Tíminn - 05.02.1984, Síða 15

Tíminn - 05.02.1984, Síða 15
SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1984 „Módir María“ í MÍR-salnum Sunnudag, 5. febrúar kl. 16, verður ný sovésk kvikmynd sýnd í MlR-salnum, Lind- argötu 48. Þetta er myndin „Móðir María", gerð á síðasta ári undir stjórn Sergei Kolos- ovs. Sovétmenn buðu þessa mynd fram til sýningar á kvikmyndahátíðinni hér í Reykja- vík nú í febrúar . en framkvæmdastjórn hátíðarinnar hafnaði myndinni á þeirri fors- endu að hún stæðist ekki þær listrænu kröfur, sem gera yrði til kvikmynda á hátíðinni. I „Móðir María" segir frá rússnesku skáld- konunni Elísabetu Kúzminu-Karavaévu, sem fluttist frá heimalandi sínu meðan á borgarastríðinu í Rússlandi stóð eftir Októ- berbyltinguna. A fjórða áratug aldarinnar gerðist hún nunna í París, tók sér nafnið María og helgaði sig líknarstörfum. 1 síðari heimsstyrjöldinni tók hún virkan þátt í störfum frönsku andspyrnuhreyfingarinnar, en á árinu 1943 handtóku nasistar hana og í 2 ár var hún í haldi í hinum alræmdu fangabúðum í Ravensbrúk. Móðir María var tekin af lífi í marsmánuði 1945 - hún fórnaði eigin lífi til að bjarga ungum meðfanga sínum. Með aðalhlutverkið í kvikmyndinni fer Ljúdmila Kasatkina, sem lék m.a. í mynd- inni „Mundu nafnið þitt" er sýnd hefur verið íMIR-salnum. Vináttufélag íslands og Kúbu: Nú eru liðin 25 ár síðan skeggjaðir skæruliðar undir forystu Fidels Castro óku sigurvögnum inn í Havanaborg við gífurleg fagnaðarlæti almennings. Af því tilefni senda vináttufélög Norðurlandanna (íslands, Noregs, Finnlands, Svíþjóðar og Danmerkur) og Kúbu frá sér eftirfarandi ályktun, sem sam- þykkt var á árlegum Norrænum fundi félag- anna í Kaupmannahöfn dagana 7. og 8. janúar s.l.: Sigurinn yfir Batista einræðisherra var undanfari róttækustu þjóðfélagsbyltingar sem orðið hefur í nokkru landi eftir seinni heimsstyrjöldina. Árangur Kúbumanna á sviði mennta- og heilbrigðismála á þessum 25 árum hefur vakið aðdáun um allan heim. Ólæsinu, sem náði til einnar milljónar manna, hefur verið útrýmt og nú eiga allir landsmenn kost á níu ára skólagöngu. Komið hefur verið á heilsugæslukerfi með ókeypis lækna- og sjúkrahúsaþjónustu fyrir alla, og meðalævin hefur lengst úr 52 árum í 73. Efnahagslega og pólitískt hafði byltingin í för með sér frelsun undan þeim yfirráðum sem Bandaríkin höfðu á eynni frá 1898 til 1959. Sú frelsun hefur átt sér stað þrátt fyrir 25 ára linnulausa áreitni af hálfu nágrannans vold- uga í norðri. Og nú, þegar fleiri ríki í Mið-Ameríku eru að varpa af sér oki banda- rískrar heimsvaldastefnu og Reagan situr í torsetastóli, færist hin bandaríska áreitni í aukana. Nýjasta sönnun þess er innrás Banda- ríkjamanna í litla eyríkið Grenada. Þar beittu þeir vopnum til að gera að engu nýtt samfélag, sem kúbanskir læknar, tækni- fræðingar og byggingarverkamenn aðstoð- uðu við að byggja upp. Kúba er ekki aðeins fordæmi fyrir öll þróunarríki sem berjast við að útrýma eymd og volæði og losa sig úr klóm heimsvalda- stefnunnar - Kúbumenn styðja þessi ríki í verki með því að veita þeim efnahagslega og mannúðlega aðstoð. Síðast en ekki síst eru Kúbumenn eljusamastir baráttumanna fyrir því að kröfur þróunarríkjanna um nýja og réttláta efnahagsskipan í heiminum nái fram að ganga. Samstaða með og stuðningur við Kúbu er samstaða með og stuðningur við þessi markmið, og jafnframt framlag til baráttunn- ar gegn þeirri herskáu stefnu sem Banda- ríkjamenn reka, ekki aðeins gegn Kúbu, heldur og gegn öllum löndum Mið-Ámeríku. Lífið á Kúbu er í engu samræmi við þá skrumskældu mynd sem fjölmiðlar auðvalds- ins kappkosta að halda að almenningi í löndum okkar. Besta ráðið gegn þessum andkúbanska áróðri og tii að styrkja sam- stöðuna með Kúbu er heimsókn til Kúbu, og því hvetjum viö fólk í löndum okkar til að fara þangað og sjá með eigin augum hvað áunnist hefur - annaðhvort sem ferðamenn eða þátttakendur í hinum vinsælu, árlegu, norrænu vinnuferðum - Brigada Nordica. II Þessi vél mun spara húseigendum ó Islandi milljónir kióna.." Viö höfum tekiö í notkun vélasamstæðu sem hefur í för meö sér byltingu í fúavörn glugga, dyrabúnaöarog klæðningar. Hér er um aö ræöa GORI-vac 6002 - mjög fullkomið fúavarnarkerfi sem gerir okkur mögu- legt aö bæta enn gæöi framleiðslu okkar. Við undir- og yfirþrýsting erfúavarnarefnum þrengt djúpt inn í viðinn sem verja hann síðan gegnrakaog fúa. Fúavarnarvökvinn sem viö notum er olíuuþþ- lausn og nýtist hann því einnig sem grunnurog auöveldar frekari vinnslu viöarins. Viöur sem hefur veriö fúavarinn meö olíuupp- lausn hrindir frá sér vatni - rúmmálsbreytingar veröa síöur á honum, en þær orsaka m.a. sprungur. í þessu sambandi skal tekið fram að viö notum ekki vatnsuppleystfúavarnarefni og þarfnast viöurinn því ekki þurrkunar eftir fúavörnina. Hvers vegna þarf fúavörn? Gluggar og útihurðir á íslandi veröa fyrir miklu álagi vegna raka- og hitabreytinga sem orsaka m.a. fúa, rúmmálsbreytingar og sprungur. Skemmdir þessar kosta húseigendur milljónir krónaárlega. Stuttur líftími glugga og útihuröa kosta hús- eigendur-ogþjóöarbúið-miklarfjárhæðir, bæöi vegna innkaupa og viðgerðarkostnaðar aukallraóþæginda. Nær gagnvörn djúp inn í viðinn? J --i-í J L Viönum erkomiö fyrirí tanknum sem síöan erlokað. Undirþrýstingi er komiö á. Tankurinn er fylltur fúa varnarlegi þar til flýturyfir allt timbur. Undirþrýst- ingur er ítanknum meðan á áfyllingu stendur. Þvinæst er undirþrýstingi aflétt og yfirþrýstingi komið á iákveðinn tima. "tJt 1 Y1W Tankurinn er tæmdur af vökva. Undirþrýstingi erkomið á að nýju tilþess aðná úrlöðrandi viðnum þeim fúavarnarvökva sem hann getur ekki nýtt sér. Timbrið erað þessu loknu næstum þurrt viðkomu. UJUJ Undirþrýstingi er aflétt. Tankurinn eroþnaður. Viðurinn ertekinn úr tanknum. Fúavörnin hefurtekið umþað bil 45minútur. Á undanförnum árum höfum viö stööugt unnið aö endur- bótum framleiðslunnar. Meö þvíaötaka í notkun fúavarnarkerfið frá GORI-vac stígum viö stórt skref í gæðamálum. Stórt skref, sem mun spara viðskipavinum okkar milljónir króna á komandi árum. Viðarbútarnirhafaveriðlagðir í uþþlausn sem gefurfúavörninni dökkan lit. Á myndunum sést að fúavörnin nærdjúpt inn i rysjuna, gljúpasta hluta viðarins. óháður eftirlitsaðili á gagnvöru: Iðntæknistofnun Islands glugga og hurðaverksmiðja Njarðvík. Sími 92-1601. Söluskrifstofa í Reykjavík: Iðnverk hf., Nóatúni 17. Símar 91-25930 og 91-25945. DATSUN Laugardag og sumtudag kl. 2-5. IVISSAN “ 5UBARLI — "Í/Ufuttnu^ — l r„ Ir n If i VERIÐ VELKOMIN - AUÐVITAÐ VERÐUR HEITT A KÖNNUNNI ins'var Helgason h f. SÝNINGARSALURINN/RAUÐAGERÐI S33560

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.