Tíminn - 12.02.1984, Síða 10
ÍO
SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1984
£"imana os ef # ©nc/a<
hfyjað mörzum shk át
hfí" eS heyrdi u ** e'«a
•s'áSftsar '•
Í^^/SS'S
Par Se “ nersve/(a / /=„!," ^oí
Wðar.- S0,,n a/dre/ Sn,,M
Sengur |
ohnsen
Hann var fyrsti íslenski
óperusöngvarinn, en margt
virðist á huldu um
æviferil hans
Hver er hann maðurinn sem fær svo
fögur eftirmæli ókunnrar stúlku að sér
látnum, stúlku sem hann hefur eflaust
enga eftirtekt veitt á tónleikunum sem
hún vísar til í setningunum hér að
framan? Jú, hann var enginn annar en
fyrsti íslenski óperusöngvarinn, Ari
Johnsen.
Því miður er það svo um Ara
Johnsen að um hann virðist ekki margt
vitað. Kannskc þessi stutta upprifjun
á því sem okkur hefur tekist að öngla
saman um hann verði til þess að
einhverjir láti til sín heyra og bæti um
betur. Það væri fagnaðarefni.
Eftir því sem næst verður komist þá
fæddist Ari (Márus) Johnsen árið 1860
og lést hinn 17. júní árið 1927.
Um foreldra hans segir Jón Helga-
son í bókinni „íslendingar í Dan-
mörku" að þeir hafi verið Daníel
(Arason) Jóhnsen og Guðrún Péturs-
dóttir, fædd Ðuus.
Brokkgengur faðir
Faðir Ara Johnsen, Daniel, mun
hafa fæðst á ísafirði, en alist upp í
Hafnarfirði, en hann var sonur Ara
Johnsen, faktors þar.
Árið 1865 flyst Daniel til Kaup-
mannahafnar, en setur árið 1872 upp
verslun á Eskifirði. Hann haföi náðsér
í ríkt kvonfang, þar sem var Guðrún
Pétursdóttir, dóttir eins Duus-anna í
Keflavík. En þótt allt virtist ganga
Daniel í haginn til að byrja með, þá
sannaðist hér að ekki er sama gæfa og
gjörvilciki, því hann var óreglumaður
og mun haía látist við lítil efni í
Kaupmannahófn um ildamótin. Börn
hans \uiu Ari og ein dóttir, Ásta
Johnsen.
Söngvari víða um lönd
Ari hinn ungi Johnsen fluttí ungur til
Kaupmannahafnar og tók að stunda
söngnám í Þýskalandi nokkru síðar.
Að loknu námi er hann sagður hafa
sungið í óperum í Berlín, Hamborgog
London um nokkurra ára bil, en hann
var baryton. Síðar gerðist hann söng-
kennari, fyrst í Hamborg, en síðar í
Kaupmannahöfn, þar setn íslenskir
söngvarar eru sagðir hafa notið
kennslu hans. Hann var ætíð ókvænt-
ur.
Ari Johnsen kom í stutta heimsókn
til lslands unt aldamótin oe þann 24.
júlí 1901 hélt hann söngssemmtun í
„Góðtemplarahúsinu". ..Þar hevrði
unga stúlkan sem viö vitnuðum til hér'
í byrjun söng Ara, en hún hét Guð-
munda Nielsen. Skrifaði hún minning-
ar sínar um tónleikana í lesbók Morg-
unblaðsins árið 1927 og þar segir hún
svo frá:
„Liten fogel“
„Síðan jeg sá Ara Johnsen eru 26 ár
liðin. Mér er fyrir löngu úr minni liðið
hvernig maðurinn var í sjón, - en
söngnum hansgleymi jegaldrei meðan
jeg lifi. Það er þó sjerstaklega meðferð
hans á einu litlu sænsku lagi, sem mjer
er minnisstæðust. Jeg á þetta lag í
gamalli nótnabók, og aldrei hef jeg
svo, í þessi 26 ár blaðað í bókinni, að
jeg hafi ekki munað eftir Ara Johnsen
þegar jeg kom að laginu, sem heitir
„Liten fogel" og er eftir óþektan
höfund.
Hann söng þetta lag á samsöng í
Reykjavík, og er mér nær að halda að
meðferð á lagi og texta hafi verið
snildarleg. Dómgreind mín þá ef til vill
óþroskuð, því jeg var aðeins 16 ára
gömul og lagið mjer auk þess kunnugt
og kært, því það var eitt af uppáhalds-
lögum móður minnar sálugu; en jeg
held samt að jeg vaði hjer engan reyk,
því jeg hafði snemma vanist söng og
hljóðfæraslætti og margan góðan
söngmann bar að garði foreldra minna
á Eyrarbakka í þá daga.
Þetta mun hafa verið um Jónsmessu-
leytið 1901, sem jeg heyrði Ara
Johnscn syngja. Mjer fanst lengi vel
fram eftir æfinni það hafa verið
skemmtilcgasti dagurinn sem jeg hafði
lifað, og bar margt til þess. Jeg dvaldi
i Reykjavík þetta sumar, var eitthvað
að gutla við að læra á hljóðfæri o.fl. -
Herskipið „Heimdallur" var þá hjer
við land og rjeð Kommandör Hovga-
ard fyrir. Dag þennan hafði hann boð
mikið um borð og komst jeg þangað,
naut þar frænda og foreldra. Veður var
hið yndislegasta, brennandi sólskin,
himininn heiður og blár, rjómalogn og
rennisljettur sjórinn. Þá var fagurt í
Reykjavíkurhöfn, engin hafnarvirki,
engir togarar og enginn „kolakrani".
Glaðværð mikil var úti í herskipinu og
ómaði úr hverjum krók og kima;
góður árdegisverður etinn og dans
stiginn í sólskininu á þiljum uppi;
menn skemmtu sjer vel, enda þekktu
flestir gestanna hvorn annan. - Við
vorum, að mig minnir, fjögur saman,
sem fórum beina leið í land úr „Heim-
dalli" á samsöng Ara Johnsens, - átum
síðan kvöldverð hjá Halberg á „Hótel
ísland" og man jeg að við fengum
kampavín; hafði jeg aldrei bragðað
þann góða drykk fyrr en þennan dag,
fyrst úti í herskipinu og svo þarna um
kvöldið. - en góður þótti mjer hann,
og var þó gætilega farið í sakirnar því
við voruni fjögur um eina flösku.
Jeg gæti trúað að sumum ungu
nútíðarstúlkunum þætti þetta fátækleg
iýsing á skemmtilegum degi, eða
a.m.k. þeim, sem í sífellu þjóta
umhugsunarlaust milli gleðifundanna,
og þar sem ein stundin varla tekur
annari fram; en þess ber að gæta að um
síðastliðin aldamót voru svona dagar
ekki á hverju strái, ekki einu sinni fyrir
Reykjavíkustúlkunum, havð þá fyrir
16 ára unglingsstúlku austan úr Flóa.
Boð voru að vísu stöku sinnum úti í
herskipunum, - en útlendir óperusöng-
varar voru þá sjaldgæfir gestir og lítið
um söngvara í Reykjavík, og bæjarbú-
ar lögðu þá ekki í vana sinn að snæða
kvöldskattinn á gistihúsunum, nema
þá við hátíðleg tækifæri. En „tímarnir
breytast og mennirnir með“, eins og
þar stendur, og að mjer hafi þótt
dagurinn skemmtilegur og viðburða-
ríkur, um það bera þessar línur ljósasta
vottinn núna eftir 26 ár.
En best man jeg söng Ara Johnsens,
þ.e.a.s. eftir þessu eina litla lagi.
Söngskráin hefir vaflaust öll verið góð
og viðfangsefnin stærri. En það er nú
allt gleymt. Aðeins „Liten fogel" lifir í
minni mínu."
Þannig segist Guðmundu Nielsen
frá. En ef þið kunnið að segja okkur
meira frá þessum merka söngvara,
góðir lesendur, - þá væri ánægja að fá
bréf frá ykkur með þeirri vitneskju
hingað á Helgar-Tímann.
- AM.