Tíminn - 15.02.1984, Page 8

Tíminn - 15.02.1984, Page 8
8 MIÐVÍKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1984 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gfsli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gislason. Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson. Umsjónarmaður Helgar-Timans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Baldur Kristjánsson, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv . Hermannsson, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristín Leifsdóttir, Samúei Örn Erlingsson (iþróttir), Skafti Jónsson. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, Flosi Kristjánsson, Guðný Jónsdóttir Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúia 15, Reykjavik. Simi: 86300. Auglýsingasími 18300. Kvöldsimar: 86387 og 86306. Verð í iausasölu 20.00, en 22.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 250.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. Friedman og Henry ■ Það fer ekki á milli mála, að Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðubandalagið hafa það umfram aðra flokka, að þeir hafa eignazt hugmyndafræðinga, sem hafa tekið að sér í sjálfboðavinnu að endurmeta og endurbæta stefnu þeirra og vinnubrögð. Sjálfstæðisflokkurinn hefur eignazt slíkan hugmynda- fræðing, þar sem er Hannes Hólmsteinn Gissurarson og Alþýðubandalagið, þar sem er Ólafur Ragnar Grímsson. Báðir eru þessir menn dugnaðarforkar og hafa haft mikil áhrif í flokkum sínum í samræmi við það. Stór hluti af forustuliði Sjálfstæðisflokksins hefur gert kenningar Hannesar að sínum og má mikið vera ef Hannes vinnur ekki fullan sigur í flokknum að lokum. Hannes nýtur þess m.a. að þótt formaður og varafor- maður Sjálfstæðisflokksins séu ungir og efnilegir menn eru þeir ekki hugmyndafræðingar á við hann og ekki jafn eljusamir við að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Hannes Hólmsteinn nýtur þess einnig, að ritstjórnir Mbl. og DV hallast í vaxandi mæli að hugmyndum hans. Ólafur Ragnar Grímsson er ekki minna eljusamur en Hannes Hólmsteinn, en hugmyndir hans eru meira á reiki. Hann hefur af þeim ástæðum beitt sér fyrir því, að Alþýðubandalagið yrði opnað jafnt fyrir hugmyndum frá vinstri og hægri og innan flokksins gætu því marglitir skoðanahópar leitað sér skjóls og áhrifa. Alþýðubandalaginu var breytt í þetta form á landsfundi þess á síðastliðnu hausti, þótt ýmsir eldri leiðtogar flokksins, eins og Lúðvík Jósefsson, væru þessu andvígir og teldu óvíst að þeir myndu þekkja flokkinn sinn eftir að slík breyting kæmi til framkvæmda. Enn sem komið er, mun ekki nema einn skoðanahópur hafa þegið þetta boð, en það er Fylkingin svonefnda. Hún hefur hingað til staðið til vinstri við Alþýðubandalagið, en mun hafa séð sér leik á borði, þegar hún fékk þetta rausnarlega boð. Forvígismenn hennar munu telja sig fá hér tækifæri til að færa Alþýðubandalagið til vinstri. Það er þó ekki víst, að þeim verði kápan úr því klæðinu, því að sterk öfl innan Alþýðubandalagsins vinna nú að því að gera það samstarfshæft fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Nýlega hefur framannefndum hugmyndafræðingum Sjálfstæðisflokksins og Alþýðubandalagsins lent saman á eftirtektarverðan hátt. Eins og iðulega hefur gerzt með hérlenda hugmyndafræðinga eiga þeir Hannes Hólmsteinn og Ólafur Ragnar sér erlend átrúnaðargoð. Átrúnaðargoð Hannesar Hólmsteins er Milton nokkur Friedman, en átrúnaðargoð Ólafs Ragnars er David nokkur Henry. David Henry hefur nýlega vakið á sér athygli með því að fullyrða að Friedman hafi gert sig sekan um tölfræðileg- ar falsanir. Þessu hafa Friedman og áhangendur hans að sjálfsögðu mótmælt. Ólafur Ragnar vill ekki taka þau mótmæli til greina og tekur undir það, að tölfræðilegar falsanir hafi sannazt á Friedman. Hannes Hólmsteinn sættir sig ekki við þetta, heldur telur Henry fara með rakin ósannindi. Um þetta hefur staðið harðasta deila milli þeirra Hannesar Hólmsteins og Ólafs Ragnars, og standa leikar nú þannig, að Ólafur hefur skorað á Hannes að bjóða Friedman til Reykjavíkur og heyja þar einvígi við Henry, en Ólafur telur sig geta fengið hann til leiks. Óneitanlega er fróðlegt að fylgjast með því, hvernig Friedman og Henry hafa áhrif á íslenzk stjórnmál. Þ.Þ. skrifað og skrafað Að soga í sig dellu Álit á íslandi og íslending- um er ekki mikið út á við ef marka má Morgunblaðið. Hundaæðið sem gripið hefur um sig í útlöndum vegna hundabannsins í höfuðborg- inni okkar er mikið áhyggju- efni. Ástand þorskstofnsins, Hjörleifur, verðbólgan í tíð síðustu stjórnar og erlendu skuldirnar hafa leikið álit á íslendingum svo grátt að rit- dómari í Time, sem fjallar um ferðamálabækur telur að þeir sem leggja leið sína til íslands eigi þangað vart ann- að erindi.en að „soga í sig dellu." Út af fyrir sig er þáð ekkert verra erindi en mörg önnur sem teygir ferðalanga til ó- kunnra landa. Pað gæti verið ágæt auglýsing fyrir ferðaiðn- aðinn hér á Iandi að laða fólk til landsins með loforðum um að hér gæti það kynnst dell- unni ómengaðri. Sé grannt skoðað mætti vel færa rök fyrir því að margs konar dellu hefur Mörland- inn sótt til útlandsins og að þar eru menn og þjóðfélög ekki alsendis laus við „dellu- markerí" af sundurleitasta tagi. Yfirlýsingagleði fjármála- ráðherra vegna Lueyar sinnar eftir að fréttamaðurinn sinnti borgaralegri skyldu sinni og vakti athygli á að dýrið ætti engan rétt á sveitarfestu á bannsvæði, hefur orðið að æsifréttum götublaðanna, eins og Mogginn orðar það og til að sanna að morðsveitir æði um höfuðborgina til að leita uppi hunda og aflífa þá, er notast við myndaröðina sem tekin var er lögreglan var að kljást við hund sem búinn var að bíta fjórar manneskjur á Framnesvegin- um, vansællar minningar. Bréf íslenska ambassa- dorsins í London til blaða þar í landi um að vægilega sé tekið á ólöglegu hundahaldi hafa ekki roð við fréttum af útrýmingarherferðinni. Um hin málefnin, þorskinn, Hjörleif og verð- bólguna eru einnig færð gild rök að því, að allt þetta skaði álitið út á við. En til eru þeir íslendingar sem líklegri eru til að halda höfði eftir að fyrrgreind undur hafa farið með álitið á landi og þjóð fjandans til. Vestmannaeyingar hafa komið sér upp slíkri sérstöðu í heimspressunni, að Eyjar eru ekki lengur taldar til íslands. f mikilli auglýsingu frá ferðaskrifstofu í Banda- ríkjunum, sem birtist í The New York Times Magazine, þar sem kynnt eru ferðalög til Evrópu er komist svo að orði um ferðalög á sjó til Norðurlanda: „Innifalið í nýrri 17 daga leið er ísland, Vestinannaeyjar og Norður- oddi Noregs." Kannski er þetta skref hjá Vestmannaeyingum að slíta sig frá dellunni uppi á land- inu. Innantóm slagorð Guðmundur Bjarnason al- þingismaður skrifar í Dag um ábyrgð og áhrif fjölmiðla. Hann segir að daglega sé agnúast út í það sem fjölmiðl- arnir bera á borð, stundum með rökum. en oftar eru þar á ferðinni tilhæfulausar dylgjur. Hann segir það skyfdu fjölmiðlanna að spegla það ástand sem ríkir í þjóðfélaginu hverju sinni, en með ýkjum og rangfærslum er hægt að gefa allt aðra mynd af málum en sannleik- anum er samkvæm. Guð- mundur skrifar: „En það eru ekki allir sem hafa áhuga á að snúa atvinnu- leysisdrauginn niður, vegna þess að það hentar ekki í þeirri pólitísku valdabaráttu. Þeirra á meðal eru stjórnend- ur Þjóðviljans, sem ala þenn- an draug á vítamínum dag eftir dag. Þar er hver dálk- sentimetri nýttur til að draga kjarkinn úr landsmönnum og samkvæmt boðskapnum mætti ætla, að þorri almenn- ings lifi við sult og seyru. Vissuiega hefur kaupmáttur rýrnað, en landsmenn hafa sýnt vilja til þess að.þreyja þorrann og góuna líka, til þess að ráðrúm gefist til að rétta þjóðarskútuna við. Þetta líkar Þjóðviljamönnum illa. Þess vegna vilja þeir koma brotsjó á skútuna, þannig að árangur ríkis- stjórnarinnar ónýtist og hún hrökklist frá völdum. Þjóð- viljinn gengur meira að segja svo langt í slagorðum sínum, að sönnum alþýðubandalags- mönnum blöskrar. Þarf þó talsvert til. Þannig gagnrýnir einn þeirra blað sitt fyrir „innantóm slagorð og gal- gopahátt" á lesendasíðu Þjóðviljans sl. föstudag. Seg- ir hann slagorðin öfugsnúin og oft sé farið illa með það fólk sem er að reyna að rétta þjóðarhaginn við. Núverandi ríkisstjórn hef- ur náð árangri í baráttunni við verðbólguna, sem er besta kjarabótin þegar til lengri tíma er litið. En á næstu vikum og mánuðum ræðst hvort hún hefur burði til að fylgja þessum árangri eftir. Innantóm slagorð Þjóð- viljamanna, og annarra ó- ábyrgra afla í þjóðfélaginu, mega ekki koma í veg fyrir þær kjarabætur sem þannig fengjust.“ SCANDINAVIA. Gruisö Norway’s fjords Df Baltic Sea to Finfand. Líiesee Den- mark’s Faírytate Land, Sweden's Da- iarna; Royeí víking cruíses: North Cape of Scandinavia/Russía. New t?day tour inciudes Iceland, Westman Islands and North Cape. SEND TMIS COUPON to Maúpintour for our free torope brochure or ask your íavorite trave': agent soon. Algengasta útsvars- prósentan um 10.8% ■ Miklar umræður voru í neðri deild í gær um stjórnarfrumvarp um tekjuskatt og eignarskatt. Frumvarp þetta lýtur að skattstiganum, og sú töf sem orðið hefur á afgreiðslu þess varð þess valdandi að fjármálaráðherra heimilaði að framtals- frestur skuli framlengdur. Páll Pétursson hóf umræðuna með því að segja að margt gerðu þingmenn skemmtilegra en að ákveða skatta á þjóðina, en undan því væri ekki vikist. Hann kvað tekjuskattinn eðlilega Ieið til skattajöfnunar og væri nú leitast við að létta byrðarnar á þeim sem hefðu meðaltekjur og þaðan af minni. En sér virtist stinga nokkuð í stúf við þessa stefnu að sveitarfélögum væri gefið sjálfdæmi um útsvarsprósentuna og hefði t.d. borgarstjórn Reykjavíkur ákveðið hærri útsvarsprósentu en sam- ræmdist stefnu ríkisstjórnarinnar í efna- hags- og skattamálum og væri þetta misnotkun á því frelsi sem sveitarfé- lögum væri gefið og spurði hann félags- málaráðherra hvort hann hygðist taka þetta frelsi af sveitarlélögunum. Svavar Gestsson hafði margt við frum- varpið að athuga og ítrekaði þá spurn- ingu er Páil Pétursson bar upp. Alexander Stefánsson félagsmálaráð- herra kvaðst mótmæla þeirri fullyrðingu að sveitarfélög misnotuðu frelsi sitt til álagningar útsvars eða varðandi gjaldskrár. Hann sagði að aðeins ein veruleg gjaldskrárhækkun hafi verið leyfð, en það er 25% hækkun hjá Hitaveitu Reykjavíkur. Hafi félagsmála- ráðuneytið óskað eftir rökstuðningi fyrir hækkunarbeiðninni, og hafi hún fengist og verið fullnægjandi. Félagsmálaráðherra sagði enn ekki liggja endanlega fyrir hvernig sveitarfé- lög mundu nota heimildir sínar til að ákveða útsvarsprósentu. Kvaðst hann vita að flest sveitarfélög myndu lækka útsvarsprósentuna j 9.5-11%, en yfirleitt myndi hún sennilega verða 10.8%. Að- eins Reykjavík hefur ákveðið að hafa útsvarsprósentuna svipaða og á síðasta ári. ' Ríkisstjórnin hefur gert sérstakan samstarfssamning við sveitarfélögin og fyrir dyrum stendur að halda fund þar sem ákveðið verður hvernig sveitarfélög- in standa að gjaldskrám sínum. Verða þær samræmdar við stefnu ríkisstjórnar- innar í efnahagsmálum og þess gætt að ekki verði alltof mikill munur á gjald- skrám sveitarfélaganna innbyrðis. Lof- aði félagsmálaráðherra að beita sér fyrir að félagsmálanefndir þingsins fái upplýs- ingar um gjaldskrár sveitarfélaga og fyrirhugaðar breytingar á þeim. -OÓ Flugstöðvar- málid komið til nefndar ■ Miklar umræður hafa átt sér stað í neðri deild um stjórnarfrumvarp varð- andi lántökuheimild til flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli. Var málið lagt fram í neðri deild og framhaldsumræður hafa orðið um það aftur og aftur. Fátt eitt kom fram í því tali öllu sem ekki hefur verið rætt ítarlega áður. í gær lauk loks fyrstu umræðu og var samþykkt með 21 atkvæði gegn 5 að vísa málinu til annarrar umræðu og fjárhags- og viðskiptanefndar. -OÓ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.