Tíminn - 05.02.1984, Síða 10

Tíminn - 05.02.1984, Síða 10
10 SUNNUDAjGUR 5. FEBRÚAR 1984 staðið var að því að koma þessum reglum á. Nanna: Þær voru auglýstar og fundur- inn var einnig auglýstur. Ársæll: Já, þær voru auglýstar, en það var ekki auglýst, að það ætti að setja reglur, heldur var tilkynnt að umræðu- efni fundarins yrði takmörkun reykinga. En varðandi það sem Ingólfur var að segja héma áðan með svokallað lág- klássaháttarlag, þá vil ég gjarnan koma að athugasemd um það. Við verðum vitanlega að hafa í huga, að maðurinn sem ekki þarf að hafa áhyggjur af efnalegri velmegun, hefur það gott, engar áhyggjur, ekkert stress; hann þarf síður á sígarettum að halda til að dempa stressið. Fólk er ekki að þessu beinlínis til að fá bronkítis, krabbamein eða aðra sjúkdóma. Það er að þessu til að slappa af og líklegt, að þeir sem eru stressaðir og áhyggjufullir, leiti fremur í þetta en aðrir. Blm: En þú ert ekki ósáttur við reglurnar sem slíkar? Ársæll: Það er búið að koma inn hjá okkur reykingamönnum svo mikilli blygðunartilfinningu (almennur hlátur meðal fundarmanna). Maður er svo hryllilegur sóði og dóni og allt þar fram eftir götunum, að maður þorir ekki fyrir sitt litla líf að mótmæla þessu. Nanna: Hvernig finnst ykkur þessi breyting varðandi borðstofuna. Nú má ekki reykja í matsalnum lengur, nema í krók sem er innar. Jónína: Mér finnst það alveg sjálfsagt, að fólk sé ekki að reykja yfir öðru fólki, sem er að borða. Ég reyki sjálf, en mér finnst þetta sjálfsögð kurteisi. Sjálfri finnst mér óþægilegt að reykt sé framan í mig þegar ég er að borða. Nanna: En mér sýnist nefnilega, að 'þetta sé nokkuð vel virt. Fólk reykir ekki lengur í matsalnum, heldur fer inn í krókinn innaf til að reykja. Margrét: Já, fólk læðist inn í krókinn til að gera syndir sínar. Blm: En hvað viljið þið segja um hinn siðferðilega þátt. Nú er viðurkennt, að reykingar eru hættulegar heilsu manna og hjúkrunarfólk vinnur við heilsuvernd og hjúkrun. Ber því ekki siðferðileg skylda til að ganga á undan með góðu fordæmi og hætta að reykja? Sjálfsagt mál Ingólfur: Mér finnst það alveg sjálf- sagt mál, að heilbrigðisstéttirnar geri það. Þetta eru ríkisstarfsmenn, sem ■ Læknir læknaðu sjálfan þig, stendur á góðum stað. Eiga læknar og hjúkrunarfólk að hyggja betur en aðrir að heilsu sinni? Ber þeim að ganga á undan í heilsuvernd og fyrirbyggjandi aðgerðum í því efni? Eigum við til dæmis að gera þá kröfu til heilbrigðisstétt- anna að þær neyti ekki tóbaks og annarra vímuefna, sem sannanlega eru skaðleg heilsu manna? Eigum við að gera þessar kröfur með tilvísan til þess að heilbrigðisstéttirnar hafi víðtæka þekkingu í þessu efni og sjái á hverjum degi afleiðingarnar af notkun t.d. tóbaks? Eða erum við að gera of miklar kröfur til fólks í einni starfsgrein með óskum af þessu tagi? Reykingar á heilbrigðisstofnunum hafa um alllangt skeið verið deilumál og sýnist sitt hverjum eins og á öðrum vinnustöðum, þar sem fólk skiptist í reykingamenn — og hina. Víða erlendis hafa á undanförnum árum verið gerðar róttækar breytingar einmitt á þessum stofnunum í þá átt að takmarka mjög reyking- ar og leitast við að tryggja betur en áður réttindi þeirra, sem vilja ómengað andrúms- loft. Einnig hér á landi er nú verið að vinna að breytingum í þessu efni og geta má þess, að fyrir Alþingi liggur nú frumvarp þar sem gengið er einmitt í þessa átt þ.e. að takmarka reykingar á opinberum vinnustöðum vegna þeirrar heilsufarsáhættu, sem þeim er talin fylgja. Helgar-Tíminn leitaði eftir því á dögunum að fá að ræða þessi mál við hóp starfsfólks á Kleppsspítala og var þeim tilmælum vel tekið. Við upphaf samstarfsfundar á deild 1 var málefnið reykingar tekið fyrir á fimmtudag sl. og það alls ekki í fyrsta sinn. Á þeirri deild reykja flestir sjúklingarnir og um helmingur starfsfólks. Það var Ingólfur Sveinsson, sem hóf umræðuna með því að segja okkur frá breytingum á reglum varðandi reykingar, sem innleiddar voru á sjúkrahúsinu í nóvember á síðasta ári. Ingólfur; Þannig er, að ég vinn svolítið uppi á Reykjalundi og ég komst að því, að starfsfólk þar hafði samþykkt að takmarka mjög reykingar þar, enda var það mjög eðlilegt miðað við það, að þetta húsnæði var upphaflega notað fyrir SIBS, samband íslenskra brjósthols og berklasjúklinga. Þannig var, að sjúkra- hússtjórnin fékk í hendurnar mjög ákveðnar tillögur og með hjálp starfs- mannaráðs og lækna tókst að koma saman reglum, þar sem reykingar voru mjög takmarkaðar. Það var t.d. ekki leyft að reykja á göngum og í sameigin- legum setustofum; það var hins vegar leyfilegt að reykja á vissum stöðum og það kom í hlut hjúkrunarfræðinga að ákveða einn stað þar sem leyfilegt væri að reykja á deild. Sjúklingum var ekkert leyft að reykja á herbergjum sínum nema í undantekningartilvikum og svo mætti halda áfram. En þetta var að mínu áliti mjög róttæk breyting, sem þarna var gerð og ég veit ekki annað en hún hafi tekist mjög vel. Öskubakkarnir voru eftir það ekki samkvæmisstaðir hússins. Áður var þetta eins og í indversku þorpi, þar sem brunnurinn er samkomustaðurinn. Öskubakkarnir gegndu þó einmitt þessu hlutverki. Nú, við tókum þessar reglur hér til umræðu og kynntum þær. Lögðum þær síðan fram í starfsmannaráði og sam- þykkti um þrjátíu manna fundurreglurn- ar með yfirgnæfandi meirihluta. Um tuttugu og fimm manns greiddu atkvæði með breytingunum. En það sem hvatti mig reyndar veru- lega ti! að fara út í þetta var m.a. það, að hér voru ungir læknar, áhugamenn gegn reykingum og höfðu reyndar verið það allan tímann, sem þeir voru nemar og síðan læknar. Þeir kvörtuðu sáran yfir því, að á vinnustöðum eins og vaktherbergjum t.d. að þar væri svo mikil svæla, að óþolandi væri að hafast þar við. Þeir söfnuðu undirskriftum einir tólf saman og þessar undirskriftir hafði starfsmannaráðið einmitt í höndum, þegar það hóf aðgerðir í málinu. En það sem ýtti þó kannski mest á eftir mér var að hingað kom annar maður frá Svíþjóð. Hann sagði okkur frá því, að á heilbrigðisstofnunum í Svíþjóð væri matsalnum skipt í tvennt, annars vegar reykingafólk og hins vegar þeir, sem ekki neyta tóbaks. Síðan væru venjulega tvær setustofur. Önnur fyrir þá sem svæla. Hin fyrir þá sem vilja anda að sér hreinu lofti. Þess vegna var hann mjög hissa þegar hann kom hingað og fannst í rauninni sem hann væri að fara mörg ár aftur í tímann, hvað reykingum viðkom og réttindum þeirra sem ekki svæla. Forheimskun Uppi á deildinni hjá okkur reykir hver einasti sjúklingur nema einn. Ég held að það sé andlega mjög mikil forheimskun að reykja. Sígarettan er deyfandi lyf. Og ég þekki það mjög vel sem geðlæknir, að hvenær, sem sjúklingur er að nálgast eitthvert efni, sem hann er órólegur með eða sem er tilfinningalega tengt, þá kveikir hann sér í sígarettu, ef hann reykir. Þetta þýðir m.a. það, aðsjúkling- urinn vinnur aldrei úr sínum málum. Fólk er því endalaust að jórtra á sínum málum með hjálp sígarettunnar. Fyrir utan það, að reykingar koma af stað sjúkdómum eins og krabbameini, ef reykt er nógu lengi. Mig langar til að minnast á, að ég sá kvikmyndina South Pacific fyrir skömmu. Ég fór þá að velta fyrir mér reykingarvenjum íslendinga, sem mót- uðust mikið á tímum seinni heimsstyrj- aldarinnar. Þá stóðu töffararnir gleiðir með sígaretturnar, svelgdu í sig reykinn og 'fleygðu svo stubbunum frá sér, hvar sem þeir stóðu. Þetta gera íslendingar enn þann dag í dag. Ég held, að í þessu efni séum við í rauninni langt á eftir siðuðum vestrænum þjóðum. Og þennan sóðaskap vil ég kalla „lágklassaháttarlag". Ég hika ekkert við að nota þetta orð, lágklassaháttarlag, því það hefur verið gerð athugun á þessu og þá kemur í ljós meðal erlendra þjóða, að meðal þeirra sem reykja eru færri sem eiga sitt eigið húsnæði. Fólk er í lægri tekjuflokkum og með minni menntun að jafnaði. Þannig að lágklassaháttarlag á einmitt við í þessu efni. Þessu sjónarmiði þurfum við m.a. að koma inn í um- ræðuna í skólunum, að það sé ekkert fínt að reykja. Og sonur minn hefur m.a. sagt mér, að þetta viðhorf sé nokkuð að ryðja sér til rúms innan skólans eftir að fræðslan hófst þar innan veggja um skaðsemi reykinga. Arna: En reykir þú ekki sjálfur? Ingólfur: Jú, ég á það til að reykja sjálfur, kannski þrjár fjórar sígarettur. En ekki hvar sem er. Það finnst mér andstyggð og dónaskapur. Blm: Er einhver hér inni sem er mjög ósáttur við það að reykingar voru mjög takmarkaðar hérna? Ársæll: Ég vil fyrst segja það, að ég var ekki ánægður með það, hvernig REYKINGAR A HEILBRIGÐIS- „LÁGKLA Á hjúkru og Texti: Þ.H. Myndir: G.E.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.