Tíminn - 12.02.1984, Side 7

Tíminn - 12.02.1984, Side 7
SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1984 nám við fjölbraut í Garðaskóia og Brynja er í Menntaskólanum í Kópa- vogi. Er ekki erfitt að hætta námi svona í miðjum klíðum og halda út í heim? Komist þið inn í skólann aftur? „Nei mér finnst ekki erfitt að hætta", segir Þrándur brosandi, „ég á að geta gengið inn í MR. þegar ég kem aftur. Þó að hugsanlega verði einhver töf á náminu þá er svo margt annað, sem vegur upp á móti því. Auk þess býðst manni svona tækifæri e.t.v. ekki nema einu sinni á ævinni“. Brynja bætir því hér við að ætlunin sé að þau fari í skóla á þeim stað sem þau búa á. Þannig er eflaust nafnið „skiptinemi" til komið. Eiga fjölskyldur ykkar svo að taka við krökkum frá Suður-Ameríku? „Nei það er enginn skyldugur að taka við nemum en það er spurt eftir því hvort áhugi sé fyrir því,“ segir Þrándur. „Hjá okkur var t.d. sumarnemi frá Bandaríkjunum í fyrrasumar", bætir Þór við. Hvernig datt ykkur þetta í hug? Er þetta e.t.v. aðeins sniðug aðferð tii að íosna að heiman og geta skemmt ykkur ærlega? Það er Þorvaldur, sem verður fyrir svörum. „Nei þetta er nú ekki alveg svona.“ (Það gætir þolinmæði í rödd- inni). „Tilgangurinn er ekki heldur að verða brúnn. Eg sá auglýsingu í Tíman- um sl. haust þar sem verið var að auglýsa eftir fólki, sem hefði áhuga á því að gerast skiptinemar. Mig grunaði að þetta gæti verið skemmtilegt að prófa þetta - mikil lífsreynsla. Ég sótti því um að fara og þá helst til Evrópu. Ég sótti reyndar um Suður-Ameríku númer tvö en svo kom þetta upp og ég tek því fegins hendi. Móður minni leist nú ekki á blikuna til að byrja með. Það hefur gengið svo mikið á í fréttum frá Suður- Ameríku, stríð, skæruhernaður o.s.frv. Það er þó þannig að ef einhver hætta er á ferðum í þeim löndum, sem við dveljumst í, þá er allt sett á fullt til að flytja skiptinema til annarra landa, þar sem ekki er eins heitt í kolunum. Ég skrifaði ritgerð um sjálfan mig, sem látin var fylgja umsókninni og síðan kom í ljós að ég kæmist í þann hóp, sem fengi að leggja inn framhaldsumsókn, og svo bara gekk þetta. Ég fer reyndar ekki fyrr en í mars en mun nota þann tíma til að undirbúa mig. Ég var ekki einu sinni alveg viss á því hvar Ecuador væri þegár ég frétti að ég ætti að fara þangað en fór svo beint í kortið og ekki minnkaði spenningurinn við það. Ég hef ferðast mjög lítið áður, að vísu einu sinni til Danmerkur en þurfti þá lítið að bjarga mér upp á eigin spýtur," segir Þorvaldur að lokum. Hinir forfrömuðu Það var ekki síður frísklegur hópur af krökkum, sem þarna voru mætt og dvalist hafa í mismunandi ríkjum Suður- Ameríku sl. ár. Þau voru að sjálfsögðu komin til að fræða hin um hvað þeirra biði, á hverju þau ættu von o.s.frv. Sum þeirra eru reyndar nýkomin og svolítið indíánaleg á litinn og öll greinilega alsæl með þetta tímabil í lífi sínu. Þau heita: Edda Huld Sigurðardóttir, sem var í Ecuador, Benjamín Sigursteinsson, sem dvaldist í Dóminikanska Lýðveldinu í Vestur- Indíum, Sigfríður Gunnlaugsdóttir, sem var í Brazilíu og Hörður Ragnarsson, sem var í Argentínu. Hvernig var? Krakkarnir hlæja. Þessari spurningu eru þau búin að vera að svara, meira og minna, síðan þau komu heim. Spurning- in var líka óþörf að því leyti að það var nægilegt að horfa á þau 'til að komast að raun um að auðvitað hafði þetta verið frábært. Við gerum aðra tilraun. Hvað Finnst ykkur þið helst hafa lært af þessari reynslu ykkar? Það er Sigfríður, sem þessari spurn- ingu svarar. Ja eitt af því, sem maður lærir af svona ferðalagi er það að hætta að vera feimin, það er beinlínis ekki hægt að vera feimin því það er alltaf verið að tala við mann og það er greinilega mikið tekið eftir manni." Hin tóku undir þetta. Þau sýndu það raunar í verki líka því að þau þurftu öll að standa upp á þessu móti og segja frá því, sem á daga þeirra hafði drifið og það gerðu þau með mikilli prýði og tókst það ekki síður en úm vSfri að ræða vana stjórnmálaskörunga. Hörður: „Eitt af því, sem þessi reynsla hefur gefið mér er það að ég hef farið að velta fyrir mér ýmsum_spurningum um sjálfan mig, hver ég væri o.á.frv. Svona dvöl breytir einnig hugmyndum manns og opnar ýmislegt fyrir manni. T.d. hélt ég með Bretum í Falklandseyjastríðinu áður en ég fór til Argentínu. Nú skil ég miklu betur sjónarmið Argentínu í málinu. Hvernig fannst ykkur skólarnir sem þið lentuð í? Sigfríður: „Sá skóli, sem ég var í var ekki nærri því eins frjáls og fjölbrautin, sem ég er í hér heima. Úti varð maður að sitja við sitt púlt og ekki um neitt að velja." Benjamín sagði farir sínar ekki sléttar í þessu efni. Skólinn minn var þannig að eftir þjóðsönginn á morgnana urðum við að sitja og læra í 3 klst., þá var gefin korters pása og síðan hélt skólinn áfram næstu þrjá tímana. Hvernig tóku jafnaldrar ykkar á móti ykkur? Edda Huld: „Undantekningalaust mjög vel. Fólkið í Ecuador er mjög opið og hlýlegt, allir vildu fá að tala við mann og það var auðvitað gaman alla vegana upp að vissu marki. Sigfríður: „Ég var í skóla með tveimur krökkum frá Bandaríkjunum og við höfðum stuðning hvort af öðru til að byrja með en svo þurfti maður þess ekki. Það var mjög mikið spurt um ísland og svoleiðis. Edda Huld: „í þeim skóla, sem ég var í urðu allir að vera í skólabúningum og það segir svolítið um andann í skólanum. Það vildi þannig til að ég hafði brett niður sokkana, sem ég var í fyrsta daginn í skólanum. Ég var reyndar ekkert sérstaklega mikið í því að vera í sportsokkum. Svo fór ég að taka eftir því að stelpurnar í kringum mig voru farnar að gera þetta líka. Þetta var orðin meiriháttar tíska. Edda bjó hjá mjög ríkri fjölskyldu í Ecuador, rétt utan við höfuðborgina Quito. Hún fékk tækifæri til að ferðast töluvert eins og reyndar allir hinir Ame- ríkufararnir. Hún kom m.a. til hinna frægu Galapagos eyja sem eru í Kyrra- hafinu, langt undan ströndum Suður- Ameríku. Það var þar,sem Darwin gerði hinar miklu uppgötvanir sínar. Eyjarnar eru nú þjóðgarður og þar er að finna dýralíf, engu öðru líkt á jörðinni. „Ég fékk líka tækifæri á því að ferðast mikið um“ segir Benjamín. „Ég fór um alla eyjuna þar sem ég bjó en þar eru bæði Dóminikanska lýðveldið og Haiti. Ég lenti líka í því að vera túlkur í nokkra daga fyrir amerísk hjón, sem voru að ættleiða barn og varð því að ferðast svolítið með þeim.“ Hvernig gekk að læra málið? Hörður: „Eftir 3 mánuði skildi ég allt en talið var auðvitað bjagað. „Pabbi" þ.e. heimilisfaðirinn á heimilinu þar sem ég bjó, var alltaf að kenna mér. í hvert skipti, sem við borðuðum benti hann á hina ýmsu hluti og ég átti að segja hvað þeir hétu. Þetta var eins konar leikur." Hin í hópnum höfðu svipaða sögu að segja. Tungumálið virtist koma tiltölu- lega fljótt. „Spænskan er auðveld ef maður gleymir því að maður kann ensku“, bætti Edda Huld við. Skiptinemum er uppálagt að fylgja ákveðnum reglum s.s. að ferðast ekki á puttanum, aka ekki farartækjum sjálf eða neyta eiturlyfja. Hvernig gekk ykkur að halda þessar reglur? „Það var nokkuð erfitt að halda sumar reglurnar“, sagði Sigfríður brosandi. „T.d. að geta ekki ferðast á puttanum. Maður átti ekki mikið af peningum og svo var oft verið að stoppa fyrir manni og bjóða far. Maður þáði það stundum en aldrei ein.“ Hvernig var maturinn? Þetta reyndist vera mismunandi eftir því í hvaða löndum krakkarnir höfðu búið. Hörður sagði frá því að nautakjötið hefði verið algengasti maturinn þar sem hann bjó í Argentínu. „Ég fékk aldrei fisk og saknaði þess líka að fá ekki almennilega mjólk, aðallega þó til að byrja með. Maturinn líktist ítölskum mat, mikið spaghettí o.s.fr. Benjamín benti á að þar, sem hann dvaldist var mjólk tiltölu- lega sjaldgæfur drykkur. „Mjólk var helst drukkin út í kaffi. Það er drukkið meira romm en mjólk í Dóminikanska lýðveldinu", bætti hann við glottandi. Við gefum Herði síðasta orðið. „Ann- ars gekk þetta allt dálítið hratt fyrir sig, eitt ár er jú ekki lengi að líða. Ýmislegt af því, sem maður lenti í, er að rifjast upp þessa dagana nú þegar maður er kominn heim. Ég held að ég vildi bara helst fara strax út aftur." J Á Þ 50% AFSLATTUR - ALLT UPPSELT H| ■S4 * * H! H % m, m 0\ m m m m m m • Off/Vol OBand push Bnl MW * ./ ' Taoe 00 .... • ....•• . .•... ..i | i | 0SAIMYO S2 Auto Reverso Uíiíi o.%n« : I AÁ'bntnafirua * Bass OTretite push Clock r ' m m roSmiis'i; irm iDD. /5 SSa«?4íör® raunvirði kr, 28. tyjgir MONo - 'anð Í|| Endamagn |||gjj|þS’SS.'S*'*" x áttír I Endamagnari 2 >: 33 wött WIV* BJögun mlnnl en 1% 'nnby8ð A^»Alr ««n CRO2 jfl Segulband nt» tónst""r S xsz~tgz~'~"* * ínnbV flflöWuKk8 Við bjóðum öllum sem grípa. tækifærið sérstakan afslátt á Jensen og Sanyo hátölurum. P.s. Ef að þetta tæki er of „fínt“ fyrir þinn smekk þá erum við með tvö önnur á samskonar tilboði. * * * * * té * * té * fá * * * * * * * 45 45 45 45 45 45 <2\ Gunnar Ásgeirsson hf. Suóurlandsbraut 16 Simi 9135200 Bíla- og véla- viðgerðir BIFREIÐAVERKSTÆÐIÐ DVERGUR SF. Smiðjuvegi E 38, Kóp. Simi 74488, ,Jakiö efjtir! VERKTAIýAR SVEITARFELÖG Eigum fyrirliggjandi: SNJÓTENNUR á dráttarvélar BRUNAHANA M HAMAR HE Borgartúni 26, Reykjavík. Sími 91-22123

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.