Tíminn - 15.02.1984, Side 3

Tíminn - 15.02.1984, Side 3
XI REYKJAVIKUR SKÁKMÓTIÐ\| I. umferð: Mikið um óvænt úrslit ■ 11. Reykjavíkurskákmótið hófst í gær á Hótel Loftleiðum og er skemmst frá því að segja að fyrsta umferðin var umferð íslendinganna, en þeir stóðu fyrir nokkrum mjög óvæntum úr- slitum. Fyrst ber að nefna jafntefli sovéska stórmeistarans Yuris Balashov og Benónýs Benediktssonar, en á engan er hallað þótt fullyrt sé að þau hafi verið óvæntustu úrslit kvöldsins. Benóný hafði svart og tefldi byrjunina með sínu lagi og varð brátt Ijóst að lítt myndi sovéska stórmeistaranum duga heimalærdómurinn. Raunar voru víst flestir búnir að afskrifa Benóný á tímabili utan hann sjálfur og nokkrir óvæntir þrumuleikir komu Balashov algerlega í opna skjöldu enda virtist hann einfaldlega sjá skemur en and- stæðingur hans, og jafntefli varð niður- staðan. Dynjandi lófatak barst út með- al áhorfenda en hinn víðkunni stór- meistari Balashov hélt niðurlútur til hótelherbergis síns. • Samlanda Balashovs, Efim Geller vegnaði heldur ekki sem best gegn Sævari Bjarnasyni og varð að láta drottningu sína af hendi og í biðstöð- unni hefur Sævar drottningu gegn hrók Gcllers og vinningurinn er Sævars ef hann er til í stöðunni. Þriðji erlendi stórmeistarinn sem fór flatt út úr viðureign sinni við íslending- ana var Hollendingurinn Hans Ree, sem er í hinu sterka skáklandsliði Hollands. Hinn ungi og efnilegi skák- maður Róbert Harðarson atti kappi við hollenska meistarann í fyrstu um- ferðinni oggerði sér lítið fyrir ogvann. Flestir íslendingarnir sem fyrirfram má búast við að verði í baráttunni um efsta sætið. unnu skákir sínar í gær. Friðrik Ólafsson vann Meyer, Jóhann Hjartarson vann Harald Haraldsson. Helgi Ólafsson vann Þröst Bergmann, Guðmundur Sigurjónsson vann Braga Kristjánsson og Margeir Pétursson vann Leif Jósteinsson. Þá gerði Karl Þorsteins jafntefli við hinn sterka stór- meistara Larry Christiansen frá Bandaríkjunum. Jón L. Árnason gerði sömuleiðis jafntefli við Burger frá Bandaríkjunum. Aldursforsetinn, Samuel Rcshevsky vann Magnús Sólmundarson. Önnur umferð verður tefld í dag og er ekki vitað hverjir tefla saman þegar þetta cr skrifað. Einnig verða bið- skákirnar úr fyrstu umferð tefldar í dag og til gamans birtum við hér tvær biðstöður, þ.e. úr skák Sævars og Gellers og skák Braga Halldórssonar við stórmeistarann Shamkovic, sem okkur er að góðu kunnur úr Búnaðar- bankamótinu. Eflm Geller 8 7 6 5 4 3 2 abcdefgh Sævar Bjarnason Hvítur lék biðleik Shamkovic ■ Yuri Balashov og Benóný Benediktsson í upphafi skákar sinnar í gær, en henni lyktaði með jafntefli. Tímamynd Árni Sæberg. abcdefgh Bragi Halldórsson Hvítur lék biðleik MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1984 fréttir ■ Gamli Stýrimannaskólinn er 85 ára. Síðastliðin 25 ár hefur farið fram í honum barnakennsla og á þeim tíma hefur skólinn aðeins einu sinni verið málaður að utan. ■ Þetta er eini vaskurinn sem nemend- ur skólans hafa aðgang að, en eins og sjá má er hann orðinn nokkuð gamall „eig- inlega antik“, sagði einn blaðamaður- inn, sem skoðaði húsakynni skólans í gær. ■ Kennarar óttast mjög eldhættuna og segja að brunavarnir í húsinu séu engan veginn fullnægjandi. Tímamyndir Róbert Formadur Sjálfstæðisflokksins um afgreiðslu bankaráðs Búnaðarbankans: „OHELBRKT OGÓQtW — „að herraklúbbur bankastjóra útnefni bankastjóra án ábyrgðar“ ■ „Þessi ráðning er að sjálfsögðu póli- tísk ráðning, því það eru pólitískir full- trúar sem taka þessa ákvörðun og þeir taka auðvitað ekki annað en pólitískar ákvarðanir," sagði Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins, þegar Tíminn spurði hann í gær hvort hann teldi ekki að faglcgt sjónarmið hefði orðið hinu pólitíska yflrsterkara í bankaráði Búnaðarbankans í gær, þegar Jón Adolf, aðstoðarbankastjóri var kjörinn bankastjóri af þrcmur banka- ráðsmönnum, en Lárus Jónsson alþing- ismaður hlaut aðeins tvö atkvæði. Þorsteinn sagði jafnframt: „Ég hef hins vegar verið þeirrar skoðunar, að það væri viss hætta á því að áhrifavaldið í þessu efni væri að færast yfir í herraklúbb bankastjóra og bankaráðs- manna, sem bæri ekki ábyrgð gagnvart neinum. Mín skoðun ersú. að meðan að bankarnir eru ríkisbankar, þá eigi hand- hafar ríkisvaldsins að taka ákvarðanir um það hverjir eru bankastjórar. Það getur verið nauðsynlegt á stundum, að ráða menn utan bankakerfisins - það er hollt fyrir bankakerfið. Það er jafn nauðsynlegt í öðrum tilvikum að taka menn innan úr bankakerfinu - það er líka gott fyrir kerfið. Ég held að það væri rangt að taka menn alltaf innan úr bankakerfinu, og jafnrangt væri að taka þá alltaf fyrir utan. Þctta verða ntenn að meta í hverju falli, en það er óheilbrigt og óeðlilegt að það myndist klúbbur bankastjóra og bankaráðsmanna sem útnefni bankastjóra án þess að bera nokkra ábyrgð gagnvart þeim sem fara með eigendavaldið. Á meðan að bank arnir eru ríkisbankar, er þetta mitt sjónarmið.“ Aðspurður hvort hann teldi að þessi ráðning Jóns Adolfs sem bankastjóra ætti eftir að draga dilk á eftir sér sagði Þorsteinn: „Það sé ég ckki. Sjálfstæðis- flokkurinn hafði þarna ákveðna afstöðu og það var algjör samstaða milli þing- flokksins og bankaráðsmanna um þessa afstöðu, og það var eini þingflokkurinn sem var samstíga í málinu. Allir hinir þingflokkarnir voru í meiri eða minni upplausn út af þessu máli, en það er auðvitað þeirra vandamál, að hafa ekki komið sér saman.“ Þorsteinn var spurður hvort þess1 afgreiðsla bankaráðsins gæti ekki komið til með að hafa áhrif á það hvern, eða hvcrja fulltrúan Sjálfstæðisflokksins í bankaráðum kæntu tii með að styðja í framtíðinni, þegar ráðið væri í stöður bankastjóra: „Það meturn við bara i hverju falli, við erum ekki með neinai fyrirfram skoðanir á því.“ -AB

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.