru Þorgeir Ólafsson og Guð- mundur Kolbeinsson, og misstu þeir leikinn alveg úr höndum sér. -SÖE ■ Liverpool, topplið fyrstu deildar á Englandi komst í krappan dans í fyrra- kvöld í Sheffleld, þegar liðið mætti þar toppliði annarrar deildar, Sheflield Wednesday á Hillsborough í 8 liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Jafntefli varð 2-2, og máttu leikmenn Liverpool prísa sig sæla með það. Þá sló Aston Villa Norwich út, vann 2-0 í Norwich, og er kontið í undanúrslit. Leikur Sheflield Wednesday og Liver- pool þótti skemmtilegur á að horfa, og mikið fjör í leikmönnum þrátt fyrir erfitt færi. Steve Nicol náði forystu fyrir Liverpool á21. mínútu, en Gary Megson jafnaði fyrir heimamenn tíu mínútum síðar með skalla. - Gary Bannister náði svo forystu fyrir heimamenn á 51, mín- útu með föstu skoti sem fór í varnarmann og inn. Phil Neal jafnaði fimm mínútum síðar, úr vítaspyrnu sem dæmd var er Ian Rush var felldur. 49 þúsund manns fylgdust með leiknum, og er talið að uppselt verði á Anfieid Road í næstu viku, þegar liðin mætast að nýju. Gary Shaw og Paul Rideout skoruðu fyrir Aston Villa gegn Norwich, og hafa nú þessi lið skipt með sér bróðurlega genginu í bikarkeppnunum tveimur. Norwich sló Aston Villa út úr bikar- keppninni fyrir viku, og nú sló Aston Viila Norwich út úr Mjólkurbikarnum. Einn leikur var í 1. deildinni í fyrra- kvöld, Queens Park Rangers burstuðu Stoke 6-0 á Loftus Road. Jeremy Char- les 2, Simon Stainrod, John Gregory, Ian Stewart og Mike Fillery skoruðu. A mánudagskvöld voru tveir leikir í ensku bikarkeppninni. Þau óvæntu úrslit urðu þá að 4. deildarlið Scunthorpe sló Leeds United út, en þetta var þriðja ,4/iðureign liðanna, og var leikið á Elland Road í Leeds. Scunthorpe vann 4-2, framkvæmdastjóra sínum, Leedsaran- um fyrrverandi Allan Clarke, til mikillar gleði, Mikc Brolly, Steve Cammack, Mike Lester og Tommy Graham skoruðu fyrir Scunthorpe, en Tommy Wright og Andy Ritchie fyrir Leeds. Þá sigraði Co.ventry Wolves 3-0, Graham Withey tvö og Steve Hunt skoruðu mörkin. _sÖE FILL0N TIL FLAMENG0 ■ Ubaldo Fillol, markvörður landsliðs Argentínu í síðustu þremur Heimsmeist- arakeppnum í knattspyrnu, er nú kom- inn til Brasilíu, og leikur þar með hinu fræga liði Flamengo, sem er einmitt liðið sem hinn frægi kappi, Zico, lék með áður en hann fór til Ítalíu að gera garðinn frægan. Það tók Flamengo marga mánuði að komast að samkomu- lagi við argentíska félagið Argentinos Juniors, um kaup á kappanum. Juniors þurftu nefnilega lítið á pcningum að halda, eftir stóru söluna á kappanum Maradona. Flamengo fékk Fillol, sem er 32 ára, fyrir 300 þúsund sterlingspund, en það nemur 12 milljónurh íslenskra króna, og vel það. Fillol er, að því er sparksér- fræðingar syðra telja, ánægður með þessi skipti, þar eð honum leiddist orðið lífið í knattspyrnunni í Argentínu. Hann lék flesta leiki sína fyrir félagið River Piate. en eftir miklar deilur hans við stjórn félagsins, var hann á endanum seldur til Argentínos Juniors fyrir fimm og hálfa milljón króna. Þannig hafði hann aðeins leikið 17 leiki mcð Juniors, af sínum 458 í 1. deild í Argentínu. Það er enginn vafi á, að Flamengo hefur gert góð kaup, svo fremi sem hægt er að tala um slíkt ( heimi knattspyrn- unnar og þeirra ofsafjárhæða sem þar viðgangast. Fillol lék með Argentínu í þremur HM keppnum, að vísu vara- markvörður í þeirri fyrstu. Hann hefur varið flestar vítaspyrnur allra markvarða í 1. deild í Areentínu. 26 alls, -SÖE Þördís Þórdís jafnaði Islandsmetið ■ Þórdís Gísladóttir hástökkvari úr ÍR jafnaði íslandsmet sitt í hástökki innanhúss um síðustu helgi á frjálsíþróttamóti í Ottawa í Kanada. Þórdís varð 3. í hástökk- inu á mótinu, Bandaríkjastúlkan Louise Ritter sigraði,_ stökk 1,96 metra, og Debbie Brill frá Kanada varð önnur með 1,88 metra. Þessi árangur Þórdísar sýnir að hún er til alls líkleg í hástökkinu í sumar. Þórdís á góða möguleika á að komast á Ólympíuleikana í Los Angeles í sumar, og komist hún yfir 1.90 metra fyrir vorið, á hún talsverða möguleika á að komast í írslit þar. ~SÖEpJ Leikið við Wales í september ’84 - í undankeppni HM í knattspymu ■ Fyrir nokkru var raöaðniður leik- dögum í 7. riðli undankeppni Heims- meistarakeppninnar í knattspymu, en þar leika íslendingarásamt Walcsbúum, Skotum, og Spánverjum. Það er greini- legt að meiri fyrirhyggja hefur verið höfð á niðurröðuninni af Itálfu íslend- inga en oft áður, og dagsetningar leikj- anna segja einnig til um það. Þannig leikum við fyrsta leik okkar í september í haust hér heima við Walcs, en síðan eru leikir í október og nóvember á þessu ári, ogsvo í maí, júní og septembcr árið 1985. Leikirnir eru scttir þannig á; A-landsliðið: 12-09-1984: Ísland-Wales, 17-10-1984: Skotland-ísland, 14-11-1984: Wales-ísland 28- 05-1985: Ísland-Skotland, 12- 06-1985: Ístand-Spánp, 25-09-1985: Spánn-ísland. 21 árs og yngri: 11-09-1984: Ísland-Wales, 16-10-1984: Skotland-ísland 13- 11-1984: Wales-ísland 29- 05-1985: Ísland-Skotland, 11-06-1985: (sland-Spánn, 24-09-1985: Spánn-ísland. Leikdagarnir í september, oktöber og nóvember cru aö (íkindum í samræmi við leikdaga Belga og V-Þjóðverja, og leikdagarnir í endaðan mai og byrjun júní eru þegar atvinnumennirnir eru nýkomnir í sumarfrí, svo svipuð vanda- mál og stundum hafa komið upp varð- andi atvinnumennina, ættu að vcra úr sögunni. - SÖE Öðlinga og Æðstaflokks- mót TBR ■ Mcistaramót TBR í Öölinga- og Æðstaflokki verður haldið í húsi TBR sunnudaginn 22. janúar n.k. Hefst keppnin kl. 14.00. Kcppnisrétt í Öðlingaflokki hafa allir þeir sem náð hafa 40 ára aldri á mótsdegi, og keppnisrétt í Æðstaflokki hafa allir sem náð hafa 50 ára aldri. Mótsgjöld eru kr. 250 í einliðaleik og kr. 200 í tvíl/tvenndarleik. Þátttökutilkynn- ingar skulu berast til TBR í síðasta lagi fimmtudaginn 19. jan. n.k. Mafe vann Lattany í tvígang ■ Ungur 17 ára strákur frá Bretlandi gerði sér lítið fyrir um helgina og sigraði Bandaríkjamanninn Mel Laltany tvisvar í 200 metra hlaupi á breska meistaramót- inu í frjálsum íþróttum innanhúss. Strákurinn, Ade Mafe vann Lattany í undanrásum á föstudagskvöld, og svo aftur í úrslitahlaupinu á laugardag. Mafe setti nýtt breskt innanhúsSmet í undan- rásunum, hljóp á 21,28 sek, en tókst ekki að slá þaö í úrslitunum. -SÖE Lási farinn ■ Sigurlás Þorleifsson. markaskorar- inn mikli frá Vestmannaeyjum í knatt- spyrnu og handknattleik, er farinn til Svíþjóðar, þar sem hann mun leika með Solna Vasalund í sumar í 2. deild. Sigurlás hélt til Syíþjóðar á mánudag ásamt fjölskyldu sinni. -SÖE

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.