Tíminn - 05.02.1984, Side 22

Tíminn - 05.02.1984, Side 22
22 SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1984 ■ Stórfelld umskipti á högum dagblaðsins Tímans hafa víst ekki farið framhjá neinum, svo mikið sem um þau hefur verið fjallað í f jölmiðlum að undanförnu. En margt af því sem skrifað hefur verið um þessar nauðsynlegu breytingar er ákaflega villandi, sumt af því beinlínis fjarstæðukennt og rangt með farið. Undarlegust og fjærst öllum sanni er grein sú, sem einn af blaðamönnum Tímans reit í sitt eigið blað þann 28. janúar síðastliðinn og er þar vegið að ýmsum, heldur ómaklega. Um áramótin 1982-83 samdi ég örstutt yfirlit um rekstur blaðsins, æskilegar breyt- ingar og framtíðarhorfurnar almennt. í þetta sinn finn ég mig knúinn til þess að gera grein fyrir þessum efnum í mun ítarlegra máli en ella. Ég tel það réttmætt og raunar skylt að lesendur^Tímans og aðrir þeir sem stutt hafa þetta blað af trúmennsku í tímans rás, fái um það nokkra skýrslu hvernig að rekstri þess var staðið þau tvö ár sem ég var þar fram- kvæmdastjóri. Þegar ég réðst til starfa við Tímann fyrir þrábeiðni forsvarsmanna hans, var fjárhagur hans í þvílíku ásigkomulagi að ástæða var til þess að öfvænta um framtíðina. Nú, að tveim árum liðnum, er rekstri blaðs- ins þannig háttað, að hann er hallalaus orðinn og horfurnar í alla staði bjartar. En þetta hefur ekki gerst fyrir tilstuðlan þeirra kraftaverka sem stundum eru orðuð við Tímann, heldur kostgæfni og ástundun en umfram allt annað einlægum stuðningi góðra manna — án þeirra hefðu jafnvel hin bestu áform orðið að engu. Um þessar mundir sér loksins fyrir endann á þeim nauðsynlegu breytingum, sem ég átti frumkvæði að á sínum tíma. Atvikin hafa hagað því þannig að mér mun ekki auðnast að fýlgja þessum breytingum úr hlaði. Það verk er öðrum mönnum hugað og óska ég þeim alls velfarnaðar - þeir veita nú viðtöku besta búi sem nokkur framkvæmdastjóri Tímans hefur fengið í hendur um langan aldur. I. Inngangur Þaö var í ársbyrjun 1982 að ég réðst til starfa sem framkvæmdastjóri við Tímann. Fyrsti vinnudagur minn hjá fyrirtækinu hófst á því að inn kom maður á skrifstofuna til mín og spurði hvort ég væri Gísli Sigurðsson. Ég kvað já við. „Já, ég er nú hérna með stefnu á þig“, sagði maðurinn. Það má segja að þessi heimsókn hafi verið einkennandi fyrir þá fjárhags- örðugleika, sem Tíminn átti við að stríða í upphafi starfsferils míns. Ég hafði ekki unnið lengi við blaðið þegar ég gerði mér grein fyrir því, að við svona ástand var ekki hægt að búa til frambúðar og með tilliti til þess, hvernig fjárhagsstaða blaðsins hefur verið í tímans rás, sá ég að til lausnar þessum vanda yrði að finna nýjar leiðir. Ég velti þessu mikið fyrir mér. Sams- konar örðugleikar voru hjá hinum póli- tísku blöðunum - nema Morgunblaðinu. En að hverju leyti hafði þá Morgunblað- ið sérstöðu? Jú - stofnendur þess höfðu myndað hlutafélag í eigu sjálfstæðis- manna í stað þess að flokkurinn ætti blaðið beint, eins og raun er á um hin pólitísku blöðin. Jafnframt var það greinilegt, að við- skiptaleg sjónarmið voru látin ráða meira hjá Morgunblaðinu en hinum blöðunum. Að vel athuguðu máli ákvað ég að vinna markvisst að því að fá forvígis- menn Framsóknarflokksins til þess að fallast á gagngerar breytingar á rekstrar- fyrirkomulagi Tímans. Því miður hefur framkvæmdastjóri Tímans ekki haft beinan aðgang að framkvæmdastjórn flokksins, en ég kynnti þessar hugmyndir fyrir þáverandi formanni blaðstjórnar og smám saman tókst að vinna þeim tryggan stuðning. Þar með var hafin víðtæk undirbún- ingsvinna, með það fyrir augum að skjóta nýjum, sterkum stoðum undir rekstur blaðsins, og árangur þeirrar vinnu er meðal annars stofnun hlutafé- lagsins Nútíminn h/f. II. Uppgjörsmáti Þegar ársreikningar Tímans fyrir árið 1981 voru lagðirfram á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins vorið 1982 kom upp ákveðinn vandi. Kjörinn endurskoðandi var tregur til þess að skrifa upp á reikningana, þar sem uppsetning þeirra væri ekki í fullu samræmi við gildandi skattalög. Hann gerði grein fyrir því, að sú uppsetning sem tíðkast hefði gæfi alls ekki rétta mynd af skuldastöðu blaðsins, og minnti á að hann hefði gert samskonar athuga- semdir við þetta atriði undanfarin ár en þeim hefði ekki verið sinnt. Eftir nokkr- ar umræður féllst þó endurskoðandinn á að skrifa upp á reikningana í þetta sinn en lýsti því jafnframt yfir að hann gæfi ekki kost á sér til endurkjörs. Að miðstjórnarfundi loknum ákvað ég að breyta uppsetningu ársreikninga til samræmis við gildandi skattalög, þannig að raunveruleg skuldastaða lægi fyrir á hverjum tíma. Við þessa breytingu komu reikning- arnir að sjálfsögðu mun óhagstæöar út en áður, en þeir gáfu líka mun rcttari mynd af raunverulegu fjárhagsástandi blaðsins. Skuldir voru ekki lengur færðar miðað við síðustu afborganir, eins og tíðkast hafði, þó svö að skuldirnar væru í allt að tveggja ára vanskilum. Þessi nauðsynlega breyting stórspillti óhjákvæmilega niðurstöðutölum árs- ■ Einnig tel ég að mjög vel hafi tekist til við mannval til starfa á prentdeildinni - það er athyglisvert hve miklu betur hefur tekist til við starfrækslu hennar en sambærilegrar deildar hjá öðrum aðila Blaðaprents, sem þurfti að leysa samskonar verkefni um svipað leyti. *> Gísli Sigurðsson, framkvæmdastj óri: Frá kraftaverkum til kostgæfni ■ „Ég óska Tímanum velfarnaðar og kveð með þakklæti alla þá sem ég hef átt samleið með þetta tímabil“, segir Gísli H. Sigurðsson framkvæmdastjóri, sem nú lætur senn af stöfum. Ljósm. Árni Sæberg Opið bréf til . lesenda Tímans reikninga vegna 1982 og hafði einnig mikil áhrif á reikninga ársins 1983. Afleiðingin var meðal annars sú, að þegar uppgjöri vegna 1982 var lokið höfðu vaxtaliður og kostnaðarliður rúm- lega þrefaldast og hafði þó ekki tekist að fullu að koma sumum óljósum málum í höfn. Svipuðu máli gegndi um afskriftir. Þar sem sett hafði verið inn ákveðin, föst tala, var hún látin standa óbreytt ár eftir ár, en vegna breytinganna fimmtánfald- aðist hún milli ára í ársreikningum fyrir 1982. En þrátt fyrir þessar róttæku breyting- ar jókst ekki hallinn milli ára nema um helming. III. Auglýsingar Vegna hinnar slæmu fjárhagsstöðu Tímans í ársbyrjun 1982 var brýnt að eitthvað yrði gert til að stórauka tekjur blaðsins strax. Taldi ég þá leið álitlegasta, að stefna að því að stórauka auglýsingar í blaðinu. Sú þróun hafði orðið á undanförnum árum, að auglýsingastofur höfðu í stór- auknum mæli fengið að ráðstafa auglýs- ingafjármagni fyrirtækja, og hafði þetta leitt til þess að auglýsingum var beint sífellt meir frá litlu blöðunum til stóru blaðanna og annarra fjölmiðla. Það varð því ekki hjá því komist að leita nýrra ráða. f samráði við Elías Snæland Jónsson, ritstjóra, og Steingrím Gíslason, auglýs- ingastjóra, var ákveðið að vinna að því að auka útgáfu á sérblöðum um ákveðin málefni, sem vekja myndu áhugaauglýs- enda. Einnig var auglýsingaöflun blaðs- ins tekin til gagngerðrar endurskoðunar. Þcssar aðgerðir gáfu mjög góða raun. Auglýsingar á árinu 1982 jukust um nærri 25% milli ára og þessari aukningu tókst að halda árið 1983, svo sem sjá má á ársreikningum fýrir 1982 og 1983. Þetta gerðist hjá dagblaðinu Tímanum þrátt fyrir almennan samdrátt hjá öðrum fyrirtækjum í landinu á þessum tíma. Þá hafa miklar vonir verið bundnar við þá nýjung, að taka til umfjöllunar sérstök byggðarlög og málefni þeirra í blaðaukum - þeir kæmu að jafnaði út vikulega og myndu, ef vel væri að málum staðið, geta gefið af sér um það bil þriggja milljón króna auglýsingatekjur aukalega á þessu nýbyrjaða ári; einnig má nefna jólagjafahandbók, svo og póst- kröfuhandbók sem kæmi út fyrr á árinu og þjónaði landsbyggðinni. Þessar nýjungar hafa farið vel af stað og lofa góðu, þó að framkvæmd þeirra sé ekki komin í fastar skorður enn sem komið er. IV. Áskrifendur Ég gerði mér Ijóst að til þess að styrkja stöðu blaðsins og endar næðu saman, þyrfti að gera átak í fjölgun áskrifenda. Ein leið og margreynd var sú, að fá hin ýmsu flokksfélög til samstarfs. Út- búnir voru listar yfir áskrifendur um allt land og reynt að ná til flokksmanna gegnum flokksskrifstofur og bjóða þeim áskriftir. En árangurinn var vægast sagt lélegur og ljóst var orðið, að full þörf væri á nýjum og róttækum aðgerðum. Þá lagði ég til að farin yrði ný leið hjá blaðinu og efnt til áskrifendahappdrætt- is. Góðir vinningar voru í boði, svo sem bifreið, videótæki, litsjónvarp, hljóm- flutningstæki og húsbúnaður. Happdrættið var rækilega kynnt, bæði í blaðinu sjálfu og útvarpsauglýsingum. Þegar happdrættið var kómið vel af stað var hringt í fólk á öllu stór-Reykja- víkursvæðinu og því boðnar áskriftir. Árangur varð sá, að áskriftum og reynsluáskriftum fjölgaði mjög og það svo að mér er ekki kunnugt um að slík aukning hafi áður orðið á jafn skömmum tíma. í framhaldi af þessu var ákveðið að efna til annarrar herferðar í happdrættis- formi; yrði þá höfðað sérstaklega til landsbyggðarinnar og skyldi hún standa sumarið 1983. Flokksskrifstofan í Reykjavík tók að sér að útvega mann til þess að fara um landið og fylgja herferðinni eftir. Þessi maður fór aldrei og árangurinn varð því minni en vænst hafði verið. Þó fór svo, að sumaráskriftir, sem venjulega fækkar á öllum blöðunum, urðu nokkuð stöðug- ar að þessu sinni. Jafnframt þessum aðgerðum hafði ég lagt drög að áskriftarherferð, hliðstæðri

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.